Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 340. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is www.postur.is 13.12. er síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til Evrópu! Tímalaus englakór Jónas Sen varð bergnuminn á tónleikunum… | 41 Íþróttir | Auðun tekjuhæstur  Sprengjuhótun í Madrid Eiður jafnaði Everton lagði Liverpool Fasteignir | Vinnustofur rithöf- undanna Jólaseríur – Hvernig er best að hengja þær upp? FORSETAKOSNINGAR fóru fram í Rúmeníu í gær og bentu útgönguspár til þess að mjótt væri á munum með Adrian Nastase, forsætis- ráðherra landsins, og Traian Basescu, borg- arstjóra í Búkarest. Ein könnun sýndi að Nast- ase hefði marið sigur, fengið 50,7% atkvæða á móti 49,3% Basescus en skv. annarri könnun fengu báðir um 50%. Á myndinni sjást kjósendur í rúmenskum þjóðbúningum greiða atkvæði í þorpinu Giroc í vesturhluta Rúmeníu.AP Mjótt á munum í Rúmeníu MARWAN Barghuti er hættur við framboð í forsetakosningunum sem halda á í Palest- ínu 9. janúar. Nánir samstarfsmenn Bargh- utis greindu frá þessu í gær en hann afplánar nú margfaldan lífstíðardóm í ísraelsku fangelsi. „Ég staðfesti hér með að ég styð Abu Mazen [Mahmoud Abbas] í embætti forseta,“ sagði í yfirlýsingu Barghutis sem Ahmed Ghneim las á fundi í Ramallah í gær. Eiginkona Barghutis tilkynnti skömmu áður en framboðsfrestur rann út að hann myndi gefa kost á sér í kjör- inu. Olli sú ákvörðun uppnámi í Fatah- hreyfingunni, sem þegar hafði útnefnt Mahmoud Abbas sem frambjóðanda sinn og væntanlegan arftaka Yassers Arafats, sem lést í síðasta mánuði. Var Barghuti sakaður um að stuðla að klofningi í röðum Fatah. Abbas baðst afsökunar Abbas heimsótti Kúveit í gær og lét hann það verða sitt fyrsta verk við komuna þang- að að biðja Kúveit-búa afsökunar á afstöðu Palestínumanna til innrásar Íraks í Kúveit árið 1990. Arafat studdi á sínum tíma innrás Saddams Husseins Íraksforseta í Kúveit og varð það til þess að Kúveitar slitu öll sam- skipti við Palestínumenn. Barghuti hættur við Ramallah. AP, AFP. Marwan Barghuti RECEP Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, fordæmdi í gær afstöðu forystu- manna þýsku stjórnarandstöðunnar sem hafa látið hafa eftir sér að þeir muni beita sér gegn því að Tyrklandi verði veitt aðild að Evr- ópusambandinu. Edmund Stoiber hafði látið hafa eftir sér í sunnudagsútgáfu Frankfurter Allgemeine Zeitung að ef kristilegu flokkarnir kæmust til valda í kosningum 2006 myndi kanslari á þeirra vegum „vinna að því með bandamönnum okkar, hugsanlega Frökkum, að gera hvað sem þarf til að Tyrkland fái ekki fulla aðild [að ESB]“. Líklegt er talið að leiðtogar ESB- ríkjanna gefi grænt ljós á aðildarviðræður við Tyrki er þeir hittast síðar í þessari viku. Gagnrýnir um- mæli Stoibers Berlín, Istanbul. AFP, AP. Recep Tayyip Erdogan EIÐUR Smári Guðjohnsen tryggði Chelsea annað stigið gegn Englandsmeisturum Arsen- al þegar Lundúnarisarnir skildu jafnir, 2:2, í toppslag ensku úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu á Highbury, heimavelli Arsenal, í gær. Eiður jafnaði metin eftir 30 sekúndna leik í síðari hálfleik með skallamarki og var þetta ní- unda mark hans fyrir Chelsea á leiktíðinni./Íþróttir Reuters Eiður jafnaði á Highbury ♦♦♦ STEKKJARSTAUR kom til byggða í gær og lét verða sitt fyrsta verk, eftir að hafa gefið í skóinn, að heimsækja Þjóð- minjasafnið. Hann spjallaði við gesti safnsins og sagði sögur af ferðum sínum. Það er ekki of- sögum sagt að hann hafi haldið athygli barnanna sem horfðu opinmynnt á hann. Bræður hans munu koma í Þjóðminjasafnið einn af öðrum allt fram á aðfangadag. Von er á þeim um kl. 13 dag hvern. Þess má geta að íslensku jóla- sveinarnir eru komnir á sér- stakt jólasveinadagatal, en þeim er mikið í mun að krakk- arnir viti hvenær þeir koma í bæinn. Jólasveinakvæði Jó- hannesar úr Kötlum er einnig í dagatalinu, svo börnin geti lært það og sungið með þegar þau hitta sveinana í safninu. Stekkjar- staur kom fyrstur… Morgunblaðið/Þorkell Börnin í Þjóðminjasafninu hlustuðu undrandi og heilluð á frásögn Stekkjarstaurs af ferðum sínum um landið. Í dag kemur Giljagaur í safnið og er ekki vafi á að hann hefur einnig frá ýmsu að segja. AUKNING á skattsvikum í gegn- um erlend samskipti er mjög al- varleg þróun, að mati Geirs H. Haarde fjármálaráðherra, en í skýrslu um skattsvik á Íslandi, sem lögð var fram á Alþingi á föstudag, eru m.a. lagðar til leiðir til þess að minnka möguleika á þess konar skattsvikum. „Það er búið að opna hér hag- kerfið með skipulögðum hætti af stjórnvöldum á undanförnum ár- um til þess að greiða fyrir því að atvinnulífið nái að blómstra og geti farið í útrás, en hugmyndin með því var að sjálfsögðu ekki sú að menn kæmu sér upp nýjum skattsvikaleiðum,“ segir Geir. Skýrsluhöfundar telja stórauk- in eignatengsl íslenskra fyrir- eigandans ef raunveruleg skatt- lagning á fyrirtækið í því landi þar sem það er heimilisfast er verulega lægri en skattlagning hér á landi. Auk þess er bent á að hægt væri að leggja skatt á vexti sem greiddir eru úr landi, en Ísland er eitt fárra landa sem ekki leggja á slíkan skatt. Þess vegna geta fyrirtæki sett upp eignar- haldskeðjur þar sem félag er- lendis er látið lána innlendum að- ila fé og taka hagnaðinn út í formi hárra vaxta sem eru frá- dráttarbærir hjá innlenda aðilan- um og skattfrjálsir við greiðslu úr landi. tækja, sem og eignatengsl þvert á landamæri og jafnvel heims- álfur, hafa á undanförnum árum skapað fleiri tækifæri til þess að hagræða viðskiptum milli fyrir- tækja til að komast hjá skatt- lagningu eða lækka hana. Eignarhaldskeðjur Í skýrslunni eru lagðar til ýms- ar leiðir til að draga úr skatt- svikum tengdum erlendum sam- skiptum. Lagt er til að svokallaðri CFC löggjöf verði hraðað hér á landi, en hún felur í sér að ef innlendur aðili á fjár- málafyrirtæki, eða ráðandi hlut í slíku fyrirtæki, sé heimilt að skattleggja tekjur og eignir fyr- irtækisins með tekjum og eignum Útrás hefur kallað á aukin skattsvik Fjármálaráðherra: Hugmyndin að opnu hagkerfi ekki sú að menn kæmu sér upp nýjum skattsvikaleiðum  Ýmsar/24 Íþróttir og Fasteignir í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.