Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Saga bílsins á Íslandi 1904-2004 Ótrúlega fjölbreytt saga af ævintýrinu um bílinn, sem breytti íslensku þjóðlífi meira en nokkurt annað tæki. Spennandi lestur fyrir alla sem hafa gaman af þjóðlegum fróðleik, ferðasögum, frá- sögnum af mannraunum og því hvernig fólkið í landinu þróaði nýtt samfélag, samfélag sem byggist á sam- göngum – stundum í bar- áttu við stjórnvöldin. ALLAR bækurnar, sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverð- launanna, eru prentaðar hjá prent- smiðjunni Odda. „Saga Odda spannar rúma sex áratugi og allan þann tíma hefur bókaprentun verið einn af horn- steinum fyrirtækisins. Samkeppni á prentmarkaðinum hefur líklega aldrei verið meiri en núna og kemur hún einkum frá erlendum prent- smiðjum. Eina ráðið til að standast þessa samkeppni er stöðug tækniþróun, vöruvöndun og starfs- fólk sem býr yfir sérþekkingu og ómældum metnaði. Er óhætt að full- yrða að á þessum sviðum stenst Oddi allan samanburð við erlendar prentsmiðjur,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Odda, en þess má geta að fyrir þessi jól má reikna með að Oddi prenti hátt í 500 þúsund eintök af bókum. Að sögn Þorgeirs Baldurssonar, forstjóra Odda, hefur fyrirtækið á umliðnum árum tekið sífellt fleiri verkefni að sér fyrir Bandaríkja- markað, en reikna má með að Oddi prenti fyrir 1,5–2 milljónir Banda- ríkjadala á þessu ári. „Í Bandaríkj- unum höfum við fyrst og fremst sóst eftir því að prenta vandaðar bækur og katalóga fyrir söfn og listagall- erí,“ segir Þorgeir og nefnir söfn á borð við Smithsonian og Guggen- heim sem eru meðal viðskiptavina fyrirtækisins, en einnig má minnast á listagalleríin Mitchell-Innes, Mathew Marks gallery og Skarsted fine art sem öll eru í New York. Auk þess hefur Oddi prentað einstaka textabækur fyrir McSweeney’s for- lagið sem Dave Eggers rekur, en forlagið er m.a. með Nich Hornby, höfund About a boy og High Fidel- ity, á sínum snærum. En þess má geta að Oddi prentaði bókina Nick Hornby Songbook fyrir nokkrum misserum. Þurfa að sækja verkefnin Aðspurður segir Þorgeir áhugann ekki koma að fyrra bragði að utan, heldur verði menn að sækja verk- efnin til útlanda. En Oddi hefur síð- ustu fimmtán ár verið með sölumenn staðsetta í Bandaríkjunum er vinna í markaðsmálum Odda og selja þjón- ustu fyrirtækisins. „Þeir eru þá að leggja áherslu á þetta sem við telj- um okkur gera best, þ.e. að sinna sérverkefnum þar sem menn vilja fara ótroðnar slóðir í útfærslum á prentun og ef menn vilja vanda eitt- hvað til framleiðslunnar og leggja eitthvað í hana umfram kiljuprent. Þetta eru verkefni sem eru hátt verðlögð í Bandaríkjunum og greini- lega minni áhugi á hjá bandarísku prentsmiðjunum og því pössum við þar vel inn á þennan markað.“ Að sögn Þorgeirs eru þeir ekki að slægjast eftir stóru upplögunum, bæði sökum þess að bandarísku prentsmiðjurnar berjast grimmt um þau verkefni, auk þess sem flutn- ingskostnaðurinn yrði of hár ef um afar stór upplög væri að ræða. Þróun dollars óhagstæð Aðspurður segir Þorgeir fyr- irtækið hafa verið vel samkeppn- isfært í verði fram undir þetta. „Við líðum hins vegar mjög fyrir þró- unina á dollarnum, sem segir sig auðvitað nokkuð sjálft. Við getum ekki hækkað verðið í dollurum úti þó að krónan sé að styrkjast. Þannig að eins og sakir standa erum við í mikl- um vanda með þetta.“ Fyrir áhugasama má benda á að í höfuðstöðvum Odda á Höfðabakka eru um þessar mundir til sýnis ýms- ar erlendar bækur og bæklingar sem Oddi hefur unnið fyrir Banda- ríkjamarkað. Sýningin var að sögn Þorgeirs upphaflega sett upp í Listasafni Reykjavíkur í samvinnu við Félag íslenskra teiknara í tilefni af 50 ára afmæli félagsins fyrir stuttu. Bækur |Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Ljósmyndabók með myndum Cindy Sherman er meðal þeirra verkefna sem Oddi hefur unnið fyrir Skar- sted fine art galleríið í New York. Allar bækurnar prentaðar hjá Odda FYRRI helmingur Jólaóratóríu Bachs var fluttur fyrir vel settu húsi á laugardag. Kynti ekki sízt undir eftirvæntingu áheyrenda að nú var í fyrsta skipti í sögu Listvinafélags Hallgrímskirkju tjaldað barokk- hljómsveit undir sagnréttum for- merkjum upprunaflutnings. Óratórían frá 1734 er eitt vinsæl- asta jólaverk í kristnum heimi og samanstendur af 6 afmörkuðum kantötum. Fyrstu þrjár voru ætl- aðar til flutnings 24.–26. desember, hinar seinni með lengra bili á milli og sú síðasta á þrettándanum. En þó að fyrri þrennan myndi þannig hvað samfelldasta „jólaheild“, mátti á sinn hátt harma fjarveru ofurkrása úr IV–VI á við Ekkó-aríuna frægu (Flößt, mein Heiland), fítonsflúraríu tenórsins Ich will nur dir zu Ehren leben, hörku-sveiflukórinn Ehre sei dir Gott og dansaríu sópransins óvið- jafnanlegu, Nur ein Wink von seinen Händen. Kannski tímanna tákn – og tímaleysis – ef nú þykir varla vog- andi að bjóða fólki lengri en tveggja tíma tónhvíld frá amstri dagsins. En vissulega var ekki í kot vísað með aðeins fyrra helmingi þessa mikla afburðaverks. „Glymjið nú, pákur, og gjallið snjallt, trómet“, svo vitnað sé til veraldlegu upphafs- gerðar inngangskórsins að I., „Jauchzet, frohlocket“, þjónaði sízt verr konungi himna en kjörfursta hauðurs, og er skemmst frá því að segja að Schola Cantorum söng þar sem æ síðan á óþvinguðum heims- mælikvarða. Hins vegar brá manni óneitanlega í brún þegar 22 manna kór fór létt með að yfirgnæfa 27 manna hljómsveit, einkanlega strengjadeildina sem heyrðist aðeins þokkalega í á kyrrlátari augnablik- um, þó að annað hefði getað verið uppi á teningi við helmingi lægri lofthæð. E.t.v. hefði mátt reyna að leggja þak yfir sviðið. Alltjent virtist ljóst, að meðan stálstrengd nútíma- strokfæri eiga nógu erfitt upp- dráttar í Hallgrímskirkju, þá er næsta vonlaust að tefla aðeins 14 girnistrengjaleikurum á móti þaul- þjálfuðum kór á þessum stað þó ekki stærri sé. Það var mikil synd, því í aríum og spilköflum mátti oft heyra bráðvel samstilltan strengjaleik, er sveiflaði meistara Bach með tikt- úrulitlum glæsibrag. Þá sönnuðust ótvírætt kenningar upphafshyggju- sinna um löngu ventlalausu clarino- trompetin, er náðu ótrúlega góðu styrksamvægi við heildina með yf- irleitt lýtalausum blæstri þar sem nútímatrompet hefðu sennilega keyrt allt í spað. Einsöngvararnir voru allir unun á að hlýða. Eyjólfur Eyjólfsson brill- eraði í tónlesum guðspjallamannsins og fór glettilega vel með svínerfiða flúraríu. Benedikt Ingólfsson beitti gullfallegri bassarödd sinni af fag- kænsku þrátt fyrir eilítið slysabrot, og maður komst beinlínis við í seið- andi altaríum Guðrúnar Eddu Gunn- arsdóttur án þess að þurfa að skammast sín. Elfa Margrét Ingva- dóttir hefði átt stærra sópr- anhlutverki að fagna í seinni kant- ötunum þrem, en stóð sig engu að síður með tandurhreinum glans í m.a. krefjandi dúett á móti bass- anum. Hörður Áskelsson hélt vel ut- an um allt og gat verið stoltur af sínu fólki, er áheyrendur fögnuðu að leikslokum með verðskulduðu stand- andi lófataki. Morgunblaðið/Jim Smart Í umsögninni um flutning á Jólaóratoríu Bachs segir m.a.; „í aríum og spilköflum mátti oft heyra bráðvel samstilltan strengjaleik, er sveiflaði meistara Bach með tiktúrulitlum glæsibrag“. Myndin er frá æfingu fyrir tónleikana. Upprunagaldur í Hallgrímskirkju TÓNLIST Hallgrímskirkja J.S. Bach: Jólaóratórían (fyrri helmingur). Ellen Margrét Ingvadóttir S, Guðrún Edda Gunnarsdóttir A, Eyjólfur Eyjólfsson T, Benedikt Ingólfsson B ásamt Scholae Cantorum og Alþjóðlegu barokkhljóm- sveitinni í Haag. Stjórnandi: Hörður Ás- kelsson. Laugardaginn 11. desember kl. 17. Kórtónleikar Ríkharður Örn Pálsson SZYMON Kuran hefur hingað til verið þekktari af fiðluleik sínum en tónsmíðum; ég man ekki eftir að hafa heyrt annað en Sálumessu eftir hann, og hún var frumflutt fyrir töluverðu síðan. Nú er Szymon hins vegar búinn að senda frá sér geisla- disk og nefnist hann Ramóna prinsessa. Er það heitið á ævintýri eft- ir tvær ungar stúlkur, Önnu Kolfinnu Kuran og Ingu Huld Há- konardóttur, og fjallar um fátækan Rússa sem verður ástfanginn af kóngsdóttur. Hún end- urgeldur ást hans í óþökk föður síns og hef- ur það dramatískar af- leiðingar í för með sér. Tónlistin er einföld í sniðum og hefur yfir sér heillandi ævintýraljóma sem erfitt er að skil- greina nánar. Hún líkir prýðilega eftir því sem er að gerast í sögunni, og tilvitnanir í þekkt verk kalla fram viðeigandi hughrif. Stefbrot úr Myndum á sýningu eftir Mussorgski skapar t.d. rússneska stemningu, og koma grísks prins er boðuð með ör- stuttri tilvitnun úr tónlistinni við Grikkjann Zorba. Upplýsingar á kápu geisladisksins eru af skornum skammti, fram kemur að Szym- on flytji tónlistina en harmóníkuleikur, hljóðblöndun og hljóðritun voru í höndum Þorkels Heiðarssonar. Fleiri hljóðfæri heyrast þó en harmóníka og fiðla og er greinilegt að tölvugerð hljóð hafa verið ríkulega notuð. Gaman hefði verið að fá nánari útlistun á þessu auk upplýsinga um hvar tónlistin hafi verið tekin upp og hvenær. Þrátt fyrir þessi atriði er geisla- diskurinn vel heppnaður; óneit- anlega er þetta áhrifamikil ball- etttónlist og spyr maður því bara: Hvenær fáum við að sjá ballettinn? Heillandi ævintýraljómi TÓNLIST Geisladiskur Balletttónlist við ævintýri eftir Önnu Kol- finnu Kuran og Ingu Huld Hákonardóttur. Smekkleysa 2004. Szymon Kuran: Ramona prinsessa Jónas Sen Szymon Kuran

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.