Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 12
Ávísun í desember ÞÚ GETUR FENGIÐ TUGI ÞÚSUNDA ENDURGREIDDA Í DESEMBER F í t o n / S Í A 12 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Opið málþing umræðan VESTURLAND Borgarbyggð | Við sam- einingu sveitarfélaga þarf að taka tillit til margra þátta. Ekki síst þegar sameinuð eru þétt- býli og dreifbýli, enda oft um ólíkar þarfir varðandi þjónustu að ræða. Eftir síðari sameininguna í Borgarbyggð árið 1998 var ákveðið að stofna starf þjónustufulltrúa í dreifbýli og var Sigurjón Jóhannsson bóndi á Val- bjarnarvöllum ráðinn í starfið. Sigurjón segist vera nokkurs konar tengiliður bæjarstjórnar Borgarbyggðar við dreifbýlið. Á þeim tíma sem hann hefur sinnt því hefur það breyst nokkuð en á hans könnu er meðal annars að starfa með landbún- aðarnefnd og afréttarnefndum, við- hald girðinga á vegum sveitarfé- lagsins og samskipti við Vegagerðina og ráðgjöf við bændur vegna girðinga meðfram þjóð- vegum. Umsjón og samræming á eyðingu á ref og mink er einnig á hans starfssviði, eftirlit með hunda- haldi, garnaveikibólusetning og ann- að sem honum er falið af bæj- arstjóra eða nefndum sveitarfélagsins. Lengst af hafði hann einnig umsjón með forðagæslu en nú hefur fyrirkomulagi hennar verið breytt og heyrir hún nú undir Búnaðarsamtök Vesturlands. Fjölbreytt starf sem fer vel með sauðfjárbúskapnum „Ég hef viðveru á bæjarskrifstof- unni einu sinni viku og eftir sam- komulagi,“ segir Sigurjón. „Fólk hefur svo auðvitað getað hringt heim í mig og gerir það mikið, en starfshlutfallið er 50%.“ Sigurjón er sjálfur með sauðfjárbúskap á Val- bjarnarvöllum sem tilheyrir gamla Borgarhreppi, og segir hann þetta fara ágætlega saman. „Ég býst við að hafa verið ráðinn vegna afskipta minna af sveitarstjórnarmálum og að ég er kunnugur í sveitinni, þekki bæði landið og fólkið vel.“ Hann segir mestan tíma fara í af- réttarmálin og eyðingu refa og minka. „Það koma miklir álagstímar í sambandi við afréttarmálin seint á haustin eftir að lög- boðinni smala- mennsku lýkur. Í haust hefur til dæm- is verið tilkynnt um nokkra fjárhópa sem fólk hefur séð inni á afrétti. Það þarf að bregðast við þessu og sækja féð.“ Mest er þó samt að gera í sambandi við refa- og minka- eyðingu. „Þessi málaflokk- ur er í raun heil- mikið vandamál því mikið er um ref og mink á svæðinu og þessum veiðum þarf að sinna vel en alltaf er verið að skera niður fjárveitingar til hans. Ríkið endurgreiddi allt að 50% af kostnaði sveitarfélagsins, en nú hef- ur þessu verið breytt þannig að ríkið endurgreiðir aðeins 30%. Kostnaður sem fylgir grenjaleit er heilmikill og samtals er kostnaður þessa sveitar- félags frá 1. september 2003 til 31. ágúst 2004 yfir 3,3 milljónir króna. Alls voru unnin 30 fullorðin dýr á þessu tímabili, 72 hlaupadýr og 81 yrðlingur eða 183 samtals, og 213 minkar. Veiðarnar eru því orðnar stór baggi á sveitarfélögunum en á sama tíma styrkir ríkið með fjár- framlögum rannsóknir á mink sem ég veit satt að segja ekki hverju skila. Eins og endurgreiðslunni er háttað núna tekur því ekki að nefna þær. Minkurinn eyðir ekki bara fuglalífi því hann gerir einnig mik- inn usla í veiðiánum. Enda féll það ekki í góðan jarðveg þegar ég lagði til að ráðnum minkaveiðimönnum yrði sagt upp. Bæjarstjórnin lagði því meira fjármagn í veiðarnar en hætt er við að þær fari fram úr áætl- un því aldrei er fyrirfram hægt að segja til um hversu mörg dýr veið- ast.“ Lausaganga búfjár vandamál Lausaganga búfjár við vegi er víða mikið vandamál og er Sigurjón tengiliður milli Vegagerðarinnar og bænda vegna girðinga við þjóðvegi. „Vegagerðin sér um að girða vegina af og halda girðingum við þjóðveg- ina við en bændur sem búa við safn- og tengivegi þurfa að sjá um viðhald þeirra girðinga. Ég sé um að taka girðingarnar út, en víða er pottur brotinn. Bændur eiga að fá 2% af stofnkostnaði girðingarinnar til við- halds en ég held að þetta dugi rétt fyrir 2 góðum hornstaurum svo kostnaðurinn getur verið þó nokkur fyrir bændur og að mörgu leyti ósanngjarn þegar þeir eru svo óheppnir að vegur liggur í gegnum landið þeirra.“ Erindi bænda við Sigurjón er því margvíslegt. Hann skipuleggur í samráði við Vegagerðina og verk- taka snjómokstur. Samkomulag er um að mokað er fimm daga vikunnar ef á þarf að halda til að börnin kom- ist örugglega í skólann, svo fram- arlega sem veður leyfir. Svo þarf líka að hefla sveitavegina og er hann einnig milligöngumaður um það. Eftir að farið var að rúlla heyi og pakka í plast safnast mikið plast upp hjá bændum og nú býður sveitarfé- lagið upp á að komið sé nokkrum sinnum á vetri heim á bæi og rúllu- plastið tekið. Ennþá er rúlluplastið urðað en sífellt er reynt að finna not fyrir plastið. Bannað er að brenna það og ekki má heldur setja það í ruslagáma. Strangari reglur eru líka komnar um rotþrær og sér sveitar- félagið um að þær séu losaðar reglu- lega og hefur fengið verktaka til þess. Sigurjón segir heilmikið stúss í kring um það og mun kostn- aðarsamara en gert var ráð fyrir í upphafi. Ekki einfalt mál að sameina þéttbýli og dreifbýli Sigurjón segir starfið fjölbreytt og honum líkar það ágætlega. „Ég vildi þó geta haft meiri áhrif á ým- islegt svo sem hvernig fjárveitingum er skipt á málaflokkana. Ég er til dæmis ósáttur við og skil ekki alveg hvers vegna refa- og minnkaveiðar voru færðar úr málaflokknum land- búnaðarmál yfir í almenningsgarðar og útivist! Það er ekki einfalt mál að sameina dreifbýli og þéttbýli. Oft finnst mér ekki nóg tillit tekið til þess að sveitirnar eru komnar inn. En það er ekki bara hægt að sakast við sveitarfélagið. Það er staðreynd að þetta fer oft illa saman.“ Tímafrekt að skipuleggja refa- og minkaveiðar asdish@mbl.is Sigurjón Jóhannsson Borgarfjörður | Lagt er til að komið verði upp einföldu og skilvirku stjórnkerfi í nýju sveitarfélagi sem verður til í Borgarfirði, norðan Skarðsheiðar, ef sameining verður samþykkt. Þannig er lagt til að á skrifstofu sveitarfélagsins verði tvö fagsvið, það er að segja fjölskyldu- svið og umhverfis- og skipulagssvið, auk fjármála- og stjórnsýslusviðs sem yrði eins konar stoðsvið við hin tvö. Sameiningarnefnd skipuð fulltrú- um Borgarbyggðar, Borgarfjarðar- sveitar, Hvítársíðuhrepps, Skorra- dalshrepps og Kolbeinsstaðahrepps hefur unnið að undirbúningi at- kvæðagreiðslu um sameiningu sem áætlað er að fari fram í apríl. Vinnu- hópar hafa skilað sameiningarnefnd tillögum um skipan fjölskyldumála, stjórnsýslu og fjármála og skipu- lags-, umhverfis- og samgöngumála. Sameiningarnefndin hefur kosið þrjá fulltrúa í sínum hópi til að fara yfir málin og gera tillögur að næstu skrefum, það er að segja viljayfir- lýsingu sveitarstjórna í lok samein- ingarferils. Í tillögum vinnuhópanna sem birtar eru á vef sameiningarnefnd- arinnar, www.sameining.is, kemur meðal annars fram að í bæjarstjórn verði níu fulltrúar og þrír úr þeirra hópi verði í byggðaráði. Miðað er við að sex meginnefndir verði starfandi, atvinnu- og markaðsnefnd, félags- málanefnd, fræðslunefnd, lands- nefnd, skipulags- og byggingar- nefnd og tómstunda- og menningarnefnd. Lagt er til að höfuðstöðvar stjórn- sýslunnar verði í Borgarnesi en að skrifstofa verði í Reykholti með skil- greindum verkefnum. Yfirstjórn skólans sameinuð Í skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri vann fyrir sameiningarnefndina kemur fram það álit að margt bendi til þess að þrír skólar verði á svæðinu í næstu framtíð, í stað fimm nú, það er að segja Grunnskólinn í Borgarnesi, Kleppjárnsreykjaskóli og Varma- landsskóli. Skólasel frá Varmalands- skóla verði í Laugargerðisskóla en börn frá Hvanneyri sem nú sækja Andakílsskóla myndu fara í Borg- arnes. Telja höfundur að með þessu yrði hægt að spara sem nemur öll- um kennslukostnaði við Andakíls- skóla enda myndi breytingin ekki hafa í för með sér fjölgun deilda í hinum skólunum. Þá er þeirri hug- mynd velt upp að sameina rekstur Varmalands-, Kleppjárnsreykja- og Laugargerðisskóla með einum skólastjóra. Hugmyndir um fækkun skóla eru ekki teknar upp í vinnuhópi sem fjallaði um fjölskyldumál. Í tillögum hópsins er gert er ráð fyrir að ein fræðslunefnd verði í nýju sveitarfé- lagi og lögð áhersla á að sameina yf- irstjórn skólanna eins og unnt er. Ekki er gert ráð fyrir að skólunum verði fækkað en rætt um að Laug- argerðisskóli og Andakílsskóli verði gerðir að útibúum frá einhverjum hinna skólanna. Ekki gert ráð fyrir fækkun grunnskóla Vinnuhópar hafa skilað tillögum til sameiningarnefndar Birgir Dýrfjörð í grein í Morgunblaðinu 4. desember

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.