Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 11 FRÉTTIR af öllum flíspeysum til jóla. 20%afsláttur J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s lá ttu d ra um in n ræ ta st S P A R I tu rn inn hu gs að u st ór t í b yr ju n há lfn að v er k þá h af ið e r www.tk. i s verð: kr.1.850.- K r i n g l u n n i S : 5 6 8 9 9 5 5 - F a x a f e n i S : 5 6 8 4 0 2 0 nauðsynlegt fyrir mig tu rn in n er 2 5 cm . á h æ ð iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Glæsilegt úrval af peysum í jólapakkann NORÐSNJÁLDRA, sem er svín- hveli, rak á fjörur Fjalla í Keldu- hverfi, rétt vestan við Lónsós, á dögunum. Að sögn Gísla Víkings- sonar, hvalasérfræðings hjá Haf- rannsóknastofnun, álitu þeir sem fundu dýrið að um höfrungategund væri að ræða. Þegar myndir bárust af hvalnum til Hafrannsóknastofn- unar var strax hægt að greina að dýrið var af svínhvalaætt. Starfsmenn Akureyrarseturs Hafrannsóknastofnunar fóru í Kelduhverfi og rannsökuðu hval- inn. Um er að ræða kýr, 4,2 metra langa, en kýr tegundarinnar geta orðið 5 metra langar og tarfarnir 5,5 metrar. Svínhveli draga nafn af sérkennilegu trýni. Sjaldgæfur hvalreki Að sögn Gísla er andanefja þekktasta tegundin af svínhvala- ætt. Sjaldgæft er að sjáist til svín- hvela og nær ómögulegt að tegund- argreina þau úti í náttúrunni. Svínhveli halda sig langt úti í haf- inu. Sjaldgæft er að dýrin reki á land. Hvalirnir kafa lengi og eru lítið uppi á yfirborðinu. Blástur þeirra sést yfirleitt ekki. Ísland er á norðurjaðri útbreiðslusvæðis norðsnjáldra. „Undanfarna áratugi hafa menn verið að tilkynna um nýjar teg- undir svínhvala,“ segir Gísli. „Vitað er um einar tuttugu tegundir og af þeim eru fjórtán af ættkvísl snjáldra. Nýju tegundirnar sem hafa fundist hafa aðallega verið snjáldrar og hefur verið tilkynnt um margar þeirra eftir að aðeins eitt dýr hefur rekið á land.“ Þetta mun vera í þriðja sinn sem norðsnjáldra rekur hér á land, sem vitað er um með vissu. Norð- snjáldrakýr rak árið 1992 í Breið- dalsvík og aðra 1999 undir Enn- isfjalli við Ólafsvík. Gísli segir að þetta sé sannkallaður hvalreki fyr- ir vísindamenn, því hvert dýr sem finnst er dýrmætt til rannsókna. „Menn eru að vinna að grunnlýs- ingu á þessum tegundum, því það hafa svo fá dýr verið skoðuð til þessa,“ sagði Gísli. Hann taldi lík- legt að beinagrindin af norð- snjáldranum í Kelduhverfi yrði varðveitt á Náttúrufræðistofnun. Á heimasíðu Lóns í Kelduhverfi kemur fram að norðsnjáldrann hafi rekið tæpan kílómetra vestan við þar sem andanefju rak fyrir rúm- um mánuði. Norðsnjáldra rak í Kelduhverfi Ljósmynd/Hlynur Ármannsson Norðsnjáldri er svínhvalur og fremur fágætur. „ÉG ER búinn að reykja rosalega mikið í haust, sjálfsagt eina 40 skrokka,“ segir Eðvald Jóhanns- son á Randabergi við Egilsstaði. Hann á sér dálaglegan reykkofa skammt neðan við bæjarhúsin og hefur staðið þar í ströngu síðustu tvo mánuðina við að reykja jóla- hangikjöt fyrir fjölda manns. „Kjötið hefur farið alveg til Vancouver í Kanada og til Nor- egs,“ segir Eðvald. „Kona á Seyð- isfirði tók kjöt með sér til Kanada og sjálfur sendi ég dóttur minni í Þrándheimi alltaf læri fyrir jólin. Ég gerði mér kofann fyrir nokkru síðan og hann er smíðaður úr gömlu. Sveinn Jónsson verkfræð- ingur gaf mér hurðina, sem gegndi hlutverki bráðabirgða- hurðar á Hótel Héraði, húsið sjálft er, skal ég segja þér, stromphús af refahúsi úti á Árbakka og ullin er frá Vélsmiðjunni á Kletti í Reykja- vík og kom með bóndanum í Snjó- holti, hann gaf mér líka krossvið innan í kofann. Eldstæðið er síðan úr lúgu af Hólmaborginni á Eski- firði.“ Eðvald segist tað- og birk- ireykja og gefi það góða raun. „Ég hef verið að prófa mig áfram með þetta sl. tíu ár og er núna kominn með fína blöndu. Þetta lukkast langoftast bara vel og hér hafa líka verið reykt svið, svartfugl, lax og síld,“ segir Eðvald og svippar megnu sjávarsilfrinu fram úr myrku horni reykkofans til sýnis. Síðustu lærin eru að fara í reyk- ingu núna, sem Eðvald segir fullseint, en hann hafi alls ekki getað neitað því vinir hans hafi verið þar um hituna. „Lærið er svona viku að reykjast. Við söltum kjötið áður í pækli fyrir þá sem vilja og sprautusöltum aðeins í mestu þykkildin. Já, ég er nú mest að þessu fyrir ánægjuna og það virðist vaxandi þörf fyrir þetta, menn biðja æ meira um heima- reykt.“ Hangikjöt á heimsenda Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Eðvald Jóhannsson á Randabergi við Egilsstaði reykir sér til ánægju ýmis matföng fyrir vini og kunningja. Nóg er að gera hjá Eðvald þessa dagana. Vænleiki dilka breyti- legri en áður FYRSTU tölur úr skýrslum fjár- ræktarfélaganna haustið 2004 hafa verið birtar, þegar uppgjöri fyrir ríflega 60 þúsund ær er lokið. Sýna tölurnar að vænleiki dilka er breyti- legri en dæmi eru um áður. Frá þessu er greint á vef Bændasam- takanna, bondi.is. Í sumum héruðum eru afurðirnar meiri en dæmi eru um áður en á öðrum stöðum er um talsvert minni afurðir að ræða en árið áður. Er tal- ið of snemmt að segja til um heild- arbreytinguna fyrir allt landið. Um- fang skýrsluhalds fjárræktar- félaganna hefur aukist verulega á þessu ári vegna gæðastýringar í sauðfjárrækt, sem meginþorri sauðfjárbænda getur tekið þátt í í dag. Skjaldfönn enn efst Þegar listi yfir sauðfjárbú með yfir 100 ær og meira en 30 kg með- alþunga er skoðaður kemur í ljós að enn og aftur koma vænustu dilk- arnir frá bænum Skjaldfönn á Ströndum, hjá bændunum Indriða Aðalsteinssyni og Kristbjörgu Lóu Árnadóttur. Þar er meðalþungi dilkakjötsins 38,9 kíló. Næsta bú þar á eftir er Sauðadalsá í Húna- þingi vestra með 38,2 kg meðal- þunga.  Meira á mbl.is/itarefni AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.