Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 21 UMRÆÐAN um komin í jólaskap... ...og bjóðum upp á ilmandi kaffi og piparkökur. Verið velkomin í jólastemninguna og fáið dagatal ársins 2005. jólagjöf Hugmynd að fyrir alla Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is 20% afsláttur af brettapökkum Betti, bindingar og skór. Úrval af Sessions brettafatnaði. Vertu viss ...veldu Rossignol snjóbretti um gæðin... ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 66 32 12 /2 00 4 H a f n a r s t r æ t i 5 R e y k j a v í k s í m i : 5 5 2 9 0 7 0 Höfum opnað að nýju eftir stækkun og breytingar. Fallegt og notalegt umhverfi. Einnig eru komnar nýjar vörur og meðferðir frá Guinot. Af þessu tilefni bjóðum við endurnærandi andlitsmeðferð frá Guinot á tilboðsverði dagana 10. - 17. desember 2004. Dekraðu við sjálfan þig í jólamánuðinum, tryggðu þér tíma. Gefðu góða gjöf, gjafakort Snyrtistofu Ágústu. Tilboðsverð á andlitsmeðferð kr. 5.900,- Verð áður kr. 6.800,- Snyrtistofan Ágústa opnar eftir breytingar!Í SUMAR hlutstaði ég á viðtal á Rás 2 við mann sem áhuga hafði á nútíma draugasögum, góðan sagnamann. Spyrill- inn afsakaði margoft að hafa sagt mann- inn frá Keflavík en ekki Reykjanesbæ, sem væri nýja heitið á heimabyggð við- mælandans. Fyrir nokkrum dögum birtist aug- lýsing í dagblöðum um að til sölu væri bygging á Núpi í Ísafjarðarbæ. Við nánari lestur kom í ljós að átt var við staðinn Núp í Dýra- firði sem nú tilheyrir sveitarfélaginu Ísa- fjarðarbæ. Í haust voru þrír meintir glæpamenn handteknir á höf- uðborgarsvæðinu. Einn var úr Hafn- arfirði, einn úr Kópavogi og einn úr Austurbyggð. Og ég sem hélt að ná- grannar mínir hérna í Austurbyggðinni á Akureyri væru frið- semdarfólk og heið- arlegt. Líklega hefur þó verið átt við samnefnt sveitarfélag á Aust- urlandi. Þetta eru þrjú dæmi um það hvernig ruglandaháttur í nafn- giftum sveitarfélaga hefur sett mörg staðarheiti í uppnám og brenglað notkun og viðhald ör- nefna og heita á héruðum, byggð- um, bæjum og sveitum um allt land. Undanfarin ár hafa fjölmörg sveitarfélög verið sameinuð í burðugar og rekstrarhæfar ein- ingar sem veitt geta þá þjónustu sem nauðsynleg er og íbúarnir eiga rétt á. Nýju sveitarfélögin hafa fengið ný og fjölbreytt nöfn, ýmist kennd við byggð, bæ, sveit, þing eða borg en aldrei hrepp eins og tíðkast hefur um aldir. Hið ágæta orð hreppur vísar til rekstrarheildar með félagslegt hlutverk á sama hátt nú og til forna. Það samsvarar orðinu kommúnu í málum grannlanda okkar og hentar því einstaklega vel í þessu samhengi. Tilburðir til þess að losna við hreppinn úr sveitarfélaganöfnum hafa stund- um endað með ósköpum og af- káraskap. Sveitarfélagið Árborg er gott dæmi um slæma lausn á málinu. Reykjanesbær er ekki til. Snæfellsbær er heldur ekki til og verður væntanlega aldrei. Ísa- fjarðarbær er hins vegar til en hann er ekki í Dýrafirði eins og skilja má af auglýs- ingunni sem ég nefndi. Við þurfum að gæta þess að viðhalda ör- nefnum og heitum á svæðum og héruðum og að ný og klaufaleg nöfn á stjórn- sýslukerfum eyðileggi þau ekki. Með því að nota sveit, byggð og bæ sem endingu á heitinu á hrepps- skrifstofunni setjum við Viðvíkursveit, Staðarbyggð og Þykkvavæ (sem ekki eru sveitarfélög) í uppnám og eigum á hættu að þau stað- arnöfn og ótal önnur missi gildi sitt, valdi ruglingi og týnist úr daglegu tali. Vilji menn ekki nota endinguna hreppur legg ég til að lögfest verði að sveit- arfélög verði nefnd þing. Það vísar til þess að í landinu eru tvö stjórnsýslustig, alþingi og sveit- arstjórnir eða sveit- arstjórnarþing. Orðið þing vísar bæði til þess sem felst í stjórn og rekstri sveitarfélags (samkoma þar sem kjörnir fulltrúar setjast á rökstóla og ráða ráðum sam- félagsins) og til landsvæðis sem tilheyrir ákveðnum þingstað (sbr. Húnaþing). Bæir, þorp og byggð- ir tilheyrðu þá sínu sveitarstjórn- arþingi og skýrt yrði og greini- legt við hvort væri átt í umræðum, staðinn eða stjórn- sýslukerfið. Staðirnir myndu halda nöfnum sínum vegna þess að heiti stjórnsýslunnar yrði að- greint frá staðarheitum á skýran og augljósan hátt. Keflavík yrði í Reykjanesþingi, Ólafsvík og Hell- issandur í Snæfellsþingi og Núp- ur í Dýrafirði í Ísafjarðarþingi. Selfoss gæti verið í Flóaþingi ef menn vilja ekki kenna sveitarfé- lagið við Selfoss (eða jafnvel Ár- þingi ef menn vilja endilega hafa heitið út í hött). Annars eru yfirleitt bara góðar fréttir héðan úr Austurbyggð, ró- legri húsagötu á Suður-Brekk- unni á Akureyri. Hugleiðingar um nöfn sveitarfélaga Árni Ólafsson fjallar um nafngiftir sveitarfélaga Árni Ólafsson ’Við þurfum aðgæta þess að viðhalda örnefn- um og heitum á svæðum og hér- uðum og að ný og klaufaleg nöfn á stjórn- sýslukerfum eyðileggi þau ekki.‘ Höfundur er íbúi í Austurbyggð, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.