Eintak - 01.12.1993, Síða 104

Eintak - 01.12.1993, Síða 104
Steinar Sigurjónsson var lygilega margflókinn karakter: Hljóm- sveitatöffari, uppgjafasjómaður, prentari, glataður sonur, ævintýra- maður, heims- hornaflakkari, drykkjumaður, sannkallaður heið- ursmaður og höfðingi, hrókur alls fagnaðar, en þó einfari og mannafæla. Hann var talinn sérvitur, klikkaður og fullur, en hann var líka mikið og vinnu- samt skáld - snill- ingur jafnvel. Hér rekur Þóra Kristín Ásgeirsdóttir líf þessa einstæða höfundar í viðtöl- um við vini hans, fjölskyldu og sam- ferðamenn. Þegar Steinar Sigurjónsson var ungur drengur á Hellissandi steyptist hann á höfuðið ofan í grængolandi sjóinn. Ekki segir frekar af ferðum Steinars í undirdjúpunum, enda flestum gefið að sjá aðeins yfirborðið. Svo var einnig þama nema þegar höfðinu skaut öðru hverju upp, þá náði einhver nærstödd hetja taki á hári drengsins og dró hann meðvitundarlausan upp á land. En þó að drengurinn kæmist aftur til meðvitundar, kaldur og hrakinn, maraði hugurinn áfram í hálfú kafi og drengurinn átti síðar eftir að festa á blað ferðasögu sína úr djúpinu, þá höfundur með annan fótinn i þessum heimi og hinn í helju. Þetta dæmalausa skáld, Steinar Sigurjónsson, útrækt úr íslensku menningarlífi en óumdeilan- lega meistari í sinni list, var fætt 9. mars 1928 á Hellissandi, elsti sonur Sigurjóns Kristjánsson- ar skipstjóra og Sigríðar Vilhelmínu Ólafsdótt- ur. Á eftir Steinari fæddust með árs millibili fiögur börn inn í sömu fjölskyldu, fyrst Oddný Ólafía sem í dag er húsmóðir á Akureyri, þvínæst yngri bræður í þessari röð; Hreiðar Hafberg, Sævar og Kristján Stefán. Steinar var átta ára þegar fjölskyldan fluttist til Akraness árið 1936. Sigurjón var velmetinn skip- stjóri og útgerðarmenn af Skaganum höfðu falast eftir honum. Bræðurnir þrír höfðu ólík áhugamál. „Steinar var allur í tónlistinni,“ segir Kristján Sig- urjónsson, næstyngsti bróðirinn, „en við Hreiðar vorum á kafi í íþróttum, og þótt allir bræðurnir smituðust af tónlistaráhuganum var það mismikið. Ég fór að gutla við klarinett, Hreiðar söng og spilaði á saxófón. Sævar bróðir okkar átti það sameiginlegt með Steinari að hafa lítinn áhuga á íþróttum; hann lék þó stundum fótbolta en Steinar kom aldrei nálægt neinu slíku. Þeir voru því stundum að bralla eitthvað saman tveir meðan við vorum á fót- boltaæfingum. Sævar fórst þegar hann var nítján ára með mótorbátnum Val frá Akranesi.“ 104 EINTAK DESEMBER
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.