Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT                   !"  # %%&  '   ( ! !  )*+ ( ! ,  -  ! &  ./0 123 4 '5632#7 8 ) 8!  -$  $  9     : *+ +$ ; 0 $   $  $ 7-< =  $ # *+   > $ & = 8, ?   8     % & <112 7 17@3< .173A                   , B8     4 C; B ",,  ÖÐRUM megin er ætt sem hefur ráðið ríkjum á Indlandi í nær hálfa öld. Hinum megin er fjölskylda vin- sælasta leikara Indlands, manns sem er svo dáður að dæmi eru um að aðdáendur hans hafi fyrirfarið sér af hollustu við hann. Gandhi-fjölskyldan og Bachchan- fjölskyldan voru vinir kynslóð eftir kynslóð, en vinátta þeirra tók að kulna fyrir tveimur áratugum og nú er svo komið að blossað hefur upp harkaleg deila á milli þeirra á op- inberum vettvangi. Indverjar fylgj- ast með henni af mikilli innlifun, enda vanir því að fylgjast með hetjum sínum í stjórnmálunum og kvikmyndaheiminum líkt og spenn- andi knattleikjum í sjónvarpi. Lyga- og svikabrigsl „Þau sem komu eiginmanni mín- um í stjórnmálin sviku hann á miðri leið,“ sagði Jaya Bachchan, þing- kona og eiginkona kvikmyndagoðs- ins Amitabh Bachchan á stjórn- málafundi nýlega. „Þau yfirgáfu okkur þegar það gaf á bátinn. Þau eru þekkt fyrir að svíkja fólk.“ Gandhi-fjölskyldan svaraði strax með snarpri gagnárás, undir for- ystu Rahuls Gandhis, nýkjörins þingmanns. Vinsælasta dagblað landsins, Times of India, birti for- síðufrétt með fyrirsögninni „Bachchan-hjónin eru lygarar, segir Rahul“. „Það er Bachchan-fjölskyldan sem sleit tryggðum,“ sagði Rahul Gandhi. „Ég er viss um að þeir sem þekkja Gandhi-fjölskylduna vita líka að við höfum aldrei svikið neinn.“ Deilan hefur vakið mikla athygli vegna þess að hún tengir saman þrjár af sterkustu ástríðum Ind- verja: stjórnmál, kvikmyndir og fjölskyldutryggð, að sögn Inders Malhotra, sem skrifaði ævisögu Indiru Gandhi, ömmu Rahuls. Hún stjórnaði Indlandi í tæpa tvo ára- tugi þar til hún var ráðin af dögum 1984. Fjölskyldurnar tvær bundust vin- áttuböndum fyrir mörgum áratug- um þegar þær voru atkvæðamiklar í borginni Allahabad á norðanverðu Indlandi. Indira Gandhi var náinn vinur skáldsins Harivansh Rai Bachchan og eiginkonu hans. Snemma á átt- unda áratugnum, þegar Indira var forsætisráðherra Indlands, greiddi hún fyrir því að sonur þeirra, Ami- tabh, haslaði sér völl í kvikmynda- heiminum. Hermt er að hún hafi sent forstjórum indverskra kvik- myndavera meðmælabréf. Amitabh Bachchan varð fljótlega þekktur leikari og sá sem flestir leikstjórar landsins völdu þegar þeir þurftu leikara í hlutverk unga og reiða mannsins. Eftir nokkur ár var hann orðinn langvinsælasti leik- ari landsins. Fékk nóg af stjórnmálunum Í kvikmyndunum lék Amitabh oft menn sem börðust gegn spillingu í stjórnkerfinu og hann notfærði sér ímynd sína sem heiðarlegu hetj- unnar til að leita sér frama í stjórn- málunum. Þegar hann var kjörinn á þing var hann bandamaður sonar Indiru Gandhi, Rajivs, sem varð forsætisráðherra eftir að hún var myrt. Skömmu síðar var stjórn Rajivs sökuð um spillingu og þótt Bachc- han væri ekki bendlaður við hneykslismálin urðu þau til þess að hann átti mjög undir högg að sækja. Bachchan fékk sig fullsaddan á stjórnmálum og ákvað að láta af þingmennsku. Það var þá sem vin- átta fjölskyldnanna tveggja tók að kulna. Hvorug fjölskyldan hefur upplýst hvað olli missættinu: hvort það var meint spilling Rajivs, afsögn Amit- abhs eða eitthvað allt annað. Gandhi-ættin og fjölskylda kvik- myndagoðs takast á Nýju Delhí. AP. UM þrjú hundruð manns tóku þátt í mótmælum í Kaíró í gær gegn því að forsetaembættið í Egyptalandi fengi að „ganga í erfðir“ en grunur leikur á að Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hafi hug á því að láta son sinn, Gamal, taka við af sér, sækist hann ekki sjálfur eftir því að sitja eitt kjörtímabil til viðbótar. Mubarak hefur í október á næsta ári verið forseti Egyptalands í fjög- ur sex ára kjörtímabil. Fólkið krafðist pólitískra umbóta og þess að forsetakosningarnar, sem halda á í október 2005, verði opnar og lýðræðislegar. Afar sjald- gæft er að mótmæli sem þessi eigi sér stað í Egyptalandi, raunar er bannað með lögum að safnast sam- an og mótmæla á opinberum vett- vangi. Stjórnarskrá Egyptalands gerir ekki ráð fyrir að margir séu í fram- boði í forsetakosningum, það er þing landsins sem tilnefnir eitt for- setaefni sem landsmenn síðan greiða atkvæði um. Reuters Mótmæli gegn Mubarak í Kaíró BANDARÍSK stjórnvöld vilja losna við Moh- ammed ElBar- adei úr starfi framkvæmda- stjóra Alþjóða- kjarnorkumála- stofnunarinnar (IAEA). Hafa yf- irvöld látið hlera símtöl ElBar- adeis og íranskra embættismanna í því skyni að finna vopn sem nýta mætti í þessu skyni. The Washington Post greinir frá þessu í gær. Í frétt blaðsins kemur fram að bandarísk stjórnvöld vilji gjarnan að Alexander Downer, utan- ríkisráðherra Ástralíu, verði næsti framkvæmdastjóri IAEA. ElBaradei hefur verið fram- kvæmdastjóri IAEA frá árinu 1997. Hefur hann lýst sig reiðubúinn til að sitja fjögur ár til viðbótar, þegar öðru kjörtímabili hans í embættinu lýkur á næsta ári, ef stjórn stofn- unarinnar fer fram á það. Bandarískir ráðamenn eru sagðir telja ElBaradei fara of mjúkum höndum um Írana, sem grunaðir eru um að vilja koma sér upp kjarnorku- vopnum. Ýmsir háttsettir menn í Washington eru líka sagðir erfa það við ElBaradei hvernig hann beitti sér í aðdraganda innrásarinnar í Írak í mars í fyrra. Opinber afstaða Bandaríkja- stjórnar er sú að enginn eigi að sitja lengur en tvö kjörtímabil í embætti framkvæmdastjóra IAEA. Tilnefna þarf nýja menn í embættið fyrir 31. desember nk. en enginn hefur viljað bjóða sig fram gegn ElBaradei, úr því að hann hefur lýst yfir áhuga á því að sitja áfram. Fylgir sögunni að hleranir á síma ElBaradeis hafi litlu skilað, ekkert hafi fundist sem gefi mönnum færi á að saka hann um slaka frammistöðu í embætti. Bandaríkin vilja losna við ElBaradei Hafa stundað hleranir hjá IAEA Washington. AFP. Mohammed ElBaradei SÆNSKA lögreglan greindi frá því í gær að búið væri að finna lík eig- anda íbúðarinnar í miðbæ Stokk- hólms sem eyðilagðist í bruna á miðvikudag. Maðurinn er grunaður um stórfelldan bókaþjófnað í Kon- unglega bókasafninu en þar vann hann. Tveir menn til viðbótar slösuðust í brunanum á miðvikudag en talið er að gasleki hafi valdið honum. Mann- inum sem nú hefur fengist staðfest að lést í brunanum hafði einungis nokkrum dögum fyrr verið sleppt úr varðhaldi en hann sætti rannsókn vegna gruns um að hann hefði stolið um þrjátíu afar verðmætum bókum úr Konunglega bókasafninu. Fundu lík meints bókaþjófs Stokkhólmi. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.