Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 38
Sjá því gæsku Guðs og strangleika, strangleika við þá, sem fallnir eru, en gæsku Guðs við þig, ef þú stendur stöðugur í gæskunni; annars verð- ur þú einnig af höggvinn. (Róm. 11, 22.) Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes HVAÐ LANGAR ÞIG Í AFMÆLISGJÖF GRETTIR? FJAÐURLAUSAN PÁFAGAUK SVO HANN KÍTLI EKKI Á LEIÐINNI NIÐUR ÞANNIG AÐ ÉG GAF HONUM HANSKA KANNSKI VAR ÉG HRÆDDUR VIÐ AÐ SLÁST... MÉR ER BARA ALVEG SAMA... AÐAL ATRIÐIÐ ER AÐ MÉR LÍÐUR BETUR ÉG ER STOLTUR AF ÞÉR KALLI... NÚNA ÁTTU KANNSKI EFTIR AÐ GETA TEKIST Á VIÐ VANDAMÁL LÍFSINS AF EINHVERRI HÖRKU ÞETTA ER LÆKNA- MÁL ÞETTA MUNDI HLJÓMA BETUR EF ÞÚ VÆRIR EKKI MEÐ TEPPIÐ ER ÞETTA BÓKASAFNIÐ? MIG VANTAR AÐ FÁ UPPLÝSINGAR UM ÁKVEÐIÐ ORÐ... VANDAMÁLIÐ ER AÐ ÉG VEIT EKKI HVERNIG ÞAÐ ER STAFSETT OG ÉG KANN HELDUR EKKI AÐ BERA ÞAÐ FRAM... VILTU EKKI BARA BYRJA Á ÞVÍ AÐ ÞYLJA UPP ÖLL BLÓTSYRÐI SEM ÞÚ KANNT OG ÉG STOPPA ÞIG ÞEGAR ÞAÐ KEMUR... HALLÓ? ER ÞETTA ÞJÓNUSTAN SEM ÉG FÆ FYRIR SKATTPENINGINN MINN? Risaeðlugrín UMFERÐARSTJÓRI! ... ÞETTA ER HRÆÐILEGT ... ÉG SÉ AÐ HANN ER AÐ GERA GRÍN AÐ MÉR .... OGGGG .... ÉG GET EKKI EINU SINNI SEKTAÐ HANN FYRIR OF HRAÐAN AKSTUR © DARGAUD Dagbók Í dag er mánudagur 13. desember, 348. dagur ársins 2004 Víkverji er fréttafíkill.Hann hefur fyrir vikið verið áskrifandi að Fjölvarpinu um langt skeið, í þeim til- gangi að sjá frétta- stöðvarnar Sky og CNN. Hann hefur þó líka horft nokkuð á aðr- ar stöðvar sem Fjöl- varpið bauð upp á, þ.e. afþreyingarstöðvar eins og Hallmark og TCM, sem sýna mikið af misgóðum bíómynd- um, Eurosport, tónlist- arstöðvarnar MTV og VH1, Cartoon Network og síðast en ekki síst BBC Prime. Pakkinn hefur því verið nokkuð góður, að mati Víkverja, hann hefur fengið fréttirnar sínar, en líka hæfi- legt magn af afþreyingu. M12-aðild hefur þýtt að Víkverji hefur mánaðarlega verið rukkaður um 1.838 krónur fyrir áskriftina. Nú hefur Íslenska útvarpsfélagið hins vegar uppfært myndlykla sína; Digital Ísland hefur tekið við. Áskrift að mun fleiri erlendum sjón- varpsstöðvum er nú í boði en áður og er það hið besta mál. Víkverji er samt alls ekki sáttur við þær breytingar sem nú eru að eiga sér stað, þ.e. skiptinguna í ólíka „áskriftarpakka“ sem lagt er upp með („stóra“, „skemmti- lega“, „fróða“ og „sportistann“). Ef Víkverji vill áfram vera áskrifandi að áðurnefndum frétta- stöðvum kaupir hann pakkann sem kallaður er „fróði“ og fær hann þá vissulega framvegis einnig Fox News og CNBC, auk CNN og Sky, sem er ágæt við- bót. En Víkverji fær hins vegar ekkert af af- þreyingarstöðvunum, sem hann áður hafði aðgang að; þær þarf nú að kaupa sérstaklega í öðr- um áskriftarpakka. Samt þarf Vík- verji framvegis að borga 2.290 krón- ur, í stað 1.838. Víkverji getur því ekki séð betur en að hann fái fram- vegis verri þjónustu (hann fær nú ekki lengur aðgang að afþreying- arstöðvunum sem Fjölvarpið áður tryggði honum) en sé jafnframt að borga meira en hann gerði áður! Vissulega getur Víkverji keypt „stóra“ pakkann, sem veitir aðgang að öllum erlendu stöðvunum sem í boði eru. En það kostar 3.615 krón- ur, tvöfalt meira en áskriftin hefur fram til þessa kostað Víkverja! Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is           JÓLATÓNLEIKAR voru haldnir í Grafarvogskirkju í gær. Um 120 manna kór söng í kirkjunni en hann var myndaður úr barnakór, unglingakór og kór Grafarvogskirkju. Flutt voru jóla- og aðventulög undir stjórn Harðar Braga- sonar og Oddnýjar J. Þorsteinsdóttur. Sérstakur gestur var söngkonan Magga Stína. Allur ágóði af tónleikunum rann í orgelsjóð Grafarvogskirkju. Morgunblaðið/Þorkell Um 120 manna kór söng í Grafarvogskirkju MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.