Eintak - 01.12.1993, Side 62

Eintak - 01.12.1993, Side 62
Valgerður Matthíasdóttir Valgeröur Matthíasdóttir hefur eitthvert bjartasta bros á íslandi. Og ólíkt flestum hefur hún níu líf í fjölmiðlunum. Á hinum glöðu árum fjölmiðla- byltingarinnar var hún eitt af andlitum Stöðvar 2 og fastagestur á forsíðum tímarita. Svo fór eitthvað að sneyðast um Valgerði; var hún alveg horfin? Nei, auðvitað birtist hún aftur, jafn hlýleg og brosmild og fyrr, í því ágæta vandamálaprógrami Ingó og Völu - þáttum sem ólíkt flestu íslensku sjónvarpsefni ganga fullkomlega upp. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Sjö sinnum hefur Guðfríður Lilja orðið íslandsmeistari í skák, á átta ára tímabili. Hún bíður þess nú að tefla einvígi um áttunda meistaratitilinn, þótt varla sé mikill tími til að hugsa um skák þar sem Guðfríður Lilja er í námi í sagnfræði, hagfræði og félagsfræði við hinn margfræga Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Þar þótti mönnum slíkur fengur að fá stúlkuna í skólann að henni var veitt námsvist löngu áður en hún lauk stúdentsprófi á íslandi. Kolrassa krókríðandi Kolrassa var til skamms tíma kvennahljómsveit, alveg hrein og klár. Og komin úr bítlabænum gamla, Keflavík. Svo þurftu stelpurnar, Elísa, Bíbí og Sigrún að velja milli þess að vera hreinar á kenningunni eða búa til góða músík; þær völdu síðari kostinn og fengu strák til að sitja við trommurnar hjá sér. Þannig eru þær til alls líklegar; margir telja að ungu hljómsveitirnar gerist ekki miklu frísklegri og skemmtilegri en Kolrassa. jNGIBJÖRG ElNARSDÓTTIR íslendingar hafa dáð Jón Sigurðsson, en þeim hefur alltaf legið illa orð til Ingibjargar konu hans. Þeir hefðu líklega heldur kosið honum einhverja huldukonu eða álfadís og því voru sagðar sögur um hvað hún var ófríð, gömul og tannlaus - og að Jón hafi í raun ekki viljað eiga hana. Ingibjörg sat lika lengst kvenna í festum, í heil tólf ár. En hún stóð alltaf eins og klettur við hlið manns síns, var harðsnúinn óvinur óvina hans og þegar hann lá banaleguna gekk hún svo nærri sér við að hjúkra honum að andaðist aðeins niu dögum eftir lát hans. Halla Linker Ung var hún gefin Bandaríkjamanni sem hafði yfir sér Ijóma ævintýra. Með'Á, honum fór hún um allar jarðir og Islendingar horfðu með aðdáun á þessa Ijóshærðu fegurðardís sem virtist hafa lagt ^ heiminn að fótum sér. En það var eitthvað bogið við þennan íslensk/ameríska draum; maðurinn reyndist vera hin'.mesta ótukt og hjónabandið fullt af skuggum. Halla hafði kjark til að segja frá þessu og uppskar fyrir vikið metsölu, virðingu og vakti til umhudsunar konur sem margar þekktu máski hlutskipti hdnnar af eigin raun. EINTAK 1 YND: BONNI Elín S. Sigurðardóttir Elín hefur starfað með Hjálparsveit skáta í fimm ár, fyrst á Akureyri og svo í Reykjavík. Hún hefur tekið þátt i þó nokkrum leitum, meðal annars í Bláfjallaleitinni í fyrra að tveimur snjósleðastrákum. „Þetta er einhver þörf fyrir aksjón, að prófa eitthvað nýtt. Það er alltaf eitthvað nýtt sem kemur upp í hverri leit." Elín segist vera að þessu bara fyrir sjálfa sig, þetta sé þörfin fyrir að takast á við eitthvað sem hræðir mann til að byrja með. „En svo er það mikill sigur fyrir mann sjálfan þegar maður stenst það.“ EINTAKMYND: GÚSTAF GUÐMUNDSSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.