Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ágúst Guð-mundsson Breið- dal fæddist á Krossi á Skarðsströnd í Dala- sýslu 24. október 1926. Hann lést í Landspítalanum að morgni 1. desember síðastliðins. Foreldr- ar hans voru hjónin Guðmundur Hólm Ágústsson bóndi á Krossi og kona hans Jóhanna Ósk Jóhann- esdóttir. Eiginkona Ágústar er Ólöf Ragnhildur Guð- mundsdóttir frá Streiti í Breiðdal, f. 31. ágúst 1926. Dóttir þeirra er Jóhanna Ósk, f. 30. janúar 1963, gift Jóhanni Sævari Kjartanssyni, f. 16. apríl 1961. Börn þeirra eru: 1) Kjartan Ágúst Breiðdal, f. 20.3. 1986, 2) Guðný Ósk Breiðdal, f. andvana 28.2. 1992, 3) Benedikt Óli Breiðdal, f. 6.3. 1993, og 4) Sylvía Ósk Breiðdal, f. 12.12. 1995. Börn Ólafar frá fyrri sam- búð eru: 1) Dagný Stefánsdóttir, f. 3.12. 1946, gift Magnúsi Viggó Jónssyni, f. 13.10. 1940, þau eiga fimm börn og fjögur barnabörn, 2) Guðm. Unnþór Stefánsson, f. 6.6. 1948, kvæntur Margréti Guðlaugs- dóttur, f. 12.12. 1949, þau eiga fjög- ur börn og er eitt þeirra látið og þrjú barnabörn, 3) Stefán Stefánsson, f. 10.12. 1949, 4) Gunnar Stefánsson, f. 21.1. 1953, kvæntur Önnu Þorgilsdóttur, f. 29.10. 1956, þau eiga þrjú börn, og 5) Ása Björg Stefánsdóttir, f. 6.9. 1954, gift Þórði Jónssyni, f. 29.9. 1947, þau eiga tvö börn og tvö barnabörn. Ágúst ólst upp á Krossi hjá for- eldrum sínum og tók við búi þeirra upp úr 1960. Árið 1962 kom Ólöf til hans og saman bjuggu þau á Krossi til ársins 1972, er þau brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur. Ágúst hóf þá störf hjá Reykjavíkurborg, gatnamála- deild, og starfaði þar sem verk- stjóri svo til allan tímann þar til hann fór á eftirlaun. Útför Ágústar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Faðir minn og fósturfaðir okkar er dáinn. Samferð okkar systkinanna með honum stóð lengi, allt frá árinu 1962, er hann kom inn í líf okkar, ein- hver maður að vestan, sem mamma okkar, einstæð móðir með okkur fimm, hafði hrifist af. Þessi hægláti maður kollvarpaði borgarlífi okkar, því mamma ákvað að flytja til hans í sveitina. Yngsti bróðirinn, 9 ára, var fyrstur sendur til hans með munn- legum merkimiða „skilist vestur að Krossi“, og að kvöldi var honum skil- að þangað með almennum pósti og dagblöðum. Stráknum leið vel þarna, sem þótti góðs viti og við hin komum á eftir og vorum öll komin er haust- aði. Og þá breyttist líf stjúpa, heimili hans fylltist af óstýrilátum krakka- skara, kyrrð sveitarinnar var rofin. Stjúpi okkar reyndist okkur öllum vel og var traustur og góður faðir. Hann kom okkur til náms, kenndi okkur almennt handverk og að treysta okkur sjálfum til að leysa vandamálin. Nokkrum mánuðum eftir komu okkar í sveitina eignuð- umst við systur, stjúpi og mamma höfðu eignast barn, litla prinsessu. Hún var kærkomin viðbót í systkina- hópinn. Árin liðu í blíðu og stríðu, m.a. brann heimili okkar eitt árið, en var strax byggt upp aftur. Svo fóru sum okkar burtu og stofnuðu heimili og þegar ljóst var að ekkert okkar mundi taka við búinu var búskap hætt og flutt í bæinn. Þar fékk stjúpi okkar og pabbi strax vinnu hjá Reykjavíkurborg og varð fljótlega verkstjóri og vann þar til loka starfs- ævinnar. Hann kunni vel við starfið, hafði mannaforráð og vann vinnu þar sem útsjónarsemi hans og verksvit kom að góðum notum. Hann var bók- maður og sjálfmenntaður, því skóla- ganga hans var mjög stutt. Á síðari hluta ævinnar fór hann að ferðast til útlanda, ýmist með mömmu eða einn, og kunni allar ferðasögur sínar í smáatriðum og var merkilegt hve minnugur hann var. En síðustu ferðasöguna heyrum við ekki strax. Við áttum ekki von á því að hann færi svona fljótt í síðasta ferðalagið en vitum að ferðasagan bíður okkar. Við söknum hans og erum þakklát hon- um fyrir samvistina og uppeldið. Jóhanna Ósk, Dagný, Unn- þór, Stefán, Gunnar og Ása. Elskulegur tengdafaðir og afi er fallinn frá og við fyllumst tómleika. Fráfall hans bar skjótt að, en minn- ingin um Gústa afa mun veita okkur huggun á erfiðum tímum. Það var okkur öllum dýrmætt að vera í sam- vistum við hann svona yfirvegaðan og gefandi og alltaf var stutt í glettn- ina og gleðina hjá honum þegar það átti við. Að koma á Sogaveginn til afa og ömmu var alltaf kærkomið fyrir Gústa, Benedikt Óla og Sylvíu Ósk enda var afi aldrei svo upptekinn að hann mætti ekki vera að því að rabba við þau um allt milli himins og jarðar. Hann var líka óspar á að kenna þeim góða siði og segja þeim skemmtileg- ar sögur frá því í gamla daga, á stundum var pínu fært í stílinn, en sögurnar voru bara betri þannig. Ekki má gleyma hvað afi var góð- ur kokkur enda mikill matmaður og var maturinn hans afa í uppáhaldi hjá þeim, sérstaklega fannst Gústa nafna hans kjúllinn hans góður og var óspar á að láta mömmu sína vita að afi væri betri kokkur en hún. Það var glatt á hjalla á jólum hjá afa og ömmu þegar við komum þangað og borðuðum með þeim, þá var afi í ess- inu sínu og stjórnaði matseldinni af röggsemi og ekki leiddist honum ef vel var borðað. Gústi var mikill hagleiksmaður og eftir að hann fór á eftirlaun þá eyddi hann löngum stundum í bílskúrnum við rennismíði sem var hans aðal- áhugamál ásamt lestri á bókum og ferðalögum. Einnig hafði hann mjög gaman af ættfræði og las mikið um það efni og ræddi við ættfróða menn. Þegar hann fræddi okkur um ættir þá vissi maður stundum ekki hvort maður var að koma eða fara því magnið af upplýsingum var slíkt á stuttum tíma að undrun sætti. Það er og verður skrítið að eiga ekki eftir að segja: „Komum, við skulum kíkja á Gústa afa og Ólu ömmu.“ Söknuður okkar er mikill en við þökkum það að banalega afa var stutt og sársaukalítil og dánarstund- in friðsæl. Guð gefi Ólu ömmu og okkur öllum aðstandendum styrk til að takast á við sorgina. Elsku tengdapabbi og afi, hafðu þökk fyrir allt og allt, far þú í friði. Jóhann, Ágúst, Benedikt Óli og Sylvía Ósk. Nú hefur Gústi afi lagt af stað í sitt síðasta ferðalag. Við munum eftir honum sem glaðlyndum manni sem hafði gaman af því að segja okkur sögur af því sem á daga hans hafði drifið. Þegar við komum í heimsókn fengum við alltaf hlýjar móttökur og hugsanlega eitthvað gotterí. Svo átti hann til að stríða okkur, en alltaf meinlaust grín og skemmtilegt. Stundum á hátíðum vorum við í mat hjá honum og ömmu Ólu og þá var veisla, þá varð maður sko að borða vel. Gústi afi var ekki ánægður nema það væri gert og við hlýddum því fús- lega af sjálfsögðu, enda maturinn alltaf góður. Minningin um hann lifir í huga okkar. Anna, Haraldur Már, Ólafur Þór og María Björk. ÁGÚST GUÐMUNDS- SON BREIÐDAL ✝ Sigurður EðvarðPálsson fæddist í Reykjavík 19. ágúst 1933. Hann lést á Líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 4. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Páll Hallbjörnsson, kaup- maður í Reykjavík, f. 10.9. 1898, d. 15.10. 1981, og Sólveig Jó- hannsdóttir, f. 17.5. 1898, d. 28.9. 1979. Systkini Sigurðar eru: Jóhann, f. 19.8. 1922, d. 27.6. 1996, Ólafía Sigur- rós, f. 19.7. 1924, d. 3.9. 1935, Guð- mundur Jóhann, f. 5.4. 1926, Guð- ríður, f. 10.7. 1928, Páll Ólafur, f. 23.1. 1937, Guðrún, f. 14.10. 1940, og Hreinn, f. 28.12. 1944. Sigurður lauk námi í fram- reiðsluiðn 1952 og fékk meistarabréf 1959. Hann vann við framreiðslustörf um árabil, bæði á Hótel Borg og í Naustinu. Einnig vann hann sem þjónn í milli- landasiglingum á Gullfossi og öðrum Fossum Eimskipa- félags Íslands. Seinna gerðist hann sölumaður hjá Skip- holti h/f og vann þar og hjá fleiri fyrir- tækjum, þar til hann hætti störfum fyrir um það bil 15 árum. Sigurður var ókvæntur og barnlaus. Útför Sigurðar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Kæri bróðir. Tíminn líður allt of fljótt, allt í einu eru öll góðu árin far- in, en eftir standa minningarnar. Hvar á ég að byrja og hverju gleymi ég, á ég að byrja á stríðs- árunum á Leifsgötu 32, eða þegar þú seldir Vísi og ég fékk að fljóta með, eða tímum okkar í KFUM og Vatna- skógi, eða við veiðar á Skorradals- vatni eða þegar þú með þjónustulund þinni varst þjónn um borð í Gullfossi og öðrum Fossum Eimskipafélags- ins, eða þjónn á Hótel Borg og í Naustinu, eða sölumaður hjá Skip- holti hf. og Ilmu hf.? Eða á ég að nefna sveitina okkar, Ljárskóga í Dalasýslu? Af nógu er að taka af lýsingum minninganna. Við systkinin minnumst þín sem sífellt gefandi bróður, brosmilds og létts í lund. Kæri Eddi, þú skilur eftir hjá okk- ur góðar minningar, og þegar ég stóð við rúm þitt við þín síðustu andartök, sá ég lítið bros færast yfir andlit þitt. Þá fékk ég hugboð um að foreldrar okkar væru komnir til að taka á móti þér. Fyrir hönd okkar systkinanna bið ég góðan Guð að gefa þér hvíld og frið. Páll Ólafur Pálsson. Elsku Eddi frændi. Það eru svo margar góðar minningar sem við eigum um þig. Ég var alltaf á vappi inn og út úr íbúð afa og ömmu þar sem þú varst títt og kenndir okkur systkinunum að spila skák, spila á spil og áttum við margar góðar stundir yfir skákborðinu. Eitt atvik hefur fest sig í minni mitt frá Skorra- dal er við komum þangað einu sinni seint um kvöld. Á meðan fullorðna fólkið var að útbúa sumarbústaðinn og opna hann, sastu með okkur krökkunum og við sáum þessa björtu stjörnu rétt yfir fjallsbrúninni og þú sagðir okkur ævintýralega sögu um geimverur og geimskip og við vorum öll fullviss um að við hefðum orðið vitni að slíku fyrirbæri. Ég á eftir að líta oft til fjalls og hugsa til þín um ókomin ár. Þín sanna gleði yfir því þegar vel gekk hjá mér, bæði í námi, íþróttum og starfi gladdi mig og hvatti. Þú fórst þinna ferða eins og hetja fram á síðustu stund, en sjúkdómurinn náði undirtökum. Nú sendum við þér kveðju í hinsta sinn Ó, vef mig vængjum þínum til verndar, Jesú, hér. Og ljúfa hvíld mér ljáðu þótt lánið breyti sér. Vert þú mér allt í öllu, mín æðsta speki og ráð, og lát um lífs míns daga mig lifa af hreinni náð. (R. Ö.) Ragna, Austin og börn, London. SIGURÐUR EÐVARÐ PÁLSSON Elsku Svenni, nú heldur þú áfram í þeirri ferð sem fyrir okkur öllum liggur. Við von- uðumst til að fá að hafa þig lengur hjá okkur en það er aðeins á færi þess sem ákvarðanirnar tekur að breyta fyrirætlunum þar um. Við fæðumst í þennan heim og lifum með samferðarmönnum þar til leiðir skilja að nýju og nýr kafli ferðarinn- ar tekur við. Líf þitt hér á jörðu hef- ur náð til þess að þú hefur séð börnin þín vaxa úr grasi og verða fullorðin og börn þeirra stálpast og komast á legg. Tilvera þín hefur verið stór þáttur í lífi okkar frá barns- og unglings- árum, allt frá því sum okkar muna fyrst eftir sér. Það lengi höfum við þekkt þig og notið samvista við þig í fjölskyldunni okkar. Að eðlisfari varstu léttlyndur, staðfastur og greiðvikinn og gleði og gaman var aldrei langt undan þegar þú áttir í hlut og þessir eiginleikar búa í þínum nánustu og halda því áfram að lifa. Það sama má segja um gestrisni þína og hlýjar móttökur SVEINN ÓLAFUR TRYGGVASON ✝ Sveinn ÓlafurTryggvason fæddist í Reykjavík 1. júní 1931. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 1. desember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Bústaða- kirkju 9. desember. sem alltaf mættu okk- ur. Eitt af því minnis- stæðasta verður það hversu mikla alúð og athygli þú veittir okkur börnunum alla tíð. Þú hafðir áhuga á því sem við vorum að gera á hverjum tíma og spurð- ir okkur spjörunum úr. Elsku hjartans Svenni, við eigum eftir að sakna þín mikið. Sakna þess að spjalla við þig um málefni líð- andi stundar og fjöl- skyldumálin. Sakna þess þegar þú bendir á kinnina eftir kossinum þínum. Sakna brossins sem kom í kjölfarið og þess hlýja og góða anda sem um þig var. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér (Hallgr. Pét.) Guð geymi þig. Auður, Rafn, Þórdís, Magnús, Heiða og Ylfa. Svenni svili, nú ertu farinn í bili, elsku kallinn minn. Þú áttir alltaf tíma og athygli handa öðrum. Eins og þegar þú heimsóttir mig nýlega um langan veg, sárlasinn og undir- strikaðir fjörutíu og tveggja ára samvistir okkar. Hvíl í friði. Rafn. Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7 Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.