Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Breyta þarf reglum, bætaaðgengi skattayfirvalda,auka ábyrgð eigenda ogstjórnenda og auka skattaeftirlit og rannsóknir til að minnka skattsvik hér á landi, að mati nefndar sem kannaði umfang skattsvika á Íslandi. Niðurstöður nefndarinnar benda til þess að svört atvinnustarfsemi fari minnk- andi hér á landi, en aukning sé að verða á skattsvikum í gegnum er- lend samskipti. 25–34 milljarða svik Í nefndinni áttu sæti Snorri Ol- sen tollstjóri í Reykjavík, Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri og Skúli Eggert Þórðarson, skatt- rannsóknarstjóri ríkisins. Í skýrslu sem nefndin sendi frá sér og var lögð fram á Alþingi á föstudag kemur fram að tap ríkis og sveitar- félaga vegna skattsvika hafi á árinu 2003 verið á bilinu 25,5-34,5 milljarðar króna, eins og rakið hef- ur verið í Morgunblaðinu. Skýrslu- höfundar nefna ýmsar leiðir til að sporna við skattsvikum, einkum leiðir til að eyða ákveðnum veik- leikum í kerfinu sem hægt er að nota til að svíkja undan skatti.  Lagt er til að svokallaðri CFC löggjöf verði hraðað hér á landi, en hún felur í sér að ef innlendur aðili á fjármálafyrirtæki, eða ráðandi hlut í slíku fyrirtæki, sé heimilt að skattleggja tekjur og eignir fyr- irtækisins með tekjum og eignum eigandans ef raunveruleg skatt- lagning á fyrirtækið í því landi þar sem það er heimilisfast er verulega lægri en skattlagning hér á landi.  Hægt væri að leggja skatt á vexti sem greiddir eru úr landi, en Ísland er eitt fárra landa sem ekki leggja á slíkan skatt. Í skýrslunni segir að það fyrirkomulag sé upp- lagt tilefni til skattsvika, þar sem fyrirtæki geti sett upp eignar- haldskeðjur þar sem félag erlendis er látið lána innlendum aðila fé og taka hagnaðinn út í formi hárra vaxta sem eru frádráttarbærir hjá innlenda aðilum og skattfrjálsir við greiðslu úr landi.  Hér á landi eru meiri takmark- anir en í flestum ríkjum OECD á því að skattayfirvöld fái upplýsing- ar hjá bönkum og fjármálastofn- unum. Skattayfirvöld fá engar upplýsingar um bankaviðskipti sjálfkrafa eins og víða tíðkast og allar umleitanir um að fá slíkar upplýsingar eru háðar umstangi og bréfaskriftum.  Heimild fyrirtækja til að fresta skattlagningu söluhagnaðar af hlutabréfum hefur verið misnotuð í flestum stærri skattsvikamálum að undanförnu, og oft stofna einstak- lingar einkahlutafélag til þess að nota sér frestunarheimildir, sem aftur skapar möguleika á frádrætti vegna vaxtagjalda. Versti ókostur- inn snýr þó að útlöndum, en brögð eru að því að fjárfest sé í fyrirtæki í erlendri skattaparadís og þannig komist algerlega undan skattlagn- ingu.  Breyta þarf skattalögum, m.a. lengja fyrningartíma á skattsvik- um, sem er nú 6 ár. Einnig þarf að gera ríkari kröfu um ábyrgð eig- enda og stjórnenda í tilvikum þar sem stofnuð eru einkahlutafélög, engir skattar greiddir og félögin svo látin fara í gjaldþrot.  Ástæða er til þess að breyta reglum um bætur í skattkerfinu, og ef til vill leita annarra leiða til að rétta hlut einstæðra foreldra en í gegnum skattkerfið, enda sé erf- itt að upplýsa brot tengd þessum reglum og oft gengið nærri frið- helgi einkalífsins með slíkum rann- sóknum.  Bæta þarf skattaeftirlit og skattrannsóknir, t.d. au magn til skattayfirvalda, upp gagnasöfn til áhættug ar o.fl. Í skýrslunni er fjallað um ingar hér á landi á unda árum sem hafa annað hvor úr skattsvikum eða auk Kemur fram að viðhorf alm til skattsvika hafi löngum v bent, annars vegar séu þau in alvarlegum augum, en h ar hafi verið vaxandi þung kröfu almennings að skatt sé framfylgt. Lægra ska af lögaðilum er talið haf eitthvað úr skattsvikum, bætt skattframkvæmd. E nefnt að auknar skattra og strangari refsingar un ár hafi vafalítið fælingarm stuðli að minnkandi unda undan skatti. Eignatengsl fyrirtækja tækifæri til undansk Á hinn bóginn er bent á ari skattalöggjöf og br sem hafa leitt til mögu skattundanskotum hafi skattsvik, svo sem mögu frestun skattlagningar sölu Viðamiklar breytingar á reglum um skatta lagðar ti Ýmsar leiðir minnka undan Geir H. Haarde segir hefðbundin skattsvik á undanhaldi en ríki og sveitarfélög urðu engu að síður af 2 LAUMUFARÞEGARNIR Í ÞJÓÐFÉLAGINU Samkvæmt niðurstöðum skýrslunefndar, sem rannsakaði um-fang skattsvika á Íslandi, má áætla að ríki og sveitarfélög hafi tap- að 25,5 til 34,5 milljörðum króna árið 2003 vegna skattsvika. Þetta eru um 8,5 til 11,5% af heildartekjum ríkis og sveitarfélaga. Skatttekjur ríkissjóðs voru í fyrra, þegar allt er talið, rúmir 230 milljarðar króna þannig að þetta er umtalsverð upphæð og munar um minna. Til dæmis var 35,3 milljörðum króna varið til fræðslu- og menning- armála í fyrra og 71,4 milljörðum til heilbrigðismála. Nefndin telur í skýrslunni að skipu- lögð skattsvik hafi aukist á undan- förnum árum og nýjar skattsvikaleið- ir hafi bæst við. Meðal þeirra þátta, sem hún telur að leiði til aukinna skattsvika, eru flóknari reglur, flókn- ari eignatengsl, alþjóðavæðing og fjármagnsflutningur milli landa. Einnig hafi tækifærum til að skjóta undan skatti fjölgað með aukningu einkahlutafélaga, en fjöldi þeirra hef- ur þrefaldast á undanförnum tíu ár- um. Í skýrslunni segir reyndar að svört atvinnustarfsemi og vanframtaldar tekjur hafi heldur minnkað, en á hinn bóginn hafi skattalegt fjármálamis- ferli í gegnum erlenda aðila aukist mikið og er sérstaklega farið hörðum orðum um „skattsniðgönguráðgjöf“ fagmanna, sem veiti ráðleggingar um skattamál. Leggur hún til að ábyrgð ráðgjafa, sem standi að óábyrgri skattaráðgjöf, rangfærslu bókhalds eða rangri framtalsgerð, verði gerð skýrari og skýrar verði kveðið á um persónulega ábyrgð eigenda og for- svarsmanna fyrirtækja. Nefndin lét gera skoðanakönnun um afstöðu fólks til skattsvika. Þar kveðast 70% svarenda vera sammála um það að skiljanlegt sé að fólk vilji vinna fyrir tekjum, sem það geti skot- ið undan skatti, og 56% segjast mundu þiggja tekjur, sem ekki þyrfti að gefa upp til skatts, ef þær byðust. Um leið segist 71% vera annaðhvort sammála eða mjög sammála þeirri fullyrðingu að það eigi að vera þung viðurlög við að skjóta undan skatti. „Nefndin tekur undir þau sjónar- mið sem fram hafa komið erlendis að erfitt sé að uppræta skattsvik með öllu,“ segir í skýrslunni. „Engu að síð- ur er að mati nefndarinnar enn nokk- uð í að náð hafi verið þeim árangri hér á landi sem gæti verið viðunandi að þessu leyti. Ljóst er að mikill ávinn- ingur er fólginn í því að minnka skatt- svik og auka þannig tekjur ríkissjóðs og sveitarfélaga og þess virði að kosta nokkru til. Nefndin telur að stjórn- völd ættu að setja sér það markmið að draga verulega úr skattsvikum með markvissu átaki á nokkrum árum sem taki til lagabreytinga og annarra breytinga á skattframkvæmd.“ Það myndu sennilega fáir telja það sjálfsagt að láta manninn fyrir fram- an sig biðröðinni við kassann í stór- markaðnum borga fyrir sig matinn. Enginn myndi láta sér detta í hug að krefjast þess á veitingastað að mað- urinn á næsta borði borgaði fyrir þá reikninginn. Engu að síður er stór hópur manna, sem telur sjálfsagt að vera laumufarþegi í þjóðfélaginu – leggja ekkert af mörkum og láta aðra um að borga þjónustuna, sem hann þiggur, hvort sem það er menntun af- kvæmanna eða aðgerðin á skurðar- borðinu. Skattsvik eru alvarlegt mál og augljóst að aðgerða er þörf. GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir ánægjulegt að hefðbundin skattsvik, svört atvinnustarfsemi og vantaldar tekjur séu á undanhaldi, en bendir á að þess konar skattsvik séu enn langstærsti hlutinn af skattsvikum hér á landi. Hann segir aukningu á skattsvikum í gegnum erlend samskipti mjög alvar- lega þróun. „Það er búið að opna hér hagkerfið með skipulögð- um hætti af stjórnvöldum á undanförnum árum til þess að greiða fyrir því að atvinnulífið nái að blómstra og geti farið í útrás, en hugmyndin með því var að sjálfsögðu ekki sú að menn kæmu sér upp nýj- um skattsvikaleiðum. Þess vegna þarf að fara yfir þá hluti mjög vandlega með ábyrgum og heiðarlegum aðilum í viðskiptum,“ segir Geir. Hann segir ekki hægt að setja ákveðinn tíma- ramma á hvenær breytingar verði gerðar á skatta- lögum, málið verði væntanlega rætt á Alþingi þegar þingið kemur saman að loknu jólaleyfi og skoðað í framhaldi af því. Í skýrslu starfshóps um umfang skattsvika hér á landi eru lagðar til ýmsar breytingar á lögum og reglum sem gætu minnkað skattsvik. Geir sagðist ekki vilja tjá sig um einstakar tillögur á þessu stigi. „Sum af þessum atriðum, sem þarna eru nefnd, hafa verið til athugunar hér á vegum ráðuneytisins, önnur atriði þarf að skoða sérstaklega í framhaldi af þessu. Við munum auðvitað fara vandlega yfir allar þessar tillögur er raun miklar undan ið í húf miður l í öðrum Í ský að sérh ig sé hæ Geir se in mark menn h aftur þ auðvita um þes Geir hjá alm skoðan ljós að þ tekjur á Könnun spurðra ekki up var 199 tekjur. Munu fara vandlega y EIN HELSTA HEILBRIGÐISÓGN JARÐARBÚA Þegar spænska veikin geisaði 1918og 1919 létu milli 40 og 50 milljónir manna lífið. Á Íslandi létust 500 manns. 10 þúsund af 15 þúsund íbúum Reykjavíkur sýktust. Nú er inflúensu- faraldur á borð við fuglaflensuna ein helsta heilbrigðisógn jarðarbúa, að sögn dr. Lees Jong-wooks, forstjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Hann segir að slíkur faraldur yrði ekki einkamál þróunarríkja, þótt faraldurs yrði líklega fyrst vart þar, heldur heimsins alls. Enn sem komið er smitist flensan aðeins frá fuglum til manna, en ekki milli manna. „En á end- anum mun veiran stökkbreytast,“ seg- ir dr. Lee í viðtali við Morgunblaðið á laugardag. „Þegar það gerist, að veiran smitast á milli fólks, þá verður farald- ur.“ Dr. Lee segir að WHO fylgist grannt með fuglaflensunni og fái daglega skýrslur um hana. Í viðtalinu við hann kemur fram að eitt vandamálið við inflúensur sé að lyfjaframleiðendur vilji ekki framleiða lyf aðeins til vonar og vara og án þess að hafa öruggan kaupanda. Fyrir vikið séu ríkisstjórnir nokkurra landa að íhuga að kaupa bólu- efni til að eiga ef til kastanna kemur og ráðleggur hann ríkjum í WHO að gera það. Á Íslandi er þegar nokkur viðbún- aður vegna þessarar hættu. Haraldur Briem sóttvarnalæknir sagði í Morg- unblaðinu í lok nóvember að sífellt væri verið að skoða hvað skyldi gera ef upp kæmi faraldur: „Það eru náttúrlega ákveðnar aðferðir við að draga úr út- breiðslu. T.d. sóttkví, samgöngubann, ferðabann, skólar leggjast af og annað þvíumlíkt. Þá getum við hægt á far- aldrinum og ráðið betur við hann. Síð- an höfum við aflað ákveðinna lyfja sem við höfum hug á að nota en þau eru að- eins til í takmörkuðu magni og eru nokkuð dýr. Það er ekkert hægt að segja fyrir um hvernig þau verða notuð fyrr en vitað er hvernig faraldurinn hegðar sér.“ Kæmi fuglaflensan upp hérlendis yrðu lyfin fyrst og fremst notuð af fólki sem þarf að vinna við að slátra dýrunum auk þess sem þess væri gætt að hafa viðeigandi hlífðarfatnað til taks. Ekki er hægt að vera viðbúinn hverri vá, en það er rétt að fylgjast gaumgæfi- lega með þróun fuglaflensunnar þann- ig að hægt verði að bregðast rétt við fari svo illa að hún breytist í faraldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.