Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Þökkum ótrúlegar viðtökur. Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til Kanaríeyja í 2 vikur á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí. Þú bókar ferðina og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Á Kanarí nýtur þú þjónustu reyndra farar- stjóra okkar allan tímann. Bókaðu strax á www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.990 Verð á mann, m.v. 2 í íbúð/stúdíó. Innifalið flug, gisting í 14 nætur, skattar. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800 Tryggðu þér ferð til Kanarí á lægsta verðinu 4. janúar-2 vikur Verð kr. 49.990 Verð á mann, m.v. 2 í íbúð á Beach Flor. Innifalið flug, gisting í 7 nætur, skattar. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800 Aukatilboð 25. janúar 1 vika á Beach Flor Stökktu til Kanarí 4. janúar í 2 vikur fyrir aðeins kr. 39.990 HUGSANLEGT er að mikið manganmagn í heyi á riðulausum bæjum miðað við riðubæi og fjár- skiptabæi geti haft í sér nokkra vörn gegn riðu. Með fjárskiptabæjum er átt við bæi þar sem riða hefur komið upp en fé verið skorið niður og feng- ið heilbrigt fé í staðinn að tilskildum tíma liðnum. Komið hefur í ljós við rannsóknir á heysýnum á 47 bæjum að þéttni mangans í heyi frá bæjum á ósýktum svæðum var marktækt meiri en í hey- sýnum frá bæjum þar sem riða hefur komið upp. Þörf er frekari rannsókna til að skera úr um hvort gjöf mangans gæti seinkað uppkomu riðu hjá sauðfé. Rannsökuðu kopar, mangan og selen Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknarhóps þeirra dr. Þorkels Jóhannessonar og Jakobs Kristinssonar, á rannsóknarstofu í lyfja- og eitur- efnafræði, dr. Kristínar Bjargar Guðmundsdótt- ur og Sigurðar Sigurðarsonar, á rannsóknardeild yfirdýralæknis í dýrasjúkdómum á Keldum, og Tryggva Eiríkssonar á Rannsóknarstofnun land- búnaðarins. Rannsóknirnar eru framhald fyrri rannsókna og stóðu frá hausti 2002 fram í mars á þessu ári. Rannsakað var magn kopars og mangans í heyi, svo og virkni selens, sem einnig er málmur, í blóði áa og selen í heyi sem ærnar voru fóðraðar á. Þorkell Jóhannesson sagði í samtali við Morg- unblaðið að þær spurningar hafi vaknað hvort málmur í heyi, eins og t.d. mangan og selen, gæti hugsanlega tengst riðu. Þorkell segir að sel- enskortur sé þekktur um landið allt í sauðfé. Hafi hans fyrst orðið vart að marki eftir að beit- arbúskapur lagðist mikið til af eftir 1960. Yf- irleitt sé nægilegt selen í sauðfé á haustin eftir beit á fjalli þar sem féð hefur nærst á hægvax- andi plöntum. Á vorin, eftir að hafa verið á húsi allan veturinn, sé selenþéttni í blóði áa orðin lág og jafnvel við skortsmörk. Þorkell segir ekki vís- bendingar um að selenskortur tengist uppkomu riðu en hann geti hins vegar valdið svonefndri hvítvöðvaveiki. Lýsir hún sér í skjögri, einkum hjá ungviði. Þá getur selenskortur einnig leitt til þindarslits og minni frjósemi. Hindrar að smitefnið berist Mun sterkari vísbendingar eru taldar um sam- band mangans í heyi og riðu. Kristín Björg Guð- mundsdóttir tjáði Morgunblaðinu að rannsóknir þeirra hefðu sýnt marktækt meira mangan í heyi á bæjum og svæðum þar sem riða hefur ekki komið upp en á riðusvæðum. Mikið manganmagn gæti hindrað uppkomu riðu með því að hindra að smitefni hennar, hið sjúklega príonprótein, gæti borist frá þörmum í heila sauðfjár og sé því hugsanlega nokkur vörn í mangani. Kristín Björg segir þessar vísbendingar ekki hafa komið fram áður en nauðsynlegt sé að rannsaka þær í stærra úrtaki áður en unnt er að staðfesta þessar nið- urstöður. Sigurður Sigurðarson segir áhugavert að rann- saka frekar hvort eitthvað í umhverfinu geti ver- ið ráðandi þáttur í riðuáhættu. Hann telur að kenningin um smitefni sé þó áfram í fullu gildi en spurning sé hvort einhver utanaðkomandi áhrif geti breytt virkni príonpróteina þannig að hún leiði til aukinnar áhættu. Þetta sé sérstaklega brýnt að rannsaka nánar á fjárskiptabæjum. Rannsóknirnar eru hluti af Evrópuráðsverk- efni og unnar á vegum embættis yfirdýralæknis. Þá hefur landbúnaðarráðuneytið veitt styrk til þeirra. Greint er frá þeim í nýlegu tölublaði bún- aðarblaðsins Freys. Vísbendingar um að mangan geti verið vörn gegn riðuveiki FYRSTU mál Samtaka eigenda sjávarjarða gegn íslenska ríkinu, þar sem krafist verður viðurkenningar á eignar- og útræðisrétti sjávarbænda á aðliggjandi sjávarsvæði, verða höfðuð á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Það er Ragnar Aðalsteinsson hrl. sem mun fara með málin fyrir hönd samtakanna. Ragnar hélt er- indi sem hann nefndi Útræði frá sjávarjörðum, eignarréttur þeirra að auðlindinni og málshöfðun Samtak- anna gegn íslenska ríkinu, á aðal- fundi samtakanna sl. föstudag. Í samtali við Morgunblaðið sagði Ragnar að málshöfðunin snérist um þrjú álitaefni fyrst og fremst: net- lögin svokölluðu, útræði og auðlinda- gjaldið. „Netlög hafa tíðkast í lögum frá fornu fari, bæði í Grágás og Jóns- bók,“ segir Ragnar. „Samt sem áður eru ýmis álitamál sem tengjast net- lögunum, þar á meðal hvort þau mið- ist við fjarlægð frá stórstraums- fjöruborði eða dýpt og hvort það kunni að gilda mismunandi reglur eftir því við hvaða auðlindir er átt hverju sinni. Það eru ýmsir fræði- menn sem draga í efa að eigendur jarðanna hafi forræði yfir öllum auð- lindum í netlögum. Hins vegar hefur seinni tíma löggjöf bent sterk- lega í þá átt, það sé bæði undir hafsbotni, á hafsbotni og í sjónum og þar á meðal líka fisk- ar sem koma og fara.“ Einkaréttindi á tilteknum miðum? Annað álitaefni er svokallað heimræði eða útræði að sögn Ragn- ars. „Það er spurning um það hvort sjávar- jarðir hafi eignast einkaréttindi á tilteknum miðum fyrir utan netlögin.“ Hann segir að fyrir því séu margvíslegar heimildir, allt fram á síðustu ár. „Þetta var tal- ið til hlunninda jarðanna og var skattlagt og til eru eignaryfirfærslu- skjöl og dómar frá fyrri öldum um þessi réttindi. Það er til löggjöf allt fram á að minnsta kosti 19. öld, þar sem sveitamenn við tiltekinn fjörð geta útilokað utansveitarmenn frá því að fiska í firðinum.“ Í þriðja lagi segir Ragnar að auð- lindagjaldið sé álitamál. „Það er spurning hvort jarð- irnar eigi ekki hlut- deild í þessu gjaldi,“ segir Ragnar en upp- eldisstöðvar margra fisktegunda eru inn á jörðunum samkvæmt netlögunum. „Hins vegar er vandinn sá að ríkisvaldið lítur svo á að með kvótalöggjöf- inni þá hafi ríkið náð af sjávarjarðaeigendum réttinum til þess að fiska í netlögum. Það telur ríkisvaldið að því hafi tekist án þess að greiða bætur fyrir. Með þessu er verið að flytja réttinn frá bændunum til annarra.“ Ragnar segir vel hafa verið mætt á fundinn og miklar umræður skap- ast um fyrirhugaða málsókn. „Mönnum er þetta auðvitað mikið al- vörumál, þetta er mikið hagsmuna- mál því að ekki má gleyma að á sama tíma hefur verið sótt að bændum of- an frá ef svo má segja, með þjóð- lendulögunum. Svo menn verða að gæta hagsmuna sinna og bregðast til varnar.“ Fyrstu málin höfðuð í byrjun næsta árs Sjávarbændur undirbúa málshöfðun á hendur ríkinu Ragnar Aðalsteinsson KRISTÍN Ólafsdóttir á Giljum í Mýrdal er ein fjölmargra barna sem bíða spennt eftir jólasvein- unum sem tínast nú til byggða einn af öðrum. Í nótt kom Giljagaur til byggða og og næstu nótt er von á Stúf. Þó Kristín sé að jafnaði þæg og góð leggur hún sig sérstaklega fram um að vera þæg þessa síðustu daga fyrir jólin, en eins og allir vita getur hegðun barnanna skipt máli þegar jólasveinninn velur hvað hann gefur í skóinn. Á árum áður voru börn oft hrædd við jólasveinana enda áttu þeir til með að vera nokkuð hrekkjóttir. Á seinni árum virðist þó sem dregið hafi úr hrekkjum þeirra, en gjaf- mildin hefur að sama skapi aukist. Börnin eru því farin að bíða spennt eftir jólasveinunum. Morgunblaðið/RAX Beðið eftir jólasvein- unum TÆPLEGA 200 nemendur frum- greinadeildar Tækniháskóla Íslands munu þurfa að greiða verulega hærri skólagjöld en nú ef sameining Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík verður að veruleika. Gunnar Hall, fulltrúi frumgreina- deildar í nemendafélagi Tæknihá- skóla Íslands, segir að sameining skólanna þýði hækkun fyrir nem- endur í frumgreinadeild, sem er ein af fjórum deildum THÍ, en ekki þá sem eru í öðrum deildum skólans. Í 1. grein nýrra laga sem samþykkt vorui á Alþingi fyrir helgi segir að allir þeir nemendur sem séu í skól- anum nú eigi að halda sömu for- sendum. Gunnar Hall segir hins vegar að það sé túlkað þannig að nemendur frumgreinadeildar muni skipta um deild og þurfi að greiða skólagjöld í nýjum skóla, en þeir séu því algerlega ósammála. Þeir líti svo á að þeir séu að taka tækni- deild á tveimur árum lengri tíma heldur en aðrir. Þetta sé afdrifaríkt fyrir marga. 200 þúsund krónur Frumgreinadeildin er undirbún- ingsdeild fyrir hinar deildirnar. Gunnar sagði að hægt væri að hætta eftir tvær annir og fara í rekstrardeild eða taka fjórar annir og fara í tæknideild. Námið gefi í raun engin réttindi. Það sé ígildi stúdentsprófs úr raungreinadeild og sé fyrst og fremst hugsað til þess að koma iðnmenntuðu fólki áfram í tækninám. Þar raunar stoppi það núna frá og með þessari lagasetningu ef af verði. „Það er búið að gefa það út að þeir sem eru komnir í tækninám í dag fá að klára sitt nám á þeim for- sendum sem þeir byrjuðu, en við eigum að borga full skólagjöld við hinn nýja skóla,“ sagði Gunnar. Fram kom að 183 nemendur séu skráðir í deildina nú, misjafnlega langt komnir. Gert er ráð fyrir að skólagjöldin í nýjum skóla verði 100 þúsund krónur á önn eða 200 þús- und kr. veturinn, en innritunar- gjöldin í ríkisháskóla verða 47 þús- und kr. á vetri eftir hækkun. Sumir nem- ar í THÍ greiða skólagjöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.