Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 29 UMRÆÐAN NÚ Á AÐ dengja yfir okkur skattalækkunum, hvort sem við viljum eða ekki. Þessi fullyrðing þarfnast út- skýringar og útskýringarnar þurfa að vera mjög trúverðugar svo hægt verði að taka mark á þeim. Þá skal ég byrja að reyna að útskýra þessi ósköp og reyna að gera það þannig að fólk sjái í gegnum þann blekkingarvef sem forsætisráðherra og fjár- málaráðherra hafa verið að spinna og halda að almenningur í landinu trúi á og haldi eins og nýtt net. Forsætisráðherra tjáði þjóðinni það að undanfarin ár hefði efna- hagslíf þjóðarinnar verið í mikl- um blóma og það hefðu verið hér mikil góðæri og vegna þess hefði skapast svigrúm til skattalækk- ana og þetta tækifæri ætlaði rík- isstjórnin að nýta. Þessi rök eru mjög svo lítils- verð og varla trúi ég því að nokk- urt mannsbarn láti blekkjast af svona fagurgala. Á meðan fjárlög eru með þeim ósköpum sem þau eru í dag og hafa verið und- anfarin ár, það er að segja að það er stöðugur niðurskurður í heil- brigðiskerfinu, menntakerfinu og félagskerfinu, ekki hefur verið svigrúm til þess að standa við samninginn við öryrkja, sem var gerður korteri fyrir kosningar og svona mætti lengi telja. Þegar við getum ekki rekið ríkissjóð al- mennilega, án þess að þegnar landsins þurfi að taka á sig aukn- ar greiðslur vegna hækkunar kostnaðarhlutdeildar einstaklinga hefur ekki skapast svigrúm til skattalækkana. Það þarf enga sprenglærða sérfræðinga til að sjá það. Þá er það þáttur fjármálaráð- herra í þessum blekkingarleik. Mér er sagt að maðurinn sé ágætlega að sér í hagfræði en það fer nú fyrir lítið þegar hann er að tala fyrir þessum tillögum, það er eins og hann sé lokaður inni í ein- hverju glerbúri og viti ekkert hvað er á seyði í þjóðfélaginu, veit hann kannski ekki að það þarf að draga úr framkvæmdum hins opinbera þegar uppsveifla er í efnahag þjóðarinnar og að draga úr útgjöldum hins opinbera jafn- framt? Hvers vegna er þetta ekki gert? Hann leggur fram fjárlög á hinu háttvirta alþingi, þar er gert ráð fyrir hækkun ríkisútgjalda á milli ára sem nema 8% á meðan verðbólga er 3,5% en það er gert ráð fyrir mun lægri verðbólgu í forsendum fjárlaga. Hann talar um það að þessar áætluðu skatta- lækkanir komi öllum til góða. Jú það er rétt en ávinningurinn er ákaflega misjafn svo ekki sé nú fastar að orði kveðið, það á að fella niður hátekjuskattinn, sem var 7% þegar tekjur einstaklings fara yfir visst mark, það á að fella niður eignaskattinn, barna- bætur eiga að hækka, skattpró- sentan á að lækka um 3% á þrem- ur árum og persónuafsláttur á að hækka um 5,5% á þremur árum. Rétt er að taka það fram að þess- ar tölur eru uppgefnar sam- kvæmt verðlagi í dag (í þessum tölum er ekki gert ráð fyrir nein- um breytingum á verðlagi). Þegar fyrirhugaðar skattalækkanir eru að fullu komnar til framkvæmda afsalar ríkissjóður sér 22 millj- örðum í tekjur, hvar ríkið ætlar sér að bæta sér upp þennan tekjumissi er vandséð því þó svo að gert hafi verið ráð fyrir mikl- um tekjuafgangi við gerð fjárlaga þá hefur reyndin orðið önnur þegar ríkisreikningur hefur verið gerður upp. Þá er það borið fyrir almenning að framkvæmdunum fyrir austan (ég geri ráð fyrir að þar sé átt við Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði) verði lokið árið 2006 og það sé aðalástæðan fyrir því að skattalækkunin taki yfir þetta langan tíma. En ég spyr þá bara: Eru engar framkvæmdir fyr- irhugaðar eftir árið 2006? Spyr sá sem ekki veit. En getur það verið að kosningar til alþingis árið 2008 eigi þarna einhvern hlut að máli? Ekki get ég hætt þessum skrif- um án þess að fjalla aðeins um framgöngu varaformanns fjár- laganefndar alþingis vegna þessa máls. Það má hann eiga að hann er viljugur að koma í hina ýmsu spjallþætti og tjá sig um hin ýmsu mál en í þætt- inum Silfur Egils, sem var sunnudaginn 28. nóvember opinberaði hann svo hressilega vankunnáttu sína í efnahagsmálum og hagstjórn að maður verður að spyrja sig að því hvort svona maður geri nokkurt gagn í fjárlaganefnd. Alveg síðan 1988 (þegar stað- greiðslukerfi skatta var tekið upp) hefur hlutfall skattgreiðslna af launatekjum verið að hækka og nú ætlar ríkisstjórnin að fara að taka á þessum mál- um. En það verður að gera þessa hluti á trúverðugan hátt og einnig er það mik- ilvægt að tímasetn- ingin sé rétt. Kemur það þeim til góða sem verst eru stadd- ir að fella niður há- tekjuskattinn, lækka skattprósentuna, fella niður eigna- skattinn og hækka persónuafsláttinn lítillega? Og tímasetningin er al- veg afleit svo ekki sé nú meira sagt. Dæmin um trausta efnahags- stjórn hef ég því miður ekki séð. Skattalækkanir til hvers og fyrir hverja? Jóhann Elíasson skrifar um skattalækkanir ’Kemur það þeim tilgóða sem verst eru staddir að fella niður há- tekjuskattinn, lækka skattprósentuna, fella niður eignaskattinn og hækka persónuafslátt- inn lítillega?‘ Jóhann Elíasson Höfundur er fyrrverandi stýrimaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.