Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 18
Morgunblaðið/Árni Torfason „ÉG ER fæddur og uppalinn Reyk- víkingur og Framari í húð og hár. Ég fæddist á Baldursgötunni og bjó lengi á Njálsgötunni og hef haldið með Fram síðan ég man eftir mér,“ segir Kristján Kristjánsson, eða Danni eins og hann er oftast kall- aður. Danni er heimilismaður á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund og þegar blaðamaður og ljós- myndari litu inn til hans var hann á föndurdeildinni að sauma út púða með krosssaumi. Það skondna við það allt saman var að hinn aldni Framari var að sauma út KR-púða. Hvernig í ósköpunum stendur á því? „Ég geri ekkert upp á milli íþróttafélaga og hef saumað púða í mörgum félagslitum, Frampúða auðvitað, Þróttarapúða, Víkings- púða, ÍR-púða og Skagapúða,“ svar- ar Danni að bragði. „En nú sauma ég mest af KR-púðum. Það er mesta eftirspurnin eftir þeim. Ég þurfti auðvitað að brjóta odd af oflæti mínu þegar ég byrjaði á KR-púðunum, en eftir að ég fluttist vestur yfir læk, hingað á Grund, finnst mér ég vera orðinn hálfgerður Vesturbæingur þannig að það er allt í lagi að sauma út KR-púða. Gömlu sauðalitirnir koma vel út í svona krosssaumi. Ég vann líka lengi með Pétri Kristjánssyni, markmanni í KR, í Vantsveitunni á sínum tíma,“ segir Danni, sem er fæddur árið 1925 og verður því áttræður 5. júlí næstkom- andi. Við hliðina á Danna situr Gunnar Hjálmtýsson og er líka að sauma út KR-púða, enda KR-ingur í húð og hár. Hann er fæddur í Reykjavík ár- ið 1920, og kveðst hafa byrjað á að sauma KR-púða þegar hann sá hvað Danna gekk vel í púða-krosssaum- inum. Leiðbeinendur þeirra eru Dóra Þorkelsdóttir og Kristjana Birgisdóttir og þær eru báðar hreyknar og ánægðar með hversu vel þeim félögum gengur við sauma- skapinn. „Ég hafði aldrei saumað svona út áður en ég kom á Grund og hélt að ég myndi aldrei geta lært þetta,“ segir Danni. Þeir Danni og Gunnar eru sam- mála um að þeim líði vel á Grund enda sé starfsliðið gott og um- hyggjusamt. „Þær eru góðar við okkur, konurnar hérna,“ segir Danni og bætir svo við: „Kemur þetta í Morgunblaðinu á morgun? Ætli maður komi svo bara ekki næst í sjónvarpinu …“ HANDVERK | Kristján Kristjánsson, heimilismaður á Grund, er iðinn við að sauma út KR-púða þótt hann sé Framari í húð og hár Mest beðið um KR-púðana Morgunblaðið/Árni Torfason Kristján Kristjánsson við KR-púðasauminn á Grund: „Ég er fæddur og uppalinn Reykvíkingur og hef haldið með Fram síðan ég man eftir mér.“ Hinum megin situr Gunnar Hjálmtýsson, sem einnig er kominn út í púðasaumaskap. svg@mbl.is 18 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Opnunartími: 11-18:30 mán-fös 10-18 lau / 13-17 sun. Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is Í vélinni er nýi Intel Prescott örgjörvinn ásamt Kingston vinnsluminni með eilífðarábyrgð, hljóðlátur harður diskur, netkort, geislaskrifari, XP Pro og margt fleira. verð 89.900.- Skrifstofuvélin sem uppfyllir ítrustu kröfur nútímans.púlsmælar í alla hreyfingu! Úrsmíðaverkst. Halldórs Ólafssonar Glerártorgi Akureyri Guðmundur V. Hannah Keflavík • Útilíf • Markið • Hreysti hlaup.is • Guðmundur B.Hannah Akranes • Töff Sími: 565 1533 • www.polafsson.is          !"#$%&'()* +,$+-+.+,$+-+/% Í DAG ganga margar stelpur með ljósakórónu á höfðinu í tilefni af Lús- íudeginum 13. desember. Flestar eru þær í Svíþjóð þar sem þessi hefð er orðin sterk þótt hún hafi ekki ver- ið almenn nema í tæp áttatíu ár. Í flestum ef ekki öllum leikskólum og skólum í Svíþjóð er hefð fyrir svo- kallaðri Lúsíulest þar sem börnin klæða sig upp og Lúsían sjálf geng- ur fremst í flokki inn í salinn þar sem foreldrarnir sitja og dást að börn- unum. Með Lúsíunni eru þernur og stjörnustrákar, piparkökukarlar, jólasveinar og stundum bakarar. Saffranbrauð og söngur Hefð er fyrir því í Svíþjóð að börn sem orðin eru nógu gömul færi for- eldrum sínum kaffi og saffranbrauð sem kallað er lúsíukettir í rúmið að morgni Lúsíudags. Saffranbrauð og piparkökur eru ómissandi og eru þessi hátíðahöld í hugum Svía órjúf- anlegur hluti af aðventu og jóla- stemningu. Sagan um Lúsíu sjálfa er sorgleg. Lúsía var ítölsk stúlka sem dó písl- arvættisdauða 13. desember árið 304 á Sikiley. Sögurnar um hana eru tvenns konar. Annars vegar á hún að hafa áunnið sér reiði unnusta síns eftir að hafa notað heimanmundinn til að gefa fátækum að borða, hins vegar á hún að hafa verið kristin og viljað lifa ógift og gefa Jesú líf sitt. Fyrir annað hvort var hún dæmd til að brenna á báli en eldurinn skaðaði hana ekki svo hún var drepin með sverði. Lúsíuhefðin á sér rætur í gamalli bændahefð frá Vestur- Svíþjóð þar sem algengt var að halda mikla hátíð 13. desember og konur í skósíðum kjólum báru fram mat og brennivín. Aðfaranótt 13. desember var lengsta nótt ársins og var haldið upp á að daginn væri tekið að lengja. Í Vestur-Svíþjóð var algengt að byrja að borða og drekka áfengi eld- snemma á Lúsíumorgun. Á þessum tíma, þ.e. fyrir 1750, trúðu Svíar á djöfla og var Lúsía þá talin djöfla- kvendi eða norn. Lúsía eins og Svíar þekkja hana nú skýtur upp ljósum prýddum kolli seinni hluta átjándu aldar og þá á heldri manna bæjum. Hefðin fyrir Lúsíu með ljós í hári breiddist svo ört út til almennra heimila eftir að Lúsía Stokkhólms var fyrst kjörin árið 1927. Í borgum og bæjum í Svíþjóð er Lúsía staðarins yfirleitt kosin úr hópi nokkurra fulltrúa e.t.v. ákveð- inna bæjarhluta. Yfirleitt er um að ræða ljóshærðar stelpur á aldrinum 16–25 ára og er farið að gagnrýna þetta fyrirkomulag þar sem það er sagt minna um of á fegurð- arsamkeppni. Hefðirnar hafa breyst með tímanum. Smátt og smátt leysti kaffi brennivínið af hólmi og affran- brauðið er tiltölulega ný viðbót þar sem saffrankryddið var dýrt áður fyrr. Og eins og dálkahöfundur Göteborgs-Posten lýsir, eru hefð- irnar sambland af mörgum: „Flest jólalögin eru frá Englandi. Kaffið er flutt inn frá Suður-Ameríku, saffr- anbollurnar frá Marokkó og pip- arkökurnar (líklega) frá Þýskalandi. Þetta köllum við góða sænska hefð. Hvað viljum við – kristinn píslarvott, þjónustustúlku með yfirnáttúrulega hæfileika eða sætustu stelpuna?“ Morgunblaðið/Kristinn HEFÐIR|Svíar halda Lúsíudag Lúsía með ljós í hári steingerdur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.