Eintak - 01.12.1993, Side 36

Eintak - 01.12.1993, Side 36
Otrúlegt úrval af flísum Vegg- og gólfflísar, baöherbergisflísar □g útiflísar. Allt á einum stað. Hinir þekktu frönsku R. Le Droff arnar hafa tólf ára reynslu hérlendis n.vs'AntiíoiK! MARÁS Síöumúla 21 s: 67 93 1 1 Tengdasonurinn fór OG BRÓÐURDÓTTURIN KEYPT ÚT Árið 1991 gerðist tvennt sem hefur skipt sköp- um fyrir innviði fyrirtækisins. I upphafi árs losaði Sigríður Ólafsdóttir Seager sig endanlega út úr fyr- irtækinu. Á hennar nafni var beint og óbeint um 20 prósenta hlutur í samsteypunni, en Vífilfell keypti hana út með greiðslu upp á 1,75 milljón doll- ara í tvennu lagi á árinu. Þetta má kalla stað- greiðslu upp á 110 til 120 milljónir króna. Um svip- að leyti voru keyptir smáir hlutir barna Guðmund- ar Elíssonar, en ekkja hans Guðrún Guðmunds- dóttir á enn sinn hlut. Hinn atburðurinn er brotthvarf Lýðs Friðjóns- sonar. Lýði bauðst framkvæmdastjórastaða hjá Coca-Cola í Noregi og þáði stöðuna. „Það hefur lengi blundað í mér löngun til að vinna erlend- is.. .ég var farinn að finna fyrir þörf fyrir að breyta til...menn finna fýrir leiða í störfum eftir vissan tíma, jafhvel þó að vel gangi,“ hefur Lýður sagt um þessa ákvörðun sína og gegnir hann nú veigamik- illi stöðu í kókvæðingu Austur-Evrópu. Við stöðu Lýðs tók fyrst um sinn Símon Á. Gunnarsson, en hann stóð stutt við og nú er framkvæmdastjóri Páll Kr. Pálsson við hlið Pét- urs Björnssonar. Og án þess að vilja gera hlut Lýðs of mikinn eða eftirmanna hans of lítinn má geta þess að milli áranna 1990 og 1992 dróst velta Vífil- fells saman um nálægt 17 prósent á sama tíma og ársverkum fjölgaði úr 122 í 144 eða um 18 prósent. I fýrirtækinu (samsteypu hlutafélaganna þriggja) ræður í dag þriggja manna framkvæmdastjórn; í henni sitja þeir Pétur, Páll og Vilhjálmur Árna- son, lögfræðingur fýrirtækisins. Innan þessa hóps ræður Pétur öllu. Sem fýrr segir náði hann ótvíræðum meiri- hlutavöldum í fýrirtækinu með fulltingi erfingja Guðmundar Elíssonar þegar erfðaskrá Eddu Björnsdóttur var dæmd gild. Hlutur hans jókst þegar börn Guðrúnar Guðmundsdóttur fengu sinn hlut greiddan út 1989 og hreinan meirihluta eignaðist Pétur þegar Sigríður Seager var keypt út. Pétur á nú tæp 60 prósent í samsteypunni, Guðrún Guðmundsdóttir um 10 prósent, Iðunn Björnsdóttir og Kristján G. Kjartansson eiga um 27 prósent og 4 prósent liggja hjá hjónunum Lýði Frið- jónssyni og Ástu Pétursdótt- ur. Þennan sérstaka fjögurra prósenta hlut seldi félagið sjálft þeim hjónum á nafhvirði og var það í þakklætisskyni við Lýð fyr- ir vel unnin störf. Systursynirnir í KÓKINU OG BRENNIVÍNINU Málaferlin áðurnefndu opn- uðu stór sár sem enn eru ekki gróin. Fyrir utan stöku stjórnarfundi og aðalfund- ina eru samskipti fjölskyldna Péturs og Iðunnar engin. Sonur Iðunnar, Halldór Kristjánsson, nam markaðsffæði í Bandaríkjunum og var fast- lega gert ráð fýrir því að hann gengi inn í stjórnun- arstöðu í Vífilfelli. Þessu breytti ágreiningurinn og tilkoma Lýðs. Hann rekur nú ásamt foreldrum sínum félagið Eldhaka hf. sem nú er með einkarétt- inn á framleiðslu á íslensku brennivíni. Bróðir Halldórs, Björn Kristjánsson, er einnig mark- aðsffæðingur og á meðal annars að baki 9 mánaða starf hjá Glenmore-distilleries áfengisfyrirtækinu í Kentucky í Bandaríkjunum (sem meðal annars Nokkrar kennitölur úr ársskýrslu 1990 Rekstrartekjur 1.814,7 Rekstrargjöld 1.658,9 Fjármunaliðir og óregluleg gjöld 44,2 Skattar (aðeins eignaskattur) 8,8 Hagnaður ársins 191,2 Skammtímaskuldir 467,2 Langtímaskuldir 337,8 Veltufjármunir 734,2 Fastafjármunir 830,9 þar af fasteignir 349,7 Eigið fé samtals 760,1 Óskattlagt eigið fé 240,7 Eftirlaunaskuldbindingar 186,6 Yfirfæranlegt skattalegt tap 317,7 Tölur eru í milljónum króna á núvirði. hefur framleitt Eldur-ls fyrir ísland). Frá og með ágúst síðastliðnum var Björn síðan ráðinn sem „special marketing analyst“ af móðurstöðvum Coca-Cola i Atlanta til að starfa við kókvæðingu Póllands. Það er grágrettni örlaganna að Björn og Lýður Friðjónsson vinna nú að kókvæðingu þjóða Austur-Evr- ópu, en fjölskyldusamgangur er sem fýrr segir enginn. En hvað er þá Vífilfell í dag? Þetta er stórfýrirtæki í eigu ör- fárra einstaklinga sem flest ár skilar hluthöfum sínum góðum hagnaði og arði. Velta þess er upp á 2,3 milljarða á ári og eigið fé ná- lægt 800 milljónir. Líklega má bæta við öðrum 800 milljónum þegar allt er tínt til og fasteignir til dæmis metnar á brunabóta- mati og hlutabréf metin á mark- aðsvirði. Viðskiptavild fýrirtækis- ins er síðan ómetanleg með vöru- merkjum eins og Coca-Cola, Sprite, Aquarius, Minute Maid, Hi-C, Pripps, Maruud og To- blerone. Fyrirtækið hefur yfir- burðastöðu á gosdrykkjamark- aðnum, 70 til 75 prósent af neysl- unni. Enginn vafi leikur á góðum móttökum neytenda við vörum Vífilfells og ljóst að fleiri hafa já- kvæða afstöðu gagnvart fýrirtæk- inu en neikvæða. I könnun ÍM- Gallups fyrir Frjálsa verslun í desember síðastliðnum lenti Vífilfell í 5. sæti yfir vinsælustu fyrirtæki landsins, hlaut 8 prósent til- nefninga, og hækkaði sig úr 10. sæti frá árinu áður. En þá má ekki gleyma því að í fýrra hélt fýrirtækið upp á 50 ára afmæli sitt og var talsvert í umræð- unni. Um leið lenti Vífilfell í 4. sæti yfir óvinsæl- ustu fýrirtækin, þar sem tilnefningar voru reynd- ar mun færri. Vífilfell er því fyrst og fremst um- deilt fyrirtæki.0 Friðrik Þór Friðriksson hefur sérhceft sig í svo- kallaðri harðri blaðamennsku; það erþeini geira mannlífsinsþaðan sem helst erfrétta að vœnta. Guðrún Þétursdóttir Dóttir Péturs Björnssonar varyfir almannatengslum hjá Vífiifelli og ritstjóri fréttablaðs fyrirtækisins, en nú hefur systir hennar Erla tekið við hlutverkinu. Maki Guð- rúnar, Gunnar Gylfason, er annar yfirmanna markaðsdeildar fyrír- tækisins. 36 EINTAK DESEMBER
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.