Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 25
Morgunblaðið/Kristinn Þeim fækkar stöðugt semreykja. Þetta er niður-staða kannana á tóbaks-notkun Íslendinga árið 2004. Lýðheilsustöð lét nýverið taka saman niðurstöður þriggja kannana á tóbaksnotkun Íslend- inga á árinu 2004 og sýna þær að innan við 20% fólks á aldrinum 15 til 89 ára reykir daglega og æ fleiri velja reykleysi, en til samanburðar reyktu um 30% fólks fyrir 12 árum. Í samantektinni kemur fram að töluverður munur er á venjum fólks eftir aldri. Þannig eru sárafá- ir reykingamenn í elsta aldurs- hópnum og meðal unglinga er hlut- fallið einnig lágt, eða um 12%, Flesta reykingamenn er að finna meðal ungra karla á aldrinum 20- 29 ára, þar sem fjórði hver maður reykir daglega. Mesta breytingin hefur hins vegar orðið á reykinga- venjum fólks milli þrítugs og fer- tugs, þar sem helmingi færri reykja nú en fyrir tólf árum síðan, eru nú í kringum 20% en voru rúm- lega 35% þá. Athygli vekur að í öllum aldurs- hópum undir sjötugu reykja tals- vert færri konur daglega en karl- ar. Í elstu aldurshópunum, þ.e. frá 70-89 ára snýst dæmið hins vegar við. Þannig má nefna að 21,9% kvenna á aldrinum 70-79 ára reykja daglega en aðeins 7,8% karla. Sé litið til búsetu kemur í ljós að tæp 19% fólks búsett á höfuðborg- arsvæðinu reykja daglega og tæp 22% á landsbyggðinni. Sé litið til menntunar má sjá að aðeins 10% fólks með háskólapróf reykja en rúm 20% fólks með grunnskóla- próf. Betra heilsufar Að sögn Bryndísar Kristjáns- dóttur, sviðsstjóra samskipta á Lýðheilsustöð, hafa breyttar reyk- ingavenjur þegar komið fram í betra heilsufari, ekki síst í fækkun hjarta- og æðasjúkdóma, en reyk- ingar og reykmettað andrúmsloft hafa meiri áhrif á heilsu lands- manna en nokkur annar einstakur þáttur. Hún segir því til mikils að vinna, að sem flestir fái að anda að sér hreinu lofti, lausu við tóbaks- reyk. Stöðugt dregur úr tóbaks- reykingum landsmanna               ! ' "      () *+,-. /0 ! 0123 4 TENGLAR ............................................. www.lydheilsustod.is MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 25 uka fjár- , byggja greining- m breyt- anförnum rt dregið kið þau. mennings verið tví- u ekki lit- hins veg- gi í þeirri tareglum atthlutfall fa dregið sem og Einnig er annsóknir ndanfarin mátt sem anskotum a skapa kota að flókn- reytingar uleika á aukið uleikar á uhagnað- ar, mismunandi skatthlutföll eftir tegundum tekna og mismunun á skattlagningu hlutafélaga, annarra félaga og einstaklingsrekstrar. Skýrsluhöfundar telja einnig að stóraukin eignatengsl íslenskra fyrirtækja hafi skapað fleiri tæki- færi til þess að hagræða viðskipt- um milli fyrirtækja til að komast hjá skattlagningu eða lækka hana. Eignatengsl fyrirtækja þvert á landamæri og jafnvel heimsálfur bjóða einnig upp á mikla mögu- leika til skattsvika. Einkahluta- félögum hefur einnig fjölgað mikið og eru nú yfir 20 þúsund, og hefur þessi fjölgun aukið verkefni skatta- yfirvalda og fjölgað tækifærum til undanskots. Í skýrslunni er einnig bent á að fyrirtækjum sem veiti þjónustu og ráðgjöf í skattamálum einstaklinga og fyrirtækja þyki sjálfsagt að veita ráðgjöf sem beinlínis miðar að því að komast undan eðlilegri skattlagningu, og ýmsir aðilar séu sérhæfðir í að ráðleggja hvernig vista megi fé með þessum hætti til að halda því utan seilingar skatta- yfirvalda. l í skýrslu um skattsvik til að nskot Morgunblaðið/Kristinn 5–34 milljörðum vegna skattsvika árið 2003. Meira á mbl.is/itarefni Okkur þykir ómaklega aðTryggingastofnun rík-isins vegið þegar stofn-unin er vænd um að vilja ekki greiða fyrir viðhalds- meðferð ópíumfíkla og að stofn- unin sé þar með að mismuna sjúklingum, því þannig er málum ekki háttað,“ segir Inga J. Arn- ardóttir, deildarstjóri lyfjadeildar hjá TR, og vísar þar til nýlegra ummæla Sverris Jónssonar, læknis á Vogi, hér á síðum blaðs- ins. Inga bendir á að TR hafi ekki tekið ákvörðun um umræddar breytingar. „Í ársbyrjun 2001 var tekin ákvörðun um að S-merkja fjölda lyfja, þ.e. merkja þau sem sjúkra- húslyf. Í flestum tilfellum var um ræða ný, dýr eða mjög sérhæfð lyf, þar sem ástæða var talin til góðrar eftirfylgni og ákveðinna reglna með notkun þessara lyfja. Áður hafði TR greitt fyrir þessa meðferð sem þriðji aðili. Með reglugerðarbreytingunni frá heil- brigðisráðuneytinu var kostnaður vegna notkunar S-merktra lyfja fluttur til þeirrar stofnunar sem í framtíðinni myndi stýra og bera ábyrgð á tiltekinni meðferð. Á árinu 2001 var því um töluverða millifærslu fjármuna að ræða frá TR til viðkomandi stofnana, sem áttu framvegis að standa undir kostnaðinum.“ Skilningur manna að Vogur fengi umrædda fjárveitingu Aðspurð segir Inga rétt að TR hafi aldrei tekið þátt í kostnaði fyrir viðhaldsmeðferð ópíumfíkla, en bendir á að það eigi sér sínar skýringar. „Þegar lyfið kom fyrst á markað hérlendis stuttu fyrir umræddar breytingar var það strax utan greiðsluþátttöku TR. Í samráði við Þórarin Tyrfingsson, yfirlækni á Vogi, og landlækni var ákveðið að þetta nýja lyf yrði merkt sem sjúkrahúslyf og fagleg og fjárhagsleg ábyrgð lögð á Vog varðandi meðferðina. Læknar Vogs eru þeir einu sem eiga möguleika á að fylgjast með um- ræddri meðferð og gera breyt- ingar ef á þarf að halda.“ Að sögn Ingu var það skiln- ingur þeirra sem að málinu komu á sínum tíma að Vogur ætti að fá fjárveitingu fyrir eftirmeðferð ópíumfíkla. Árið 2001 var áætlað að meðferðin kostaði 400 þúsund kr. á ári á mann, en þá voru tólf einstaklingar í meðferð þannig að kostnaður Vogs við lyfjameðferð- ina nam 2–3 milljónum árlega. „Um mitt ár 2001 lagði TR til að millifærðar yrðu 2–3 milljónir frá stofnuninni til Vogs vegna lyfsins þó svo að TR hefði aldrei greitt fyrir lyfið. Ástæða þess að milli- færa þurfti fjármagn frá stofn- uninni var að fjárlög höfðu þegar verið samþykkt fyrir árið 2001 og þar hafði verið gert ráð fyrir óbreyttu ástandi, þ.e. að allur kostnaður yrði greiddur af TR. Skilningur manna var að fram- vegis myndi kostnaður vegna um- ræddrar meðferðar fara í gegnum fjárlög eins og annar kostnaður. Það virðist hins vegar ekki hafa gengið eftir samkvæmt þeim um- mælum sem við höfum heyrt frá forsvarsmönnum Vogs. Í fyrra kom þetta mál upp aftur og þá barst TR beiðni frá heilbrigðis- ráðuneytinu þar sem þeir óskuðu eftir því að 6–7 milljónir yrðu millifærðar frá TR til Vogs vegna lyfjameðferðarinnar og var sú beiðni samþykkt,“ segir Inga J. Arnardóttir. Gera þarf viðauka við gild- andi þjónustusamning Spurð um greiðsluþátttöku hins opinbera í eftirlyfjameðferð ópí- umfíkla á Vogi segir Sæunn Stef- ánsdóttir, aðstoðarmaður heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, því til að svara að í gildi sé þjónustusamningur við SÁÁ sem undirritaður var í október 2002 og gildi til ársloka 2005. „Samn- ingurinn er því í gildi og við hann er staðið af hálfu ríkisins. Í þeim samningi er ekki kveðið á um greiðslur vegna lyfjagjafar í eft- irmeðferð ópíumfíkla. SÁÁ hefur boðið upp á þessa meðferð og fjármagnað. Þó má þess geta, eins og komið hefur fram í máli ráðherra í fjölmiðlum, að í fjár- aukalögum þessa árs er gert ráð fyrir 6,5 m.kr. fjárveitingu til SÁÁ vegna lyfjakostnaðar og á fjárlögum ársins 2005 er gert ráð fyrir 7,7 m.kr. fjárveitingu, en gera þarf viðauka við gildandi þjónustusamning,“ segir Sæunn. Hún staðfestir að TR greiði ekki lyfjakostnað spítalanna enda sé sá kostnaður innifalinn í föstum fjárveitingum stofnananna. Inga J. Arnardóttir, deildarstjóri lyfjadeildar, hafnar gagnrýni á TR Lyf til ópíumfíkla áttu að fylgja stofnuninni Morgunblaðið/Árni Torfason Inga J. Arnardóttir bendir á að rétt sé að TR hafi aldrei tekið þátt í kostnaði við viðhaldsmeðferð ópíumfíkla. r og reyna að gera okkur grein fyrir því hvað nhæft að gera. Það er alveg ljóst að þetta eru upphæðir sem hugsanlega er verið að draga skatti, bæði hjá ríki og sveitarfélögum, og mik- fi að reyna að uppræta þetta. Þó er þetta því landlægt og hefur verið í mörg ár, bæði hér og m löndum.“ Ráðgjafar yfir mörkin ýrslunni er einnig bent á að í dag þyki sjálfsagt hæfðir ráðgjafar veiti ráðleggingar um hvern- ægt að komast undan eðlilegri skattlagningu. egir það alvarlegt mál. „Það er auðvitað ákveð- kalína á milli ráðgjafar sem byggist á því að haldi sig innan laganna, sem er eðlilegt, og svo egar menn eru komnir út fyrir [lögin]. Það er að alvarlegt mál ef verið er að ráðleggja mönn- ssháttar.“ segir að ef til vill þurfi hugarfarsbreytingu menningi til að minnka skattsvik almennt. Í nakönnun, sem gerð var fyrir nefndina, kom í þeim fækkar verulega sem sögðust hafa haft á árinu áður sem þeir gáfu ekki upp til skatts. nin var gerð árið 2003, og þá sögðust 9% að- a hafa haft tekjur á síðasta ári sem þeir gáfu pp til skatts. Í sambærilegri könnun, sem gerð 92, sögðust 17% aðspurðra hafa haft slíkar yfir tillögurnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.