Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Glæsilegir stofuskápar, skrif- borð ljósakrónur lampar persnesk teppi, postulín, silfurborðbúnaður, gjafavörur, gjafabréf, peslar. Victoría Antik, Síðumúla 34, s. 568 6076. Skemmtileg jólagjöf. Persónu- legar barnabækur þar sem nafn barnsins og vina er sett inn í söguþráðinn og verður barnið þannig aðalpersónan í sögunni. Uppl. í síma 847 9763. www.barnabok.tk. Opnunartilboð 30% afsláttur af öllum LEGO útifatnaði. Róbert Bangsi ...og unglingarnir, Firði, Hafnarfirði, sími 555 6689. Veist þú hvert er eitt best varð- veitta leyndarmál Vestfjarða? Sumir telja það vera Bækurnar að vestan. Vestfirska forlagið, Hrafnseyri. Sími og fax 456 8181, jons@snerpa.is Örlagalínan 908 1800 & 595 2001. Miðlar, spámiðlar, draumráðning- ar, tarotlestur. Fáðu svör við spurningum þínum. Örlagalínu- fólkið er við frá 18-24 öll kvöld vikunnar. Vísa Euró, s. 595 2001. SOLID GOLD Just A Wee Bit, smáhundafóður, engin aukaefni. DÝRABÆR - Hlíðasmára 9, Kóp., s. 553 3062, opið 13-18 mán.-fös., 11-15 laugard. 30% afsláttur í desember! Full búð af nýjum vörum. 30% afsláttur af öllu fóðri og gæludýravörum. Tokyo, Hjallahrauni 4, Hafnarfirði, sími 565 8444. 20% afsláttur af öllum fiska-, fugla-, hamstra-, naggrísa- og kanínubúrum. Dýralíf.is Dvergshöfða 27, 110 Reykjavík, sími 567 7477. prótein - kreatín - glútamín morgunmatur - gainer - Ármúla 32. Opið mán.-fös. frá kl. 10-18. Sími 544 8000. NÝTT NÝTT NÝTT Viltu léttast hratt og örugglega? Anna Heiða léttist um 35 kg, ég um 25 kg, Dóra um 15, þú? www.diet.is-www.diet.is Hringdu! Margrét s. 699 1060. Herbalife. Viltu komast í kjólinn fyrir jólin? Þá er Gullið fyrir þig, vikuprógram. www.slim.is eða hringdu í Ásdísi í síma 699 7383 og 565 7383. mbl.is RAÐ- AUGLÝSINGAR Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtalin framkvæmd skuli ekki háð mati á um- hverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. 420 kW Árteigsvirkjun 4 í Nípá, Þingeyjar- sveit. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofn- un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnun- ar: www.skipulag.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 10. janúar 2005. Skipulagsstofnun. Félagslíf  HEKLA 6004121319 IV/V  GIMLI 6004121319 I Jf. I.O.O.F. 19  18512138  FR I.O.O.F. 10  18512138  Jv. UMFERÐARRÁÐ vill minna öku- menn á að á hverju ári er mikill fjöldi ökumanna staðinn að því að aka und- ir áhrifum áfengis. Þetta sé vítavert athæfi. „Þrátt fyrir að margir aðilar hafi ár hvert tekið höndum saman og vakið athygli á þessari dapurlegu staðreynd í aðventubyrjun, þurfa lögreglumenn á þessum árstíma að hafa afskipti af miklum fjölda ölv- aðra ökumanna. Umferðarráð lítur þessa staðreynd mjög alvarlegum augum. Hver sá er fengið hefur þau verðmætu réttindi, sem ökuréttindin vissulega eru, á að vita og gera sér grein fyrir að neysla áfengra drykkja og akstur mega með engu móti fara saman. Þrátt fyrir það eru nú ökuskírteini, sem hald hefur verið lagt á, í stöflum á lögreglustöðvum landsins. Umferðarráð beinir þeirri eindregnu áskorun til ökumanna að láta sér aldrei detta í hug að aka und- ir áhrifum áfengis og minnir á slag- orðin sígildu „Eftir einn – ei aki neinn“. Þá lýsir Umferðarráð yfir sér- stakri ánægju með og metur mikils auglýsingar Umferðarstofu að und- anförnu gegn óhóflegum ökuhraða og ölvunarakstri. Auglýsingin „Hægðu á þér“ hlaut nýlega gull- verðlaun í flokknum Lýðheilsa og ör- yggi í auglýsingasamkeppni Evrópu. Vítavert að aka ölvaður VALGERÐI Sverrisdóttur, iðnaðar- ráðherra, var nýverið afhent fyrsta eintak bókarinnar Afl í segulæðum – Saga rafmagns á Íslandi í 100 ár. Bókin er gefin út af Verkfræðinga- félagi Íslands (VFÍ) og var það Steinar Friðgeirsson, formaður fé- lagsins sem afhenti ráðherra bókina. Afl í segulæðum er annað bindið í tíu binda ritröð sem ljúka mun með 100 ára sögu VFÍ árið 2012. Fyrsta bindið, Frumherjar í verkfræði á Ís- landi, kom út á 90 ára afmæli fé- lagins árið 2002. Í ritröðinni er fjallað um hin ýmsu svið sem verk- fræðingar hafa starfað á en afar lítið er til af slíku efni á íslensku, segir í frétt frá VFÍ. Í upphafi var sú stefna mörkuð að ritin skyldu vera auðles- in, fróðleg og skemmtileg og höfða til almennings jafnt sem verkfræðinga. Á kápu nýju bókarinnar segir: „Í þessari bók er sögð saga rafvæðing- arinnar á Íslandi, bæði upphafsárin og á samveitutímabilinu sem og saga iðnaðaruppbyggingar seinni ára. Á þessu ári er liðin öld frá því lítil vatnsaflsvirkjun í Hamarskotslæk í Hafnarfirði hóf raforkuframleiðslu og var fyrsti vísirinn að rafmagns- veitu á Íslandi. Þetta gerðist undir lok ársins 1904. Rafvæðing Íslands var hafin sem átti eftir að gjörbreyta afkomu og lífsskilyrðum í landinu.“ Bók um 100 ára sögu rafmagns á Íslandi Morgunblaðið/Þorkell Sveinn Þorgrímsson, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneyti, Sveinn Þórðarson, sagnfræðingur og höfundur bókarinnar, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra, Steinar Friðgeirsson, formaður VFÍ, og Jóhann Már Maríusson, formaður afmælisnefndar Samorku. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Hlíf telur sig á engan hátt hafa lýst því yfir né samþykkt að fullnægjandi samráð hafi verið haft við félagið varðandi hópuppsagnir þær sem Sólar ehf. boðaði til í ágústmánuði sl. og hefur nú þegar hafið í tengslum við yfir- töku Sólar ehf. á ræstingu fyrir Hafnarfjarðarbæ. Kemur þetta fram í ályktun í tilefni af minnisblaði lög- manns Sólar ehf., frá fundi 19. nóv- ember sl., sem sent var félaginu með tölvupósti 29. nóvember sl. Á vegum Hlífar er nú unnið að því að kanna hvort fyrirhugaðar skipu- lagsbreytingar á vinnu við ræstingar fari gegn ákvæðum gildandi kjara- samnings. Engar upplýsingar feng- ust um það í hverju skipulagsbreyt- ingarnar væru fólgnar fyrr en 15. nóvember sl. er fyrstu tillögur fyr- irtækisins voru kynntar verkalýðs- félaginu. Af þeim sökum liggja nið- urstöður könnunar félagsins í þessu efni ekki fyrir enn sem komið er. Niðurstaða þeirrar könnunar er þó forsenda þess að Verkalýðsfélagið Hlíf geti komið með tillögur um það hvernig draga megi úr fyrirhuguð- um uppsögnum starfsmanna. Ákvörðun um að segja upp öllum starfsmönnum við ræstingu var tek- in af Sólar ehf. í ágústmánuði án þess að samráð hefði verið haft um þá ákvörðun við Verkalýðsfélagið Hlíf. Félagið telur að komi í ljós að hið nýja skipulag Sólar ehf. á ræstingum standist ekki gildandi kjarasamning áskilur það sér rétt til þess að höfða mál fyrir Félagsdómi til þess að fá það staðfest, segir í ályktuninni. Ekki fullnægjandi samráð að mati Hlífar LÚSÍUHÁTÍÐ verður í Brimborg að Bíldshöfða 6, þriðjudaginn 14. desember kl. 17–18. Hátíðin er haldin í tilefni af því að undanfarið hefur Volvo hlotið lof fyrir gæði, öryggi og fallega hönnun. Boðið verður upp á kaffi. Lúsíuhátíð í Brimborg RÉTTINDI og skyldur fólks af er- lendum uppruna á vinnumarkaði verða til umræðu á fræðslufundum sem verða haldnir á vegum Ein- ingar-Iðju og Alþjóðastofunnar. Þeir fara fram á mismunandi tungumálum, sá fyrsti á pólsku og filippínsku á mánudag, 13. desem- ber, þá á ensku á miðvikudag, 15. desember og loks á serbnesku/ króatísku og taílensku mánudaginn 20. desember. Fundirnir byrja allir kl. 20 og eru í húsakynnum Al- þjóðastofunnar, Glerárgötu 28. 3. hæð. Fræðslufundir fyrir útlendinga SKÁTAHREYFINGIN hefur nú dreift til allra 6 ára barna í land- inu endurskinsborða með frönsk- um lás og er ætlaður á upp- handlegg, ásamt sérstöku riti um öryggi barna í umferðinni. Jafn- framt fylgja hverju blaði tveir límmiðar til að líma í rúður bif- reiða sem áminningu um að keyra á réttum hraða. Þetta er 14. árið sem skátarnir vinna þetta verkefni undir heit- inu Látum ljós okkar skína. Einn- ig er árlega framleitt stórt vegg- spjald sem sent er í alla grunnskóla landsins og setja flestir það upp til að minna börn- in og foreldra þeirra á mikilvægi þess að bera endurskin í svart- asta skammdeginu, en það er margsannað að það dregur veru- lega úr slysum á gangandi veg- farendum. Til að fjármagna verkefnið er leitað til fjölmargra aðila. Aðal- styrktaraðili borðanna er Suzuki- bílar, en jafnframt hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir styrkt verkefnið. Þá er samhliða verk- efninu og því til stuðnings rekið árlegt bílnúmerahappdrætti þar sem öllum bifreiðaeigendum er sendur happdrættismiði. Dregið er í happdrættinu 31. desember. Skátahreyfingin gefur börnum endurskinsborða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.