Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Við eru NÝ SKÝRSLA um umfang skattsvika á Íslandi varpar glöggu ljósi á hvernig skipulögð skattsvik hafa aukist og nýjar skatt- svikaleiðir bæst við, einkum gegn- um erlend samskipti. Aðdragandi þessarar skýrslu var tillaga til þingsályktunar sem ég flutti ásamt nokkr- um öðrum þingmönn- um Samfylking- arinnar og Alþingi samþykkti í maí 2002. Allt að 35 milljarða skattsvik Skýrslan sýnir vel hve mikill ávinningur er af öflugu skatteft- irliti þegar áætlað er að allt að 35 milljarðar tapist af skattfé landsmanna vegna skatt- svika. Þykir mér athyglisvert að hér er um að ræða svipaðar fjár- hæðir og fram komu í greinargerð- inni með þingsályktunartillögu minni þar sem gert var ráð fyrir að skattsvikin gætu numið um 34 milljörðum króna. Þar var því jafnframt lýst að með auknu fjár- magnsflæði milli landa hefðu skap- ast möguleikar á að skrá fyrirtæki erlendis og reikningsfæra umsvif fyrirtækja á erlendum vettvangi, m.a. til skattahagræðis og und- anskota frá skatti. Því þyrfti að endurmeta nýjar baráttuaðferðir, skattrannsóknir og eftirlit til að mæta nýjum skattsvikaleiðum vegna opnara þjóðfélags og sívax- andi alþjóðavæðingar. Það er líka kjarninn í niðurstöðu skatt- svikanefndarinnar sem vann skýrsluna. Stolið fé aftur í ríkiskassann Í skýrslunni eru settar fram fjöl- margar róttækar tillögur sem munu gjörbreyta allri framkvæmd með skatteftirliti og skila miklu af stolnu fé landsmanna aftur í rík- iskassann. Ég hef þegar óskað eft- ir umræðum utan dagskrár um skattsvikaskýrsluna, þegar Alþingi kemur saman aftur í janúar. Sjálf- sagt verður lítill fögnuður með skýrsluna eða tillögur til úrbóta hjá þeim sem hagnast hafa af skattsvikum gegnum tíðina og vafalaust hart á um þær tekist. Meginniðurstaða og helstu tillögur til úrbóta er róttækar og umfangs- miklar. Nokkrar þeirra sem at- hygli vekja eru hér settar fram. Þær lýsa nýjum aðgerðum gegn skattsvikum sem auka munu skattskil og bæta allt eftirlit með skattsvikum. Skattsvikaleiðir Hér er vikið að nokkr- um þeirra leiða til skattsvika sem nefnd- ar eru í skýrslunni: 1. Skattaðilar nýta sér skattaparadís er- lendis til að koma tekjum undan skatti. Eignir og tekjur erlendis ekki taldar fram og erlendir aðilar notaðir til að breyta niðurstöðum skattskila. 2. Skipulögð skattsvik hafa vaxið m.a. með ráðleggingum sérfræð- inga um bókhalds- og framtalssvik ásamt undanskotum í gegnum að- ila skráða erlendis. 3. Rangfærslur í bókhaldi, þar sem einkaneysla er færð sem kostnaður fyrirtækja. Hluti launa, t.d. bónus eða kaupréttur, ekki gefinn upp til skatts og hluthöfum veitt vaxtalaus lán sem ekki eru gerð upp. 4. Sem upplagt tilefni skattsvika er nefnt að Ísland sé eitt örfárra landa sem ekki leggja skatt á vexti sem greiddir eru úr landi. Fyr- irtæki setja upp eignarhaldskeðjur þar sem félag erlendis er látið lána hinu innlenda fé og taka hagn- aðinn út í formi hárra vaxta sem eru frádráttarbærir hjá innlenda aðilanum og skattfrjálsir við greiðslur úr landi. 5. Heimildir nýttar til frestunar á skattlagningu söluhagnaðar af hlutabréfum til skattasniðgöngu t.d. með milligöngu eignarhalds- félaga. Stofnun einkahlutafélaga er líka nýtt til að notfæra sér frest- unarheimildir sem skapa mögu- leika til frádráttar vegna vaxta- gjalda. Versti kostur heimildar til frestunar á skattlagningu sölu- hagnaðar snýr að útlöndum. Með því að fjárfesta í erlendum fé- lögum, oftar en ekki í skatta- paradísum eða skattavild- arsvæðum, skapast möguleiki á því að viðkomandi komist að fullu und- an skattlagningu með ólögmætum hætti. 6. Í einkahlutafélögum geta eig- endur fært skattalegar skyldur sínar yfir á fyrirtæki, sem viðkom- andi ber takmarkaða ábyrgð á þar sem litlar kröfur eru gerðar um hlutafé. 7. Hagnaður er tekinn út úr hlutafélögum með því að selja hlutabréfin á undirverði til tengdra aðila erlendis. Tillögur til úrbóta 1. Nefnd er sem forgangsverkefni endurskoðun á heimild til frest- unar á skattlagningu á söluhagnaði og komið í veg fyrir flutning á óskattlögðum söluhagnaði í erlend hlutabréf og hlutabréf í eigu einkahlutafélaga. 2. Auka upplýsingar um hverjir eru eigendur félaga og lögaðila sem skráðir eru í öðrum löndum. 3. Sérstakar sérhæfðar eftirlits- deildir hafa skatteftirlit með stór- fyrirtækjum, ekki síst fjármálafyr- irtækjum með mikil erlend umsvif. 4. Auka ábyrgð endurskoðenda, m.a. refsiábyrgð, og lengja fyrn- ingu vegna skattsvikabrota. 5. Auknar kröfur um að gerð verði í ársreikningum grein fyrir öllum greiðslum og samskiptum við eigendur og stjórnendur, auk upplýsinga um allar greiðslur til og frá öðrum löndum. 6. Lögfest verði afdráttarlaus ákvæði um skyldu banka og fjár- málastofnana til að láta skatt- yfirvöldum í té allar upplýsingar um eignir og tekjur viðskipta- manna og þeirra sem annast fjár- sýslu fyrir fyrirtæki. 7. Færa saksókn og ákæruvald í skattsvikamálum til embættis skattrannsóknarstjóra og máls- forsvar í dómsmálum um ágreining í skattamálum til embættis Rík- isskattstjóra. Mikið í húfi Hér er aðeins um að ræða stutta samantekt á þeim fjölmörgu og róttæku tillögum sem skatt- svikanefndin leggur fram. Þegar þarf að hefjast handa við að hrinda þeim í framkvæmd og bæta alla skattaframkvæmd og setja í lög þau ákvæði sem spornað gætu við skattsvikum. Í húfi eru tugir millj- arða króna sem skattgreiðendur hljóta að gera kröfu til að skili sér til að bæta lífskjör og velferð í landinu. Róttækar tillögur gegn skattsvikum Jóhanna Sigurðardóttir fjallar um skattsvik ’Í húfi eru tugir millj-arða króna sem skatt- greiðendur hljóta að gera kröfu til að skili sér til að bæta lífskjör og velferð í landinu.‘ Jóhanna Sigurðardóttir Höfundur er alþingismaður. ÞEGAR ég var að alast upp voru til templarar. Fólk sem trúði á bindindi og reglusemi. Þetta fólk hafði flest alist upp við það að einhver nákom- inn þeim hafði orðið bakkusi að bráð. Templarar áttu sér því hugsjón um betra líf. Tilgangur minn með þessari grein er ekki að gera grein fyrir upphafi þeirra eða að- komu að áfeng- ismálum, heldur ein- ungis að benda á það að eitt sinn voru þeir til umsagnar um það hvernig höndla ætti með brennivínið. Mér varð það snemma ljóst að boð- skapur templara náði ekki eyrum almenn- ings. Menn reyndu boð og bannleiðina en hún gekk sem kunnugt er ekki, hvorki á Íslandi né annars stað- ar. Ef til vill endurspeglaði þetta þó einungis tíðarandann. Þjóðin var á góðri leið með að drekka sig í hel en var þó að reyna að setja sér ein- hverja stefnu í áfengismálum og hafði ákveðin markmið að vinna að. Um aldir hafa allir siðlegir menn gert sér ljóst að kynning, dreifing og sala vímuefna hlyti að lúta öðrum lögmálum en verslun með almennan neysluvarning. Einnig að allir sem eitthvað vita um áfengismál vita, að þó að við höfum gefið okkur leyfi til að nota áfengi eitt allra vímuefna þá gilda öll sömu lögmál um áfengi og önnur vímuefni. Um þetta hefur ver- ið sátt í okkar þjóðfélagi. Menn hefur þannig frekar greint á um leiðir frek- ar en markmið. Það er þess vegna líklegt að þeir séu ekki margir sem stuðla vilja að því að áfengi megi selja og veita hvar sem er, hvenær sem er og hverjum sem er. Þetta sést ef til vill í óljósri lagasetningu um bann við áfeng- isauglýsingum. Engum siðlega þenkjandi manni sem kom að þeirri lagasetningu datt í hug að setja þyrfti sérstaklega nákvæm lög sem tækju til allra mögulegra aðstæðna eða atvika. Það er greinilegt að þeir sem komu að þessari lagasetningu ætluðu hagsmunaaðilum ákveðið sið- ferði. En annað er nú komið á dag- inn. Áfengisauglýsingar eru nú dag- lega í öllum fjölmiðlum og hafa verið misserum saman. Áfengissalar og framleiðendur auglýsa sem aldrei fyrr. Alþingi situr aðgerðarlaust og lögreglan segist ekkert geta gert. Sem áfengisráðgjafi hef ég skrifað undir og skuldbundið mig til að fara eftir ákveðnum siðareglum. Í einni þeirra segir að „áfengisráðgjafi“ verði að vera talsmaður breytinga á opinberri stefnu og löggjöf sem stuðlað geti að tækifærum og val- kostum fyrir alla sem hafa orðið fyrir barðinu á sjúkdómnum alkóhólisma og annarri vímuefnafíkn, einnig segir þar að „ráðgjafar“ verða að upplýsa al- menning með borg- aralegri og faglegri þátttöku í félagsmálum og fjölmiðlum um afleið- ingar alkóhólisma eða vímuefnafíknar og á all- an hátt reyna að tryggja öllum, einkum þurfandi og afskiptum einstaklingum, aðgang að nauðsynlegum úr- ræðum og þjónustu. Áfengisráðgjafi verður því að taka persónulega og faglega afstöðu sem stuðlar að almannaheill og koma á framfæri því sem sannanlega getur dregið úr afleiðingu áfengissýkinnar. Þetta leggur mér þær skyldur á herðar að hvetja aug- lýsendur áfengis að hætta því nú þegar. Ekki vegna þess að það sé lagalega rangt, heldur vegna þess að það er siðlaust. Í ágætri grein eftir Sigurð Ragn- arsson, sem birtist í Morgunblaðinu 30. nóvember undir yfirskriftinni „Þarf að vernda ungmenni okkar fyrir áfengisauglýsingum“ gerir hann grein fyrir ýmsum rann- sóknum sem styðja þá skoðun okkar að dreifing og sala vímuefna hljóti að lúta öðrum lögmálum en verslun með almennan neysluvarning. Ég vil engu bæta við þessa grein öðru en því að það hlýtur að vera sameig- inlegt markmið allra að minnka skaðsemi áfengisdrykkju. Það ger- um við ekki ef við höldum áfram að auka heildarneyslu áfengis eins og undanfarin ár, því skaðinn er í réttu hlutfalli við heildarneysluna. Það hlýtur að vera áhyggjuefni að við er- um að auka neyslu áfengis og erum nú að nálgast það magn sem talið er hættumörk. Innan FÁR, eru vel menntaðir áfengisráðgjafar. Þeir eru hluti af heilbrigðiskerfinu og veita þar dýr- mæta og sérhæfða þjónustu. Í félag- inu eru auk ráðgjafa, læknar og hjúkrunarfræðingar. Innan félagsins er starfandi siðaráð sem er vel til þess fallið að gefa siðferðileg álit þegar þess er þörf. Það ætti því að vera sjálfsagt og eðlilegt fyrir lög- gjafarvaldið og hagsmunaaðila að leita álits hjá félaginu þegar setja þarf reglur um kynningu, sölu og dreifingu áfengis. Áfengisauglýsingar Hjalti Þór Björnsson NCAC, formaður FÁR, félags áfeng- isráðgjafa, skrifar um áfeng- isauglýsingar Hjalti Þór Björnsson ’Menn reynduboð og bannleið- ina en hún gekk sem kunnugt er ekki, hvorki á Íslandi né ann- ars staðar. ‘ Höfundur er dagskrárstjóri hjá SÁÁ og hefur starfað sem áfengisráðgjafi í 18 ár. smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.