Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Það er mér minn- isstætt þegar ég sá Sigurð í fyrsta skipti. Var að stíga mín fyrstu skref í flokks- starfinu og hafði heyrt af manni sem var sagður hafa gert góða hluti í starfi Fram- sóknarflokksins í Kópavogi. Þetta var á miðstjórnarfundi í aðdrag- anda síðustu sveitastjórnarkosn- inga. Eftir nokkrar ágætar ræður tók Sigurður til máls. Sá það strax á því hvernig hann labbaði upp í pontu að þessa ræðu yrði ég að heyra. Náði salnum með sniðugri sögu af sjálfum sér í hita og æsingi kosningaats. Sagði frá því hvernig staðan hefði verið hjá flokknum í Kópavogi um það leyti sem hann hefði tekið að sér forystu í bæj- armálunum. Erfiðleikar og svart- sýni. Nefndi að þegar í upphafi hefði hann sett sér það markmið að koma Kópavogi í fremstu röð. Hann talaði um að stjórnmál væru langhlaup sem ekki ynnist á einu kjörtímabili. Af þeirri ástæðu taldi hann mikilvægt að setja sér mark- mið 10–15 ár fram í tímann en elt- ast ekki við stundarhagsmuni þess að láta hlutina líta vel út í núinu. Ræðan var sú besta á fundinum. Ekki aðeins voru þetta orð sem voru hvatning fyrir ungan mann með áhuga á stjórnmálum um að missa ekki sjónar á því sem var raunverulegur tilgangur þess að starfa í stjórnmálum. Einnig voru þau sögð á sterkan en þó látlausan hátt sem fékk alla til að hlusta, fyllast eldmóði og trú á því að allt væri mögulegt. Í kosningunum skömmu eftir fundinn vann hann góðan sigur. Vissi eftir þessi kynni upp á hár hvers vegna. Hann var maður sem sá hlutina í stærra samhengi en út frá eigin hag. Hafði metnað fyrir hönd bæjarbúa frekar en sín sjálfs. Hann starfaði fyrir fólkið í Kópa- vogi og fólk vissi að honum var treystandi til þess að halda því áfram. Fyrir hönd Sambands ungra framsóknarmanna, sem Sigurður gegndi varaformennsku í á árunum 1966–70, þakka ég góð störf í þágu sambandsins um áratuga skeið. Einnig þakka ég fyrir þá góðu fyr- irmynd og þann innblástur sem hann hefur veitt ungum stjórn- málamönnum með störfum sínum á vettvangi stjórnmálanna um langt skeið. Haukur Logi Karlsson, formaður SUF. Undirritaður átti fund með Sig- urði Geirdal, eða Sigga eins og hann var ávallt nefndur af okkur, á skrifstofu hans í Fannborginni fyr- ir röskum fimm vikum. Verið var að undirbúa kjördæmisþing Framsóknarflokksins í suðvestur- kjördæmi. Það var í miklu að snú- ast hjá Sigga meðan á fundi okkar stóð, síminn tekinn af og til, fólk kom í gættina með erindi, það var gefið viðtal við útvarpsstöð og svo mætti áfram telja. Á milli þessa skaut hann að mér athugasemdum og ábendingum um undirbúning og skipulag þingsins. Svona var hann, kvikur, ráðagóður, fljótur til svars og verka og lífsreyndur úr fé- lagsstarfi til margra áratuga. Ómetanlegur félagi að leita til, hvort sem um var að ræða pólitík, íþrótta- og ungmennafélagsstarf eða ýmis málefni líðandi stundar. Á vettvangi íþrótta- og ung- mennafélagsstarfs hitti ég Sigga SIGURÐUR GEIRDAL ✝ Sigurður Ás-grímur Geirdal Gíslason fæddist í Grímsey 4. júlí 1939. Hann lést á Land- spítalanum 28. nóv- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgríms- kirkju 7. desember. fyrst á fundi austur í Vestur-Skaftafells- sýslu. Þá var hann framkvæmdastjóri Ungmennafélags Ís- lands. Það var góður skóli að kynnast Sigga á þeim vettvangi. Þar fór maður sem þekkti ungmennafélagshreyf- inguna niður í kjölinn, og þann stóra hóp fólks sem í henni starfaði. Með drif- krafti sínum hreif hann fólk með sér til starfa á þeim vett- vangi, og raunar einnig síðar á vettvangi þjóðmálanna, því margur framsóknarmaðurinn hóf einmitt afskipti af stjórnmálum undir handleiðslu Sigga. Það var okkur mikið lán að njóta krafta Sigga hér í suðvesturkjör- dæmi. Þótt annríkið væri mikið í erilsömu starfi átti hann ætíð tíma aflögu til að leggja málum lið. Með þessum fáu orðum viljum við koma á framfæri virðingu okkar og þakklæti fyrir það mikla og óeig- ingjarna starf sem Siggi innti af hendi á vettvangi Framsóknar- flokksins í kjördæminu. Það voru okkar forréttindi að eiga Sigurð Geirdal að vini. Ég votta fjölskyldu hans innilega sam- úð á erfiðum tímum. Guð blessi minningu Sigurðar Geirdals. F.h. Kjördæmissambands fram- sóknarmanna í SV-kjördæmi, Eyjólfur Árni Rafnsson. Sunnudagurinn 28. nóvember sl. var dimmur og drungalegur fyrir margra hluta sakir. Kalsaveður, rigning og í ofanálag kom svo sem reiðarslag að vinur okkar og yf- irmaður, Sigurður Geirdal bæjar- stjóri, væri allur, hinn slyngi sláttumaður hafði haft betur. Þetta var nokkuð sem við öll höfðum vonað að ekki yrði, Sigurður myndi hrista af sér áfallið og ná sér til lífsins. Sigurður Geirdal hafði verið bæjarfulltrúi og bæjarstjóri í Kópavogi í rúm 14 ár þegar hann féll frá, einna lengst allra í þessu starfi. Á þessum árum hefur orðið mikil uppbygging í bænum og þar hefur bæjarstjórinn átt mikinn þátt í að sú uppbygging færi vel fram í samvinnu við aðra þá er stýra hér málum. Fyrir utan ný hverfi í bænum hefur átt sér stað mikil uppbygging í menningu og listum. Sigurður sýndi þessum þáttum mikla ræktarsemi enda var hann mikill áhugamaður um þau mál- efni. Hann var ágætur hagyrðingur og ef því var að skipta setti hann saman gullfalleg ljóð, þótt opinber- lega kæmu ekki mörg þeirra fyrir sjónir almennings. Hann var ekki síður áhugasamur um tónlist og myndlist og sýndi það í verki að hann vildi veg þessara greina sem mestan. Síðast en ekki síst sýndi Sigurður unga fólkinu í bænun sér- staka ræktarsemi og áhuga um það sem þau voru að sýsla með í leik og starfi og hann lét þau finna það að honum var annt um það sem þau voru að gera. Bæjarstjórinn í Kópavogi var samstarfsfólki sínu góður yfirmað- ur, enda vinsæll meðal þess fyrir hlýtt og vinsamlegt viðmót og er hans sárt saknað á þeim bænum. Í 14 ár höfum við Sigurður átt gott samstarf svo ekki hefur borið skugga á og sú vinátta og hlýja sem hann og Ólafia kona hans hafa sýnt okkur hjónum verður seint endurgoldin. Þær mörgu ánægju- stundir sem við áttum saman í leik og starfi verða geymdar í minning- unni sem birtu stafar frá. Við sendum Ólafíu, börnum og allri fjölskyldunni okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum allt það sem gott er í þessum heimi að vernda þau. Megi minningin um góðan dreng lifa Björn og Sigurlaug. Fyrir hönd Íbúasamtaka gamla austurbæjarins í Kópavogi langar mig að minnast Sigurðar Geirdals, bæjarstjóra Kópavogs. Samtökin voru stofnuð árið 1999 og fórum við, sem völdumst í stjórn samtak- anna, fljótlega til fundar við æðsta mann bæjarfélagsins, Sigurð Geir- dal. Hann tók okkur ákaflega vel, hlustaði á það sem við höfðum fram að færa og velti upp frá ýms- um sjónarhornum. Með lagni sinni hlustaði hann á áhyggjur okkar og virti þær sterku tilfinningar sem að baki lágu svo saman gátum við fetað leiðina í átt til niðurstöðu. Það varð okkur, í stjórn íbúasam- takanna, ljóst að Sigurður var ákaflega óvenjulegur bæjarstjóri. Hann var alþýðlegur, mannblend- inn og auðvelt var að ná til hans af svo háttsettum manni eins stærsta bæjarfélags landsins að vera. Sig- urður naut enda hylli bæjarbúa, og vel mátti finna hve vænt honum þótti um Kópavog, þrátt fyrir að rætur sínar ætti hann norður í landi. Það var aldrei annað að sjá en að honum liði vel og að hann væri í essinu sínu innan um bæj- arbúa. Mikið skarð er því fyrir skildi nú er Sigurður er fallinn frá og vand- fyllt verður það skarð sem hann skilur eftir. En minningin um góð- an dreng lifir. Sigurður hefur markað sín spor í forystusveit þeirra sem leitt hafa bæinn okkar gegnum vaxtarverki þá er hann hefur gengið í gegnum á undan- förnum árum. Við þökkum framlag hans við uppbyggingu okkar vin- sæla og blómlega bæjarfélags. Fjölskyldu, ættingjum og vinum Sigurðar Geirdals vottum við okk- ar innilegustu samúð á þessum erf- iðu tímum. Guð geymi mætan mann. Fyrir hönd Íbúasamtaka gamla austurbæjarins í Kópavogi, Rúna S. Geirsdóttir formaður. Kveðja frá Ritlistarhópi Kópavogs Sigurður Geirdal varð snemma þátttakandi í starfi Ritlistarhóps Kópavogs og ritaði m.a. ávarp í fyrstu bók hópsins, Glugga, sem út kom árið 1996. Í LjósMáli (1997) átti hann ljóð við ljósmynd. Í bók- inni Sköpun, sem kom út árið 2001 áttu Kópavogsskáldin stefnumót við myndlistarmenn og standa í bókinni saman í opnu ljóð og mynd. Ljóð Sigurðar í þeirri bók heitir Hríslan og skáldið og er ort í minningu Kópavogsskáldsins, Þor- steins Valdimarssonar, og falleg mynd við það er eftir Ólafíu Ragn- arsdóttur, eiginkonu Sigurðar. Sig- urði þótti mjög vænt um Þorstein og sú væntumþykja og virðing kemur mjög skýrt fram í ljóðinu. Því er við hæfi að ljóðið fylgi þess- um fátæklegu orðum enda endur- speglar það hug félaganna í Ritlist- arhópnum til skáldsins Sigurðar Geirdals: Man ég vin og minnist stunda á morgni björtum og margan dag. Saman undum og síðan kvöddumst sátt við lífið um sólarlag. Ilmur fyllti allan dalinn unað vakti okkur hjá. Sefur nú vinur söngs og ljóða sakna ég funda sumri frá. Upphaf jafnan og endir að lokum ævistunda er öllum hjá. „Hrörnar þöll“ þótt ei standi þyrstum rótum þorpi á. Er húmið fyllist hörputónum hlustum þögul haustkvöld löng. Líkt og skáldið sem löngum geymdi í ljúflingshjarta Lóusöng. Félagar Sigurðar í Ritlistarhópi Kópavogs kveðja nú góðan dreng og dyggan samherja með þakklæti og virðingu og senda eiginkonu hans og fjölskyldu innilegar sam- úðarkveðjur. Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit. Mitt er hold til moldar hnigið, máske fyrr en af ég veit. Þannig hefst sálmur Björns Halldórssonar í Laufási (1823– 1882). Þessi sálmur kom mér í hug, er ég frétti um andlát Sigurðar Geirdals, bæjarstjóra í Kópavogi. Það var svo óvænt. Sigurður var enn á góðum aldri, eftir því sem nú er talið, eða 65 ára. Sumarið 1999, hinn 4. júlí, var haldið upp á sex- tugsafmæli Sigurðar í Félagsheim- ili Kópavogs. Þar var margt um manninn, og kom þá í ljós hversu vinmargur og vinsæll hann var. Margar ræður voru fluttar og eitt ljóð. Veislustjóri þessa mannfagn- aðar var Pálmi Gíslason, fyrrum formaður UMFÍ og náinn sam- starfsmaður Sigurðar Geirdals, þegar hann um langt árabil var framkvæmdastjóri sama fé- lagsskapar. Þeir þekktust því vel. Sorglegt slys batt enda á ævifer- il Pálma Gíslasonar, þegar hann enn var á góðum aldri. Þeir kveðja, vinirnir og samstarfsmennirnir, allt of snemma, finnst manni. Báðir höfðu unnið þjóð sinni vel. Það er ekki alltaf ævilengdin, sem sker úr um það, hvaða árangri ævistarfið skilar til framtíðar. Sigurður Geir- dal var maður kappsfullur. Það kom hvað best í ljós, er hann á miðjum aldri lauk námi í viðskipta- fræði við HÍ. Slíku verki ljúka menn ekki nema með einbeittan vilja og sjálfstraust, en það átti Sigurður í ríkum mæli. Kynni okkar Sigurðar voru nokkur. Alltaf var hann glaður og reifur. Hagmæltur var hann í betra lagi. Einhverju sinni gaukaði hann að mér vísu og skrifaði á blað, sem ég á í fórum mínum: Ýmsum fremri, að ég tel, orðhagur og laginn. Auðunn Bragi yrkir vel, eins og fyrri daginn. Þagar Sigurður Geirdal er kvaddur hinstu kveðju, leitar hug- urinn til liðins tíma. Þegar hann var sextugur var hann enn í „ljóm- andi gengi“ og í blóma lífsins. Ljóðið, sem ég flutti Sigurði Geir- dal á þessum tímamótum, er þann- ig: Hann Sigurður Geirdal er sextugur nú og siglir í ljómandi gengi, og andinn er vakandi; er það mín trú, að ennþá hann dugi nú lengi og Kópavog efli, mjög ötull og snar, því unga fólkið vill helst búa þar. Það íhuga mætti við ártuga bil, hve ævinnar verki er skilað. Og ennþá er vinurinn átaka til, því áhugi og þrek er ei bilað. Þótt seggurinn telji nú sextíu ár, hann sækir á brattann – er hress og klár. Og framtíðin brosir nú félaga mót, og fullt er af verkefnum þörfum. Og heilla því óska má heimili og snót, já,heilla í lífi og störfum. Nú lyftum við skálum að landa sið. Hann lifi, hann lifi! Nú húrrum við! Sigurður Geirdal skilur eftir sig mikið ævistarf og góðar minningar í hugum samferðamanna. Blessuð sé minning hans. Auðunn Bragi Sveinsson. Þegar ég frétti skyndileg veik- indi vinar míns, Sigurðar Geirdal, vænti ég þess að allt færi á besta veg. En enginn veit sinn vitjunar- tíma. Þessi eldhugi hvarf allt of snemma úr þessu jarðlífi. Hann áorkaði miklu á starfsamri ævi en ætlaði sér örugglega ekki að sitja iðjulaus þótt rólegri tímar væru á næsta leiti. Ekki hvarflaði að mér í sumar á Landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki að þar ættum við okkar síðasta samtal. Ég leit hann fyrst augum á Laugamótinu 1961. Þar sá ég hann spretta úr spori í 400 m hlaupi og aftur á Laugarvatni 1965. En kynni okkar hófust ekki að neinu marki fyrr en hann gerðist fram- kvæmdastjóri UMFÍ en á þeim tíma starfaði ég hjá UMSS. Okkur varð fljótlega vel til vina, enda áhugamálin þau sömu. Siggi var réttur maður á réttum stað hjá UMFÍ. Hann var óragur eldhugi. Ungmennafélagshreyfingin var fljótlega vakin upp af dróma eftir að hann hóf þar störf. Samvinna hans og Hafsteins Þorvaldssonar, formanns UMFÍ, var einstök. Ferðir þeirra félaga á þing og aðra viðburði hleyptu bjartsýnisbylgju af stað hjá ungmennafélögum. Það var gaman að koma á skrif- stofu UMFÍ á þessum árum. Sig- urður hafði alltaf tíma til að ræða við þá sem þangað litu inn. Allir fengu góð ráð og hvatningu. Ekk- ert virtist óyfirstíganlegt og maður fór bjartsýnni á braut. Ég hafði það fyrir sið að koma reglulega á skrifstofu UMFÍ, þó ekki væri ekki til annars en „fylla tankinn“ af bjartsýni. Þannig var það reynd- ar löngu eftir að Siggi var hættur hjá UMFÍ. Alltaf var gaman að hitta hann, því hann var ætíð hress og virtist kunna ráð við öllu. Um tíma starfaði ég undir hans stjórn í Kópavogi. Skynjaði ég þá enn bet- ur en áður hversu skipulagður hann var og hversu ótrúlega marg- slungin verk hann leysti af hendi. Það er engin tilviljun að þau verk sem hann tók að sér skiluðu góðum árangri. Hann var ham- hleypa til starfa og undur fundvís á lausnir. Nægir að nefna í þessu til- felli þrjú mikilvæg störf sem hon- um voru falin; Ungmennafélags- hreyfingin blómstraði undir hans stjórn, Framsóknarflokkurinn stórefldist og Kópavogskaupstaður tók framfarastökk eftir að hann kom þar til starfa. Siggi var skemmtilegur og hress félagi. Hann var vel lesinn, góður tungumálamaður og ótrúlega mörgum kostum búinn. Einn var sá að geta sett hugsanir sínar í hendingar. Hann sá spaugilega fleti á ýmsu í tilverunni og gat ver- ið stíðinn og beinskeyttur. Setti hann gjarnan saman vísur á þing- um og við önnur tækifæri. Í ýms- um fundargerðum og gestabókum vítt um land má finna gullkorn eft- ir hann. Allt frá því ég kynntist honum fyrst var vinnuálagið mikið. Það hillti þó undir rólegri tíma en því miður entist honum ekki aldur til að njóta þeirra. Ég kveð góðan vin með þökk fyrir skemmtileg kynni, samvinnu og ráðleggingarnar í áranna rás. Minningin um hann mun ekki fölna. Elsku Óla mín, megi góður Guð styrkja þig og þitt fólk í sorg ykk- ar. Ingimundur Ingimundarson. Við lögðum undir okkur stafninn á bátnum í siglingu umhverfis Capri núna í haust, hlógum saman og skiptumst þaðan á glensi við samferðafólkið, ég værukær í sól- skininu en nafni minn Geirdal varla kyrr stundinni lengur og allt- af að láta sér detta eitthvað nýtt í hug. Hvor um sig trúr sinni venju. Þegar sólhatturinn fauk af einni samferðakonunni og var fiskaður um borð aftur, gegndrepa af mið- jarðarhafi, stökk Siggi til og kom honum til þerris á prikinu sem stóð upp úr bátskilinum þarna fram undir stafninum hjá okkur og ugg- laust á að kalla siglutré. Í öðru myndskeiði hugans frá þessari sömu ferð sé ég Sigga hlaupa upp rennistiga sem var að koma á móti okkur niður þar sem við vorum á leið upp. Þegar hann komst ekki lengra fyrir fólki sem var að koma niður greip hann í handriðið og vippaði sér yfir á föstu tröppurnar við hliðina. Blés

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.