Eintak


Eintak - 01.12.1993, Qupperneq 16

Eintak - 01.12.1993, Qupperneq 16
TVEIR Það þarf líkast til bjartsýnan mann til að gefa út blað um fót- bolta í byrjun desember. Venju- legir menn myndu sjálfsagt snúa sér að handbolta - jafnvel skíð- um. En Hallvarður Þórsson er ekki venjulegur maður og ekki venjulega bjartsýnn heldur. Upphaf þess að hann er að gefa út fótboltablað í desember er sú að hann fór með félaga sín- um Arnari Steinþórssyni í ferð til Hollands og Þýskaland í mars síðastliðnum. Þar hittu þeir Eyjólf Sverrisson og fótboltatvíburana Bjarka og Arnar, tóku við þá við- töl. Upphaflega stóð til að það kæmi út í byrjun íslandsmótsins í vor, en Hallvarður segir að þeir hafi viljað hafa blaðið gott og því hafi þeir frestað útkomunni. Síð- an eru liðnir sex mánuðir og samkvæmt því ætti blaðið að vera orðið æði gott. Hallvarður er skrítinn maður á mælikvarða BSRB. Hann segist ekki muna hvenær hann var síð- ast á fastri launaskrá og hefur vasast í ýmsu. Barnungur var hann umboðsmaður Utangarðs- manna og síðar Egó, stóð fyrir rokktónleikum á borð við Mela- rokk og flutti inn hina sykursætu nýbylgjusveit Classic Nouveau. Það átti að vera hliðarspor en varð örlagaspor, því tónleikarnir voru vondir og enduðu illa fjár- hagslega. Síðan þá hefur Hall- varður unnið við myndbönd og auglýsingar, staðið fyrir auglýs- ingaherferðum fyrir alfræðibækur og íslendingasögur, tekið þátt í útgáfu tímaritsins Ung ásamt Tómasi Jónssyni og búið til myndbönd - meðal annars við lagið Kossar án vara með Bubba ásamt Guðbergi Davíðssyni. „Ég er afleitur bisnessmaður," segir Hallvarður. „Ég fæ sjúkleg- an áhuga á verkefnunum en velti peningunum minna fyrir mér. Ég hef ekkert á móti peningum, en kann ekki að afla þeirra kerfis- bundið. Ég er því oft blankur." Blaðið sem hann er að gefa út núna er næstum líkara bók en blaði. Það er bæði stærra en flest blöð og er svo þrútið af upplýsingum að sumar síðurnar eru líkari alfræðibók en sport- blaði. í því má finna hvað allir ís- lenskir fótboltamenn eru stórir og þungir, öll úrslit íslenskra liða í öll- um Evrópukeppnunum frá upp- hafi og öll félagaskipti enskra fót- boltamanna fyrir yfirstandandi keppnistímabil. Svo fátt eitt sé nefnt. Blaðið er allt um fótbolta: íslenskan, enskan, ítalskan, þýskan, hollenskan - meira að segja japanskan og svo aúðvitað HM á næsta ári. Handboltinn kemur við sögu í næsta blaði sem kemur út í lok febrúar. „Ég mun ekki tapa peningum á þessu," segir Hallvarður, sem er hins vegar viss um að hann tapi á blaðinu á mælikvarða BSRB. Hann hefur lagt um þrjú þúsund vinnustundir í blaðið og verður heppinn ef hann fær meira en hundrað kall á tímann þegar upp er staðið.O Ari Alexander Magnússon er hár og grannur. Ari Gísli Bragason er stuttur og þéttur. Ólíkir menn þrátt fyrir að þeir beri sama nafn. En það er ekki nóg með að þeir hafi saman nafn, heldur er það nafn sama manns: Ara Jósefssonar. Ari Jósefsson var með efnilegri sveinum á íslandi á sinni tíð. Eldheit- ur kommúnisti og hörkugott skáld. Hann gaf út eina Ijóðabók með eld- rauðri kápu sem hét Nei. Sú bók er löngu ófáanleg og niörg ár síðan síðasta eintakinu var stolið af bóka- söfnum. Ari var kosningastjóri Ragn- ars Arnalds og kom honum inn á þing hálfþrítugum. Hann fór til náms austur fyrir járntjald eins og margir ungir og efnilegir kommúnistar af hans kynslóð og lærði tungumál í Rúmeníu. Eftir árs nám hélt hann heim með Gullfossi frá Kaupmanna- höfn. Unnusta hans, Sólveig Hauksdóttir, ungur sonur og vinir biðu á hafnarbakkanum í Reykjavík til að taka móti honum. Gullfoss kom til hafnar, en enginn Ari. Það hefur aldrei komið í Ijós hvað gerðist. Sést hafði til Ara þar sem hann var góðglaður að leika jafn- vægislistir á lunningunni aftan á skut um kvöldið. Ekkert vitni var hins veg- ar að því þegar hann féll útbyrðis og engin skýring fannst á hvarfi hans í sjóprófum. Lík Ara fannst aldrei. Sögur komust á kreik um sjálfs- morð, en þeim trúir enginn sem þekkti Ara. Ari var rétt tæpra 25 ára þegar hann lést, 18. júní 1964. Efnilegir menn sem deyja ungir verða gjarnan goðsagnir og þegar þeir tilheyra bítnikka-kynslóðinni íslensku er ekk- ert sem getur komið í veg fyrir það. Þessi kynslóð á margar goðsagnir: Ástu Sigurðardóttur, Jökul Jak- obsson, Alfreð Flóka og Ara. Og sumir af þessari kynslóð, eins og Dagur Sigurðarson, þurfa ekki að deyja til að verða að goðsögnum. Tveir af bestu vinum Ara skírðu syni sína í höfuð honum. Bragi Kristjónsson fornbókasali er annar þeirra; drykkjufélagi á Laugavegi 11 og bróðir í andanum. Sonur hans og Nínu Bjarkar Árnadóttur skáldkonu er Ari Gísli Bragason, sem fæddist 3. mars 1967. Magnús heitinn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður og leikhúsmaður, var pólitískur sam- herji Ara og drykkjufélagi einnig. Sonur hans og Alexöndru Kjur- egej, leikkonu og myndlistar- manns, er Ari Alexander Magn- ússon, sem fæddist 30. mars 1968. „Pabbi sagði mér miklar sögur af Ara þegar ég var lítill og þreyttist aldrei á að segja mér að hann hefði verið mikilmenni," segir Ari Alexander. „Hann sagði mér að hann hefði drukknað og ég sá fyrir mér hrikalegt sjóslys." „Mér fannst það líka hálfóhugn- anlegt sem patti að vera skírður eftir manni sem drukknaði," segir Ari Gísli, „en síðan hefur maður harðn- að.“ „Það fannst aldrei neitt lík og ég gældi við að Ari hefði ef til vill falið sig í lestinni og lifði ævintýralegu lífi ein- hvers staðar úti í heimi,“ segir Ari Al- exander. Hvorki Ari Alexander né Ari Gísli eiga bókina hans Ara, Nei. „Ég vissi alltaf af henni uppi á ísskáp heima hjá Sollu Hauks þegar ég var strák- ur, en hef aldrei eignast hana," segir Ari Gísli. „Ég man vel eftir kápunni. Eldrauð og með risastöfum: NEI.“ Ari Alexander kom til Blönduóss þegar hann var átta ára og heimsótti foreldrahús Ara Jósefssonar. Hann man eftir herberginu hans þar sem allt var enn eins og Ari hafði skilið við það. „Ég sagði Grétu, systur Ara, frá rauðhærðum manni með rytjulegt skegg sem mig hafði dreymt og hún sagði mér að dóttur sína Aris, sem einnig er skírð eftir Ara, hefði einnig dreymt þennan sama mann. Og mig dreymir hann enn.“ Ari Gísli kannast ekki við að Ari birtist sér í draumi, en segist hafa ort um rauðhærða menn. Hvorugur Aranna man eftir að hafa séð mynd af Ara Jósefssyni í æsku og í raun ekki fyrr en í bók Nínu Bjarkar um Alfreð Flóka. Þar er mynd af Ara, Alfreð Flóka og Braga Kristjóns á fylleríi suður í kirkjugarði. Þótt ekki sé hægt að segja að Ari Jósefsson hafi leitt í gegnum lífið þessa drengi sem voru heitnir eftir honum, þá er óneitanlega sumt líkt með þeim og honum. Báðir hafa þeir vasast í listum, skipt sér af pólit- ík og sést hanga á kaffihúsum og börum. Ari Alexander ólst upp á íslandi, en fluttist til Danmerkur ellefu ára. Þegar hann var fjórtán ára fluttist fjölskyldan aftur heim í óþökk Ara, sem var kominn upp á kant við hana, allt og alla. Þetta var 1982, Ari var þá pönkari og hélt sig við það þangað til hann fór að læra hár- greiðslu hjá Báru Kemp, pakkaði pönkgallanum niður og gerðist snyrtipinni á einni nóttu. 1989 fór hann síðan út til Parísar, söðlaði aft- ur um og fór að læra skúlptúr í Par- sons-skólanum. Hann hefur nú gert hlé á námi og vinnur í lausamennsku hjá Plús film við tvö verkefni; ann- ars vegar mynd um heima- haga móður sinnar, Síber- íu, og hins vegar þáttaröð um fegurðardísir og fegurð kvenna. Ari Gísli er í Háskólanum, en seg- ist fást við ritstörf. Hann nemur sagnfræði, en var tvö ár bókmennta- fræðum í jesúítaskóla vestur í Virgin- íu. Hann hefur gefið út þrjár Ijóða- bækur og segist vera að vinna að 16 EINTAK DESEMBER
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.