Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UNGIR og gamlir skáru út laufabrauð á Árbæj- arsafni í gær. Það var Páll Pálsson, frá Borg í Miklaholtshreppi, sem leiðbeindi þeim sem yngri eru um hvernig ætti að bera sig að. Margir lögðu leið sína í safnið, en boðið var upp á hangikjöt, auk laufabrauðsins. Morgunblaðið/Þorkell Laufabrauð skorið á Árbæjarsafni BERGLJÓT María Finsen lést á hjúkrunarheimili í Kaupmannahöfn hinn 11. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri. Bergljót fæddist hinn 13. september 1911 í Rotterdam, dóttir hjónanna Vilhjálms Finsen, stofn- anda og fyrsta ritstjóra Morgun- blaðsins og síðar sendiherra, og Laura Henriette Uchermann konu hans. Bergljót var ógift og barnlaus. Hún bjó lengi erlendis, fyrst í Svíþjóð og síðar Danmörku, þar sem hún lést. Andlát BERG- LJÓT MARÍA FINSEN ÁTTA dögum fyrir innrásina í Írak felldi utanríkismálanefnd Alþingis þingsályktunartillögu frá Vinstri- hreyfingunni – grænu framboði um að Ísland legðist gegn öllum hern- aðaraðgerðum í Írak. Þetta kom fram í ræðu sem Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra hélt í um- ræðum um tillögu stjórnarandstöð- unnar um að Ísland afturkallaði stuðning við innrásina í Írak. Halldór sagði að sama dag, 12. mars, hefðu verið umræður á Al- þingi um málið. Þá hefði hann sagt eftirfarandi í þeim umræðum: „Nú liggur fyrir að meirihluti þingsins útilokar það ekki að valdi verði beitt í þessu máli.“ Halldór sagði að 18. mars hefði verið haldinn ríkisstjórnarfundur og þar hefðu málefni Íraks verið fyrsta mál á dagskrá. „Þessi fundur varð til þess að það var ákveðið að styðja nauðsynlegar aðgerðir undir for- ystu Bandaríkjanna og Bretlands og sendiherra Bandaríkjanna var þá þegar tilkynnt um það.“ Fram kom í máli Þórunnar Svein- bjarnardóttur, þingmanns Samfylk- ingarinnar, að Samfylkingin styddi ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1546 en í henni felst viðurkenning á bráðabirgðastjórn- inni í Írak og umboð til herliðsins til að undirbúa kosningar í landinu í janúar. Ekki nægar skýringar Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, sagði hins vegar að flokkur sinn hefði viljað að þessi ályktun hefði verið orðuð með öðr- um hætti. Steingrímur gagnrýndi svör forsætisráðherra og sagði að í þeim hefðu ekki falist nægar skýr- ingar á aðdraganda ákvörðunar ís- lenskra stjórnvalda að styðja inn- rásina. Hann sagði fulla þörf á að skoða þetta mál miklu betur og kalla eftir gögnum og fundargerð- um. Halldór Ásgrímsson lýsti furðu sinni á ummælum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins, en hann lýsti því yfir í grein í Morgunblaðinu að bandaríski herinn í Írak fengi þá mótspyrnu sem hann ætti skilið. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, spurði hvort forsætisráðherra væri þeirrar skoð- unar að þeir 100 þúsund menn, sem látist hefðu í átökunum í Írak, væru allt hryðjuverkamenn. Tillögu um andstöðu við Íraks- stríðið hafnað í nefndinni Morgunblaðið/Golli Halldór Ásgrímsson ræddi aðdraganda Íraksstríðsins á Alþingi. Íraksmálið var rætt í utanríkismálanefnd átta dögum fyrir innrás EKKI er heimilt að takmarka rétt erlendra happdrætta til þess að starfa hér á landi að mati Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA), en í ís- lenskum lögum er fólki búsettu hér á landi óheimilt að taka að sér hvers konar störf fyrir erlend happ- drætti. Í fréttatilkynningu á vef ESA segir að íslensk lög sem banna fólki að starfa fyrir happdrætti hindri erlenda aðila sem hefðu áhuga á að selja sínar vörur hér á landi í að markaðssetja vöru sína, sem skerð- ir möguleika á því að keppa við ís- lenska aðila. Fram kemur að ís- lensk stjórnvöld hafi ekki komið fram með neinar skýringar á þessu og ítrekað sagt eftirlitsstofnuninni að þessi lagagrein kæmi til með að breytast. Íslensk stjórnvöld hafa nú fengið þriggja mánaða frest til að breyta lögum til samræmis við þetta álit ESA. Alvarlegar afleiðingar Brynjólfur Sigurðsson, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, segir að þetta álit ESA komi sér mjög á óvart. Hann segir að evrópsk sam- tök ríkishappdrætta, sem og al- heimssamtök happdrætta hafi verið að berjast fyrir því að hvert land héldi sínum markaði, þ.e. að fyr- irtæki sem rekur happdrætti í einu landi sé ekki einnig að reka happ- drætti í einhverju öðru landi. „Eftir því sem ég best veit er Evrópusambandið ekki búið að ákveða hvernig þessum happdrætt- ismálum verður hagað í samband- inu í framtíðinni vegna þess að það er ennþá barátta í Brussel vegna þess að ríkishappdrættin vilja hafa sinn markað út af fyrir sig,“ segir Brynjólfur. Ef erlendir aðilar fá að reka happdrætti hér á landi gæti það haft alvarlegar afleiðingar að mati Brynjólfs. „Það getur haft þau áhrif að sterkir aðilar komi hingað inn. Við vitum að íslenski markaðurinn gefur takmarkað magn af háum vinningum vegna þess hvað hann er lítill. Það er miklu auðveldara fyrir stóra þjóð og stóran aðila að herja inn á íslenskan markað heldur en fyrir litla þjóð og lítið fyrirtæki að herja á erlenda markaði. Þá eigum við eflaust í vök að verjast, ef þetta verður niðurstaðan, sem reyndar enginn veit ennþá.“ Þegar erlend samkeppni Segja má að íslensk happdrætti búi við erlenda samkeppni í dag, segir Bergsveinn Sampsted, fram- kvæmdastjóri Íslenskrar getspár og getrauna, og vísar hann þar til þess að hægt er að stunda veðmál, tippa á úrslit fótboltaleikja, stunda fjárhættuspil o.fl. í gegnum Netið. „Auðvitað yrði þetta aukin sam- keppni, en við teljum okkur vera með góðar vörur sem eru fyllilega samkeppnishæfar við það sem aðrir eru að bjóða,“ segir Bergsveinn. Hann segir það vissulega ógn að er- lendir aðilar hafi stærri markað á bak við sig, og geti þar af leiðandi boðið upp á hærri vinninga en ís- lenskir aðilar. „En á móti kemur að flest happdrætti í nágrannalöndum okkar eru rekin eftir sams konar reglugerðum og við störfum eftir, það er frekar ef það kæmu nýir að- ilar inn á markaðinn sem vandamál gætu komið upp.“ Eftirlitsstofnun EFTA vill breytingu á lögum um happdrætti hér á landi Erlendir aðilar fái aðgang að markaðinum FYRRVERANDI blaðberi hjá Út- gáfufélagi DV efh. tapaði máli sem hann höfðaði gegn þrotabúi félagsins vegna vangoldinna launa sem hann taldi sig hafa rétt á meðan á upp- sagnarfresti stóð, líkt og aðrir starfs- menn blaðsins sem voru bundnir af kjarasamingi milli Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur og Samtaka at- vinnulífsins. Þegar Útgáfufélag DV ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta þann 4. nóvember 2003 hafði maðurinn verið blaðberi DV í rúmlega ellefu mánuði. Hann reisti kröfur sínar á því að samkvæmt kjarasamningi VR og SA væri uppsagnarfrestur þrír mánuðir eftir sex mánaða starf. Samningur- inn gildi um allt verslunar- og skrif- stofufólk og ekki væri ágreiningur um að almennir starfsmenn dag- blaða byggðu starfskjör sín á kjara- samningnum enda hefðu kröfur þeirra starfsmanna verið samþykkt- ar af skiptastjóra þrotabúsins. Vísað er til þess að við gjaldþrot Fréttar ehf. árið 2002 hafi mikið verið rætt um réttarstöðu blaðbera og ári seinna hafi VR gert samning við SA fyrir hönd Árvakurs hf., útgáfu- félags Morgunblaðsins, um störf blaðbera hjá því fyrirtæki. VR hafi þá óskað eftir viðræðum við Frétta- blaðið en þeim viðræðum sé ólokið. Með þeim samningi hafi í raun verið staðfest að VR færi með samnings- umboð fyrir blaðbera og þó að ekki hafi verið gerður sérkjarasamningur við Útgáfufélag DV hljóti því samn- ingur SA og VR einnig að gilda fyrir blaðbera blaðsins. Þessu hafnaði lög- maður skiptastjóra og sagði fráleitt að miða við samning VR og SA enda félli blaðburðarfólk ekki undir hann. Jafnframt vísaði hann til þess að enginn ráðningarsamningur lægi fyrir sem tryggði blaðberanum laun í uppsagnarfresti. Í úrskurði Héraðsdóms Reykja- víkur segir að blaðberinn hafi hvorki lagt fram kjarasamning við hið gjaldþrota fyrirtæki né gögn um hver ráðningarkjör hans voru. Full- yrðingar um að samningur VR og SA hafi átt að taka til blaðbera séu ekki studdar gögnum. Sú staðreynd að SA hafi, vegna Árvakurs, séð ástæðu til að semja sérstaklega við VR um kjör blaðbera sé fremur til þess fallin að grafa undan þessum röksemdum hans. Kröfum blaðberans um laun í uppsagnarfresti, samtals rúmlega 97.000 krónur, var því hafnað. Blaðberi fær ekki greidd laun í uppsagnarfresti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.