Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hann er að spyrja hvað yðar náð vill fá fyrir pleisið. Á þessu ári hafamargir sparkvell-ir verið teknir í notkun hér á landi en um er að ræða afrakstur sam- starfsverkefnis Knatt- spyrnusambands Íslands og UEFA, auk þess sem fyrirtæki leggja verkefn- inu til fjármagn. Ungir knattspyrnumenn og kon- ur hafa nýtt þessa velli af- ar vel á þeim stöðum þar sem þeir hafa verið settir upp og hafa vinsældir íþróttarinnar aukist. Í maí á þessu ári bárust 60 um- sóknir til KSÍ frá sveitarfélögum sem vildu taka þátt í byggingu sparkvalla. KSÍ hefur greitt kostnaðinn við gervigrasið en sveitarfélögin bera kostnað af öðrum þáttum verksins, s.s. að girða og lýsa vellina upp. KSÍ fékk um 150 millj. kr. til ráðstöfunar frá Knattspyrnusam- bandi Evrópu, UEFA, í tilefni 50 ára afmælis UEFA. Samkvæmt samningi um bygg- ingu sparkvallar skal hann vera 18x33 metrar að stærð, afgirtur og upplýstur þannig að hægt sé að nota hann árið um kring. Ekki er áskilið að völlurinn sé upphitaður en sveitarfélag getur kosið að hafa hann upphitaðan. Er gert ráð fyr- ir að allt að 50 sparkvellir verði til- búnir í árslok 2005. Einar Þorvarðarson fram- kvæmdastjóri Handknattleiks- sambands Íslands, HSÍ, var innt- ur eftir því hvort menn þar á bæ væru ekki smeykir við að knatt- spyrnan mundi taka öll völd í nán- ustu framtíð og skilja aðrar íþróttagreinar eftir hvað varðar fjölda iðkenda og vinsældir. „Það er ljóst að sparkvellirnir munu auka vinsældir knattspyrn- unnar á Íslandi og útbreiðsla íþróttarinnar á aðeins eftir að aukast með þessum völlum. En við höfum ekki orðið varir við miklar breytingar hvað okkar íþrótt varðar. Það hefur verið stigvaxandi aukning í okkar röð- um og við erum bjartsýnir á að svo verði áfram. En við búum ekki svo vel að eiga von á fjármagni til þess að fara í útbreiðsluherferð líkt og KSÍ er að gera. Þeir hafa aðgang að mun meira fjármagni en við og hafa nýtt það vel.“ Einar telur að knattspyrnan hafi tekið „öll völd“ hvað varðar markaðssetningu enda sé umfjöll- un um íþróttina gríðarlega mikil. „Við erum ágætlega settir hvað beinar sjónvarpsútsendingar varðar frá DHL-deildinni í hand- knattleik en við erum langt á eftir knattspyrnunni á þessu sviði. Ég veit ekki hvað margar mínútur á viku í sjónvarpinu eru frá knatt- spyrnuleikjum, en það er gríðar- legt magn, umfjöllun í blöðum og netmiðlum er einnig mikil. Og allt hjálpar þetta knattspyrnunni að ná til sín fleiri iðkendum. Að auki hefur verið mikil uppbygging á undanförnum árum hvað varðar knattspyrnuhús og sér ekki fyrir endann í þeim efnum.“ Einar telur að erfitt verði fyrir handknattleikinn að ná fótfestu á þeim svæðum þar sem ekki sé stundaður handknattleikur. „Akranes er gott dæmi þar sem handknattleikur var stundaður á árum áður en nú hefur það félag verið lagt niður. Það er oft erfitt að fara af stað með slíka starfsemi á ný en við gerum okkur vonir um að uppbyggingarstarf á lands- byggðinni skili sér þegar fram líða stundir. Á Egilsstöðum eru 80-100 börn að æfa og á Ólafsfirði er einnig verið að koma handknatt- leiknum á kortið. En það þarf fleiri til þess að koma af stað handknattleiksliði en t.d. í körfu- knattleik og það er ein ástæðan fyrir því að minni staðir úti á landi hafa ekki náð að halda úti hand- knattleiksliðum. En við hjá hand- knattleikshreyfingunni höfum ekki gríðarlegar áhyggjur af því að sparkvellirnir verði til þess að aðrar íþróttir muni láta í minni pokann fyrir knattspyrnunni. Það er mikil samkeppni á þessu sviði eins og í öðru,“ sagði Einar Þor- varðarson. Á fimmtudaginn í síðustu viku var sparkvöllur formlega opnaður við Brekkubæjarskóla á Akranesi. Heildarkostnaður við mann- virkið er á bilinu 15 til 16 milljónir kr. KSÍ leggur til gervigrasið en Akranesbær kostar undirlag, flóð- lýsingu og grindverk sem umlyk- ur völlinn. Að auki er völlurinn upphitaður. Gísli Gíslason bæjar- stjóri segir að líklega verði farið í framkvæmdir við gervigrasvöll við Grundaskóla á næsta ári en Akranesbær lagði til um 13 millj. kr. í völlinn við Brekkubæjar- skóla. Allir fá tækifæri Ingvar Ingvarsson, aðstoðar- skólastjóri Brekkubæjarskóla, segir að aðsóknin á völlinn sé mik- il og skólayfirvöld hafi tekið þá ákvörðun að útvega bekkjum skólans ákveðna tíma á vellinum þannig að allir fái tækifæri. Að- alsteinn Hjartarson, sviðstjóri tómstunda og forvarnasviðs Akra- nesbæjar, býst við að setja þurfi upp „stundaskrá“ á völlinn eftir að skóla lýkur enda ljóst að mjög margir vilji nota völlinn. Ekkert aldurstakmark er á vellinum eins og stendur en völl- urinn er fyrst og fremst ætlaður börnum og unglingum. Fréttaskýring | Gervigrasið hefur haft mikla þýðingu fyrir knattspyrnuna Sparkvellir slá í gegn Enn aukast vinsældir knattspyrnunnar meðal yngri kynslóðarinnar Gísli Þór Gíslason, nemandi í Brekkubæjar- skóla, fagnar opnun sparkvallar við skólann. Allt að 50 sparkvellir tilbúnir í árslok 2005  Í maí á þessu ári bárust 60 um- sóknir til KSÍ frá sveitarfélögum sem vildu taka þátt í byggingu sparkvalla. KSÍ hefur greitt kostnaðinn við gervigrasið en sveitarfélögin bera kostnað af öðrum þáttum verksins. Einar Þorvarðarson framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Ís- lands, HSÍ, telur ekki að knatt- spyrnan muni taka öll völd í nán- ustu framtíð og skilja aðrar íþróttagreinar eftir hvað varðar fjölda iðkenda og vinsældir. seth@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.