Eintak - 01.12.1993, Page 11

Eintak - 01.12.1993, Page 11
Nornin: Þegar ég nornast ég næ mér í nýlega rammvillt börn. Og plata þau til mín meö pylsum og pítum í svanga görn. Og alls konar gotterí gráðug og girnileg kökuhús, þau éta uns verða þau étin, sjálf, yfir sig södd og fús. Kór: Hóf er best í öllu, hóf er best í öllu, nema illsku okkar þriggja. Úlfur, stjúpa, norn, - kjaftur, klær og horn, klóra, bíta, rífa, slíta, tyggja! Stjúpan: Ég var fegurðardrottning hér fyrrum og fríðari engin var, þangað til spakvitur spegill spottaði hrukkurnar. Og síðan ég brugg'enni bölvun sem betri er sögð en ég, ég ber henni banvænan ávöxt og brosi svo, - gullfalleg! Úlfurinn: „Nei, líttu hvað lokkandi eru, svo Ijómandi fögur blóm!“ Við dálitla dömu ég segi, með digrum karlaróm! Og meðan hún fangið sitt fyllir, ég fylli mig sjálfan af ömmum, og þegar svo blómarósin litla birtist, ég bæti á mig nokkrum grömmum! Kór: Hóf er best í öllu, hóf er best í öllu, nema illsku okkar þriggja. Úlfur, stjúpa, norn, - kjaftur, klær og horn, klóra, bíta, rífa, slíta, tyggja! Önnur eins fagnaðarlæti hafa tæpast heyrst í íslensku leikhúsi eins og á frumsýningu Skilaboða- skjóðunnar, leikrits eftir Þorvald Þorsteinsson. Fullorðið og virðu- legt fólk reis úr sætum og æpti af hrifningu, en börnin hoppuðu í kring, skríkjandi af kátínu. Dagana á eftir munduðu gagnrýnendur stílvopn sín og voru skrif þeirra flestra í „loksins, loksins“-stílnum, að hér hefði íslenskt leikhús loks- ins náð fullum þroska - þetta stæðist fyllilega samjöfnuð við það besta sem er gert í leikhúsi í útlöndum. Um bæinn barst líka sá kvittur að hér hefðu gerst einhver stórmerki; það heyrðist sagt að hér væru íslendingar að eignast svar við hinum miklu skandínav- ísku barnahöfundum, Torbjörn Egner og Astrid Lindgren. Það er margt sem gleður augu og eyru í þessari ágætu sýningu; tónlistin er sérdeilis skemmtileg, búningar eru hugvitsamlegir og ekki lítið í þá lagt, sagan sjálf er í anda bestu ævintýra og svo eru það allar forkostulegu persónurn- ar sem stíga Ijóslifandi af blöðum bókarinnar sem Þorvaldur skrifaði fyrir einum fimm árum: Madda- mamma saumakona, Putti sonur hennar, Dreitill skógardvergur. Og svo er það illþýðið sem er ómiss- andi í öllum ævintýrum; Nátttröllið sem rænir Putta litla og þar fyrir utan nornin og vonda stjúpan og úlfurinn, en án hjálpar þeirra opn- ast ekki hellir Nátttröllsins...
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.