Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF til viðtals Viðskiptafulltrúi VUR á Íslandi í París M IX A • fí t • 0 4 0 8 4 Unnur Orradóttir Ramette, vi›skiptafulltrúi í sendirá›i Íslands í París ver›ur me› vi›talstíma á Íslandi 13.-16. desember n.k. Vi›talstímarnir eru einkum ætla›ir fyrirtækjum sem vilja ræ›a vi›skiptamöguleika sína í umdæmi sendirá›sins og óska a›sto›ar VUR, Vi›skiptafljónustu utanríkisrá›uneytisins til a› grei›a fleim lei› á marka›. Auk Frakklands er umdæmi sendirá›sins Andorra, Ítalía, Portúgal, San Marínó og Spánn. Atvinnuflróunarfélag Eyjafjar›ar (AFE), b‡›ur fyrirtækjum á Nor›urlandi til kynningar á rá›gjafarfljónustu VUR og Útflutningsrá›s á Hótel KEA, mánudaginn 13. desember kl. 9:00. Einnig má bóka fundi me› Unni sama dag hjá AFE í síma 460 5700 e›a á afe@afe.is. Hjá Útflutningsrá›i Íslands ver›a fundir mi›vikudaginn 15. desember og fimmtudaginn 16. desember í Borgartúni 35. fieim sem óska eftir a› hitta vi›skiptafulltrúann í Reykjavík er bo›i› a› bóka tíma í síma 511 4000 e›a me› tölvupósti á utflutningsrad@utflutningsrad.is. Nánari uppl‡singar um fljónustu vi›skiptafulltrúa í sendirá›um Íslands má sjá á www.utflutningsrad.is og www.vur.is 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 67 96 1 2/ 20 04 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 67 96 1 2/ 20 04 Landsbanki Íslands hf. Umsjón með sölu skuldabréfanna og skráningu í Kauphöll Íslands hefur Verðbréfamiðlun Landsbanka Íslands, Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Skráningarlýsingu og önnur gögn sem vitnað er til í lýsingunni er hægt að nálgast hjá Landsbanka Íslands. Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands Eimskipafélag Íslands ehf. 3.000.000.000 kr. 1. flokkur 2004 Nafnver› útgáfu: Heildarnafnverð flokksins er 3.000.000.000 kr. Skilmálar skuldabréfa: Skuldabréf 1. flokks 2004 eru gefin út til 5 ára og greiðist höfuðstóll með einni afborgun þann 1. nóvember 2009. Vextir greiðast einu sinni á ári, þann 1. nóvember ár hvert, fyrst 1. nóvember 2005. Útgáfudagur bréfsins er 1. nóvember 2004. Skuldabréfið ber 5,30% fasta ársvexti. Auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands verður EIM 04 1. Skráningardagur: Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá þann 17. desember 2004. Í STUTTU erindi á aðalfundi Landsnefndar Alþjóða verslunar- ráðsins á föstudag lýsti Jóhannes Jónsson útrás Baugs Group allt frá því að starfsemi Bónuss hófst í Færeyjum árið 1993. Jóhannes lýsti því sem hann kallar Bónus- hugsunarháttinn. Hann sagði að skilvirkni, snerpa í hugsun og það að bregðast snöggt við þeim tæki- færum sem gæfust, væru lykilat- riði í útrás fyrirtækisins. Hann tók þó fram að reynslan af Bonus Dollar Stores í Bandaríkj- unum hefði kennt mönnum að aldr- ei er of varlega farið. Þess vegna láti Baugur ávallt gera fyrir sig áreiðanleikagreiningu áður en farið er út í viðskipti. „Við brenndum okkur mjög illa í Bandaríkjunum en sluppum lifandi frá því,“ sagði Jóhannes og sagði að nú væri það stefna fyrirtækisins að kaupa ekki fyrirtæki sem eru í vandræðum. Það sem hafi gert fyrirtækið eins farsælt og raun ber vitni sé að ein- faldleikinn sé alltaf hafður að leið- arljósi. Ef hægt sé að einfalda rekstur fyrirtækis þá sé hægt að gera það skilvirkara og þar með bæta af- komu þess. Annað lykilatriði sé að bjóða stjórnendum fyrirtækja, sem keypt eru, að eignast hlut í fyr- irtækinu þar sem þeir leggi allt sitt af mörkum til þess að láta rekst- urinn ganga vel. „Ef þetta heppn- ast hjá þeim, þá heppnast það hjá okkur,“ sagði Jóhannes. Nýr formaður Landsnefndar Á fundinum voru sex nýir stjórn- armenn kjörnir: Jóhannes Jónsson, Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, Gunnar Svavarsson, forstjóri SH, og Brynjólfur Bjarna- son, forstjóri Símans. Einar Sveinsson var kjörinn formaður en fráfarandi formaður er Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri Landsbankans. Morgunblaðið/Golli Nýr stjórnarmaður Jóhannes Jónsson í Bónus er nýr í stjórn Landsnefndar Alþjóða verslunarráðsins. „Brenndum okkur illa í Bandaríkjunum“ Jóhannes í Bónus á fundi Alþjóða verslunarráðsins FORSVARSMENN Baugs hyggj- ast selja Woodwards matvælabúð- irnar keppinautnum 3663, nái yf- irtaka félagsins á Big Food Group- samsteypunni (BFG) fram að ganga. Baugur hefur frest til föstu- dags til að gera formlegt 326 millj- óna punda boð í BFG. Breska dagblaðið Sunday Tele- graph sagði í gær, að forsvarsmenn Baugs hefðu í hyggju að brjóta fé- lagið upp en það á frystivörukeðj- una Iceland, Booker smásölukeðj- una og Woodwards. Hermt er að sérfræðingar telji að 3663, sem er í eigu suður-afríska félagsins Bid- vest, sé reiðubúið að borga allt að 40 milljónir punda fyrir Wood- wards, en 6,4 milljóna punda tap – tæplega 800 milljónir króna – varð á rekstri keðjunnar á síðasta rekstrarári. Heildarvelta Wood- wards var 119 milljónir punda á árinu. Hyggjast selja Woodwards-keðjuna EITT stærsta olíumengunarhreinsi- fyrirtæki í heimi, OSRL, prófar nú og reynslukeyrir í höfuðstöðvum sínum í Bretlandi frumeintak þróunarfélags- ins Elí ehf. af ELI 2000 sem er fjöl- nota björgunar- og hreinsitæki. Auðunn Snævar Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Elí, segir ELI 2000 vera dælutæki sem hannað sé til að fjarlægja olíumengun af yfirborði sjávar í hvirfilsamspili. Það sé einnig öflugt til slökkvistarfa, sérstaklega í skógareldum þar sem afkastageta þess sé 240 rúmmetrar á klst, eða 4.000 lítrar á mínútu. „Markmið Elí ehf. er að framleiða nokkrar stærðir ELI plóga til fjölbreytilegra nota s.s. til hreinsunar olíumengunar úr sjó og vötnum, slökkvistarfa í skógum og kjarreldum, fyrir verktaka til að dæla vökva til eða frá vinnusvæðum og til björgunarstarfa á flóðasvæðum,“ seg- ir í tilkynningu. Til þess að geta kom- ið öflugum dælutækjum til svæða sem oft geta reynst ófær venjulegum farartækjum eru ELI plógar hann- aðir á hjóla- og beltagröfur. Auðunn segir að hafinn sé undir- búningur að samstarfi við danska dæluframleiðandann IRON Pump, sem sé leiðandi alþjóðlegt dælufyrir- tæki. ELI í prófanir í Bretlandi AFL fjárfestingarfélag hf. sem er í 99% eigu Fjárfestingarfélagsins Atorku hf. hefur keypt 220 þúsund hluti, 0,22% hlutafjár, til viðbótar í breska fyrirtækinu Low & Bonar plc. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu kauphallarinnar í Lond- on. Þar með á Afl rúmlega 18 millj- ónir hluta í Low & Bonar eða 18,12% hlutafjár. Þessi kaup eru í samræmi við fyrri ummæli Styrmis Þórs Bragasonar, framkvæmdastjóra Atorku, um að Low & Bonar sé gott fyrirtæki og spennandi fjárfesting- arkostur. Afl bætir við sig í Low & Bonar ACTAVIS hefur gert tæplega tveggja milljarða króna lánasamning við Norræna fjárfestingabankann (NIB), eða sem nemur 24 milljónum evra. Samningurinn er gerður vegna byggingar nýs þróunarseturs sam- stæðunnar í Hafnarfirði. Um er að ræða þróunarverksmiðju og rann- sóknastofu og er stefnt að því að byggingin verði tekin í notkun í lok næsta árs. Í tilkynningu frá Actavis segir að lánið verði einnig nýtt til fjármögnunar á helstu þróunarverk- efnum félagsins, s.s. vegna lyfja- rannsókna hjá Colotech A/S, dóttur- félagi Actavis í Danmörku. Þróunarsetur Actavis er nú til húsa í Borgartúni og Skútuvogi í Reykjavík en öll starfsemi félagsins verður flutt að Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði, þar sem eru höfuðstöðv- ar Actavis á Íslandi. „Lánið sem Norræni fjárfestinga- bankinn veitti er tákn um það traust sem bankinn ber til Actavis og stuðningur við útrás félagsins á er- lendum vettvangi,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis, í til- kynningu félagsins. Þar kemur einn- ig fram að lánið sé til átta ára en end- urgreiðsla hefjist árið 2008. Heildarflatarmál þróunarverk- smiðju og rannsóknastofu Actavis verður í kringum 4.000 fermetrar. Actavis tekur lán fyrir þróunarsetri í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.