Morgunblaðið - 06.06.2004, Side 52

Morgunblaðið - 06.06.2004, Side 52
AUÐLESIÐ EFNI 52 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Netfang: auefni@mbl.is FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, skrifaði ekki undir frumvarp um lög um fjölmiðla. Þetta er í fyrsta skipti sem forseti Íslands neitar að skrifa undir lagafrumvarp. Í stjórnarskrá Íslands segir að ef forseti skrifar ekki undir frumvarp eigi þjóðin að greiða atkvæði um það. Sú atkvæðagreiðsla á að fara fram eins fljótt og hægt er. Forsetinn sagði að það væri of mikið bil milli Alþingis og þjóðarinnar. Hann hefur enn ekki viljað svara spurningum fréttamanna. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að ekki yrði komist hjá þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann lýsti yfir áhyggjum af því að fjölmiðlarnir myndu nota mikið af peningum í áróður á móti lögunum. Ríkisstjórnin gæti ekki tekið þátt í því. Hann sagði líka að forsetinn væri að ganga erinda fyrirtækis með því að neita að skrifa undir. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði að það ætti að virða stjórnarskrána og hafa atkvæðagreiðsluna eins fljótt og hægt væri. Hann telur þó ekki mögulegt að halda hana á sama tíma og forsetakosningar, 26. júní. Halldór og Davíð eru sammála um að fá lögfróða menn til að fara yfir stöðuna og ráðleggja um framhaldið. Samfylkingin og Vinstri græn vilja að Alþingi verði kallað saman. Allir flokkar eigi að taka þátt í að undirbúa atkvæðagreiðsluna. Forsetinn skrifaði ekki undir fjöl- miðlafrumvarp Morgunblaðið/ÞÖK Þjóðin fylgdist með forsetanum í sjónvarpinu þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína. Morgunblaðið/Júlíus Stúlka lést af völd- um stungusára ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu stendur vel að vígi í 2. riðli undankeppni Evrópumótsins. Á það góða möguleika á að tryggja sér annað sæti riðilsins sem gefur rétt á að leika í umspili um sæti í lokakeppninni. Um síðustu helgi vann landsliðið stórsigur á Ungverjum, 5:0, ytra með þremur mörkum frá Olgu Færseth og tveimur frá Margréti Láru Viðarsdóttur. Á miðvikudaginn mætti íslenska liðið efsta liði riðilsins, Frökkum, á Laugardalsvelli og varð að sætta sig við ósigur, 3:0. Íslenska liðið á einn leik eftir í keppninni, við Rússa á Laugardalsvelli 22. ágúst. Frakkar eru með 18 stig í riðlinum að loknum sex leikjum. Ísland hefur 13 stig þegar sjö leikir eru að baki og Rússar eru með 8 stig eftir 5 leiki. Ungverjar og Pólverjar reka síðan lestina og hafa misst af möguleikanum á öðru sæti riðilsins. Um síðustu helgi léku íslensku landsliðin í boltaíþróttum alls sjö landsleiki og hafa þeir vart verið fleiri á einni helgi. Karlalandsliðið í knattspyrnu lék vináttulandsleik við Japana í Manchester á Englandi og tapaði, 3:2. Kvennaliðið vann í Ungverjalandi, eins og áður er getið. Þá vann karlalandsliðið í handknattleik sigur á Ítölum í fyrri leik þjóðanna um sæti á heimsmeistaramótinu á næsta ári, 37:31. Þjóðirnar mætast á ný annað kvöld í Kaplakrika kl. 19.45. Þá tapaði kvennalandsliðið í handknattleik fyrir Tékkum, 26:25, í fyrri leik þjóðanna um sæti á Evrópumeist- aramótinu. Loks vann kvennalandsliðið í körfuknattleik einn sigur á Englendingum en tapaði í tvígang í æfingaleikjum. Kvennalandsliðið í vænlegri stöðu Óskarsverðlauna-leikkonan Julia Roberts er barnshafandi og gengur með tvíbura. Julia, sem er 36 ára, er komin tíu vikur á leið og á því von á sér snemma á næsta ári. Faðir tvíburanna er eiginmaður Juliu, Daniel Moder, 35 ára gamall kvikmyndatökumaður en þau gengu í hjónaband á heimili sínu í júlí árið 2002. Roberts á engin börn fyrir en ekki er lengra en tvö ár síðan hún lýsti því yfir að hún væri enn ekki tilbúin til að verða móðir. Sagt er að Roberts hafi allt eins búist við því að koma til með að eignast tvíbura því það er töluvert um tvíbura í fjölskyldu hennar. Langamma hennar var tvíburi og hún á frændur og frænkur sem eru tvíburar. Reuters Julia Roberts Julia Ro- berts ófrísk að tvíburum Al-Yawar hefur gagnrýnt Bandaríkjamenn vegna hernámsins í Írak. Samt er hann sagður í góðum tengslum við Bandaríkja- menn. Hann hefur krafist þess að nýja stjórnin fái algjört fullveldi og geti þannig ráðið málum í Írak. Sérstaklega vill hann að nýja stjórnin geti ráðið því hvernig erlenda hernum er beitt í Írak. Nýr forseti í Írak Reuters Ghazi al-Yawar. NÝR forseti hefur verið valinn í Írak. Hann heitir Ghazi Mashal al-Yawar. Hann er fæddur árið 1958. Al-Yawar hlaut menntun sína í Sádi-Arabíu og Bandaríkjunum. Hann lærði verkfræði. Forsetinn var lengi í útlegð og andstæðingur Saddams Husseins, fyrrver- andi einræðisherra í Írak. Al-Yawar kemur frá borginni Mosul. Hún er í Norður-Írak. Hann er höfðingi ættbálks en sagt er að mjög margir Írakar styðji hann. Al-Yawar verður forseti bráðabirgðastjórnar. Hún var skipuð í síðustu viku. Nýja stjórnin hefur tekið til starfa. Formlega tekur hún við völdum 30. júní. Stúlkan hét Guðný Hödd Hildardóttir og bjó að Hagamel 46. Hún var í 6. bekk í Melaskóla. 300 manns mættu í bænastund í Neskirkju á mándagskvöldið. Prestar heimsóttu Melaskóla og Hagaskóla. Þeir töluðu við nemendur og starfsfólk. Bróðir stúlkunnar er í Hagaskóla. Hann er nú með réttargæslumann. ELLEFU ára stúlka lést af völdum stungusára í vesturbæ á mánudagsmorgun. Bróðir hennar lét vita. Hann var líka með mikla áverka. Móðir barnanna var einnig með stungusár. Þau voru bæði flutt á gjörgæslu. Ekki er talið að þau séu í lífshættu. Lögreglan telur að móðirin hafi stungið börnin og síðan sjálfa sig. Hún er í gæsluvarðhaldi til 14. júní. Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú dauða stúlkunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.