Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ,,Bókin er mjög spennandi að lesa og spennan helst vel allan tímann.” — Pétur Halldórsson, RUV, 24/11 ,, ... bæði fróðleg og spennandi.” — Hlynur Páll Pálsson, Fréttablaðinu 2/12 MARÍU MESSA Fróðleg saga og spennandi atburðarás Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 32/34 Vesturland 12 Brids 35 Viðskipti 13 Dagbók 38/40 Erlent 14/15 Leikhús 41 Listir 16/17 Menning 41/45 Daglegt líf 18 Bíó 42/45 Umræðan 20/31 Ljósvakar 46 Bréf 31 Veður 47 Forystugrein 24 Staksteinar 47 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl PÁLL Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), segir hert eftirlit með fjármálafyrirtækj- um, sem Fjármálaeftirlitið hefur boðað, ekki eiga að þjóna hlutverki hagstjórnartækis, líkt og margir virðast telja. Hann segir stofnunina með þessum aðgerðum vera að setja sig í stellingar til að ákveða hærri eiginfjárhlutföll fyrir einstök fyrir- tæki, hafi þau reynst vera að taka aukna áhættu með fasteignalánum og útlánum til kaupa á hlutabréfum. Einnig verður hugað að áhættum vegna gengisbundinna útlána. „Við horfum ekki á þetta út frá hagsveiflunni, þó að hún hafi áhrif á hvernig fyrirtækin haga sér. Við get- um ekki beitt þessu sem hagstjórn- artæki, einfaldlega hækkað eigin- fjárhlutföllin þegar stendur þannig á og lækkað þau þegar það stendur öðruvísi á. Heldur erum við að horfa einstaklingsbundið á áhættur hvers og eins fyrirtækis. Það getur verið að við grípum inn í hjá einu fyrirtæki sem er með mikla útlánaaukningu en kannski ekki með sama hætti hjá öðru fyrirtæki sem er einnig með mikla útlánaaukningu en mun betri áhættustýringu. En ef við værum að nota þetta í hagstjórnarlegu tilliti þá myndum við beita þessu eins á öll fyrirtæki en það megum við ekki.“ Að sögn Páls Gunnars er Fjár- málaeftirlitið með þessu að styrkja þau tæki sem það hefur þegar þróað og byggir umræðuskjalið, þar sem hert eftirlit er kynnt og sent verður fjármálafyrirtækjum, á upplýsinga- öflun stofnunarinnar frá lánastofn- unum síðustu vikur. Eftirlit en ekki hagstjórnartæki STARFSFÓLK Nóatúns, trygg- ingafélagsins Sjóvár-Almennra og fleiri hafa um helgina unnið að því að rýma verslun Nóatúns við Hringbraut sem stórskemmdist í eldsvoða aðfaranótt laugardags. Allar vörur eyðilögðust og miklar skemmdir urðu á húsnæði og inn- réttingum. Rekstrarstjóri fyrirtæk- isins segir enn of snemmt að segja til um hvenær búðin verði opnuð á ný. Sigurður Gunnar Markússon seg- ir ljóst að eldurinn hafi breiðst út á nokkrum mínútum eftir að hann kom fyrst upp. Hann segist hafa ákveðnar kenningar um hvar eld- urinn hafi kviknað en úr því verði ekki skorið fyrr en tæknideild lög- reglunnar í Reykjavík ljúki rann- sókn. Aðspurður segir hann að við- vörunarkerfi hafi virkað eins og skyldi og þá hafi slökkvilið verið snöggt á staðinn. Morgunblaðið/Þorkell Mikill atgangur var í verslun Nóatúns í JL-húsinu í gær þegar unnið var að hreinsun. Eldurinn breiddist út á nokkrum mínútum Ötullega unnið að því að hreinsa út úr verslun Nóatúns REGLUM um verðmæti þess varn- ings sem ferðamenn mega taka með sér til landsins án þess að greiða af þeim toll var síðast breytt í byrjun árs 2002. Þá var hámark þess varn- ings sem ferðamenn máttu kaupa er- lendis eða í fríhöfninni án þess að greiða toll hækkað úr 36 þúsundum í 46 þúsund krónur og hámarksverð einstaks hlutar var hækkað úr 18 þúsundum í 23 þúsund krónur. Ekki hafa verið lagðar fram tillög- ur í fjármálaráðuneytinu um að breyta þessum upphæðum í reglu- gerðinni. Tollfrjáls varningur ferðamanna Hámarkið hækkaði síðast 2002 PALLBÍL var ekið á fjögur hrein- dýr, tvo tarfa og tvo kálfa, á Kára- hnjúkavegi á Fljótsdalsheiði í gær- morgun. Tvö dýranna drápust við áreksturinn en hin tvö varð að aflífa. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöð- um var þoka og myrkur þegar slysið varð. Talið er að um 100 hreindýr hafi verið á eða við veginn. Pallbíll- inn skemmdist lítið og ökumaður meiddist ekki. Ók á fjögur hreindýr ♦♦♦ BAKKAVÖR Group verður einn af stærstu matvælaframleiðendum Bretlands og leiðandi í framleiðslu ferskrar tilbúinnar matvöru, ef af yf- irtöku þess verður á breska mat- vælaframleiðandanum Geest. Það verður jafnframt eitt stærsta fyr- irtækið sem skráð er á Íslandi. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á föstu- dag standa nú yfir yfirtökuviðræður en Bakkavör á fyrir um 20% hlut í Geest. Veltir 130 milljörðum Sameinað fyrirtæki mundi velta um 130 milljörðum króna, hagnaður fyrir skatta samanlagt um 7,6 milljarðar miðað við síðasta ár og starfsmenn fyrirtækisins yrðu um 12.500 talsins. Geest var fyrst stofnað af hinni hol- lensku van Geest fjölskyldu árið 1935 um innflutning og sölu á blómlaukum í Bretlandi. Árið 1953 hóf Geest að flytja inn og selja banana, en ban- anasalan varð síðan meginuppistaða reksturs félagsins. Það var ekki fyrr en árið 1972 að félagið hóf framleiðslu ferskrar tilbúinnar matvöru en í dag er Geest annar stærsti framleiðandi Bretlands á því sviði. Geest fram- leiðir, rétt eins og Bakkavör, vörur sínar undir merkjum verslunarkeðja. Geest var skráð í Kauphöllina í London árið 1986. Árið 1995 opnaði félagið fyrstu skrifstofu sína í Evrópu fyrir sölu á tilbúinni ferskri matvöru. Bananahluti reksturins var seldur frá fyrirtækinu árið 1996 og hefur síðan þá einbeitt sér að ferskri tilbúinni matvöru. Meginhluti rekstrar félagsins er í Bretlandi en félagið er einnig með starfsemi í Frakklandi, Belgíu, á Spáni og í Suður-Afríku. Félagið sam- anstendur af 30 rekstrareiningum og 38 verksmiðjum sem framleiða yfir 2.000 vörur í 16 vöruflokkum. Starfs- menn eru 10 þúsund talsins, veltan var 115 milljarðar króna árið 2003 og hagnaður fyrir skatta sama ár var 5,4 milljarðar króna. Vöxtur veltu fyr- irtækisins var 12% á síðasta ári en fé- lagið markaðssetti yfir 800 nýjar vörur það ár. Langmestur vöxtur, eða nær 60% árið 2003, hefur verið í ferskum tilbúnum matvælum til Evr- ópu en sala á fersku grænmeti í Bret- landi jókst um 20% og sala ferskra tilbúinna matvæla í Bretlandi jókst um 6% á síðasta ári. Á yfirstandandi ári er búist við 6% heildarvexti Geest og er það undir meðalvexti markaðar- ins, sem er 7%, en ástæðan er rakin til verðlækkunar á afurðum fyrirtæk- isins. Velta Geest hefur reyndar vaxið stöðugt ár frá ári á síðustu árum og það sama má segja um hagnað fyrir afskriftir og fjármagnsliði. Bakkavör Group undirbýr yfirtöku á matvælaframleiðandanum Geest Byrjaði í blómlaukum og banönum                            !     " #   $%  &         LÉST EFTIR LÍKAMSÁRÁS Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði í gær 25 ára gamlan karl- mann í gæsluvarðhald vegna árásar á veitingastaðnum Ásláki í Mos- fellsbæ í fyrrinótt sem leiddi til dauða 55 ára gamals karlmanns. Árásin var framin í anddyri veitinga- staðarins, en að sögn lögreglu sló árásarmaðurinn hinn látna þungu höggi á kjálka, og í kjölfarið hné sá er fyrir árásinni varð niður meðvit- undarlaus. Hann lést á LSH á þriðja tímanum í gær. Barghuti ekki í framboð Marwan Barghuti verður ekki í framboði í forsetakosningum í Pal- estínu 9. janúar nk. Stuðningsmenn hans tilkynntu í gær að hann væri hættur við og að hann styddi Mahmoud Abbas til embættisins. Barghuti afplánar fimmfalt lífstíð- arfangelsi í ísraelsku fangelsi. Útrás eykur skattsvik Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir aukningu á skattsvikum í gegnum erlend samskipti mjög al- varlega þróun, en í skýrslu um skattsvik á Íslandi, sem lögð var fram á Alþingi á föstudag, eru m.a. lagðar til leiðir til þess að minnka möguleika á þess konar skatt- svikum. Launadeila í hnút Félag leikskólakennara ákvað á föstudag að vísa launadeilu félagsins og sveitarfélaganna til rík- issáttasemjara. Ásmundur Stef- ánsson ríkissáttasemjari mun funda með báðum aðilum í dag og kynna sér stöðu viðræðnanna. Í framhald- inu mun hann taka ákvörðun um hvenær fundað verður næst í deil- unni. Kosið um forseta í Rúmeníu Ekki var hægt að segja til um það í gærkvöldi hvor þeirra Adrians Nastase eða Traians Basescu hefði farið með sigur af hólmi í síðari um- ferð forsetakosninganna í Rúmeníu. Sýndu útgönguspár að þeir hefðu báðir fengið um 50% atkvæða, Nast- ase hafði þó ívið meira fylgi sam- kvæmt einni spá. Nastase hafði fyrir fram þótt sigurstranglegri, fékk 41.% í fyrri umferð kosninganna. sescu aðeins 34%. Eitrað fyrir Jústsjenkó Saksóknarar í Úkraínu hafa ákveðið að taka upp lögreglurann- sókn að nýju á grunsamlegum veik- indum stjórnarandstöðuleiðtogans Viktors Jústsjenkós en læknar í Vín í Austurríki sögðu á laugardag að rannsóknir þeirra hefðu leitt í ljós að enginn vafi gæti leikið á því að eitrað hefði verið fyrir Jústsjenkó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.