Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 39 DAGBÓK 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 14,589,822 kr. 2,917,964 kr. 291,796 kr. 29,180 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 11,203,483 kr. 2,240,697 kr. 224,070 kr. 22,407 kr. 2. flokkur 1995: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 10,741,053 kr. 2,148,211 kr. 214,821 kr. 21,482 kr. 1. og 2. flokkur 1998: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1,811,831 kr. 181,183 kr. 18,118 kr. Innlausnardagur 15. desember 2004 Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Rafrænt: 1: 1.81183121 1. og 2. flokkur 2001: Rafrænt: 1: 1.39606008 Kveikjum ljósin og merkjum póstkassana ÉG tók að mér það aukastarf að bera út póst fyrir jólin í einu hverfi á höf- uðborgarsvæðinu. Hugsaði ég mér gott til glóðarinnar, bæði að ná mér í aukatekjur og svo taldi ég að útivera og hreyfing mundi gera mér gott. Starfið upp- fyllti mínar væntingar en mikil varð undrun mín þegar ég fór að ganga hús úr húsi. Í mörgum fjölbýlishúsum virðist fólk ekki hafa sinnu á að merkja póstkassana sína og nöfn brottfluttra virðast hanga á póst- kössum svo vikum og mánuðum skiptir og engin leið að sjá nöfn nýrra eigenda. Í einu fjölbýlishúsi sem ég ber út í eru 4 íbúðir með sérinngangi og engin merkt. Sumir póstkassar eru ekki tæmdir reglulega og vil ég benda fólki á að fá einhvern til þess fyrir sig ef fólk er fjarverandi. Lýs- ingu í anddyri við póstkassa er einnig ábótavant á mörgum stöðum og í skammdeginu liggur við að maður þurfi að hafa með sér vasaljós til að sjá hvað standi á póstkössunum og ekki síður að sjá hvað stendur utan á bréfunum. Eins er lýsing utandyra léleg eða engin á mörgum stöðum, maður þreifar sig áfram í myrkrinu til að finna póstlúguna. Vil ég nú hvetja íbúðareigendur til að lagfæra þessi atriði. Merkið póst- kassana og lagfærið lýsinguna og gerið blaða- og póstburðarfólki starf- ið auðveldara nú í skammdeginu og jólaannríkinu. Með jólakveðju. Ein í póstinum. Kettlingar í jólagjöf 15. OKTÓBER sl. fæddi heimilis- kötturinn Loppa 4 mjög fallega kett- linga og eru þeir að mestu leyti svart- ir en annars hvítir að neðan. Þeir eru nú að vaxa úr grasi og bráðvantar heimili. Föstudaginn 17. desember verða þeir orðnir nógu gamlir til að fara að heiman og eru þeir því full- komin jólagjöf handa kattavinum. Þeir eru til heimilis á Reykjavík- urvegi 29 í Hafnarfirði og er best að velja sér einn fyrirfram til öryggis. Upplýsingar í síma 869 4399 eða 587 2408. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Málþing um áfallastjórnun verðurhaldið í Norræna húsinu á morgunkl. 12, en þar verða kynntar helsturannsóknaniðurstöður um áfalla- stjórnun á Íslandi. Tilefni málþingsins, sem haldið er á vegum Alþjóðamálastofnunar HÍ, er útkoma bókarinnar „Small State Crisis Man- agement: The Icelandic Way.“ Ásthildur E. Bernharðsdóttir, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ, segir hugtakið áfall skilgreint sem kringumstæður þar sem mik- ilvæg gildi eru í húfi, grunnbygging stofnana/ samfélaga brestur og þörf er á nýrri uppbygg- ingu. „Viðurkenndum vinnuferlum er t.d. ógnað eða þeir truflaðir og aðgerða er þörf til að koma á einhvers konar nýju jafnvægi,“ segir Ásthildur. „Áföll ná því til hinna ýmsu kring- umstæðna sem við viljum varna að nái að skap- ast: náttúruhamfara, iðnaðarslysa, mengunar, pólitískrar togstreitu, efnahagslegs hruns, hryðjuverka, svo einhverjar séu nefndar. Með áfallastjórnun viljum við því beita forvörnum og viðbúnaði vegna hugsanlegra áfalla. Áföll munu alltaf eiga sér stað og sá skjöldur er ekki til sem ver okkur að fullu en með áfallastjórn- un er einnig leitast við að draga úr neikvæðum afleiðingum þeirra. Í áfallastjórnun felst svo ekki síst lærdómsþátturinn, þ.e. að við nýtum okkur reynslu af glímunni við áföllin til að búa okkur betur undir þau áföll sem framundan eru.“ Hversu mikilvæg er góð áfallastjórnun? „Ef við lítum á áföll innan fyrirtækja og stofnana, út frá sjónarhóli stjórnenda þeirra, þá er auðvelt að sjá hversu mikilvægt er að þar sé brugðist á árangursríkan hátt við þegar hriktir í stoðum þannig að áframhaldandi starf- semi er ógnað. Þegar það er stjórnsýslan sem er ábyrg fyrir viðbúnaði og viðbrögðum vegna áfalla er oft verið að glíma við afleiðingar sem snerta marga, jafnvel þjóðina alla. Íslendingar þekkja vel til hrikalegra afleiðinga nátt- úruhamfara.“ Hvernig hefur þróunin verið undanfarin ár? „Stjórnvöld þjóða heims hafa síðustu áratug- ina verið að gera sér grein fyrir mikilvægi áfallastjórnunar. Á sama tíma hafa þau þurft að glíma við nýjar gerðir áfalla eins og skemmdarverk á stýrikerfum, heilsufarsógn- anir eins og t.d. kúariðu og fuglaflensu, og hrun veitukerfa, svo eitthvað sé nefnt. Hryðju- verkaógnin hefur einnig varpað skugga yfir heimsbyggðina sem aldrei fyrr. Áföllin virða ekki landamæri, segja má að þau þrífist á upp- broti og margbreytileika. Þessi flókna þróun hefur lagt þær byrðar á stefnumótendur og stjórnmálamenn að þeir skilji orsakir áfallanna, þekki ferli þeirra og möguleg viðbrögð. Til að stjórnsýslan megi bæta hæfni sína í áfalla- stjórnun er mikilvægt að fyrrnefndir aðilar þekki bæði veik- og styrkleika hennar er lýtur að viðbúnaði og viðbrögðum vegna áfalla.“ Áfallastjórnun | Málþing Alþjóðamálastofnunar HÍ í Norræna húsinu Læra þarf af reynslunni  Ásthildur E. Bern- harðsdóttir er fædd á Ísafirði árið 1960. Hún lauk BSc í viðskipta- fræði frá HÍ 1984 og MA í stjórnmálafræði frá HÍ árið 2000. Ásthildur hefur starfað fyrir Crismart rann- sóknarsetrið í Stokk- hólmi á sviði áfalla- stjórnunar og leiðbeint við rannsóknir á áfallastjórnun hjá Global Affairs Institute við Háskólann í Syracuse. Ásthildur er nú forstöðumaður Alþjóða- málastofnunar HÍ og Rannsóknarseturs um smáríki. Hún á einn son. 1. d4 f5 2. g3 Rf6 3. Bg2 e6 4. Rf3 d5 5. 0–0 Bd6 6. c4 c6 7. Dc2 0–0 8. Rc3 b6 9. Re5 Ba6 10. cxd5 cxd5 11. Bf4 De8 12. Hfc1 Re4 13. e3 Rd7 14. Rxd7 Dxd7 15. Bxd6 Rxd6 Staðan kom upp í Íslandsmótinu í netskák sem fram fór um daginn. Þor- steinn Þorsteinsson (2.653 ICC-stig) hafði hvítt gegn Arnari E. Gunn- arssyni (2.933 ICC-stig). 16. Rxd5! exd5 17. Bxd5+ Kh8 18. Bxa8 Hxa8 19. Dc7! Hvítur hefur nú yfirburðatafl sem honum tókst að nýta sér til sigurs. 19. … De6 20. Hc6 Re8 21. Dxb6! axb6 22. Hxe6 b5 23. a4 b4 24. Hb6 Kg8 25. a5 Kf7 26. Hxb4 Rc7 27. Hc1 Rd5 28. Ha4 Ke6 29. f3 Bb5 30. Ha3 Kd6 31. Hc5 Ba6 32. e4 fxe4 33. fxe4 Rc7 34. Hac3 Rb5 35. Hd5+ og svartur féll á tíma í tapaðri stöðu. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Myndlist Alliance Francaise | Marie-Sandrine Bejanninn – málverk. Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sigurbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíu- málverk. Gallerí Banananas | Hrafnkell Sigurðs- son – Verkamaður / Workman. Gallerí i8 | Kristján Guðmundsson sýnir Arkitektúr. Gallerí Tukt | Fjölbreytt skúlptúrverk átta myndlistarnema. Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir – Efnið og andinn. Hafnarborg | Jólagjafir hönnunarnema í Iðnskólanum í Hafnarfirði til þjóð- þekktra Íslendinga. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný ol- íumálverk. Hrafnista Hafnarfirði | Sólveig Eggertz Pétursdóttir sýnir í Menningarsalnum. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning á verk- um Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Grafísk hönnun á Íslandi. Erró – Víð- áttur. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Textíllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning. Myndir úr Kjarvalssafni. Listmunahúsið Síðumúla 34 | Verk Valtýs Péturssonar. Lóuhreiður | Sigrún Sigurðardóttir – Gróður og grjót. SÍM salurinn | Sigurborg Jóhannsdóttir sýnir myndir unnar í ull. Skólavörðustígur 20 | Gunnella sýnir ný málverk. Suzuki Bílar | Björn E. Westergren sýnir myndir málaðar í akrýl og raf. Thorvaldsen | Linda Dögg Ólafsdóttir – –sKæti–. Tjarnarsalur Ráðhúss | Ketill Larsen – Sólstafir frá öðrum heimi. Listasýning Handverk og hönnun | Jólasýningin „Allir fá þá eitthvað fallegt…“ Þetta er sölusýn- ing þar sem 32 aðilar sýna íslenskt hand- verk og listiðnað. Söfn www.skjaladagur.is | Þjóðskjalasafn Ís- lands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og héraðsskjalasöfn um land allt hafa sam- einast um vefinn www.skjaladagur.is þar sem að finna fróðleik og sýningu um árið 1974 í skjölum. Þjóðminjasafn Íslands | Giljagaur kemur í heimsókn kl. 13. Þá eru íslensku jólasvein- arnir komnir á jólasveinadagatal sem fæst í safninu. Einnig er Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum í dagatalinu. Veit- ingastofa safnsins býður fjölþjóðlegar jólakræsingar. Kynntir eru japanskir og pólskir jóla- og nýárssiðir auk íslenskra. Fréttir Bókatíðindi 2004 | Númer mánudagsins 13. desember er 61167. www.ljosmyndakeppni.is | Fyrstu ljós- myndakeppninni lýkur 13. desember, þátt- taka er öllum heimil og kostar ekkert. Þema keppninar er jól og verður að taka myndina frá 1. des til 13. des. www.ljos- myndakeppni.is. Kynning Guerlain í Hygeu | Heiðar Jónsson snyrtir er staddur á landinu og verður í Hygeu í Kringlunni í dag milli 13 og 18 og ráðleggur við val á jólailminum og snyrti- vörunum. Útivist Ferðafélagið Útivist | Útivistarræktin fer frá gömlu Toppstöðinni í Elliðaárdalnum kl. 18. Staður og stund http://www.mbl.is/sos ÁRLEGIR Lúsíutónleikar verða haldnir á vegum Sænska félagsins á Íslandi í Seltjarnarneskirkju í dag og hefjast kl. 19.30. Lúsíuhátíðin markar upphafið á afmælisári Sænska félagsins en það fagnar 50 ára afmæli á þessum vetri ásamt Íslensk sænska fé- laginu sem hefur sameinast því. Hátíðin er haldin þrettánda desember ár hvert, en hátíðin á sér fornar rætur í Vestur- Svíþjóð og hafa löngum verið haldnar miklar veislur þar á þessum degi. Í ár munu ljúfir tónar leika undir, en harpa, píanó og strengjakvartett munu hljóma undir söngnum til dýrðar ljósahátíðinni. Allir eru velkomnir á Lúsíutónleikana. Miðinn kostar 700 kr. Ókeypis fyrir 12 ára og yngri. Kaffi, saft, lúsíusnúðar og piparkökur verða seldar á 300 kr. Lúsíuhátíð í Seltjarnarneskirkju Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.