Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 67 98 1 2/ 20 04 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 67 98 1 2/ 20 04 Landsbanki Íslands hf. Umsjón með sölu skuldabréfanna og skráningu í Kauphöll Íslands hefur Verðbréfamiðlun Landsbanka Íslands, Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Skráningarlýsingu og önnur gögn sem vitnað er til í lýsingunni er hægt að nálgast hjá Landsbanka Íslands. Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands Jeratún ehf. 330.000.000 kr. 1. flokkur 2004 Nafnver› útgáfu: Heildarnafnverð flokksins er 330.000.000 kr. Skilmálar skuldabréfa: Skuldabréf 1. flokks 2004 eru gefin út til 20 ára og greiðist höfuðstóll með 80 afborgunum fjórum sinnum á ári, fyrst þann 1. janúar 2005 og síðast 1. október 2024. Vextir greiðast á gjalddögum afborgana. Útgáfudagur bréfsins er 10. febrúar 2004. Skuldabréfið ber 5,10% fasta ársvexti. Auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands verður JTUN 04 1. Skráningardagur: Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá þann 17. desember 2004. JERATÚN HIÐ ljósa man, eftir Halldór Kiljan Laxness kom út 1944. Skoðanir manna á verkum skáldsins og á skáldinu sjálfu voru mjög skiptar; sumum þóttu verk hans vond. Ég var undir vissum áhrifum frá móður minni, sem fannst hann góður rithöfundur; sagði þó, að skáldið ætti til að hrífa sig með texta sínum og gefa sér síðan utan undir í næstu andrá. Ég komst yfir Hið ljósa man, þegar bókin kom út, og þótti góð; svo góð, að líkja má við fíkniefnasprautu, sem ég hef ekki losnað undan síðan. Nú er svo komið, að ég þarf ekki að eiga aðrar bækur en bækur Laxness, og er nánast sama, hvar opnað er; eru þó verk Halldórs misgóð. Ég las bók Hannesar Hólm- steins um Halldór í fyrra. Nú er ég búinn að lesa bók Halldórs Guðmundssonar um skáldið. Fyrir mig eru þessar bækur báðar góðar, sem ég ræð af því, að síðustu tvo áratugi hef ég undantekningarlítið gefist upp á hverri ævisögunni á fætur ann- arri, en þessar bækur tvær gat ég lesið þrautalaust og af áhuga; bíð nú í eftirvæntingu eftir Kilj- an Hannesar Hólmsteins. Bók Hannesar Hólmsteins um Halldór hefur sína galla, sem bókmenntafróðir og fleiri hafa tíundað rækilega. Ekki hef ég séð neina umfjöllun um bók Halldórs Guðmunds-sonar frá þeim, sem mest tjáðu sig um gallana á bók Hannesar Hólm- steins. Einn fræðingur lýsir bók Halldórs Guðmundssonar svo á heimasíðu sinni, að hún sé svo fullkomin, að þessi fræðingur hafi fengið „hjartslátt og svima“ og „rosalegt kikk“ af að lesa hana. Sami fræðingur átti ekki orð til að lýsa gleði sinni, „titr- andi af spenn-ingi“ yfir því, að Halldór Guðmundsson skyldi hafa komist yfir „bréfin frá Ingu“; trúlega vegna þess heim- ildargildis, sem þau hafi. Ég held, að Halldór Guðmundsson vísi 5-6 sinnum í bréf Ingibjarg- ar þann tíma, sem parið skrif- aðist á. Á sama tíma er vísað í bréf skáldsins til Ingibjargar 60-100 sinnum. Eftir lestur bókar Halldórs Guðmundssonar er ég fullur aðdáunar, ekki hvað síst á þol- inmæði höfundarins við að vitna í heimildir um einkalíf skáldsins. E.t.v. þykir mér nú að lestri loknum óþarflega miklu plássi eytt í umfjöllun um fjármál og kvennafar skáldsins á kostnað annars; svo og í umfjöllun um kynni hans af þjóðhöfðingjum og stórmennum öðrum. Að lestri loknum detta mér nú óþarflega mikið í hug tímarit, sem nú eru í tísku og fjalla um stór nöfn í þjóðlífinu með glansmyndum af þessum stóru nöfnum í fé- lagsskap þjóðhöfðingja. Þá finnst mér Halldór Guðmunds- son fara óþarf-lega mjúkum höndum um „uppgjör“ skáldsins við fortíð sína í stjórnmálum, og gefur þó Skáldatími ærið tilefni til þess. Loks sakna ég ítarlegri umfjöllunar um viðbrögð við bókum skáldsins, þegar þær komu út, og svo meiri umfjöllun bókmenntafræðings-ins sjálfs um bækurnar. Mér er hins veg- ar ljóst, að Halldóri Kiljan Lax- ness verða ekki gerð þau skil á 760 bls., að öllum þyki fullkomið. Kaflinn um lokaár skáldsins er svo frábær, að allar að- finnslur sljóvgast. Er það vegna þess, að þá eru þjóðhöfðingjar og stórmenni horfin, en Auður alveg tekin við? Sem sagt, takk fyrir góða ævi- sögu. Við skulum ekki kross- festa neinn, en gef oss Hannes Hólmstein lausan. „Og fegurðin mun ríkja ein“. Axel Kristjánsson …et dimitte nobis Barraban. Höfundur er lögfræðingur. (Lúkas, 23,18.) Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Guðrún Lilja Hólmfríðardóttir: „Ég vil hér með votta okkur mína dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku þjóð- félagi með skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar í stöðu hæstarétt- ardómara. Ég segi okkur af því að ég er þolandinn í „Prófessorsmál- inu“.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýjasta útspil Landsvirkjunar og Alcoa er að lýsa því yfir að Kárahnjúkavirkjun, álbræðslan í Reyðarfirði og línu- lagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landakröfumenn hafa engar heimildir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eignarland Biskupstungna- og Svínavatnshreppa.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu frem- ur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemendur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar SVEINN Rúnar Hauksson skrif- aði hér grein 1. des. um sjálfstæð- ismál Palestínuaraba. Þar hnaut ég um eftirfarandi orð: „Hernám Pal- estínu er orðið langvinnara en nokkurt annað í síðari tíma sögu mannkyns.“ Við þessa setningu verð ég að gera þá at- hugasemd, að þetta stenzt engan veginn. Hernám Vesturbakk- ans hefur varað frá 1967 (Sex daga stríð- inu), en Tíbets allt frá 1949–51 þegar kín- verska komm- únistastjórnin lagði landið undir sig. Und- arlegt að geta gleymt þessu! Ástæðan er ekki sú að þeir landvinningar hafi gengið ljúflega fyrir sig, öðru nær. Allar þjóðir, sem nú draga andann, að Darfúrmönnum undanteknum, myndu prísa sig sælar yfir hlut- skipti sínu í samanburði við þær þjáningar sem hin friðsama þjóð Tíbeta varð að þola af hendi inn- rásarhersins og síðar ofstækisfullra Rauðra varðliða og annarra ofsækj- enda áratugum saman. Sveinn Rúnar hefur áður, í við- tali í Útvarpi Sögu í maí 2003, talað á sömu nótum, jafnvel í enn ýktari mynd. Þar sagði hann að hernám Ísraels á Vesturbakkanum væri „lengsta hernám sögunnar“ og „grimmasta hernám sögunnar,“ og er hvort tveggja fjarri lagi. Harð- svírað hernám Sovétmanna á Eystrasaltslöndunum hafði t.d. var- að rúma hálfa öld þegar því loksins linnti um 1991, og til eru mun stærri dæmi, bæði frá nýlendutím- anum og allt frá fornöld. (Naumast þarf að taka fram að með þessari grein er ekki sagt eitt aukatekið orð gegn því að Palestínumenn eigi að njóta réttlætis.) Hvað grimmd- ina snertir megum við minnast þess að mannfall í hernámi Sov- étmanna á Afganistan 1979–89 nam 1,5–1,6 milljónum manna, enn fleiri særðust, og 5–6 milljónir hröktust í útlegð, sem olli stærsta flótta- mannavandamáli í sögu SÞ. Samt var þetta lítið hlutfallslega miðað við aðfarir Kínverja í Tíbet, eins og lesa má um í Le livre noir du Communisme (svartbók komm- únismans) o.fl. heimildum. Alger undirokun þjóðar Hálfur 8.000 manna her Tíbets var strá- felldur strax í byrjun. Milli 10 og 20% þjóð- arinnar (a.m.k. um 432.000 manns) og jafnvel allt að 700.000 hafa fallið í árásum ’Þjóðfrelsishersins’ kínverska og annarra ofbeldismanna þaðan, þ.m.t. um 70.000 manns vegna hung- ursneyðar af manna- völdum 1959–63 og um 173.000 (skv. leyniþjónustu Dalai Lama) í fangabúðunum 166, sem þekktar eru, en þaðan sluppu sárafáir lif- andi. Heil munkasamfélög voru send í kolanámurnar. Vart er til sú fjölskylda í landinu sem sér ekki á bak ástvini sínum. Austur- og N- Tíbet (hálft landið) var innlimað í héröð í Kína og fólk þar beitt enn meiri hörku en á ’sjálfstjórn- arsvæðinu Tíbet’ í vesturhlutanum. Fjöldi Kínverja var fluttur inn, þar af um 300.000 til V-Tíbets, 2⁄3 þeirra hermenn, og gerði það, ásamt með þjóðnýtingu og niðurbroti landbún- aðarhátta, lífsafkomu Tíbeta enn erfiðari en ella. ’Stóra stökkið fram á við’ og ’Menningarbyltingin’ léku þjóðina grimmilega, m.a. var óheyrilegu magni menning- arverðmæta eytt, yfir 6.000 helgi- stöðum lokað eða þeim breytt í annað, styttur bræddar upp í hundraða tonna tali, myndum og handritum rænt eða þeim tortímt, og var sú eyðing margfalt hræði- legri en sú sem talíbanar stóðu fyr- ir í öðru Mið-Asíulandi, Afganistan. Um 100.000 manns tókst að flýja land, þ.m.t. um hálfri forystusveit þjóðarinnar og leiðtoga hennar, Dalai Lama. Mandarín-kínverska var til 1979 eina tungumálið sem leyft var við kennslu í skólum landsins. Tíbezkar konur á barn- eignaaldri þora naumast að fara á sjúkrahús af ótta við fóstureyðingu eða geldingu. Þegar Hu Jaobang, aðalritari kínverska komm- únistaflokksins, sótti höfuðborgina Lhasa heim 1980, ofbauð honum svo örbirgðin og gjáin milli Tíbeta og Han-Kínverja þar, að hann kall- aði það „hreina og slétta ný- lendustefnu“. Heildarfjöldi fallinna Palest- ínumanna á Vesturbakkanum og Gaza kemst sem betur fer ekki nema örlítið í áttina til þeirra skelfilegu talna sem hér mátti lesa. Hjarta okkar nærri? Hvað veldur þögn okkar um hlut- skipti Tíbeta? Ekki gott atlæti þeirra, svo mikið er víst. Það væri stór ávinningur fyrir málstað Tíb- ets ef það fengi þótt ekki væri nema brotabrot af þeirri athygli sem Palestína fær í fréttaflutningi fjölmiðla. Ástæða vanrækslunnar getur hvorki verið sú að Kínverjar eigi neitt inni hjá okkur né að Tíb- etar hafi gert öðrum þjóðum neitt til miska. Ef íslenzkir friðarsinnar vilja virkilega finna dæmi um þjóð sem á sér langa friðarhefð og lagt hefur stund á ofbeldislaust líferni – eða sýna samstöðu með fólki sem nánast varnarlaust var knosað og svívirt undir hernaðarhæl stór- veldis, þá eru það Tíbetar sem ættu að standa okkur einna næst hjarta. Lengsta hernámið: Tíbet eða Palestína? Jón Valur Jensson fjallar um Tíbet ’Heildarfjöldi fallinnaPalestínumanna á Vest- urbakkanum og Gaza kemst sem betur fer ekki nema örlítið í áttina til þeirra skelfilegu talna sem hér mátti lesa. ‘ Jón Valur Jensson Höfundur er guðfræðingur, ætt- greinir og áhugamaður um sögu. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.