Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 23 UMRÆÐAN                FRAMUNDAN er hátíð lífs og ljóss, helguð kærleikans fagn- aðarboðskap umfram allt. Aðvent- an, tími undirbúnings, tími vænt- inga, á einnig að gefa okkur tóm til íhugunar um það sem mestu skiptir í lífinu, hin sönnu lífsgæði. En aldrei sem þá finnum við meira til þess ójafnaðar í lífskjörum sem sannanlega viðgengst í okkar ann- ars ríka samfélagi, aldrei sem þá vekja váleg tíðindi skelfingu í hjarta okkar, aldrei sem þá hvílir skuggi vímuefnanna og afleiðingar þeirra yfir hugum okkar. Það eru vægast sagt skelfileg tíðindi í miðjum fregnum af millj- arðaleik kaupahéðnanna að aldrei leiti fleiri til hjálparstofnana af bráðbrýnni þörf en nú fyrir þessi jól, ungir öryrkjar þar áberandi, sem fengu þó fyrir vaska baráttu Öryrkjabandalagsins verulega leiðréttingu á þessu ári. Þetta er fólk sem beinlínis verður að leita sér aðstoðar í þeirri von að geta þó gjört sér eitthvað smávegis til hátíðabrigða um jólin. Það fer nefnilega ekki milli mála að það er vitlaust gefið í samfélagi okkar, svo vitnað sé í fleyg orð skáldsins af skyldu tilefni. Smán samfélags- ins sú að ekki skuli betur séð fyrir brýnustu þörfum þessa fólks en raun ber vitni, en aðeins speg- ilmynd þess auðgræðgiviðhorfs svo alltof víða sem telur að öll auðsöfnun sé af hinu góða, rétt eins og enginn þurfi fyrir að greiða og sama hversu sá auður er fenginn. Annað dapurt áhyggjuefni varð- ar böl hvers konar vímuefna þar sem áfengið er allra skaðvalda mikilvirkast sakir hinnar almennu neyzlu og þó fyrst og fremst of- neyzlu. Stórfelld aukning áfeng- isneyzlu hér á landi er uggvænleg og afleiðingarnar hvarvetna á fleti fyrir, einnig á aðventu, þegar slík vá ætti að vera víðs fjarri. Of mörg hörmuleg atvik eiga rætur sínar í áfengisneyzlu og vekja öllu hugsandi fólki ákveðna skelfingu. Við sem störfum í fjölmiðla- nefnd Bindindissamtakanna viljum hvetja alla til að ganga nú hægt um „gleðinnar dyr“ á aðventu, þær dyr geyma sér að baki of oft hreina andstæðu gleði og ham- ingju, við viljum benda á þau sí- gildu sannindi að jól og áfengi eiga alls ekki saman. Við viljum mega treysta dómgreind fólks að það leiki sér ekki að því að van- helga hátíð ljóss og friðar með slíkri neyzlu. Því segjum við: Gleðileg vímulaus jól. Á aðventu Helgi Seljan fjallar um fátækt og vímuefnaneyslu Helgi Seljan ’Við viljum megatreysta dómgreind fólks að það leiki sér ekki að því að vanhelga hátíð ljóss og friðar…‘ Höfundur er form. fjölmiðlanefndar Bindindissamtakanna. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.