Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 27 UMRÆÐAN UNDANFARNA mánuði höfum við orðið vitni að einstæðum atburð- um. Atburðir þessir snúast um Stjórnarskrá lýðveldisins, það vald sem hún veitir handhöfum ríkisvalds- ins og ekki síður tempr- un þess valds. Nú síðast gerði forseti þingsins þessi mál að umtalsefni sínu og setti fram skýr- ingu á tilurð 26. greinar stjórnarskrárinnar. Eftirfarandi grein er rituð í tilefni af atburð- um þessum. Í aðdraganda lýð- veldisstofnunarinnar var á Íslandi misklíð um sjálfa samfélagsgerð- ina. Því var ákveðið að slíta konungssambandi við Danmörku, stofna hér lýðveldi, en gera ekki aðrar breytingar á stjórn- skipan landins heldur en þær sem beinlínis leiddi af lýðveldisstofn- uninni. Þetta má sjá af greinargerð milliþinganefndar um frumvarp að Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands þar sem aðallega er fjallað um breytingar á heiti þjóðhöfðingjans og á valdi hans. Setningarmáti stjórnarskrár- innar var sérstakur á þann hátt að eftir venjulega afgreiðslu, beggja deilda Alþingis, líkt og hefðbundin lagasetning, var frumvarpið borið undir ákvörðun allra atkvæðisbærra manna í landinu og fékk þar yf- irgnæfandi stuðning. Kjörsókn var ein sú mesta sem þekkst hefur á Ís- landi. Þannig má segja að stjórn- arskráin hafi verið „þjóðfélagssátt- máli“. Stjórnarskrá, sem þannig er sett, gefur því til kynna að valdið sem hún gefur handhöfum ríkisvaldsins komi frá þjóðinni sjálfri og að hún sé uppspretta þess valds sem fulltrúar hennar fara með. Fulltrúalýðræði hef- ur nú þann kost helstan að það dregur úr líkum á að ákvarðanir séu teknar í einhverskonar múgæsingu í samfélag- inu. Almennt mennt- unarstig, aðgengi að upplýsingum og auknir möguleikar á sam- skiptum milli manna hafa dregið mjög úr mikilvægi fulltrúa- lýðræðisins og gefið möguleika á auk- inni beinni þátttöku almennings í ákvarðanatöku. Ekki verður komist hjá því skoða hvaðan alþingismenn fá umboð sitt. Þeim er raðað á framboðslista á veg- um stjórnmálaflokkanna. Kjósendur velja síðan milli framboðslista. Eftir kosningar eiga hinir kjörnu þing- menn sitt undir stjórnmálaflokkunum hvað varðar setu í þingnefndum, ráð- herrastóla og annað það, sem kann að auðvelda þeim að hafa áhrif, auk nið- urröðunar á framboðslista framtíð- arinnar. Stjórnmálaflokkarnir hafa sína eigin hagsmuni sem ekki fara endilega alltaf saman við hagsmuni almennings. Leynd hvílir yfir fjár- málum þeirra og því geta kjósendur ekki metið, hvaða hagsmunum þeir gefa atkvæði sín. Af öllu þessu má sjá að völd stjórnmálaflokka eru veruleg og að ekki er auðvelt fyrir almenning að stýra því valdi. Þingmenn sitja því í vaxandi mæli í skjóli stjórn- málaflokkanna í stað þess að sitja í skjóli umboðs kjósenda. Breytingar á stjórnarskránni, frá lýðveldisstofnun hafa aðallega snúist um kjördæmabreytingar eða breyt- ingar á þingmannafjölda kjördæma. Allar breytingarnar áttu það sameig- inlegt að þær voru samþykktar sam- hljóða á Alþingi. Að því búnu var þing rofið og boðað til nýrra kosninga. Eft- ir þær var svo frumvarpið samþykkt óbreytt og þannig var stjórn- arskránni breytt. Þessi aðferð er í samræmi við 79. gr. stjórnarskrár- innar. Ef nánar er litið á þessa aðferð þá sviptir hún almenning öllum áhrif- um yfir stjórnskipan landsins. Kjós- andinn getur ekki, í kosningum, lýst sig mótfallinn breytingu. Stjórn- málaflokkarnir hafa komið sér saman um hana. Þannig hafa stjórn- málaflokkarnir svipt almenning tæki- færinu til að hafa áhrif á breytingar á stjórnskipan landsins. Afleiðingin hefur orðið sú að með kjördæma- breytingum, sem felast í samþjöppun kjördæma, hafa tengsl þingmanna við kjósendur minnkað en í sama stað hefur vald miðstjórna stjórn- málaflokkanna aukist. Þar með eykst vald framkvæmdavaldsins óhjá- kvæmilega og þingið hefur minni tök á að veita því aðhald. Þingmenn sem gera tilraunir til slíks eru beittir við- urlögum af hálfu þingflokkanna. Slíkt eykur enn áhrif framkvæmdavalds- ins. Málskotsvald forsetans kemur þá eðlilega til með að verða notað og því fylgja tilraunir stjórnarflokkanna til að leggja málskotsvaldið niður eða jafnvel leggja niður sjálft embætti forseta Íslands. Eins og nú er komið er ljóst að nauðsynlegt er að setja Íslandi nýja stjórnarskrá. Ég tel að nauðsynlegt sé að almenningur hefji umræðu um stjórnskipan hennar og þróun henn- ar. Ég tel óeðlilegt að löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið leiði þessa vinnu því að saman mynda þessar valdastofnanir það ríkisvald sem stjórnskipunarlögunum er ætlað að tempra. Því tel ég að rétt sé að nú þegar á þessu kjörtímabili verði ráð- ist í eina og aðeins eina breytingu á stjórnarskránni. Hún fæli það í sér að 79. grein hennar yrði breytt á þann veg að í framtíðinni væri aðeins unnt að breyta stjórnarskránni með venju- legri samþykkt Alþingis, þjóð- aratkvæðagreiðslu í kjölfarið og síðan samþykki forseta. Aðrar stjórnlaga- breytingar geta og eiga að bíða þar til búið er að færa þjóðinni raunverulegt vald til að ákveða stjórnarfarið í land- inu. Samþjöppun valds – breyt- ingar á stjórnarskránni Hreiðar Eiríksson fjallar um stjórnarskrármálið ’Fulltrúalýðræði hefurnú þann kost helstan að það dregur úr líkum á að ákvarðanir séu tekn- ar í einhverskonar múg- æsingu í samfélaginu. ‘ Hreiðar Eiríksson Höfundur stundar lögfræðinám við Háskólann á Akureyri. Í MORGUNBLAÐINU 2. des. sl. lýsir Ólafur G. Sæmundsson yfir því að kolvetni sé mikilvægasti orku- gjafi mannfólksins. Hann færir eng- in rök fyrir þessu, telur þess sjálf- sagt ekki þurfa, þar sem hann er næringarfræðingur. Það er áreið- anlega heldur ekki við hæfi að heimta af hon- um skýrslur eða nið- urstöður rannsókna varðandi lang- tímaáhrif af ráðlegg- ingum hans, en hins vegar liggur Atkins kúrinn kolvetnarýri sífellt undir því ámæli að áhrif hans til lang- frama séu ekki full- rannsökuð, sumir segja hann duga ekki nema í mesta lagi hálfan mánuð og alls ósannað að hann valdi ekki stórkostlegum skaða til lengdar. Þessi skaðvænu áhrif eru ekki komin fram enn, þótt milljónir manna hafi stundað þennan kúr lang- tímum saman. Sjálfur hef ég lagt þetta fyrir mig í tvö ár með góð- um árangri. Ég veit hvað ég er að tala um að þessu leyti. Þessi tilraunastarfsemi stendur enn og gefur góða raun og góða von. Það vill hins vegar svo til að það var eitt sinn gerð tilraun í ósmáum stíl til þess að nota kolvetni sem að- al brennsluefni fyrir manneskjur. Þetta var í Kína í kringum 1960 þegar Maó formaður tók stóra stökkið fram á við í efnahagsmálum. Við það dró mjög úr landbún- aðarframleiðslu, skortur varð á matvælum og tekin var upp skömmtun. Kínverska skáldkonan Jung Chang segir svo frá í bók sinni, Villtir svanir, sem út kom 1995 í þýðingu Hjörleifs Sveinbjörnssonar: „Í Chengdu var hrísgrjóna- skammturinn minnkaður niður í 9 kíló á mánuði fyrir fullorðna, 100 grömm af matarolíu á mann urðu nú að duga og jafnþyngd í kjöti ef það var á annað borð falt. Það gat ekki heitið að neitt annað ætilegt væri á boðstólum, ekki einu sinni kál. Margir fengu bjúg og safnaðist vökvi undir húðina vegna vannær- ingar. Þeir sem fyrir þessu urðu fengu gul- leitt litaraft og blésu út. Útbreiddasta lækn- ingin var að leggja sér klórellu til munns, en það eru einfruma grænþörungar sem innihalda mikið af eggjahvítuefnum. Klórella þrífst í þvagi, og í stað þess að fara á klósettið fór fólk að pissa í hrákadalla og sáldra síðan klórellu- fræjum út í. Eftir nokkra daga var þetta orðið svipað og mætti ímynda sér græn hrogn. Næsta skref var að fiska klórelluna upp úr hlandinu og þvo hana, en síðan var hún soðin með hrís- grjónum. Þessi réttur var alveg einstaklega ógeðslegur á bragðið, en varð þó til að draga úr bjúgmynduninni.“ Margt er víst ólíkt með Kínverjum og Íslendingum, en hitt mun mála sannast að alþýðu- menn í Kína og á Íslandi eiga það sameiginlegt að reyna að bjarga sér í blóra við snjallræði yfirvaldanna og sérfræðinga á þeirra vegum. Undirtónninn í grein Ólafs er sá að slík afstaða lýsi trúgirni, barnaskap eða bara réttri og sléttri heimsku. Ég fyrir mitt leyti tel ekki eftir mér að sitja undir slíkum trakteringum, ef mér tekst að ná tökum á mínum persónulega ofþyngdarvanda. Ég mun halda mínu striki. Að halda sínu striki Baldur Pálsson svarar Ólafi G. Sæmundssyni Baldur Pálsson ’Þessi skað-vænu áhrif eru ekki komin fram enn, þótt millj- ónir manna hafi stundað þennan kúr langtímum saman. ‘ Höfundur er kerfisfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.