Eintak


Eintak - 01.12.1993, Qupperneq 54

Eintak - 01.12.1993, Qupperneq 54
Guðrún Nordal Guörún lauk doktorsprófi í miðaldafræðum frá háskól- anum í Oxford, viðfangsefni hennar var siðfræði Sturlungu. Að því loknu var Guðrún um hríð lektor við University College í London, þar sem er mikið vígi íslenskra fræða. Guðrún starfar nú við rann- sóknir á Stofnun Árna Magnússonar. JÓHANNA K. EYJÓLFSDÓTTIR „Starf Amnesty International þyggir á þeirri grundvallarhugmynd að mannréttindi séu alþjóðleg og vernd þeirra samábyrgð okkar allra, að hvert okkar beri ábyrgð á því að mannréttindi séu virt. Þess vegna starfa ég með Amnesty." í fjögur ár var Jóhanna formaður þessara samtaka sem hafa hátt í hundrað deildir út um allan heim og fjögur þúsund meðlimi á Islandi, en er nú framkvæmdastjóri þeirra. Jóhanna, sem er mannfræðingur að mennt, segist ekki síst verða vör við árangur starfsins í samskiptum við þegna fyrrum einræðisríkja; til marks um það sé þegar fólk sem hefur sætt fangavist og mannréttindabrotum þyki mikilsvert að stofna Amnestydeildir loks þegar það hefur tök á. Björk Guðmundsdóttir Björk. Hún er ábyggilega orðin heimsfrægasti íslendingur fyrr og síðar. ________ Heimsfrægari en Halldór Laxness og Leifur Eiríksson. Hún er í öllum tímaritum og alls staðar hljómar músíkin hennar. Og af því við íslendingar erum svo útbelgdir af menningararfi okkar og bókmennt- um er það svolítið fyndið að það skuli vera svona skemmtileg stelpa sem getur sér heimsfrægðina sem þjóðina hefur alltaf dreymt um, svona álfastelpa - eða sagði ekki einhver að Björk væri einstætt sambland af stúlkubarni og norn? JULIE INGHAM Julie stundaði háskólanám í Leeds og kom til l’slands 1982 til að safna efni í ritgerð um íslenskar útlagasögur. Þetta var upphafið að útlegð hennar frá heimalandinu, Englandi, því lengst af síðan þá hefur hún verið búsett hér og á nú þrjú börn með íslenskum eiginmanni sínum. Julie hefur fundið sér viðurværi við helstu útflutningsgrein Breta; enska tungu. 1986 stofnaði hún ásamt vinkonu sinni Enskuskólann og síðan hefur hann stækkað og dafnað og fest sig í sessi. „Við leggjum áherslu á litla bekki, beina þáttöku og vingjarnlegt andrúmsloft. Þetta virðist vera eftirsóknarvert, því síðast þegar við auglýstum eftir kennurum í Times Literary Supplement fengum við hundrað umsóknir." tlNl'AKMYND: BONNI Asdís Thoroddsen Ásdís gerði kvikmynd og það var af henni saltbragð. Hún gerðist í afskekktu sjávarplássi fyrir vestan, en af því það einstaka og einangraða er oft sammannlegast þegar öllu er á botninn hvolft hefur Ingaló farið víða um jarðir og vakið athygli á kvikmyndahátíðum. Hún er einhver margverðlaunaðasta mynd sem íslendingar hafa gert; hlaut tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni ÍTroia í Portúgal, verðlaun á Filmare-hátíðinni í San Remo á Ítalíu, á norrænu kvikmyndahátíðinni í Rúðuborg, auk þess sem hún hreppti svokölluð OCIC-verðlaun sem eru veitt af kaþólsku kirkjunni. Nú erÁsdís að hugsa sér til hreyfings að fara að gera aðra mynd. Hún segir að hún fjalli um ástir og svik - „þrjár stúlkur sem láta seiðast af sama ilmi af leðri, viskíi og vindlum og heillast af sama manninum". Halldóra Ragnarsdóttir Halldóra gekk til liðs við Landhelgisgæsluna fyrir tveimur árum, eftir aö hafa unnið til margra ára á skrifstofu í Reykjavík. Nú er hún háseti á varðskipi. Hún vildi breyta til, og neitar því ekki að áræðni og ævintýraþrá hafi ráðið töluverðu um þá ákvörðun að fara á sjóinn. ,,Ég kann vel við mig að vinna með strákunum. Ég er búfræðingur að mennt, og því vön frá fornu fari að vinna nær eingöngu með karlmönnum Mér líkar það mjög vel."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.