Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI LIFANDI VÍSINDI Áskriftarsími 881 4060 HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gærkvöldi 25 ára gamlan karlmann í gæsluvarðhald til 16. desember vegna árásar á veitingastaðnum Ásláki í Mos- fellsbæ í fyrrinótt sem leiddi til dauða 55 ára gamals karlmanns. Lögreglan í Reykjavík hafði farið fram á gæsluvarðhald til 22. des- ember. Árásin var framin í anddyri veit- ingastaðarins og var tilkynnt um hana rétt fyrir klukkan þrjú. Að sögn lögreglu sló árásarmaðurinn hinn þungu höggi á kjálka og í kjölfarið hneig hann niður meðvit- undarlaus. Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítalans í Foss- vogi og síðan á gjörgæsludeild þar sem hann var úrskurðaður látinn af völdum höfuðáverka á þriðja tímanum í gær. Sá sem talinn er hafa greitt honum höggið var handtekinn á staðnum. Að sögn Óskars Þórs Sigurðs- sonar lögreglufulltrúa hefur hann skýrt frá því við yfirheyrslur að hafa lent í átökum við mann í and- dyri veitingastaðarins. Mörg vitni voru að árásinni. Teknar hafa ver- ið skýrslur af sumum en fleiri munu gefa skýrslur á næstu dög- um. Óskar segir rannsóknina á frumstigi og vill ekkert segja um aðdraganda árásarinnar. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í þágu rannsóknar málsins og í kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald er hann sagður grunaður um stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. Hámarksrefs- ing við slíku broti er 16 ára fang- elsi. Tæplega mánuður er síðan danskur hermaður beið bana eftir að honum var gefið eitt höfuðhögg á kjálka. Sú árás átti sér stað á veitingastað í Keflavík aðfaranótt 13. nóvember sl. Rannsókn þess máls er ekki formlega lokið. Maður lést eftir þungt höfuðhögg Árásarmaðurinn játar við yfirheyrslur hjá lögreglu að hafa lent í átökum í anddyri veitingastaðarins Í KJÖLFAR fundar samninganefnda launanefndar sveitarfélaga (LN) og Félags leikskólakennara (FL) á föstudag ákvað FL að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Ásmundur Stef- ánsson ríkissáttasemjari mun funda með báðum aðilum í dag og kynna sér stöðu viðræðanna. Í framhaldinu mun hann taka ákvörðun um hvenær fundað verður næst í deilunni. Það er forsenda fyrir boðun verk- falls að kjaradeilu hafi verið vísað til sáttasemjara og gerð hafi verið sátta- tilraun. Björg Bjarnadóttir, formað- ur FL, segir að beðið verði með að ákveða hvort stjórn félagsins efni til allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun verkfalls í leikskólum. Strandar á launalið Launanefndin lagði fram tilboð á miðvikudag sem samninganefnd FL gat ekki fallist á óbreytt. Í framhaldi af því gengu ýmsar hugmyndir á milli aðila og virtist sem viðræðum miðaði áfram, að sögn Bjargar. Undir lok fundarins á föstudag lagði LN fram hugmyndir sem voru með öllu óvið- unandi að mati samninganefndar FL. Í ljósi þess tók nefndin þá ákvörðun að vísa málinu til ríkissáttasemjara. „Það var ákveðinn skriður kominn á viðræðurnar en svo kom í ljós að launanefndin er ekki tilbúin að ganga eins langt og við teljum nauðsyn bera til,“ segir Björg. Hún segir viðræð- urnar stranda á launaliðnum og er það hennar mat að það beri mikið í milli. Björg segir samninganefndina enn ekki hafa rætt hugsanlega verkfalls- boðun. „Nú tekur sáttasemjari sam- kvæmt lögum við stjórn viðræðn- anna. Við gefum þessu einhvern tíma en ég tel að hann verði ekki mjög langur því hópurinn er orðinn óþol- inmóður og vill að eitthvað fari að gerast.“ Samningar leikskólakennara voru lausir í ágúst sl. Fyrsti fundur samn- ingsaðila var um miðjan ágúst og eru þeir orðnir yfir tuttugu talsins. Kjaradeila leikskólakennara til ríkissáttasemjara Mikið ber í milli í viðræðum Biðin eftir aðgerð styttist BIÐLISTAR eftir skurðaðgerðum hafa styst um tæp 20% á Landspít- alanum frá nóvember í fyrra. Nú bíða 233 einstaklingar eftir almennri skurðaðgerð en í fyrra biðu 706. Flestir þeirra bíða eftir aðgerð vegna vélindabakflæðis og þindar- slits eða 100 einstaklingar og er með- albiðtíminn rúmir 7 mánuðir. Í fyrra biðu 303 eftir slíkri aðgerð og var meðalbiðtíminn þá rúmir 13 mánuð- ir. Að auki hafa biðlistar styst eftir aðgerð í bæklunarlækningum, háls-, nef- og eyrnalækningum, lýtalækn- ingum og æðaskurðlækningum. Biðtíminn hefur verið hvað lengst- ur eftir aðgerð á augasteini en eft- irspurn hefur stóraukist á síðustu árum eftir slíkri aðgerð. Nú bíða 1.257 eftir aðgerð á augasteini og er meðalbiðtíminn tæpt eitt ár, þrátt fyrir nærri 20% fjölgun slíkra að- gerða á þessu ári. Í fyrra biðu 1.208 eftir aðgerð á augasteini. Á LSH bíða nú 102 einstaklingar eftir varanlegri vistun utan spítalans þótt um sé að ræða fækkun einstak- linga frá því í fyrra. Að mati stjórn- enda spítalans er mjög mikilvægt að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir aldr- aða og búsetuúrræðum fyrir geðfatl- aða og unga fatlaða einstaklinga. Minnkar hugsan- lega hættu á riðu ÞÉTTNI mangans í heyi hefur hugs- anlega áhrif á riðuveiki í sauðfé. Þetta kemur fram í rannsókn sem var gerð á rannsóknardeild yfirdýra- læknis í dýrasjúkdómum á Keldum. Heysýni voru tekin á 47 bæjum og magn málmanna kopars, selens og mangans rannsakað. Það kom í ljós að þéttni mangans í heyi frá ósýktum svæðum var meiri en í heysýnum frá bæjum þar sem riða hefur komið upp. Þetta hefur því vakið spurning- ar um hvort mangan geti hugsanlega komið í veg fyrir riðu eða seinkað henni með því að hindra að smitefn- ið, príonprótein, berist frá þörmum og upp í heila. Vísbendingarnar um þetta hafa ekki komið upp áður og þyrfti að sögn dr. Kristínar Bjargar Guð- mundsdóttur að rannsaka í stærra úrtaki til að staðfesta þær. Selenskortur er ekki óalgengur í blóði áa og þá sérstaklega á vorin eftir inniveruna um veturinn. Ekk- ert bendir þó til að hann tengist riðu.  Vísbending/4 LENKA Ptacnikova, fyrsti kven- stórmeistari Íslendinga í skák, sigraði Friðrik Ólafsson, fyrsta karlstórmeistara þjóðarinnar, í opnunarskák á Friðriksmóti Landsbankans og Skáksambands Íslands í gær. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Skák- sambandsins, lék opnunarleikinn (c4) fyrir Friðrik og lagði þannig grunninn að þessari æsispennandi hraðskák. Framan af virtist Frið- rik hafa undirtökin en í tímahraki lék hann af sér manni og Lenka tók þá stjórnina. Mótið var hluti af aðventu- og jólahátíð Landsbankans og allir sterkustu skákmenn landsins tóku þátt. Fjöldi fólks lagði leið sína í aðalútibú Landsbankans við Aust- urstræti og áhorfendur gátu fylgst með gangi mála á risaskjá og skoð- að verðlaunagripi og fréttamyndir frá ferli Friðriks Ólafssonar. Jóhann Hjartarson og Stefán Kristjánsson fóru með sigur af hólmi á mótinu með átta og hálfan vinning hvor. Stefán var næst- yngsti keppandinn en Jóhann er stigahæsti skákmeistari Íslendinga frá upphafi. Dagur Arngrímsson vann ung- lingaflokkinn þar sem 14 efnileg- ustu unglingar landsins kepptu og vann sér þannig inn þátttökurétt á aðalmótinu. Að loknu mótinu veitti Friðrik Lenku sérstök hvatningarverðlaun en hún lenti nýlega í 11. sæti á Ól- ympíumótinu í skák. Lenka sigraði Friðrik í spennandi skák Morgunblaðið/Ómar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir lék opnunarleik skákmótsins fyrir Friðrik Ólafsson. ♦♦♦ HEGNINGARLAGABROTUM fækkaði um tæplega 10% og umferð- arlagabrotum um 12% á milli áranna 2002 og 2003. Á sama tíma fjölgaði brotum gegn öðrum sérrefsilögum en umferðarlögum um rúmlega 16% og varð fjölgunin mest í fíkniefnabrot- um. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu ríkislögreglustjóra um afbrotatölfræði árið 2003. Í fyrra voru 34.009 einstaklingar kærðir fyrir um- ferðarlagabrot á landinu, þar af 9.201 kona. Þetta er fækkun um rúmlega 4.000 frá árinu 2002. Fyrir hegningarlagabrot voru 3.536 einstaklingar kærðir, þar af 720 konur. Hlutfallslega flestir voru á 18. og 19. aldursári en síðan féll hlutfallið hratt eftir aldri. Flestar kærur voru vegna þjófnaðar (2.270), síðan vegna eignaspjalla (950) og loks vegna væg- ari tegundar líkamsárása (887). Í fyrra voru 1.057 einstaklingar kærðir fyrir fíkniefnabrot, flestir á aldrinum 20–24 ára en hlutfall 15–19 ára fór vaxandi. 10% fækk- un afbrota Maðurinn sem lést eftir árás- ina hét Ragnar Björnsson. Hann var 55 ára, fæddur 3. janúar 1949, til heimilis að Efri- Reykjum í Mos- fellsbæ. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjá syni. Lést eftir árás

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.