Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 17
RÁNIÐ er þriðja sjálfstæða saga Gunnhildar Hrólfs- dóttur um stelpuna Kötlu, sem lendir fyrir tilviljun í höndum Tyrkjanna í ráninu í Vestmannaeyjum sumarið 1627. Katla er engu að síður nútímaleg Reykjavíkurstelpa sem bregður sér á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og ætlar að njóta dvalarinnar hjá vinkonu sinni þegar dulrænir hæfileikar hennar verða til þess að hún færist aftur í tím- ann um nær 400 ár. „Það hefur heilmikið verið skrifað um Tyrkjaránið fyr- ir fullorðna en ekkert fyrir börn og unglinga. Þetta er hluti af sögu lands og okkar og þjóðar og ég hef mikinn áhuga á sögunni. Ég ber mikla virðingu fyrir gengnum kynslóðum og því sem þær urðu að leggja á sig. Það hef- ur allt skilað sér til okkar og mér finnst mikilvægt að börn í dag þekki þessa sögu og viti úr hvaða jarðvegi við erum sprottin,“ segir Gunnhildur sem sjálf er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. „Ég á líka ættir að rekja austur á land og var þar í sveit á sumrin. Í sveitinni var ekkert rafmagn og ég skammaðist mín fyrir það þá en þykir fengur að því í dag að hafa kynnst þeim búskaparháttum sem fólk hafði stundað öldum saman. Þetta er í rauninni grunnurinn að hugmyndinni að láta nútímastelpuna Kötlu fara aftur í tímann og upplifa viðburði og umhverfi sem eru allt öðruvísi en við eigum að venjast.“ Fortíð og nútíð fléttuð saman Gunnhildur segir telja nauðsynlegt að flétta hinn sögulega fróðleik saman við nútímalega frásögn og þann- ig skapist líka oft skemmtilegar andstæður sem börn í dag eigi auðveldara með að skilja. „Katla lendir í því að vera hertekin ásamt öðrum Vestmannaeyingum og flutt í Barbaríið. Hún er með farsímann sinn í vasanum og deb- etkortið og er staðráðin í því að taka fyrsta flug aftur heim til Íslands þegar hún kemur í áfangastað með skip- inu. En það fer nú öðruvísi.“ Ránið er 15. bók Gunnhildar Hrólfsdóttir en hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2000 fyrir bókina Sjáumst aftur, þar sem aðalpersónan Katla birtist fyrst. Fyrir tveimur árum kom svo út Allt annað líf, þar sem Katla er enn sem fyrr í aðalhlutverki. Nútímastelpu rænt af Tyrkjum Gunnhildur Hrólfsdóttir hefur sent frá sér unglingabókina Ránið um stúlkuna Kötlu sem lendir í óvæntum ævintýrum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Morgunblaðið/Golli „Heilmikið verið skrifað um Tyrkjaránið fyrir full- orðna en ekkert fyrir börn og unglinga,“ segir Gunn- hildur Hrólfsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 17 MENNING www.toyota.is DESEMBERTILBOÐ - 15% AFSLÁTTUR 15% afsláttur út desember á hágæ›arafgeymum fyrir flestar ger›ir bifrei›a. Frí ísetning og þriggja ára ábyrgð. www.toyota.is ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 26 78 8 1 2/ 20 04

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.