Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÓLSKINSFÓLKIÐ M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN „SÓLSKINSFÓLKIÐ HLÝTUR AÐ VERA EIN ATHYGLISVERÐASTA SKÁLDSAGA ÁRSINS, OG FESTIR STEINAR BRAGA Í SESSI SEM MIKILVÆGASTA RITHÖFUND SINNAR KYNSLÓÐAR“ „ÞANNIG EIGA BÓKMENNTIR AÐ VERA“ - Melkorka Óskarsdóttir, Fréttablaðið - Björn Þór Vilhjálmsson, Morgunblaðið ÞVÍ var fagnað í Hafnarfirði í gær að 100 ár eru liðin frá því rafvæðing Íslands hófst, en upphafið er rakið til þess þegar Jóhannes J. Reykdal keypti rafal og virkjaði Lækinn í Hafnarfirði upp á sitt eindæmi. Alls tengdust sextán hús og fjórir ljósastaurar virkjuninni. Í menningarmiðstöðinni Hafnarborg var hátíð- ardagskrá af þessu tilefni. Meðal þeirra sem tóku til máls voru forseti Íslands, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og iðnaðarráðherra. Hugsjónamenn í Hafnarfirði, á tímum mik- illar fátæktar eftir aldamótin 1900, áttu sér há- leita drauma, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ávarpi sínu um Jóhannes Reykdal. „Drauma um framfarir og hagsæld öllum til handa. Um afl sem myndi færa birtu og yl í hvert hús. [...] Jóhannes Reykdal og aðr- ir hugsjónamenn í Hafnarfirði lögðu vissulega grundvöllinn að því tækniundri, þeirri byltingu í þjóðfélagsmálum og mannlífi okkar Íslend- inga, sem við höfum notið um langt skeið.“ Hann sagði að í Hafnarfirði hefði hafist sú vegferð sem enn í dag væri að skapa Íslend- ingum nýja kosti í upphafi nýrrar aldar. „Það er í raun ógerlegt að rekja til hlítar áhrifin sem rafvæðingin hefur haft á lífskjör, lífshætti, menningu og atvinnulíf okkar Íslendinga,“ sagði forsetinn ennfremur. Sagði forsetinn að varðveita bæri minn- inguna um hugsjónafólkið sem reið á vaðið snemma á síðustu öld. „Um leið veitum við ungu fólki sýn á þessa gömlu tíma og sköpum skilning þeirra á því þegar risavaxið stökkið var tekið frá þessu fátæka þorpi sem var hér og til þeirrar borgar sem Hafnarfjörður er í raun og veru núna.“ Sagði forsetinn að kjarni boðskaparins, sem saga rafvæðingar bæri með sér, væri kannski sá „að veita ungu fólki innblástur og vilja til að husga stórt“. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði rafstöð Jóhannesar Reykdal hafa markað tímamót í raforkusögu þjóðarinnar, þótt lítið skref hefði verið stigið í fyrstu. Hún sagði þró- un raforkunotkunar á Íslandi hafa verið hæga í upphafi en mest hafi munað um byggingu Elliðaárstöðvar, árið 1921. Hún minnti á raf- væðingarátak sem gert var hér á landinu árin 1950–1965. Með því hefði verið lyft grettistaki í rafvæðingu til sjávar og sveita. Sagði hún frá því að fyrsti aðalfundur Landsnets ehf., sem er sjálfstætt flutningsfyr- irtæki í eigu orkuframleiðenda landsins, hefði verið haldinn í gær, á aldarafmæli rafvæðing- arinnar. Sagði hún fyrirtækið taka til starfa eftir áramót en það mun annast allan raf- orkuflutning. Morgunblaðið/Þorkell Börn Jóhannesar Reykdal, Elísabet og Þórður Reykdal, afhjúpuðu minnisvarða um föður sinn við Lækjargötu í Hafnarfirði í gær. Þess var minnst í Hafnarfirði að öld er liðin síðan rafvæðing Íslands hófst Grunnurinn að nútíma samfélagi Verðbólgan á síðustu 12 mánuðum tæplega 4% VERÐBÓLGAN síðustu tólf mán- uðina er 3,9% miðað við verðlag í desember samkvæmt mælingum vísitölu neysluverðs. Þar er um að ræða lítils háttar hækkun á tólf mánaða verðbólgunni frá nóvem- bermánuði, en fara þarf aftur til júnímánaðar í ár til að finna jafn- mikla tólf mánaða verðbólgu og nú. Hækkun vísitölunnar í desember frá nóvembermánuði nam 0,46%, en það jafngildir því að verðbólgu- hraðinn sé 5,7% umreiknað til heils árs. Vísitala neysluverðs síðustu þrjá mánuði hefur hækkað um 1,4% sem jafngildir 5,9% verðbólgu á ári. Það var einkum hækkun fast- eignaverðs sem hækkaði vísitöluna í nóvember, en markaðsverð á hús- næði hækkaði um 1,6% í mánuðin- um og það hækkaði vísitölu neyslu- verðs um 0,20%. Þá hækkaði verð á mat og drykkjarvörum um tæpt eitt prósent sem olli 0,13% hækkun vísitölunnar. Samanlagt má því rekja 0,33 prósentustig af 0,46% hækkun vísi- tölunnar í desember til þessara tveggja liða. Ef hækkun fasteignaverðs síð- ustu tólf mánuði er undanskilin er verðbólga síðustu 12 mánaða 2,6%. Bílveltur í hálku á Suðurlandi Í TENGSLUM við bílveltu sem varð við bæinn Kross í Ölfusi rétt fyrir klukkan 14 í gær, lýsir lögreglan á Selfossi eftir ökumanni nýlegrar rauðrar Nisson Patrol jeppa- bifreiðar sem tók fram úr annarri bifreið við bæinn í sama mund. Fjórir voru í bifreiðinni sem valt og hlutu allir minniháttar meiðsli. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um aðdraganda óhappsins að koma þeim til lögregl- unnar í síma 480 1010. Lögreglan á Selfossi hafði mikið að gera vegna umferðaróhappa. Í gærmorgun fór jeppi út af Suður- landsvegi við Hamrahól og hafnaði á hvolfi ofan í skurði fullum af krapa og vatni. Í bílnum voru fjög- ur ungmenni og tókst þeim að klöngrast út um einar dyr bílsins. Þau voru skrámuð en án alvarlegra áverka. Tvær aðrar bílveltur urðu í umdæmi Selfosslögreglunnar á laugardagskvöld. Tveir bílar ónýtir eftir veltur TVEIR bílar eru taldir ónýtir eftir veltur á Vestfjörðum á laugardag en þá var mikil hálka á vegum. Ökumenn voru í bílbeltum og sluppu þeir ómeiddir. Önnur veltan varð á Hnífsdals- vegi, milli Ísafjarðar og Hnífsdals en hin varð í Dýrafirði. Ein velta til viðbótar varð á Hnífsdalsvegi en lögregla var ekki send á vettvang. Einn bitinn í fingur PILTUR var bitinn í fingurinn og stúlka skarst á eyra í slagsmálum sem brutust út á Seyðisfirði í fyrri- nótt, að loknu jólahlaðborði. Að sögn lögreglu tókust um fimm pilt- ar á og nokkur hópur var í kring. Í gær höfðu ekki verið lagðar fram kærur vegna málsins. FJÓRIR einsöngvarar á þrennum tónleikum sem haldnir voru til styrktar krabbameinssjúkum börn- um í Hallgrímskirkju fengu samtals rúmlega 3,1 milljón í greiðslur vegna þeirra. Aðrir flytjendur, 23 tónlist- armenn og yfir 160 kórfélagar, auk þeirra sem útsettu tónlistina fengu um það bil sömu upphæð. Að sögn Ólafs M. Magnússonar tónleikahald- ara greiðir hann, eða öllu heldur Kynning ehf. sem er fyrirtæki hans, um hálfa milljón í kostnað vegna tón- leikanna. Hagnaðurinn, ríflega 4,7 milljónir, kom í hlut Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Ólafur segir að margir þeirra sem komu að tónleikunum hafi tekið al- gjöra lágmarksþóknun og í raun varla hægt að kalla þóknunina laun þar sem margir hafi lagt út í tals- verðan kostnað vegna tímafrekra æfinga. Þannig hafi barnakórinn og karlakórarnir æft tvisvar í viku í nánast allt haust. Ólafur segir það grundvallaratriði að allir fái greitt fyrir vinnu sína og það hljóti að telj- ast eðlilegt. „Viss misskilnings gætti í orðum Kristjáns Jóhannssonar um að flytjendur fengju ekki greitt vegna tónleikanna en öllum þeim sem komu að verkefninu, þar á með- al styrktarfélaginu, var ljóst að allir fengju greitt fyrir sitt framlag. Það lá fyrir frá upphafi,“ segir Ólafur. Aðspurður segist hann þó ekki geta gefið upp laun einstakra flytjenda, samningar við þá séu trúnaðarmál. Hann segir að sú kostnaðaráætlun sem gerð var fyrir tónleikana hafi í meginatriðum staðist. Ólafur segir að ekki sé hægt að bera tónleikana sem hann hefur staðið fyrir saman við tónleika sem Einar Bárðarson hefur haldið til styrktar krabbameinssjúkum börn- um. Á tónleikunum sem Einar hafi staðið fyrir hafi tónlistarmenn flutt efni sem þeir hafi átt í handraðanum og séð sjálfir um allan tónlistarflutn- ing. Fyrir tónleikana í Hallgríms- kirkju hafi öll tónlist verið útsett sér- staklega og sá flutningur sem þar fór fram hafi ekki farið fram áður. Drjúgur hluti af tekjum Á blaðamannafundi á laugardag kom fram að KB banki keypti út- gáfuréttinn að tónleikunum fyrir rúmlega 4,2 milljónir. Einnig lagði bankinn fram um hálfa milljón í styrk. Ólafur segir að verðið sem bankinn greiddi fyrir útgáfuréttinn hafi verið sanngjarnt. Allir flytjend- ur gáfu sinn hlut í útgáfuréttinum. Ólafur segir að það megi ekki gleymast að á tveimur árum hafi Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna fengið hátt í 10 milljónir vegna tónleikahaldsins í Hallgrímskirkju. Á laugardag afhenti Ólafur félaginu auk þess 1.500 eintök af geisladisk- num Jólahoppi sem kom út í fyrra. Rósa Guðbjartsdóttir fram- kvæmdastjóri styrktarfélagsins sagði tekjurnar af tónleikunum væri drjúgur hluti af heildartekjum fé- lagsins en það veltir um 25 milljón- um á ári. Þá þyrfti félagið sjálft ekki að leggja til vinnu við fjáröflunina heldur hefði skipulagningin algjör- lega verið í höndum tónleikahaldara. Styrktartónleikarnir í Hallgrímskirkju Einsöngvararnir fengu samtals rúmlega 3,1 milljón Morgunblaðið/Þorkell Rósa Guðbjartsdóttir, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameins- sjúkra barna, tekur við ávísuninni úr hendi Ólafs M. Magnússonar. Við hlið þeirra er Jóhanna Valgeirsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.