Eintak - 01.12.1993, Page 24

Eintak - 01.12.1993, Page 24
Eiður Snorri & Einar Snorri Eiður Snorri og Einar Snorri eru ekki bræður þótt margir haldi það. En þeir eru ekki ósvipaðir í útliti og óaðskiljanlegir félagar, og hafa verið það síðan þeir voru fimmtán ára unglingar. Nú eru þeir tuttugu og þriggja ára. Þeir segjast hafa skrykkað saman á break- tímabilinu, en það er löngu liðið og nú eru þeir tveir saman eins konar gangandi auglýsingastofa, Ijósmyndastúdíó, fjölmiðill - eða hvað á maður að kalla það? Þeir fást altént við að taka Ijósmyndir, þeir hanna útlit á geisladiskum, gera sjónvarpsauglýsingar og þótt þeir hafi ekkert lært til þessara verka verður ekki annað sagt en að útkoman hjá þeim sé glæsileg. En aðferðir þeirra félaganna eru óneitanlega nokkuð óvenjulegar. „Við erum búnir að vera í þessu í tvö ár, en samt eigum við enga myndavél. Við fáum lánaða myndavél hjá vini okkar þegar við ætlum að taka myndir. En ef bókin gengur vel ætlum við að kaupa okkur myndavél - það er draumurinn að eignast myndavél." Hvaða bók? Það er bók með Ijósmyndum sem þeir vinirnir eru að vinna að. Jóhann Páll Valdimarsson í Forlaginu ætlar að gefa hana út næsta haust; þeir gengu inn á skrifstofuna hans einn daginn og fimm mínútum síðar var Jóhann Þáll búinn að samþykkja hugmyndina. „Við höldum að svona bók hafi ekki verið gerð áður á íslandi. Flestar Ijósmyndabækur sem hérna eru gefnar út eru fullar af. landslagsmyndum fyrir útlendinga. Þetta verður hins vegar bók fyrir (slendinga, með myndum af ungu fólki, strákum og stelpum. Þarna verður fallegt fólk, fallegir kroppar, svolítil nekt, en þó ekki bara ein- göngu, heldur líka myndir af karakterum sem okkur þykja skemmti- legir. Við erum að byrja að vinna bókina - með lánsmyndavélinni." Þurfið þið ekki að kaupa ykkur myndavél? „Kannski, en það eru ekki græjurnar sem taka myndir. Það byggist aðallega á hugmyndinni, tilfinningunni..." Er það ekki ferlega vogað af mönnum sem hafa aldrei lært neitt að ætla að gefa út heila bók með Ijósmyndum eftir sig? „Maður þarf ekki endilega að fara í skóla til að læra Ijósmyndun, annað hvort hefur maður þetta í sér eða ekki. Mest lærir maður á því að fara sínar eigin leiðir, þá þarf maður sjálfur að komast yfir ýmsar hindranir sem verða í veginum. Þannig kunnum við hitt og þetta sem þeir sem hafa farið í skóla kunna ekki, sjálfsagt er Ifka ýmislegt sem þeir kunna sem við höfum ekkert vit á.“ Báðir eru þeir félagarnir með eindæmum kurteisir menn, mjúkir á manninn, prúðir liggur manni við að segja. En ber þetta samt ekki vott um fullkominn ofmetnað? „Ég held ég sé frekar hógvær maður, sem persóna er ég feiminn og hlédrægur. En ég hef tröllatrú á sjálfum mér sem Ijósmyndara," segir Eiður Snorri. „Við ráðumst beint af augum á hlutina. Kannski erum við svo einfaldir og vitlausir að halda að við getum þetta," segir Einar Snorri. Ljósmyndun er fráleitt það eina sem þeir vinirnir fást við. Þeir vilja heldur ekki gera tilkall til þess að láta kalla sig Ijósmyndara, enda hafa þeir fengist við ýmislegt annað síðustu misserin. Þeir gáfu út tvö tölublað af tímariti sem þeir kölluðu Hamingju og segja reyndar að það hafi verið ævintýralegt. „Við vorum hálfgerðir bakkabræður í þessu öllu, skrifuðum blaðið, tókum myndirnar og settum það upp. Við erum líka algjörir græningjar í fjármálum og alltof góðir við alla. Við ættum kannski að fá einhvern harðan nagla með okkur - þá ættum við kannski myndavél í dag...“ Fleira? Þeir hafa gert sjónvarpsauglýsingar, bíóauglýsingar, umslög utan um geisladiska fyrir Móeiði og Jet Black Joe og líka rokkvídeó fyrir Bubbleflies og Móu og Eyþór. Og þeir hafa líka þreifað fyrir sér í útlöndum. Þeir fóru til Kaliforníu að heimsækja vini sína og í leiðinni létu þeir vita af sér hjá ýmsum fyrirtækjum. Niðurstaðan var sú að þeir fengu verkefni fyrir fræg og útbreidd tímarit, Spin og Ray Gun. Það hlýtur að teljast nokkur sigur fyrir ómenntaða og óþekkta Ijósmyndara að fá að vinna fyrir svo þekkt tímarit. Eiður Snorri tók mynd af frægri hljómsveit sem heitir Diggable Þlanets, en Einar Snorri tók mynd djassistanum Jimmy Scott. Og þeir eru að hugsa um að fara út aftur eftir áramótin til að rækta sambönd sem gætu nýst þeim vel - þar eru peningarnir, þar eru tækifærin. En fyrst þarf að koma út bók... 24 EINTAK DESEMBER
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.