Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 31
er nú að hefja, og gæti leitt til hærri eiginfjárkröfu, hefur ekkert með hagsveifluna eða hagstjórn að gera heldur gæti breytt áhættu- mat á útlánasöfnum bankanna leitt til slíkrar niðurstöðu. Hærri eiginfjárkrafa af þeim ástæðum breytist ekki eftir hagsveiflunni heldur er það varanleg aðgerð í ljósi breytinga á fjármálamark- aðnum. Sú hugmynd að breyta eig- infjárkröfum eftir hagsveiflunni var góðra gjalda verð fyrir nokkr- um misserum en nú á hún ekki við þegar hin mikla útrás bankanna er orðin staðreynd og eignir þeirra á Íslandi eru jafnvel orðnar aðeins um 20% af efnahagsreikn- ingnum eins og verður í tilfelli KB banka. Þess vegna setti ég fram þá hugmynd á fundinum að bank- arnir færðu reikninga sína í er- lendum gjaldmiðli. Íslenska óverð- tryggða krónan vegur sem gjaldmiðill afar lítið í eignasafni KB banka og sama gildir reyndar um hina stóru bankana. Íslenska krónan er því ekki lengur raun- verulegur starfrækslugjaldmiðill þessara banka heldur má reikna með því að það sé evran eða annar erlendur gjaldmiðill. Ég tel að út frá sjálfum rekstri bankanna á erlendum mörkuðum og fjármálastöðugleika á Íslandi sé óvarlegt að þeir taki þá áhættu lengur að vera með reikningana í íslensku óverðtryggðu krónunni. Samkvæmt íslenskum lögum er þeim heimilt að færa reikningana í erlendum gjaldmiðli og fara að dæmi nokkurra íslenskra útrás- arfyrirtækja. Síðast þegar gengi krónunnar lækkaði þurftu stóru bankarnir að gefa út víkjandi lán til þess að styrkja eiginfjárhlutföll sín og það gekk bærilega eftir, en nú þegar bankarnir eru orðnir þetta miklu stærri er óvarlegt að treysta á að það gangi jafn vel upp og þá vegna þess að upphæð- irnar þurfa að vera svo miklu hærri. Ég tel líka að skyndilegar breytingar á eiginfjárhlutfalli bankanna vegna gengisbreytinga íslensku krónunnar dragi smám saman úr trúverðugleika þeirra á erlendum mörkuðum, ekki síst vegna þess að krónan er ekki fyr- irferðarmikil í viðskiptum á er- lendum gjaldeyrismörkuðum. Það hjálpar hins vegar til við hagstjórnina ef bankarnir færa reikningana í erlendum gjald- miðlum vegna þess að þegar gengi krónunnar hækkar eins og nú myndi útlánageta þeirra minnka á sama tíma og svo öfugt þegar gengi krónunnar er að lækka. Þannig gætu bankarnir stuðlað að því að draga úr hagsveiflunni í stað þess að magna hana. Þetta styrkir bæði íslenskt efnahagslíf og íslensku krónuna þegar upp er staðið. Ég ætla ekki að ræða um önnur atriði í fyrrnefndri forystugrein Morgunblaðsins en einungis segja vegna efnahagslegrar skynsemi þess að lækka nú gengi íslensku krónunnar, á sama tíma og mesta innstreymi á friðartímum í Ís- landssögunni er á leið inn í hag- kerfið næstu tvö árin, ætti leið- arahöfundur Morgunblaðsins að þiggja ráð frá einhverjum sem hann tekur meira mark á en mér. Höfundur er ráðuneytisstjóri. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 31 UMRÆÐAN ÚTSÖLUMARKAÐUR Faxafeni 12 Opið 10 - 18 virka daga og 10 - 16 laugardaga. www.66north.is af öllum flíspeysum til jóla. 20%afsláttur Lýstu upp jólin með ljósum frá Ljósbæ Faxafeni 14 s. 568 0850 Pílutjöld ehf Faxafeni 12 108 Reykjavík s. 553 0095 www.pilu.is • Gardínustangir • Felligardínur • Bambusgardínur • Sólskyggni Smíðum og saumum eftir máli. Allt fyrir gluggann Stuttur afgreiðslutími „MARGUR heldur mig sig,“ segir gamalt máltæki og sú hugsun, eða öllu heldur þráhyggja, að allir aðrir hljóti að vera á sömu skoðun og maður sjálfur er einkennandi fyrir hugsjónamenn, lýðskrumara og ein- feldninga allra alda. Raunar er vandfundinn sá harðstjóri og ógn- arbíldur á spjöldum sögunnar, sem ekki taldi sjálfan sig vera alveg sér- stakan fulltrúa „alþýðunnar“, þ.e. fólksins, þjóðarinnar. Það gerði Kleón sútari í Aþenu hinni fornu, Júlíus Sesar var ávallt „maður fólksins“ og Napóleon hóf feril sinn sem byltingarleiðtogi á vegum „al- þýðunnar“. Margir þjóðhöfðingjar töluðu gjarnan um sjálfan sig í fleirtölu, t.d. Viktoría drottning, (sbr.: „We are not amused“). Prív- atskoðun eins einstaklings átti þannig að vera skoðun allrar þjóð- arinnar. Hitler lauk aldrei sundur munni án þess að tala í nafni „alþýð- unnar“, en þýska orðið „Volk“ og enska orðið „People“ er á íslensku ýmist þýtt sem „þjóð“ eða „alþýða“. Eitt af því fjölmarga, sem „rót- tækir vinstri menn“ (kommúnistar) eiga sameigilegt með nasistum er, að þetta fólk endurtekur í sífellu orðin „alþýða“ (Volk) og „barátta“ (Kampf) og – vel að merkja – bæði kommúnistar og nasistar trúa því í fullri alvöru, að einmitt þeir sjálfir séu hinir einu og sönnu fulltrúar fólksins. Hrokinn, yfirgangurinn og frekjan, sem felst í nafni „Þjóðvilj- ans“ sáluga hefði sómt sér ágæt- lega á einhverju málgagni Hitlers og nasista („Wille des Volkes“). Þetta blað túlkaði aldrei vilja nokkurrar þjóðar, hvorki hinnar ís- lensku eða rússnesku, heldur vilja lítillar klíku menntamanna á Ís- landi, en þó fyrst og fremst vilja þeirra miskunnarlausu óþokka, sem völdin höfðu í Kreml. Femínistar tala undantekning- arlaust um sínar eigin prívatskoð- anir sem skoðanir allra, þótt yf- irgnæfandi meirihluti kvenna hafi sáralítinn áhuga á brölti þeirra. Einfeldningar í stétt fjölmiðla- manna éta þetta eftir þeim og tala því gjarnan um „skoðanir kvenna“ eða „vilja kvenna“ þegar í raun er átt við skoðanir og vilja lítillar klíku femínista. Því þarf ekki að koma á óvart, að þegar þrír menn komust að því í sumar að þeir væru á tiltekinni skoðun um svonefnt „fjölmiðla- frumvarp“, drógu þeir þá ályktun, að öll þjóðin hlyti að vera það líka, eða, eins og einn ágætur ráðherra mundi orða það: „Þar sem þrír menn koma saman, þar er komin Þjóðarhreyfing.“ Var efnt til fundar framan við Stjórnarráðið, þar sem þremenn- ingarnir mættu, auk forvitinna veg- farenda, alls 10–12 manns og hróp- að í kór: „Við viljum lýðræði!“ alveg eins og börnin gerðu í gömlu aug- lýsingunni („Við viljum Vilkó! Við viljum Vilkó!“). Nýjasta uppátæki þremenning- anna er að gera sjálfa sig, og það sem verra er, íslensku þjóðina, að viðundri fyrir framan heimsbyggð- ina með auglýsingu í New York Times. Ég tel sjálfan mig hluta af ís- lensku þjóðinni og þessir menn tala ekki í mínu nafni. Vilji þeir sóa fé sínu geta þeir gert það undir eigin nafni og kennitölu, ekki minni. VILHJÁLMUR EYÞÓRSSON, Skúlagötu 66, Reykjavík. Þjóð vill, þá þrír vilja Frá Vilhjálmi Eyþórssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SMS FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.