Morgunblaðið - 13.12.2004, Síða 40

Morgunblaðið - 13.12.2004, Síða 40
40 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Heilræði. Norður ♠6 ♥KG97 N/NS ♦ÁG10962 ♣Á5 Suður ♠KDG1098 ♥3 ♦KD7 ♣742 Vestur Norður Austur Suður -- 1 tígull Pass 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Vestur kemur út með laufkóng gegn fjórum spöðum suðurs. Hvernig er best að spila? Sem ungum manni var Bobby Wolff gefið heilræði sem hann segir að hafi reynst sér einkar vel við spilaborðið: „Ekki biðja um orðið ef þú veist ekki hvað þú ætlar að segja.“ Á bridsmáli útleggst þetta til dæmis þannig: „Það borgar sig yfirleitt ekki að taka fyrsta slaginn ef maður veit ekki hverju á að spila út í þann næsta.“ Spilið að ofan er gott dæmi. Sagnhafi getur tekið fyrsta slaginn, en hvað ætl- ar hann svo að gera? Ef hann fer í trompið, fær vörnin auðveldlega tvo slagi á lauf, en hið sama gerist líka ef laufi er spilað í öðrum slag. Vörnin leggur þá niður spaðaásinn og tekur laufslag. Úr því að ekkert er hægt að gera af viti í öðrum slag, er betra að láta vörn- ina sjá um framhaldið. Dúkka sem sagt laufkónginn. Ef vestur spilar áfram laufi, fer sagnhafi heim á tígul og trompar þriðja laufið. Tígull varn- arinnar þarf vissulega helst að falla 2-2, en það er betra að spila upp á það en ekki neitt. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 hjúskapur, 8 drekkur, 9 dylja, 10 reyfi, 11 skyldmennið, 13 flýtinn, 15 húsgagns, 18 óhamingja, 21 fúsk, 22 veika, 23 stefnan, 24 tíminn um kl. 18. Lóðrétt | 2 margtyggja, 3 líffærin, 4 blaðra, 5 þvinga, 6 fugl, 7 forboð, 12 óhróður, 14 mergð, 15 tuddi, 16 drasli, 17 fisk- ur, 18 dapurt, 19 reiðan, 20 heimskingi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 firra, 4 gisin, 7 Jónas, 8 uggur, 9 ann, 11 taða, 13 bráð, 14 gabbi, 15 farg, 17 ljót, 20 hik, 22 lyfta, 23 rætin, 24 remma, 25 síðla. Lóðrétt | 1 fljót, 2 ránið, 3 ansa, 4 grun, 5 sigur, 6 nýrað, 10 nebbi, 12 agg, 13 bil, 15 fálur, 16 rófum, 18 játað, 19 tinda, 20 hata, 21 krús. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ferð vel með úrræði annarra og ert þakklátur fyrir hjálpina sem þér býðst um þessar mundir, hrútur. Þú berð virð- ingu fyrir öðrum og eigin lánsemi núna. Naut (20. apríl - 20. maí)  Samræður við maka og nána vini eru í al- varlegri kantinum þessa dagana, en á sama tíma innihaldsríkar og hagnýtar. Notaðu tækifærið og skilgreindu mörk og viðmiðunarreglur. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú kemur miklu í verk í dag og ert til í að láta vinnunna ganga fyrir afþreyingunni. Þetta er mjög góð byrjun á komandi viku. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ástarævintýri með eldri eða ráðsettari manneskju er líklegra en ella núna. Kannski að þú fallir fyrir yfirmanninum! Þú tekur skuldbindingar þínar varðandi börn alvarlega. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þetta er góður tími til þess að gera lang- tímafjárfestingar í heimili og fast- eignum. Samræður fjölskyldumeðlima eru alvarlegar og hagnýtar. Eldri mann- eskja gefur góð ráð. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur einungis áhuga á lang- tímaráðagerðum núna og ert síður en svo í skapi fyrir einhverja léttúð. Þú vilt vita hvernig hlutirnir verða í framtíðinni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Aðstæður eru góðar fyrir verslun og við- skipti í dag. Ræddu við yfirmenn eða aðra yfirboðara um hvernig þú getur bætt vinnuaðstöðuna og hagnast á vinnunni. Fólk leggur við hlustir núna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú lætur yfirborðsmennsku víkja fyrir alvarlegri hugðarefnum í dag og finnur sterklega fyrir skyldurækni og ábyrgð. Þú ert alvarlegur en ekki þungbúinn, sporðdreki. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert viskan uppmáluð í dag, ekki ósvipað Gandálfi, og áttar þig á mik- ilvægi þess að leggja fyrir til mögru ár- anna. Þú ert upptekinn af framtíð- armarkmiðum, bogmaður. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hlustaðu á ráðleggingar einhvers eldri, vitrari og reyndari manns. Þú getur orð- ið margs vísari í dag ef þú kærir þig um. Ekki renna blint í sjóinn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Fólk ber virðingu fyrir skoðunum þínum núna. Það áttar sig á því að þú ert nú- tímalegur og jafnan hálfri öld á undan samtíma þínum, vatnsberi. Þess vegna færðu allar þessar hugmyndir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Áætlanir sem tengjast ferðalögum, menntun og útgáfu eru vænlegar um þessar mundir. Haltu þínu striki varð- andi það sem þú vilt fá áorkað. Nú getur allt gerst. Stjörnuspá Frances Drake Bogmaður Afmælisbarn dagsins: Þú ert umhyggjusöm og natin manneskja og nálgast hvert verkefni af nákvæmni og varfærni. Þú ert oftar en ekki snillingur í tilteknu fagi og hefur sérstaka hæfni í sál- fræði, þar sem þú skynjar það sem býr undir niðri hjá öðrum. Þú áttar þig á kaldhæðnari hliðum tilverunnar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is  Félagsstarf Aflagrandi 40 | Félagsvist kl. 14, leik- fimi og vinnustofa kl. 9, boccia kl. 10, frjáls spilamennska alla daga, bókabíll- inn kl. 13.30 til 14 alla mánudaga. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna kl. 9–16.30, söngstund kl. 10.30, smíði/ útskurður kl. 13–16.30, félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, bútasaumur, samverustund, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dag- blöð, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 13–16.45 brids, kl. 13–16 sam- verustund, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Kl. 13 kaffitár með ívafi, kl. 13.30 línudans- kennsla byrjendur, kl. 18, samkvæm- isdans framhald, kl. 19 og byrjendur kl. 20. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Brids- deild FEBK Gullsmára spilar tvímenn- ing alla mánu– og fimmtudaga. Skrán- ing kl. 12.45 á hádegi. Síðasti spiladagur fyrir jól mánudagur 13. des- ember. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, kl. 10.05 og kl. 11, bókband kl. 11, pílukast og spilað bridge í Garðabergi kl. 13. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug, frá há- degi vinnustofur opnar, kóræfing fellur niður. Allar upplýsingar um starfsemi og þjónustu á staðnum, s. 575 7720 og www.gerduberg.is. Gam-Anon samtökin | Fundir eru alla mánudaga að Skúlatúni 6, 3. hæð, kl 20. Allir velkomnir. Gam-Anon sam- tökin eru sjálfshjálparsamtök fyrir að- standendur spilafíkla. Hraunbær 105 | Kl. 9 postulínsmálun, keramik–perlusaumur–kortagerð, kl. 10 fótaaðgerð, bænastund, kl. 12 hádeg- ismatur, kl. 13.30 skrautskrift, kl. 15 kaffi. Ljósaferðin verður farin miðviku- daginn 15. desember kl. 11 frá Hraunbæ 105. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–16, jóga kl. 9–11, frjáls spila- mennska kl. 13–16, böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf. Betri stofan opin. Soffía Jakobsdóttir með framsögn, framkomu og upplestur í Listasmiðju, kl. 9–12 og kl. 13–16. Fé- lagsvist fellur niður í dag vegna mál- unar á Sal. Hárgreiðslustofa 568 3139. Fótaaðgerðarstofa 897 9801. Hádeg- isverður og síðdegiskaffi S. 568 3132. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun, þriðjudag, vatnsleikfimi í Grafarvogs- laug kl. 9.30. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 11–12 leikfimi, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13–16 kóræfing, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg | Smiðja kl. 8.45, bókband og hárgreiðsla kl. 9, morgunstund og fóta- aðgerðir kl. 9.30, boccia kl. 10, gler- bræðsla, handmennt, frjáls spil kl. 13. Kirkjustarf Árbæjarkirkja | Barnastarf 7– 9 ára í Árbæjarkirkju kl. 15.00. STN starf í Ár- túnsskóla kl. 16.00. TTT – barnastarf 10–12 ára í Ártúnsskóla kl. 15. Grensáskirkja | Jólafundur kven- félags Grensássóknar verður haldinn mánudaginn 13. desember kl. 20. Sr. Ólafur Jóhannsson flytur hugvekju. Allar konur hjartanlega velkomnar! Laugarneskirkja | Kl. 18, opinn 12 sporafundur í safnaðarheimilinu. Vinir í bata. www.laugarneskirkja.is. Lágafellskirkja | Foreldramorgunn kl. 10–12 í safnaðarheimilinu, Þverholti 3. Stundir fyrir foreldra, sem vilja koma saman og ræða málin. Það er mik- ilvægt að lokast ekki af vegna barnanna. Foreldramorgnarnir eru í safnaðarheimilinu Þverholti 3, 3. hæð. Staður og stund http://www.mbl.is/sos ANDI barokktónlistar mun svífa yfir vötn- um í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld kl. 20 þegar listamennirnir Ragnheiður Árnadótt- ir sópran, Haru Kitamika semballeikari, Nina Hitz sellóleikari og Frouke Mooij fiðlu- leikari halda tónleika. Á efnisskránni verða lög eftir meistarana Purcell, Bach, Corelli og Händel. Allir lista- mennirnir í hópnum hafa lokið námi í Tónlistarháskólanum í Haag í Hollandi með barokmúsík sem sérgrein. Ragnheiður Árnadóttir sópransöngkona segir hópinn hafa haldið saman síðan þær voru saman í námi í Haag. „Þær Nina, Haru og Frouke eru hér staddar vegna Jólaórat- oríunnar sem hefur verið flutt undanfarin kvöld í Hallgrímskirkju,“ segir Ragnheiður. „Ég var að klára meistarapróf í söng í Hol- landi síðasta mánudag og var svo heppin að stúlkurnar, sem spiluðu með mér í Hol- landi, voru fengnar hingað af Herði Áskels- syni til að spila í Jólaóratoríunni, svo ég gat nappað þeim í eina litla tónleika.“ Ragnheiður segir verk skáldanna, sem öll voru uppi á 17. öld, vera leikin á gömul bar- okkhljóðfæri, en það skipti miklu máli við flutning barokktónlistar. „Það er ekki mikið til af barokkhljóðfærum á Íslandi, en tíðni- svið þeirra og stilling er dálítið öðruvísi, að- eins lægri en gengur og gerist.“ Barokktónar í Fríkirkjunni í Reykjavík Fullnæging er eft- ir Katerina Jan- ouch í þýðingu Ernu Árnadóttur. Manneskjunni er hollast að hugsa ekki með höfðinu einu sam- an. Vinkonugjöfin verður sænska bókin Fullnæging, falleg, lítil, rauð bók, sem veitir lengri unun en konfekt og blómvendir. Höfundur bókarinnar er einn þekktasti kynlífsráðgjafi Svía – bókin er skrifuð í ljúfum og skemmti- legum tón. Útgefandi er PP Forlag Ísland. Bók- in er 192 bls. Tilboðsverð kr. 2.490. Fjölfræði Fyrirmæli (Käsky) er eftir Leena Lander í þýðingu Sigurðar Karls- sonar. Sagan gerist í finnsku borg- arastyrjöldinni 1918, en hún braust út í kjölfar rússnesku bylting- arinnar. Jagarahermaður kemur með rauðan kvenfanga í fangabúðir, eftir sjóvolk í rúma viku. Yfirheyrslum stýrir rithöfundur sem nú gegnir hlutverki herdómarans. Þrátt fyrir sögusviðið getur þessi saga gerst hvar sem er, hvenær sem er, þar sem karlar, konur og börn verða fórnarlömb styrjalda og haturs, og menn fylkja sér undir fána mismunandi hugmyndafræði og trúar- bragða. Útgefandi er PP forlag Ísland. Bókin er 317 síður. Tilboðsverð kr. 2.990. Skáldsaga LED Zeppelin er hljómsveit kvöldsins á hvíld- ardagskvöldi á Grand Rokk í kvöld. Sýndar verða fimm kvikmyndir af tónleikum þessarar goðsagnakenndu sveitar, en dag- skráin er sem hér segir: Kl. 20–20.30: Tónleikar Led Zeppelin fyrir Danmarks Radio, Kaupmannahöfn (1969) . Kl. 20.30–21: Tónleikar Led Zeppelin í Madi- son Square Garden, New York (1973). Kl. 21– 21.50: Tónleikar Led Zeppelin í Earls Court, London (1975). 21.50–22.40: Tónleikar Led Zeppelin í Kneb- worth, Hertfordshire (1979). 22.40 – 01.00: The Song Remains The Same (1976). Sýningar hefjast stundvíslega kl. 20 á 2. hæð Grand Rokks og er aðgangur ókeypis. Allir sannir rokkhundar og aðrir áhugamenn eru eindregið hvattir til þess að fjölmenna á þessa metnaðarfullu dagskrá sem einungis fer fram í þetta eina sinn á risaskjá og í góðu hljómkerfi. Hvíldardagskvöld með Led Zeppelin á Grand Rokk Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson smáauglýsingar mbl.isFréttasíminn 904 1100 Tónleikarnir í Fríkirkjunni hefj- ast sem áður segir kl. 20. Að- gangseyrir er kr. 1.200.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.