Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 33 MINNINGAR Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur og afi, EIRÍKUR ÍSFELD ANDREASEN, Kársnesbraut 94, lést á heimili sínu fimmtudaginn 9. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Lilja Guðlaugsdóttir. Elskuleg frænka okkar, GUÐRÚN LAUFEY JÓNSDÓTTIR, Blaka, Hagamel 15, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstu- daginn 17. desember kl. 15.00. Garðar Halldórsson, Birna Geirsdóttir, Jón Halldórsson, Ingigerður Jónsdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Margrét Pálsdóttir, Margrét Birna, Helga María, Margrét, Áslaug Þóra, Halldór Haukur og Jón Gunnar. Elskulegur eiginmaður minn, SIGTRYGGUR K. JÖRUNDSSON, Silfurgötu 8a Ísafirði, andaðist föstudaginn 10. desember á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hjálmfríður Guðmundsdóttir. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, BERNDT OLOV EDVARD GRÖNQVIST, Nýbýlavegi 46, Kópavogi, sem lést 4. desember síðastliðinn verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 14. desember kl. 15. Gerður Sæmundsdóttir, Róbert Ragnar Grönqvist, Christina Guðrún Grönqvist. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON f.v. lögregluþjónn, Elliheimilinu Grund, áður til heimilis á Bergþórugötu 57, Reykjavík, lést föstudaginn 10. desember. Bjarni Ólafsson, Guðrún Árnadóttir, Guðmundur Ólafsson, María Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EDDA JÓNSDÓTTIR, Miðtúni, Hornafirði, lést í Landspítalanum laugardaginn 11. desem- ber. Trausti Jóhannesson, Rúnar Þórir Ingólfsson, Jóhanna Þrúður Jóhannesdóttir, Þórarinn Sigvaldason, Ófeigur Guðbjörn Jóhannesson, Birna Ingólfsdóttir, Olgeir Aðalsteinn Jóhannesson, Ragna Pétursdóttir, Jóna Margrét Jóhannesdóttir, Gestur Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ekki úr nös frekar en ferming- arstrákur, enda maður í góðri þjálfun og tággrannur. Og nú er hann ei meir. Á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, sagði Hallgrímur í Saurbæ og það á við hér. Líklega á hver sína út- mældu líflínu sem ekki verður teygð. Eða kannski er það bara forritið í hverjum einum sem segir hvenær nóg er lifað. Haustið 1957 hófu nokkur ung- menni nám í Samvinnuskólanum á Bifröst. Fámennasti bekkurinn sem þar hefur verið. Við vorum 29 sem glöð og bjartsýn lukum próf- um vorið 1959. Í meginatriðum hefur þessi hópur haldið vel saman og góður kunningsskapur haldist. Siggi er sá fimmti sem fellur frá. Fátt jafnast á við þau kynni og samkennd sem skapast í heimavist. Þó stundum togni á þræðinum og mislangt verði milli samfunda er grunnurinn fyrir hendi og gömul kynni gleymast ei. Við eigum öll eitthvað hvert í öðru, umfram ann- að fólk. Bekkjarfélagarnir hafa haft það fyrir reglu að gera eitthvað eft- irminnilegt saman á fimm ára fresti, fyrir utan minni samfundi þess á milli, með þátttöku eftir efn- um og ástæðum hvers og eins. Í ár voru 45 ár liðin frá brautskráningu okkar og við héldum upp á það með því að fara í lok september ásamt mökum í skemmtiferð til Ítalíu, þau okkar sem gátu komið því við. Siggi og hún Ólafía hans voru þar með í ferð. Þó nú sé saknað vinar er samt nokkuð að gleðjast yfir. Persónu- lega gleðst ég yfir því að hafa í Ítalíuferðinni fengið enn eitt tæki- færi til að endurnýja gamlan kunn- ingsskap við nafna minn. Á þessum dögum náðum við kannski hvað best saman á nær hálfrar aldar samvistarferli. Vorum þó á sínum tíma samherjar í hagyrðingakvar- tettinum Kvasi. Minninguna um fjölhæfan og atorkusaman vin, glettinn og ráða- góðan hvað sem á dundi, tekur enginn frá okkur bekkjarfélögun- um frá Bifröst. Hún er okkur öll- um til gleði. Ég þykist mega mæla fyrir munn okkar allra þegar ég þakka fyrir að hafa átt Sigurð Geirdal að samferðamanni og vini. Við send- um Ólafíu og öðrum aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur og vonum að hún finni hlýjan hug okkar þegar góður bekkjarbróðir er kvaddur. Sigurður Hreiðar. Það hefur verið óvenjulegt veð- urfar undanfarna daga. Rigningin hefur dembst yfir okkur og fengið mann til að ímynda sér að himinn gráti líka. Það er ekkert skrítið því við sem söknum Sigurðar Geirdal höfum misst mikið. Siggi var góður maður, hugur hans og framkoma báru vott um næmt innsæi á menn og málefni. Hann bar skynbragð á rétt og rangt og reyndist fólki sem leitaði til hans sem besti faðir. Kynni mín af Sigga hófust af al- vöru þegar Samtök foreldra- og kennarafélaga við grunnskóla Kópavogs voru stofnuð 1991 og ég gerðist fyrsti formaður SAMKÓP, en SAMKÓP fékk þá sæti áheyrn- arfulltrúa í skólanefnd Kópavogs. Áður hafði ég verið honum mál- kunnug eftir að ég fór að starfa hjá UMFÍ og tók að mér ritstjórn Skinfaxa. Sigurður Geirdal var mikill ung- mennafélagi og hugsjónamaður. Hann vissi að hugsjónir gera menn meðvitaðri um að unnt sé að bæta heiminn og breyta honum. Áhugi Sigga á íþróttum var mik- ill og kær. Sjálfur var hann gamall keppnismaður og lagði hann mikið kapp á að Kópavogsbær stæði framarlega í íþróttamálum. Verkin hafa talað. Með hans handleiðslu og í samstarfi Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins hefur uppbygging í íþrótta- og tóm- stundamálum í bæjarfélaginu verið með því besta sem þekkist hér á landi. Siggi var mjög ánægður þegar stjórn UMFÍ ákvað að Landsmótið árið 2007 yrði haldið í Kópavogi. Strax var leitað til hans um að verða formaður landsmótsnefndar því betri mann í það starf var ekki hægt að fá. Sú hugmynd hafði einnig verið sett fram að sérstakri keppnisgrein yrði komið á fót þar sem Siggi gæti sjálfur fengið að spreyta sig. Því miður verðum við að vera án Sigurðar Geirdals á Landsmóti UMFÍ í Kópavogi 2007. Það var mér ekki erfið ákvörðun að taka sæti á lista Framsókn- arflokksins í Kópavogi 1998 þar sem ég hafði kosið flokkinn frá því að ég fékk kosningaréttinn. Fól Siggi mér þá það verkefni að stýra Íþrótta- og tómstundaráði bæjar- ins. Samstarf okkar varð því nán- ara og kunni hann svo sannarlega að gefa góð ráð og leiðbeiningar. Gat þó verið stríðinn og gerði stundum grín að baráttu minni fyr- ir auknum hlut kvenna í stjórn- málum. Þegar ég svaraði honum og sagðist ekki vitund taka mark á meiningarlausum orðum hans þá brosti hann bara eða hló. Hann var jafnréttissinni sem sá að konur og karlar þurfa að starfa hlið við hlið í stjórnmálum og taka ákvarðanir saman. Markmiðið er að byggja betra samfélag. Það er með miklum trega og söknuði sem ég kveð Sigurður Geirdal oddvita okkar framsókn- armanna í Kópavogi. Mann sem gerði bæinn okkar betri, mann sem átti fjölbreytta flóru vina og kunn- ingja af margskonar sauðahúsi. Siggi gat talað við alla, hvort sem hann þekkti fólkið eða ekki. Þessi eiginleiki, velvild hans til fólks og útgeislun, hefur án efa átt þátt í þeirri miklu velgengni sem Fram- sóknarflokkurinn í Kópavogi hefur náð. Elsku Óla og fjölskylda, ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð vegna fráfalls þess góða manns sem Sigurður Geirdal var. Minningin um hann mun lifa. Una María Óskarsdóttir. Hann gekk hér um að góðra drengja sið, gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best sem voru á vegi hans vinarþel hins drenglundaða manns. Þó ævikjörin yrðu máski tvenn, hann átti sættir jafnt við Guð og menn. (Guðrún Jóh.) Ég hef í raun ekki enn meðtekið að Sigurður Geirdal sé dáinn og ég veit að svo er einnig um marga aðra sem umgengust hann daglega. Á skrifstofunni hans eru dyrnar opnar og mann rekur í rogastans þegar einungis kertalogi í rökkv- uðu herberginu mætir manni en ekki Sigurður sjálfur, kvikur í hreyfingum með glettnislegt bros. Ég starfaði með honum sem bæj- arritari frá því í ágúst 2003 og fram til 20. nóvember 2004. Reynd- ar fóru þeir nokkurn veginn saman minn síðasti vinnudagur sem bæj- arritari og hans síðasti vinnudagur sem bæjarstjóri því mánudags- morguninn 22. nóvember fékk hann áfallið sem svo lagði hann að velli. Þann morgun var sannarlega erfitt að vera komin til annarra starfa og í raun alveg ómögulegt að vera annars staðar en á bæj- arskrifstofunum með samstarfs- fólki hans sem beið og vonaði hið besta. Það er margt sem ég lærði af Sigurði og án nokkurs efa mun mér oft verða hugsað til hans í framtíðinni. Hann gaf mér mörg góð ráð og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Ég votta fjölskyldu hans innilega samúð mína. Ásta Þórarinsdóttir. Það gustaði um sálartetrið og eins og strengur slitnaði þegar ég frétti af andláti míns gamla vinar. Margt flýgur um hugskotið þegar ég minnist hans. Fyrstu kynni mín voru þegar hann kom til landvinn- inga hér suður á mölina og falaðist eftir húsaskjóli hjá foreldrum mín- um. Þessi kviki piltur var ekki lengi að handsala samning þess efnis og bjó hjá okkur í nokkur ár í góðri sátt og samlyndi. Ég mót- aðist á margan hátt af honum og hann gerði mig að þeim framsókn- armanni sem ég er, meðal annars með að fara á þróttmiklar sam- verustundir ungliðahreyfingar flokksins. Þar heillaðist ég mest af félagsvistarkvöldun en þegar þau blómstruðu sem mest náðist að spila á 2 borðum. Siggi kvittaði iðulega fyrir allt með upphafsstöf- um sínum SG, en þetta eru líka mínir tveir fyrstu svo ég æfði mig ótæpilega þar til enginn munur var á og gat þá kvittað eins og maður með mönnum. Við gerðum ýmis- legt saman, eins og t.d. að fara í veiðitúr í miðju bensínverkfalli með ¼ á tanknum fullir bjartsýni. Á veiðistað, Apavatni, urðum við bensínlausir. Við gengum á Minni- Borg þar sem við náðum 3 lítrum úr bensíndælunni með því að hoppa á bensíntönkunum og dæla um leið, svo fórum við framsóknar- mennirnir á næstu sveitabæi og föluðumst eftir að bændur seldu okkur bensín. Skammt dugði flokksskírteinið á bændur því okk- ur var alls staðar vísað frá, nema á einum stað fengum við 2 lítra keypta. Þetta dugði okkur langleið- ina til Hveragerðis en þaðan kom- umst við mörgum tímum seinna í bæinn með rútu. Bíll Sigga beið á sínum stað þar til verkfalli lauk. Margt þessu líkt upplifðum við fé- lagarnir saman. Siggi hafði kímni- gáfu sem fáum er gefin. Snarpur til svara og orðheppinn með af- brigðum þegar honum tókst vel til. Minningingarmyndin af honum þegar þessir tveir kostir hans toppuðu saman mun lifa lengi. Hann iðaði af kæti, togaði tvisvar, þrisvar í jakkann sinn (kækur) og reigði höfuðið til hliðar og hló svo innilega sjálfur að ekki var annað hægt en að hrífast með. Ég kveð þennan vin með trega. Hann var einn sá alþýðlegasti og hreinskil- nasti maður sem ég hef kynnst. Fjölskyldu hans samhryggist ég við þennan missi, og bið þess að sá sem á gnótt friðar og miskunnar umvefji þau á þessum sorgartíma. Sverrir Gaukur Ármannsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN ANDERSEN, Efstasundi 41, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 15. desember kl. 13.00. Anna Ólafsdóttir Hrefna Björnsdóttir, Ólafur Brynjólfsson, Árni Mogens Björnsson, Sigþrúður Þórhildur Guðnadóttir, Sigríður Ólöf Björnsdóttir, Guðlaugur Ragnar Magnússon, Birna Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.