Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 41 Stóra svið Nýja svið og Litla svið BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Mi 29/12 kl 20, Su 2/1 kl 20 Fö 7/1 kl 20, Fö 14/1 kl 20, Su 16/1 kl 20 HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Frumsýning fö 7/1 kl 20 - UPPSELT Lau 8/1 kl 20 - GUL KORT Su 9/1 kl 20 - AUKASÝNING Lau 15/1 kl 20 - RAUÐ KORT Su 16/1 kl 20 - GRÆN KORT Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT Lau 22/1 kl 20, Lau 29/1 kl 20, Su 30/1 kl 20 GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ - GILDIR ENDALAUST Gjafakort fyrir einn kr. 2.700 - gjafkort fyrir tvo kr. 5.400 Gjafakort á Línu Langsokk fyrir einn kr. 2.000, fyrir tvo kr. 4.000 VIÐ SENDUM GJAFAKORTIN HEIM ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU - pantið í síma 568 8000 eða á midasala@borgarleikhus.is Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 2/1 kl 14, Su 9/1 kl 14,Su 16/1 kl 14 Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Mi 29/12 kl 20, Su 2/1 kl 20, Fö 14/1kl 20, Fi 20/1 kl 20 AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR eftir Ionesco Í samstarfi við LA Frumsýning þri 28/12 - UPPSELT Fi 30/12 kl 20, Lau 8/1 kl 20, Su 9/1 kl 20 GJAFAKORTIN OKKAR GILDA ENDALAUST ☎ 552 3000 AUKASÝNING Í JANÚAR VEGNA MIKILLAR AÐSÓKNAR • Sunnudag 26/12 kl 20 NOKKUR SÆTI • Laugardag 15/1 kl 20 LAUS SÆTI eftir LEE HALL Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ www.loftkastalinn.is ELVIS Í JÓLAPAKKANN! Gjafakort í leikhúsið - skemmtileg og öðruvísi jólagjöf í samstarfi við LEIKFÉLAG AKUREYRAR Aukasýn ing mið . 29 .12 k l . 20 .00 LAUS SÆTI F im. 30 .12 20 .00 UPPSELT Miðasa lan e r op in f rá k l . 14 -18 Lokað á sunnudögum ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími ÓLIVER! Frumsýnt 28. Des. Óliver! Eftir Lionel Bart Þri 28/12 kl 20 UPPSELT Frums. Mið 29/12 kl 20 UPPSELT Fim 30/12 kl 16 UPPSELT Fim 30/12 kl 21 UPPSELT Sun 2/1 kl 14 UPPSELT Sun 2/1 kl 20 örfá sæti Fim 6/1 kl 20 örfá sæti Lau 8/1 kl 20 UPPSELT Sun 9/1 kl 20 nokkur sæti Fim 13/1 kl 20 nokkur sæti Lau 15/1 kl 20 nokkur sæti Sun 16/1 kl 20 nokkur sæti Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir ÞRIÐJA ríkið, þúsund ára ríki Adolfs Hitlers, varð einna skamm- lífast ríkja í samanlagðri sögu Evr- ópu. Saga þess var blóði drifin frá fyrstu stundu til hinnar síðustu og þar voru framin fleiri og meiri voða- verk en í nokkru öðru ríki á þessum tíma, að Sovétríkjum Stalíns einum undanskildum. Engu að síður voru margir Vesturlandabúar reiðubúnir til að verja Þriðja ríkið og stjórn Hitlers á millistríðsárunum, rétt eins og margir áhrifamiklir menn og konur studdu Sovétríkin heils hugar. Mun og mála sannast. að allt fram til haustsins 1939, og jafnvel lengur, hafi þýskir nasistar fremur þótt í húsum hæfir á betri bæjum á Vesturlöndum en rússneskir komm- únistar. Það breyttist þó fljótt að stríðinu loknu. En þótt saga Þriðja ríkisins yrði stutt hefur að líkindum meira verið um hana skrifað í flestum löndum Evrópu en um nokkurn annan þátt í sögu 20. aldar. Aragrúi yfirlitsrita hefur verið saminn um þessa sögu, hersögufræðingar hafa skrifað mý- grút af bókum og greinum um seinni heimsstyrjöldina og einstaka þætti hennar, fjölmargir hafa gefið út endurminningar og ævisögur Hitlers og annarra leiðtoga nasista eru nánast óteljandi. Þá er enn ótal- ið allt sem skrifað hefur verið um helförina og ýmsa fleiri þætti. Þessi bók Traudl Junge, „Til hinstu stundar“ er ein nýjasta við- bótin í margbreytilega flóru rita um Hitlers Þýskaland. Hún er hins veg- ar öðru vísi en margar aðrar bækur, sem ég hef séð um þessi fræði, og um margt persónulegri. Traudl Junge gerðist árið 1942, þá 22 ára, ritari á kanslaraskrifstofunni í Berl- ín. Hún var skömmu síðar gerð að einkaritara Hitlers og gegndi því starfi bókstaflega „til hinstu stund- ar“. Hún fór ekki úr foringjabyrg- inu í Berlín fyrr en Hitler var allur og eitt allra síðasta verk hennar sem einkaritari var að skrifa erfða- skrá hans – síðustu blaðsíðurnar í sögu Þriðja ríkisins. Að stríðinu loknu fluttist Junge aftur til Bæj- aralands og þar skráði hún end- urminningar sína um dvölina hjá Hitler á árunum 1947–1948. Hand- ritið var hins vegar ekki gefið út fyrr en 2002, og þá fyrst og fremst fyrir orð Melissu Müller. Efni bókarinnar skiptist í þrjá hluta. Að loknum stuttum formála Traudl Junge skrifar Melissa Müll- er um bernsku hennar og uppvaxt- arár, fram til þess er hún hóf störf hjá Hitler. Þá tekur við meginkafli bókarinnar, frásögn Junge af dvöl- inni við „hirð“ Foringjans, og loks er kafli eftir Müller, þar sem hún rekur í stórum dráttum æviferil Junge frá stríðslokum til 2001 og hvernig henni „tókst að vinna úr sektinni í áföngum“. Þessi þrír kaflar eru býsna sund- urleitir. Meginkaflinn, frásögn Junge af árunum 1942–1945, er skrifaður af einlægni og hispurs- leysi og endurspeglar vel viðhorf höfundarins til Hitlers og fólksins í innsta hring hans, áður en hún átt- aði sig á því hvað hafði í raun gerst í Þýskalandi nasismans. Frásögnina af lífinu við „hirðina“ á árunum 1942–1944 er að vísu nokkuð stagl- kennd á köflum, endalausar sögur af hversdagslegum atburðum, sem ekki hafa mikla sögulega þýðingu, nema kannski fyrir Þjóðverja. Lýs- ingin á síðustu dögum dögum og stundum Hitlers er á hinn bóginn hádramatísk og skrifuð af töluverð- um tilfinningahita. Hversu miklu hún bætir við það sem þegar er vit- að og áður hefur verið ritað um þessa atburði skal ósagt látið, en alltaf er fengur að frásögn sjón- arvotta. Um kaflana sem Melissa Müller skrifar gegnir nokkuð öðru máli. Þeir eru að sönnu lipurlega samdir og læsilegir en fremur yfirborðs- kenndir. Það á einkum við um hinn síðari og verður að segjast eins og er, að undirrituðum er engan veg- inn ljóst, hvernig konan vann úr „sektinni í áföngum“. Þýðing Arthúrs Björgvins Bolla- sonar virðist mér lipur, en hins veg- ar er ég engan veginn sáttur við frágang textans. Prentvillur eru of margar, ekki virðist vera samræmi á milli þess hvenær sérnöfn og hug- takaheiti eru skáletruð og hvenær ekki og alltof oft hefur gleymst að draga inn línu við greinarskil. Þetta eru óþörf lýti á annars laglegri bók. Hún skrifaði síðustu blaðsíðurnar BÆKUR Frásögn Höfundur: Traudl Junge í samstarfi við Melissu Müller. 326 bls., myndaörk. Þýðandi Arthúr Björgvin Bollason. Útgefandi: PP Forlag, án útgáfustaðar 2004. Til hinstu stundar – einkaritari Hitlers segir frá Jón Þ. Þór Traudl Junge Graduale Nobili söng dásamlega undir öruggri, smekkvísri stjórn Jóns Stefánssonar. Heildarhljómurinn var tær og þéttur, innkomur voru pott- þéttar og túlkunin einlæg og tilfinn- ingarík. Hörpuleikur Elísabetar var ekki síðri; tímasetningar í einleiks- þáttunum voru hárnákvæmar, vald yfir styrkleikabrigðum var algert og túlkunin svo sannfærandi og fallega mótuð að maður gersamlega gleymdi stund og stað. Það er ekki oft sem ég verð bergnuminn á tónleikum, en það gerðist núna. Hvílík upplifun! Svipað var uppi á teningnum í hinu atriði efnisskrárinnar, Ceremony of Carols eftir Britten, sem á einnig rætur sínar að rekja til fortíðarinnar. Textinn samanstendur af níu enskum miðaldaljóðum og er rammaður inn af fornum gregorskum söng sem hefð er fyrir að fluttur sé við aftansöng á að- fangadag. Túlkun kórs og hörpuleik- ara var framúrskarandi; hörpuleik- urinn var snilldarlegur og söngurinn ekki af þessum heimi. Útkoman var einstök og er óhætt að fullyrða að þetta hafi verið með betri tónleikum ársins. ÉG VERÐ að viðurkenna að ég hafði aldrei heyrt tónsmíðina Dancing Day eftir John Rutter (f. 1945) sem stúlknakórinn Graduale Nobili flutti ásamt Elísabetu Waage hörpuleikara á jólatónleikum í Langholtskirkju á sunnudagskvöldið. En ég vona að ég heyri hana fljótt aftur, því þetta er magnaður tónaseiður. Verkið byggist á sex jólasöngvum við latneska og enska texta, tónmálið er einfalt og að- gengilegt; hörpuforleikur og millispil gefa tónlistinni skemmtilega forn- eskjulegan blæ, en þó er yfirbragð hennar nútímalegt. Hljómagangur- inn er ferskur, kemur oft á óvart og skapar athyglisvert mótvægi við allt að því barnslegar endurtekningarnar í söngnum, sem mikið er af. Útkoman er seiðandi blanda nútíðar og fortíð- ar; í rauninni má segja um verkið að það sé tímalaust. Tímalaus englakór TÓNLIST Langholtskirkja Graduale Nobili söng ásamt Elísabetu Waage hörpuleikara verk eftir Rutter og Britten. Jón Stefánsson stjórnaði. Laug- ardaginn 11. desember, kl. 21.00. Kórtónleikar Jónas Sen Morgunblaðið/Jim Smart Graduale Nobili ásamt stjórnandanum Jóni Stefánssyni. „Túlkun kórs og hörpuleikara var framúrskarandi; hörpuleikurinn var snilldarlegur og söngurinn ekki af þessum heimi,“ segir í umsögn um jólatónleika kórsins. GLÆPASAGAN gengur ljósum log- um um Reykjavík. Mér skilst að til sé í borginni glæpafélag, sem nefnist Hið íslenska glæpafélag. Félagsmenn hittist í skugga- legum skúma- skotum á veit- ingastað sem heitir Grandrokk. Þar byrla menn hver öðrum sögur um uppdiktaða glæpi og hafa reynt að lyfta þeim upp á stig skáldskaparins með glæpa- smásagnasamkeppni. Árangurinn er að finna í smásagnasafninu Smá- glæpir og morð. Eins og gengur og gerist um slík söfn er um töluverðan samtíning að ræða. Þó er gegnumgangandi áhersla á kynferðisglæpi af ýmsum toga, nauðganir, morð þar sem fórnarlömb kynferðisglæpa taka til sinna ráða og ýmis konar pervertismi sem er auð- vitað birtingarmynd aukinnar firr- ingar vaxandi borgarmenningar. En einnig er að finna venjulega auðg- unarglæpi. Nokkuð finnst mér höf- undar hugmyndaríkir og sumar hug- myndanna hefðu vel þolað nánari útfærslu í skáldsögu. Þarna eru smá- sögur kunnra höfunda. Má þar m.a. nefna Jón Hall Stefánsson sem birtir þar eftir sig verðlaunasögu og ekki fæ ég betur séð en að hann sé vel að þeim verðlaunum kominn. Aðra höf- unda kannast ég við, Ragnheiði Gestsdóttur, sem er með skarplega skrifaða sögu sem vekur upp ýmsar móralskar spurningar og Eirík Brynjólfsson sem ólíkt hinum flestum lætur sögu sína gerast úti á lands- byggðinni. Ekki fer alltaf saman góð hug- mynd og góð útfærsla. Í sumum sagnanna gleyma menn sér í lókal- gríni Hins íslenska glæpafélags og í öðrum er leitt að sjá hvernig góðar hugmyndir drukkna í alls konar til- raunastarfsemi höfundanna. Glæpa- sagan er nefnilega ekki bókmennta- grein sem býður upp á mikla tilraunastarfsemi nema form hennar sé notað sem uppistaða í allt annars konar verki eins og sjá má í bestu sögum Poes, Borgesar og fleiri. Hún er yfirleitt fremur formúlukennd, leitar að föstum flötum og ber yf- irleitt ekki mjög skýr persónu- einkenni höfunda. Mér sýnist hins vegar margir félaga í Hinu íslenska glæpafélagi vera metnaðarfullir fyrir hönd glæpasögunnar og fyrir þær sakir leiðast þeir út á refilstigu til- raunamennskunnar. Í einni sögunni leika t.d. höfundarnir, sem eru tveir, þeir Jón Karl Helgason og Hermann Stefánsson, sér að því að nefna per- sónur sínar meira og minna nöfnum skálda og rithöfunda. Í þeirri sögu er einnig töluvert um orðaleiki, tilrauna- starfsemi með spegilskrift, reynt að túlka persónur með sérstöku orðfæri o .s. frv. Það er eins og þeir spili sig upp í því að framandgera hið alvar- lega sögusvið glæpasögunnar á par- ódískan hátt. Því miður gengur til- raunastarfsemin ekki almennilega upp. Grunnhugmynd sögunnar er góð og hún hefði að mínu mati verið betri án þessarar tilraunastarfsemi, án hinna paródísku þátta, sem birtist mér sem óþarfa orðagjálfur. En ef- laust hafa þeir félagar skemmt sér við sköpunina. Smáglæpir og morð er safn nokkuð misgóðra glæpasmásagna. En sög- urnar eru engan veginn leiðinleg lesning. Þær eru góð afþreying í skammdeginu. Góð afþreying í skammdeginu BÆKUR Glæpasögur Ýmsir höfundar. Almenna bókafélagið. 2004. 232 bls. Smáglæpir og morð Skafti Þ. Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.