Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 44
Morgunblaðið/Jim Smart Mugison spilaði fyrir gesti af sinni alkunnu snilld. Fólk| Jólagleði Dreifingarmiðstöðvarinnar og Vörubíls Skáldin lásu upp innan um bókastaflana Morgunblaðið/Jim Smart Kristinn Vilbergsson, framkvæmdastjóri Vörubíls, var ánægður með framlag Huldars Breiðfjörð og hinna skáldanna sem lásu upp úr verkum sínum. Rithöfundurinn Kristín Eiríksdóttir las upp úr bók sinni Kjötbærinn. SKEMMTILEG jólastemmning ríkti á jólagleði Vörubíls og Dreif- ingarmiðstöðvarinnar sem haldin var í Garðabæ á föstudag. Fimm skáld mættu í húsnæði fyrirtækisins og lásu upp úr bókum sínum innan um fjöldann allan af glænýjum jóla- bókum sem Dreifingarmiðstöðin hefur séð um að pakka inn að und- anförnu. Hinn eini sanni Mugison sá um að koma gestum í réttu stemmninguna með sínum ljúfu tónum en þeir kunnu vel að meta. Þá lásu Huldar Breiðfjörð, Þórarinn Eldjárn, Krist- ín Eiríksdóttir, Sigfús Bjartmars- son og Kristín Ómarsdóttir upp úr nýútkomnum bókum sínum. 44 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6.10. Ísl. tal./ Sýnd kl. 4, 6.10 og 8.20 Enskt tal. Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Jólamynd ársins sem kemur allri fjölskyldunni í rétta jólaandann fyrir hátíðarnar! Gerð með splunkunýrri, byltingarkenndri tölvutækni. Jóla ynd ársins se ke ur allri fjölskyldunni í rétta jólaandann fyrir hátíðarnar! erð eð splunkunýrri, byltingarkenndri tölvut kni. Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin BEN AFFLECK CHATERINE O´HARA CHRISTINA APPLEGATE JAMES GANDOLFINI ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6 og 8 og 10.10. Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12 ára. BLANCHARD RYAN DANIEL TRAVIS Sýnd kl. 6 og 8. Ísl tal. Shall we Dance? Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. ÍSLENSKA SVEITIN RENEE ZELLWEGER HUGH GRANT COLIN FIRTH Sama Bridget. Glæný dagbók. H.J. Mbl.  M.M.J. Kvikmyndir.com  "Snilldarlega tekin og einstaklega raunveruleg...hryllilega hrollvekjandi!" - H.L., Mbl "Hrikalega spennandi og skelfilega átakanleg!" - E.Á., Fréttablaðið H.L. Mbl. S.V. mbl.  kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. Deildu hlýjunni um jólin Með hinum bráðskemmtilega James Gandolfini úr The Sopranos .Kostuleg gamanmynd semkemur öllum í gott jólaskap. Jólamyndin 2004Jólamyndin 2004 ÓTRÚLEGRI FERÐ EN HÆGT ER AÐ ÍMYNDA SÉR I Í ÓTRÚLEGRI FERÐ EN HÆGT ER AÐ ÍMYNDA SÉR I Í FINGRAFÖR Michaels Jacksons og drengs- ins sem sakar hann um kynferðislegt of- beldi fundust á klámblaði sem lagt var hald á við húsleit á Neverland- búgarði Jacksons á síðasta ári. Þetta segir Santa Barbara News-Press. AP-fréttastof- an náði ekki tali af lögreglustjór- anum í Santa Barbara til að bera þetta undir hann, en segir í frétt sinni að ef fréttin reynist rétt muni lög- menn drengsins að öllum líkindum halda því fram að fingraförin sanni að Jackson hafi sýnt hon- um klámefni áður en hann beitti hann kyn- ferðislegu ofbeldi. Verjendur Jacksons gætu hins vegar haldið því fram að dreng- urinn hefði getað komist í klámblaðið án vitundar Jacksons. Ekki sagði í fréttinni hvers kyns klám hefði verið í umræddu tímariti. Dómarinn í málinu mun í næsta mánuði úrskurða um hvaða sönnunargögn séu tæk í málinu, en réttarhöld hefjast 31. janúar. Jackson, sem er 46 ára, hefur lýst yfir sak- leysi sínu í málinu, en sakirnar sem bornar eru á hann eru kynferðislegt ofbeldi gegn barni og að hafa veitt meintu fórnarlambi sínu áfengi. Fólk| Michael Jackson Michael Jackson er í vondum málum. Fingraför á klámblaði Reuters FJÖLDI manns mætti á Heimsmeistaramótið í Popppunkti sem var haldið á efri hæðinni á Grand Rokki á laugardaginn. Dr. Gunni stjórnaði mótinu af sinni einskæru röggsemi en 20 manns höfðu skráð sig til leiks. Kjartan Guðmundsson bar sigur úr býtum eftir harða keppni og ber því hinn eftirsótta titil heimsmeistarinn í Popppunkti 2004. Varð heimsmeistari í Popppunkti Morgunblaðið/Árni Torfason Heimsmeistarinn, Kjartan Guðmundsson, er viskubrunnur í poppfræðum. FYRSTA fegurðarsamkeppni kvenna sem gengist hafa undir fegr- unar- eða lýtaaðgerðir fer fram í Kína 18. desember. Nítján konur keppa til úrslita, þ.a.m. Liu Yulan, sem er 62 ára en hún er elst kepp- enda. Fegrunaraðgerðir njóta nú sívax- andi vinsælda í Kína og opinberar tölur gefa til kynna að Kínverjar eyði árlega sem nemur 153 millj- örðum króna í slíkar aðgerðir. „Áður gat ég ekki ímyndað mér að gamlir gætu orðið ungir og ljótir orðið fal- legir,“ segir Liu, sem hefur farið í andlitslyftingar og fleiri aðgerðir. Yfir 90 manns frá öðrum löndum en Kína sóttu um að fá að taka þátt, en höfðu ekki árangur sem erfiði því að sögn skipuleggjenda var ýmist lítil alvara á bak við umsóknirnar eða þá að tungumálaörðugleikar voru illyfirstíganlegir. Var eitt sinn karlmaður Á meðal keppenda er Liu Xia- ojing, 21 árs blómarós frá borginni Harbin, en hún var karlmaður fyrir þremur árum. Hún telur að sú stað- reynd hafi ekki áhrif á möguleika hennar í keppninni. „Allir óska sér að verða fallegir,“ sagði hún. „Ég er núna kona í lagalegum skilningi, og þessi keppni er fyrsta formlega skref mitt til kvenleikans.“ Liu sagði skipuleggjendum ekki frá því að hún væri kynskiptingur og þeir spurðu hana ekki. Hún tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hún hefði eitt sinn verið karlmaður. Ekki hefur verið ákveðið hvort vísa eigi henni úr keppni af þessum sökum. „Ef þeir dæma mig úr leik mun ég leita réttar míns,“ segir Liu, sem auk þess að hafa látið fjarlægja stærsta „lýtið“ hefur farið í aðgerðir á augabrúnum, nefi og höku. „Þetta eru tímamót í lífi mínu.“ Fólk| Nýstárleg fegurðarsamkeppni í Kína Hafa allar gengist und- ir fegrunaraðgerðir AP Einn keppendanna, Liu Xiaojing, hefur tilkynnt að hún hafi eitt sinn verið karlmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.