Eintak - 01.12.1993, Síða 46

Eintak - 01.12.1993, Síða 46
að hugsa um málefni út frá grundvallarsjónarmið- um, þá halda þeir oftast fast við sína íyrstu afstöðu: tepruskapinn. Fyrsta afstaða íslendinga til íjár- hættuspila er að þau séu vond, óholl og að það eigi að banna þau. Þeir sem vilja breyta þessari afstöðu þurfa að fá meirihluta þjóðarinnar til að hugsa aft- ur um íjárhættuspil. Það mun taka álíka tíma og tók þjóðina að líta á bjór eins og hvert annað áfengi. Tepruskapurinn hefur að sjálfsögðu smitast út í málið sem flytur hann. Islendingar hafa svo tepru- lega afstöðu til síns eigin tungumáls að þeir hafa komið sér upp sérstakri málverndarlögreglu og málverndardómstól. Afrakstur þessa lögregluríkis málsins er að venjulegt fólk tjáir sig helst ekki nema bak við luktar dyr og alls ekki á prenti. Það væri eins og að dreifa í kring sönnunargögnum um glæp. Og á meðan talmálið þróast í skúmaskot- um er ritmálinu haldið í gíslingu málverndar- manna sem stæra sig af því að nútíma Islendingur geti lesið átta hundruð ára gamlan texta á sama hátt og nýjan. Hið rétta er að ungt fólk á álíka erfitt með að lesa nýjan texta og þann átta hundruð ára. Tortryggni Islendingar eru sérstaklega naskir að sjá út hvað virkilega býr að baki þegar útlendingar rekast hingað upp eftir. Þannig vita þeir alveg upp á hár hvað sjóliðar af útlendum herskipum ætla sér. Að tæla einhverja stúlkuna með fagurgala, hella hana fulla af ódýru brennivíni, sofa hjá henni og gefa henni upp vit- laust nafn svo það sé öruggt að ríkissjóður sitji uppi með meðlagið. Og Víetnamarnir sem reka öll veit- ingahúsin. Ekki rennur gróðinn af þeim aftur út í hagkerfið. Öðru nær. Hann er allur sendur heim til Víetnam þar sem þetta fólk hleður upp eignum sem það ætíar að lifa af þegar það er búið að merg- sjúga Islendinga. Ef til vill er þessi afstaða tilkomin af minni- máttarkennd Islendinga. Þeir fá það einfaldlega ekki til að passa að einhver sem þarf þess ekki vilji búa hér. Þess vegna draga þeir öll prófskírteini út- lendinga í efa. Sá sem kemur til Islands og þykist kunna eitthvað hlýtur að ljúga. Annars mundi hann stunda þetta sem hann kann heima hjá sér. T RÚGIRNI Þótt Islendingar geti verið tortryggnir gagnvart þeim útlendingum sem þeim líkar ekki við eru þeir á sama tíma afskaplega trúgjarnir gagnvart þeim útlendingum sem þeir líta upp til. Þegar íslendingur fer með ífamleiðslu sína á vörusýningu í útlöndum kemur hann vanalega heim með þá frétt að nokkrir stórsamningar séu í höfn. Ástæðan er sú að hann skilur ekki muninn á kurteisi og áhuga. Þegar hann spyr gestina í básn- um hvernig þeim lítist á segja þeir sem veluppald- ir menn: jújú, að þetta sé nú bara áhugavert. Og Is- lendingurinn skrifar niður áætiaðan hagnað af komandi viðskiptum við þessa menn. Iðnaðarráðuneytið hefur verið rekið með þessum hætti frá því Jón Sigurðsson breytti því í söluskrif- stofu íslenskrar raforku. I hvert sinn sem einhver maður í veröldinni segist hissa á öllum þessum fossum á Islandi er boðað til blaðamannafundar og dreift út skýrslum með útreikningum á margfeld- isáhrifum virkjana og stóriðju. Uppveðrun Á sama hátt og Islendingar sjá ekki ástæðu til að halda hátíð þegar tilefni er til eru þeir afskaplega veikir fyrir hátíðardagskrám. Þeir sem hafa lifað slíkar dagskrár vita að í þeim er allri skemmtun út- hýst og þátttakendum er ætlað að mæta af skyldu frekar en löngun. Þannig voru þjóðhátíðarhöldin á Þingvöllum í tilefni ellefu hundrað ára byggðar í landinu svo leiðinleg að jafnvel skátar lögðust í þunglyndislega drykkju. I hvert skipti sem íslendingar finna tilefni til slíkra hátíða uppveðrast þeir. Fyllast þjóðernis- kennd á stórafmælum þjóðarinnar, menntunarást á afmælum Háskólans og samblandi af stolti og samviskubiti á dánarafmælum þeirra skálda sem hafa dáið á nógu harmrænan hátt til að vert sé að minnast þeirra. Það er eitthvað við sögu þjóðarinnar sem segir henni að láta hæst með það sem sorglegast er og skammarlegast. Á afmælis- og minningardögum slíkra atburða vitnar fólk jafnvel í Ijóð þegar það fer með jakkafötin í efnalaug. VoNGLEÐI Þrátt fýrir að íslendingar hafi einstaklega myrka sýn á sögu þjóðar sinnar er íslenski draumurinn bjartur og skær. Stóri vinningurinn í Ióttóinu er til dæmis innbyggður í íslensk heimilisbókhöld. Þetta reddast allt saman, er fullvissa hvers íslend- ings. Þessi fullvissa og íslenski draumurinn geta haldið fólki á floti sem alla jafna ætti að gefast upp, skera niður neyslu, minnka við sig, lýsa sig gjald- þrota eða jafnvel flýja land. Af sömu ástæðu á eng- inn sannur Islendingur varasjóð. Það sér það hver maður hversu vitlaust það er að nota mögru árin til að safna í sjóð fyrir þau digru. Þá er nær að slá lán til að eyða á mögrum degi og borga það þegar allt blessast á morgun. Islensk viðskipti eru rekin með sama hætti. Bis- nessmenn stóla þó ekki upp á lottóvinninga eins og pöpullinn, heldur Grænlandsgöngu, vatns- sölu, vaxtalækkun og þess háttar stórvinninga. Þjóðremba íslendingar eru ánægðir með allt sem íslenskt er: vatnið, fjöllin, forsetann, menninguna, listirnar, fótboltann, handboltann, veðrið. Allt. Jafnvel ósið- ina. Þeir eru stoltir af sykurátinu, símtölunum, stjórnmálamönnunum. Það er að segja þegar útlendingar heyra til. Sín á milli bölva þeir þessu öllu. Jafnvel forsetanum. En ef Islendingur veit af útlendingi einhvers staðar nálægt umturnast hann í sótsvartan þjóðernis- sinna, svo sá útlenski lýgur að hann viti hver Hall- dór Laxness er af ótta við að Íslendingurinn kveiki í honum ella. Þjóðremba Islendinga er svo sterk að hún hefur gert þeim fært að hafa hamskipti. Þannig getur antisportisti með hryggskeggju og ævilangt vottorð í leikfimi haldið fyrirlestra á spánskum bar um ís- lenska atvinnumenn í knattspyrnu frá Albert Guð- mundssyni og fram til tvíburanna hjá Feyenoord. Endurskoðendur með inngróna andúð á öllu sem ekki er hægt að flokka annað hvort debet- eða kred- itmegin í lífinu geta að sama skapi grátið á meðan ættjarðarljóð sem þeir hafa aldrei lesið vella upp úr þeim á ráðstefnum í Bergen. Þetta er ef til vill ástæðan fyrir því að útlending- ar eiga bágt með að trúa að íslendingar séu tilfinn- ingalega lokaðir. Sá sem hefiir lent á íslendingi í útlöndum getur óskað sér að þetta sé rétt, en hann getur aldrei trúað því. Þrjóska Það segir allt sem segja þarf um ást Islendinga á þrjóskunni að Gísli á Uppsölum varð þjóðhetja um leið og hann fannst. Gísli hafði lent upp á kant við bræður sína árið 1929 þegar hann vildi fara til ísafjarðar. Bræður hans vildu hins vegar hafa hann til hjálpar heima á bænum. Gísli varð ósáttur og sór þess eið að fara aldrei úr dalnum úr því hann mátti það ekki þá. Og hann stóð við það. Þegar Ómar Ragnarsson fann Gísla hafði hann verið í fylu við bræður sína í rúma hálfa öld og ekkert lát var á henni þrátt fyr- ir að bræðurnir væru löngu horfhir yfir móðuna miklu. Þrjóska Gísla kostaði hann tungumálið og hann gat aðeins tjáð sig á eins konar þrjóskísku. Og varð þjóðhetja fyrir. Þrælslund Ef til vill er það Dönum að kenna en íslendingar hafa ótrúlega þétta þrælslund af jafnsjálfstæðum mönnum að vera. Þótt þeir láti ekki húðstrýkja sig fýrir að stela snærisspotta lengur, þá eru þeir til- búnir að láta næstum hvað eina annað yfir sig ganga. Einu sinni var bannað að flytja inn appelsínur og epli til íslands nema um jól og sættu íslending- ar sig ágætlega við það. Fannst það jafnvel skyn- samlegt. Einu sinni var bannað að selja matvörur á íslandi nema á virkum dögum og þá aðeins um hábjartan daginn. Islendingum fannst það góð regla og voru vissir um að annars færi hér allt upp í háaloff. Þeim var bannað að kaupa áfengi á bar á miðvikudögum og trúðu því að sá dagur væri hreint óhæfur til drykkju. Þannig hafa Islendingar af þrælslund sætt sig við furðulegustu boð og bönn. Nýverið var sú regla sett að Reykvíkingum er bannað að húkka sér leigu- bíl í miðbænum um helgar, heldur ber þeim að fara í einfalda röð undir Menntaskólanum í Lækj- argötu. Og þeir gera það vegna þess að þeir eru hræddir við að verða úti eins og löggan sagði að hefði verið hætta á hér um árið.O Gísli hafði verið í fýlu við bræður sína í rúma hálfa öld og það var ekkert lát á henni þrátt fyrir að bræðurnir væru löngu horfnir yfir móðuna miklu. Þrjóska Gísla kostaði hann tungumálið og hann gat aðeins tjáð sig á eins konar þrjóskísku. Og varð þjóðhetja fyrir. 46 EINTAK DESEMBER
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.