Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Munið að slökkva á kertunum ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ Hafið ekki mishá kerti of nálægt hvert öðru. Hiti frá lægra kerti gæti brætt hærra kertið. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ Í FORYSTUGREIN Morg- unblaðsins sunnudaginn 12. des- ember var vitnað í ummæli sem ég viðhafði á fundi KB banka fimmtudaginn 9. des. Mér finnst almennt ekkert við það að athuga að vitnað sé í mig í for- ystugreinum eða í öðru efni í Morg- unblaðinu en finnst nú að ég þurfi að koma á framfæri smáathugasemd. Til- vitnunin er ekki í neinu samhengi við efnið sem verið er að fjalla um í for- ystugreininni. Í ræðu minni á fundinum fjallaði ég um það vandamál að þegar bank- arnir færa reikninga sína í ís- lenskum krónum hækkar eig- infjárhlutfall þeirra sjálfkrafa þegar gengi krónunnar hækkar vegna þess hve erlendir liðir eru fyrirferðarmiklir í efnahagsreikn- ingum þeirra. Þetta þýðir að út- lánageta bankanna eykst á sama tíma og Seðlabankinn er að beita aðhaldsaðgerðum gegn of mikilli eftirspurn og verðbólgu og vinnur þannig gegn viðleitni Seðlabank- ans. Hið gagnstæða gerist þegar gengið lækkar, þá lækkar eiginfjárhlut- fallið hjá bönkunum og útlánageta þeirra minnkar þegar hún þyrfti frekar að geta vaxið. Niðurstaðan er sú að bankarnir geta auðveldlega verið að magna hagsveifluna og gera hagstjórnina vandasamari en ann- ars væri. Ég hef sjálfur áður viðrað þá hugmynd að gera ætti hærri eig- infjárkröfur í uppsveiflu og lægri í niðursveiflu þannig að bankarnir lendi ekki í þessari stöðu og Þórð- ur Pálsson, forstöðumaður grein- ingardeildar KB banka, setti þessa hugmynd fram á fundi Verslunarráðsins nýlega. Ástæðan fyrir ummælum mínum um af- stöðu Fjármálaeftirlitsins var sú að það er ekki hlutverk þess að sjá um hagstjórn, heldur að hafa eftirlit með fjármálafyrirtækjum á forsendum markaðarins sjálfs. Fjármálaeftirlitið hefur engar heimildir til þess að hækka og lækka eiginfjárhlutföll eftir því hvert gengi krónunnar er og taka þannig þátt í hagstjórninni. Slíkar heimildir eru, að því er ég veit, hvergi fyrir hendi. Sú vinna sem Fjármálaeftirlitið Eiginfjárhlutfall banka og hagsveiflan Vilhjálmur Egilsson fjallar um efnahagsmál ’Íslenska krónan er þvíekki lengur raunveru- legur starfrækslugjald- miðill þessara banka heldur má reikna með því að það sé evran eða annar erlendur gjald- miðill.‘ Vilhjálmur Egilsson ÞAÐ ER alltaf jafn gleðilegt að heyra af íþróttaafrekum fatlaðs fólks hér á landi. Fatlaðir íþrótta- menn hér á landi hafa fyrir löngu skipað sér í allra fremstu röð í heim- inum í sínum íþróttagreinum og þau eru ófá heims- og ólympíumetin sem þeir hafa sett, sem og heims- og ól- ympíumeistaratitlar sem þeir hafa hampað á und- anförnum árum. Það gefur augaleið að íþróttaafrek fatlaðra einstaklinga eru gíf- urlega mikil hvatning fyrir aðra fatlaða ein- staklinga, sérstaklega börn og unglinga. Fötl- un, af hvaða tagi sem hún er, er hamlandi fyrir einstaklinginn og þrengir möguleika hans til þess að lifa eðlilegu lífi. Fyrir fötl- uð börn og unglinga hlýtur það því að vera mikil upp- örvun að sjá og skynja þann mögu- leika að þau geti stundað íþróttir við hæfi og náð jafnvel í fremstu röð í heiminum ef þau leggja hart að sér. Hér á landi hefur það lengi verið umtalsefni hvaða ábyrgð íþrótta- menn í fremstu röð bera gagnvart börnum sem gjarnan líta upp til þeirra og vilja líkjast þeim. Að vera góð fyrirmynd er því ábyrgð sem af- reksíþróttafólk verður að bera. Fyr- ir ófötluð börn er um margar íþróttagreinar að velja og fyr- irmyndirnar geta því verið margar. Fyrir fötluð börn er valið hins vegar oftast töluvert þrengra. Og þótt fjöl- miðlar hampi afrekum fatlaðra eru þeir samt sem áður ekki við- urkenndir að fullu fyrir afrek sín. Það hefur nefnilega verið þannig að það virðist engu máli skipta hversu vel fatlaður íþróttamaður stendur sig á stórmótum, hann hefur aldrei staðið jafnfætis ófötluðum íþrótta- manni við kjör á íþróttamanni ársins hér á landi. Við skulum taka sem dæmi árið 2000 í Sydn- ey. Þá þótti afrek Kristínar Rósar Há- konardóttur að vinna tvö ólympíugull og eitt ólympíubrons ekki á við eitt ólympíubrons hjá ófötluðum íþrótta- manni. Það var ekki einu sinni eins merki- legt og fjórða sætið á Ólympíuleikum hjá ófötluðum. Það var meira að segja ómerki- legra en sjöunda sætið á ólympíuleikum ófatl- aðra! Kjör íþróttamanns ársins það árið staðfesti þetta. Hér á landi hef- ur það ríkt um áratuga skeið að íþróttafréttamenn velji íþróttamann ársins í desembermánuði. Síðastliðið sumar var ólympíusumar. Okkar íþróttafólk sem tók þátt í leikunum í Aþenu stóð að mestu leyti ekki undir væntingum ef frá er talin glæsileg frammistaða Rúnars Alexand- erssonar á bogahesti þar sem hann hreppti sjötta sætið. Á Ólympíu- leikum fatlaðra stóð Kristín Rós Há- konardóttir sig frábærlega eins og alltaf og hreppti m.a. gullverðlaun. Það eru margir til kallaðir þegar velja á íþróttamann ársins, þann fremsta meðal jafningja. Í slíku kjöri hljótum við að gera þá kröfu til íþróttafréttamanna að þeir meti af- rek þeirra einstaklinga sem til- nefndir eru á jafnréttisgrundvelli. Það hafa þeir hingað til ekki gert. En enginn er spámaður í eigin föð- urlandi og væntanlega hafa þeir nú séð ljósið í þessum efnum því við- urkenningum á alþjóðavettvangi rignir yfir Kristínu Rós Há- konardóttur vegna afreka hennar. Eurosport hefur til að mynda valið hana íþróttamann ársins. Hingað til hefur verið gengið framhjá fötluðu íþróttafólki við kjör íþróttamanns ársins. Þeir hafa hlotið tilnefningu en aldrei titilinn. Að tilnefna fatl- aðan íþróttamann sem hefur unnið tvö ólympíugull og eitt ólympíu- brons en ganga síðan algjörlega framhjá honum við sjálft kjörið eru skýr skilaboð til fatlaðs íþróttafólks: „Þið getið aldrei orðið íþóttamenn ársins á Íslandi.“ Ég vona að íþrótta- fréttamenn þessa lands sjái nú að sér og hafi siðferðilegt þrek til að velja þann fremsta meðal jafningja í ár og breyti þar með þessum skila- boðum. Það ætti ekki að vefjast fyrir þeim í þetta skiptið eða hvað? Fremstur meðal jafningja? Ragnar Thorarensen fjallar um val íþróttamanns ársins ’Hingað til hefur veriðgengið framhjá fötluðu íþróttafólki við kjör íþróttamanns ársins. ‘ Ragnar Thorarensen Höfundur á fatlaðan föður. Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is Úrslitin í ítalska boltanum beint í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.