Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Gleðilega hátíð! Söngskóli Maríu og Siggu leggur lið „Blátt áfram“ – forvarnarverkefni UMFÍ gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum, með útgáfu á nýjum geisladiski sem inniheldur jólalög í flutningi nemenda skólans. Á geisladisknum Jólastjörnur eru skemmtileg sígíld jólalög sem allir ættu að þekkja. Það er því um að gera að taka undir í jólaboðum þessi jól. Diskurinn kostar aðeins 2000 kr. og er fáanlegur í öllum helstu verslunum. Nauðsynlegt er að rjúfa þögnina sem hefur hvílt yfir þessu málefni. Með þínu framlagi færir þú hinum fjölmörgu fórnarlömbum kynferðislegs ofbeldis ómetanlegan stuðning við að hefja upp raust sína! C M P / N U N N Ö H- Ö K www.poppskolinn.iswww.blattafram.is Allar frekari upplýsingar um verkefnið er að finna á www.blattafram.is og hjá UMFÍ í síma: 568 2929 MÚRBRJÓTURINN er viður- kenning landssamtakanna Þroska- hjálpar til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr í að ryðja fötluðum og fjölskyldum þeirra nýjar braut- ir í jafnréttisátt. Að þessu sinni var það Íþróttasamband fatlaðra og leikskólinn Kjarrið sem hlutu Múrbrjótinn. Það var undirrit- uðum mikil ánægja að leikskólinn Kjarrið hlaut þessa viðurkenningu og er starfsfólk leikskólans vel að henni komið. Undirritaðar starfa á Svæð- isskrifstofu málefna fatlaðra Reykjanesi (SMFR) þar sem fólki með fötlun hefur verið veittur stuðningur á almennum vinnu- markaði um árabil. Samvinna Svæðisskrifstofu Reykjaness við vinnustaði í skólakerfinu hefur verið jákvæð og er starfsfólk skóla meðvitað um mikilvægi þess að sýna öllum umburðarlyndi og jafna virðingu. Leikskólinn Kjarrið og SMFR hafa átt mikið og gott samstarf frá frá því að samvinna okkar hófst og hafa allir verið tilbúnir að leggja sig fram til að vel megi tak- ast. Í dag eru tvær konur sem starfa í Kjarrinu og fá stuðning á vegum atvinnu með stuðningi (ams). Ams er aðferð sem hefur verið notuð víða erlendis með góð- um árangri en upphaf hennar má rekja til Bandaríkj- anna á sjöunda ára- tugnum. Í mannréttinda- yfirlýsingu SÞ segir: ,,Hver maður á rétt á atvinnu að frjálsu vali, á réttlátum og hagkvæmum vinnu- skilyrðum og á vernd gegn atvinnuleysi.“ Það hefur mikla þýðingu fyrir alla að hafa atvinnu. Ein- staklingurinn upp- fyllir væntingar sam- félagsins um að vera framleiðinn og hann fær greidd laun sam- kvæmt mati á verðmæti eigin framlags. Vinnan skapar hverjum og einum stöðu, ákveðna sjálfs- mynd og vitund um eigin getu. Í dag eru 89 fatlaðir ein- staklingar í vinnu á almennum vinnumarkaði á vegum SMFR. Vinnustaðirnir eru rúmlega 80 og eru þeir þverskurður af atvinnulíf- inu. Atvinna með stuðningi hefur sannað gildi sitt og er framkvæmd víðs vegar um landið. Í kjölfarið hefur orðið mikil aukning á atvinnuþátttöku fatl- aðra. Það er von okkar að fleiri at- vinnurekendur átti sig á að fólk með fötlun er tilbúið að leggja fram starfskrafta sína og að ávinningurinn er allra. Múrbrjótur Helga Rúna Gústafsdóttir og Ingibjörg M. Ísaksdóttir fjalla um málefni fatlaðra ’Það er von okkar aðfleiri atvinnurekendur átti sig á að fólk með fötlun er tilbúið að leggja fram starfskrafta sína og að ávinningurinn er allra. ‘ Helga Rúna Gústafsdóttir Höfundar eru ráðgjafaþroskaþjálfar atvinnu með stuðningi á Svæð- isskrifstofu Reykjaness. Ingibjörg M. Ísaksdóttir UMRÆÐAN um meint samráð olíufélaganna hefur verið býsna ein- hæf. Margir virðast ganga út frá því sem gefnu að meginhluti af starf- semi félaganna hafi snúist um sam- ráð og aftur samráð. Þegar nánar er að gáð sést að svo er alls ekki. Það liggur í hlutarins eðli að sam- ráð fyrirtækja í samkeppni snýst meðal annars um að skipta mark- aðnum á milli sín. Í samkeppni snýst dæmið við. Þá reynir hver og einn að ná til sín stærri hlut. Á árunum 1993–2001 jókst mark- aðshlutdeild Skeljungs á fljótandi eldsneyti úr 27% í 40%. Mest varð aukningin í sölu flugvélaeldsneytis. Í bílabensíni jókst markaðs- hlutdeildin úr 29% í 34%. Í gasolíu jókst markaðshlutdeild Skeljungs úr 24% í 31% og í svartolíu úr 23% í 32%. Þetta er umtalsverður árangur. Hvort bendir þessi stóraukna markaðs- hlutdeild til sam- keppni eða samráðs? Liggur svarið ekki í augum uppi? Eða trú- ir því kannski einhver að olíufélögin hafi bundist samráði um að Skeljungur fengi stór- aukna markaðs- hlutdeild? Þessi aukna mark- aðshlutdeild Skelj- ungs skiptir miklu máli í umræðunni um meint samráð olíufé- laganna. Hún sýnir svart á hvítu að sam- starf olíufélaganna var á takmörkuðu sviði og að hlutfall þeirra við- skipta af heildar- viðskiptum olíufélag- anna var lágt. Mat á ólögmæti þess og ávinningi er nú til opinberrar meðferðar og mun Skeljungur axla þá ábyrgð sem félaginu ber. Að stærstum hluta hafa olíufélög- in, ekki síst Skeljungur, átt í harðri samkeppni frá setningu samkeppn- islaga árið 1993. Í þeim slag hefur Skeljungur náð umtalsverðum ár- angri eins og ofangreindar tölur bera vitni. Þessi árangur hefði aldr- ei náðst ef meint samráð olíufélag- anna hefði verið með þeim hætti sem samkeppnisráð reynir að lýsa í úrskurði sínum. Hins vegar er ekkert nýtt að fólki finnist samkeppni olíufélaga af skornum skammti. Þetta sést hvað best í verðbreytingum á bensíni og dísilolíu. Eitt félag breytir verði og þá breyta allir hinir. Ísland sker sig ekkert úr hvað þetta varðar. Um all- an hinn vestræna heim gerist þetta með svipuðum hætti. Ástæðan er einfaldlega sú að bensín og olíur eru einsleit vara sem tiltölulega fá fyr- irtæki annast dreifingu og sölu á. Innkaup fara fram á heimsmark- aðsverði og það ásamt breytingum á gengi ræður hvað mestu um end- anlegt útsöluverð. Engan skyldi undra að bensínverð breytist með svipuðum hætti hjá öllum á skömm- um tíma. Þar þarf ekkert samráð til. Erfiðlega hefur gengið að koma þessum staðreyndum til skila – ekki aðeins hér á landi heldur víðast ann- ars staðar. Til að mynda hafa olíufé- lög á hinum Norðurlöndunum legið undir ámæli almennings og fjöl- miðla fyrir meint samráð. Þarlendar samkeppnisstofnanir hafa gert at- huganir hjá öllum olíufélögum og reyndist ekkert athugavert í Nor- egi. Í Danmörku voru aðeins gerðar smávægilegar athugasemdir. Í Sví- þjóð hefur eitt tilvik vegna lækkunar af- slátta verið tekið til skoðunar og er það nú í réttarmeðferð þar í landi. Á Íslandi er staðan sú, að 9 ára tímabil var tekið til skoðunar af yf- irvöldum samkeppn- ismála og náði það til allrar starfsemi félag- anna og er látið í það skína að meira eða minna öll starfsemi ol- íufélaganna hafi snúist um samfellt samráð á þessu tímabili. Rann- sókn fór fram á einni og hálfri milljón tölvu- pósta. Út úr því komu 500 tilvik sem sam- keppnisráð telur að sanni samráð. Inni í því er allt almennt sam- starf olíufélaganna, þar á meðal samreknar bensínstöðvar. Sá sam- rekstur var alltaf sýni- legur, enda viðurkennt að hann var þjóðhags- lega hagkvæmur og skaðaði ekki samkeppni. Nokkur dæmi má nefna sem sýna að Skeljungur var í fararbroddi þeg- ar kom að samkeppni olíufélaganna. Strax og verðlagshöft á eldsneyti voru afnumin árið 1994 skapaðist tækifæri til að bjóða lægra bens- ínverð með tilkomu sjálfsafgreiðslu á bensínstöðvum. Skeljungur reið á vaðið ásamt Bónus og Hagkaupum og stofnuðu fyrirtækin Bensínork- una ehf. Haustið 1995 voru opnaðar þrjár sjálfsafgreiðslustöðvar, í Kópavogi, á Seltjarnarnesi og á Ak- ureyri undir nafni Bensínorkunnar. Síðar voru sjálfsafgreiðslustöðvar teknar í notkun í Reykjavík, á lóð- um sem Skeljungur lagði til. Bens- ínverð Bensínorkunnar var lægra en áður hafði tíðkast og náði fyr- irtækið strax miklum vinsældum. Á árinu 1997 kynnti Skeljungur nýjar tegundir verslana undir nafn- inu Select. Boðið var upp á skyndi- bita, heitt bakkelsi og afgreiðslu- tíma allan sólarhringinn. Markmið þess var ekki síst að ná aukinni markaðshlutdeild. Á sama ári átti Skeljungur hlut að stofnun Frí- kortsins, sem náði gríðarlegri út- breiðslu á meðal neytenda. Enn og aftur var tilgangurinn að fá fleiri viðskiptavini. Ef samráð hefði ráðið för hefðu þessar nýjungar hjá Skeljungi aldr- ei litið dagsins ljós. Á sama hátt hefði fyrirtækið ekki náð stórauk- inni markaðshlutdeild. Mikilvægt er að hafa þessar staðreyndir í huga. Samkeppni en ekki samráð Margrét Guðmundsdóttir skrifar um meint samráð olíufélaganna Margrét Guðmundsdóttir ’Þessi auknamarkaðshlut- deild Skeljungs skiptir miklu máli í um- ræðunni um meint samráð olíufélaganna.‘ Höfundur er framkvæmdastjóri neytendasviðs Skeljungs. 5.6 5.+ 5.7 5.8 5.- 5.. 5 5* 6 +  + #$ % $ &'      !"   # $ #$ % # & #" $ #$   '&  #   ( (   )** # ++) ' mbl.issmáauglýsingar smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.