Eintak


Eintak - 01.12.1993, Qupperneq 107

Eintak - 01.12.1993, Qupperneq 107
hann var eins upplífgandi að haldan stuttan reiði- lestur um lífið og listina og ungt fólk að fara á ball; hann blés þessu einfaldlega úr nös eins og aðrir fríka út á dansgólfmu. Stundum talaði hann jafn- vel sér þvert um geð ef hann fann ekki annað til- efni. í gegnum tíðina hafa menn kafað í verk hans í von um að finna þar fyrir pervert, neikvæðni eða brenglun, og þóst finna sitthvað máli sínu til stuðnings. Lykilinn að verkum hans er þó ekki svo langsóttur; textinn er fullkomið sköpunarverk án tillits til þess sem fjallað er um. Þetta botnlausa hugmyndaflug sem sumir vilja kenna við óra eða geðveiki er ekki geðveikara en tilveran sem við hrærðumst í. Næmi listamannsins birtist oft í því að ýkja raunveruleikann eða fara út í órafengnar öfgar eins og Steinar gerir í Djúpinu.“ Fyrsta skáldsaga Steinars, Ástarsaga, kom út 1958. „Ástarsaga hafði gífurlega mikil áhrif á ungt fólk þegar hún kom út,“ segir Guðbergur Bergs- son rithöfundur. „Ekki bara á rithöfunda, heldur einnig myndlistarmenn. Ég deildi þessari hrifn- ingu á bókinni með Vilhjálmi bróður mínum sem er myndlistarmaður. Þarna var hinn upphafni hversdagsleiki, einlægur og beint frá hjartanu, sjaldgæfur í íslenskum bókmenntum. Seinna endurvann hann Ástarsögu og nefndi þá söguna Blandað í svartan dauðann. Þessi háttur, að umrita bækur sínar varð Steinari mjög tamur og er bók- menntalegt og vitsmunalegt afrek; það hafði aðeins einu sinni verið gert hér áður og þá af Guðmundi Daníelssyni. Seinna á rithöfundarferli hans fannst mér hann hverfa of mikið inn í framandi breska fagurfræði, ættaða frá bóklestri en ekki inn- viðum höfundarins sjálfs. írsk bókmenning er honum greinilega mjög hugleikin og eins er hann undir sterkum áhrifum frá hinum mexíkanska Rulfo í Kjallaranum, eða kannski öllu heldur skáldsögu Rulfos Pedro ParamoÁ Veröldin út um glugga á krá í kringum 1960 dvaldi Steinar um tíma í Vest- manneyjum í heimsókn hjá vinum og kunningj- um. Meðal þeirra var Ási í Bæ. I matarboði hjá séra Halldóri Kolbeinssyni þar sem margt fólk sat við dúkað veisluborð urðu mjög fjörugar umræð- ur milli Ása, Halldórs og Steinars. Þegar hitna tók í kolunum varð rnikill sláttur á Steinari og honum varð á að þrífa í endann á dúknum og svipta öllu af borðinu. í augnablik datt hvorki né draup af við- stöddum eða þar til Halldór sagði upp úr eins manns hljóði: „Nú sé ég að þetta er skáld.“ Og við konuna sína sagði hann: „Meiri leir á borðið, mamma.“ „Ég vissi til þess að hann fór á sjóinn með Ása í Bæ og Ási lýsti honum sem fyrirtaks sjómanni," segir Kristján Sigurjónsson. „Hann greip því í alls kyns vinnu, þótt ekki væri það mikið.“ „Hann fór ákaflega mikið til útlanda og ég botnaði aldrei í því hvaðan honum komu peningar til þessara ferðalaga," segir Jón Óskar. „Hann sendi mér reglulega bréf í þessum ferðum, en sum þeirra voru erfið aflestrar því hann hreinskrifaði ekki sendibréf. Hann var hugfanginn af Irlandi og man ég ekki til þess að annað land hafi átt slíkar rætur í honum af öllum þeim stöðum sem hann sótti heim. Þó held ég að hann hafi aðallega sótt heim krárnar og litlu öðru kynnst af landi og þjóð.“ „Hann hafði að mér sýndist ríka tilhneigingu til að halda að allt væri betra í útlöndum," segir Guð- bergur Bergsson. „Hann var þannig á stöðugum flótta undan sjálfum sér og samfélaginu, því stað- reyndin er sú að maður fer einungis til útlanda til að auðga sjálfan sig og snúa síðan heim aftur. Allt annað er blekking.“ DESEMBER EINTAK „Eitt sinn þegar Rúna Guðrún Þorkelsdóttir var á ferðalagi í Evrópu þurfti hún að taka lest frá Þýskalandi til Amsterdam þar sem hún var bú- sett,“ segir Sverrir Agnarsson. „Þegar hún kemur inn í klefann sinn og ætlar að setjast er þar fýrir Steinar Sigurjónsson, steinsofandi og heldur timbraður að sjá. „Steinar, Steinar, þú ert í sætinu mínu,“ sagði hún og bankaði í öxlina á honum. Hann hafði þá sofið alla leið frá Kaupmannahöfn og misst af áfangastaðnum. En þannig rataði Stein- ar ævinlega á kunningja sína á ótrúlegustu stöð- um.“ Ævintýralegt örlæti á fé „Hann átti marga vildarmenn sem létu hann hafa peninga og styrktu hann margvíslega," held- ur Sverrirr áfram. „En honum hélst illa á þeim, hann vildi deila því sem hann átti með öllum, og það tók fljótt af. Örlæti var einn ríkasti þátturinn í skapgerð hans. Eitt sinn sá ég hann eyða sextíu þúsund krónum á einu kvöldi á veitingahúsinu 22 við Laugaveg. Mér er líka í fersku minni partí eftir ball þar sem Steinar sat ásamt fleira fólki sem var að skemmta sér. Hann virtist áhyggjufullur og reri fram í gráðið. Þarna var allt það vin á boðstólum sem hver gat í sig látið, en Steinar átti erfitt með að láta borga fýrir sig og sagði í sífellu: „Á ég ekki að panta flösku á svörtum?" Auðvitað voru til menn sem notfærðu sér þetta hrekkleysi og í eitt skiptið var hann sendur í leigu- bíl upp í Víðines til að ná í visakortið sitt. En Stein- ar átti hauk í horni í Landsbankanum sem fylgd- ist grannt með hans málum. Ef kortið var misnotað var því umsvifalaust lokað meðan gleðin stóð sem hæst, án þess að nein eftirköst yrðu í bankavið- skiptum hans. Ég held að slík þjónusta sé hvergi veitt nema á tslandi. Steinar hafði húmor fýrir ástandinu og eitt sinn kom hann til kunningja okkar og talaði stöðugt urn að hann væri að fara að græða milljónir á milljónir ofan fyrir kvikmynda- handrit. Þegar hann hafði lokið sér af bætti hann hógværlega við: „En þangað til þætti mér ógurlega vænt um ef þú gætir lánað mér fyrir strætó." Eyvindur Erlendsson FÉLAGI STEINARS „Fyrir hann var eins upplífgandi að halda stuttan reiðilestur um lífið og listina og ungt fólk að fara á ball; hann blés þessu einfaldlega úr nös eins og aðrir fríka út á dansgólfinu. Stundum talaði hann jafnvel sér þvert um geð efhann fann ekki annað tilefni." Kristján Sigurjónsson BRÓÐIR STEINARS: „Eftir að Steinar og Jóna fluttust frá Akureyri fékk hún berkla og þurfti að dvelja um tíma á berklahælinu þar sem hún kynntist manni sem varð seinna eiginmaður hennar. Steinar var í rusli eftir þetta, enda elskaði hann þær allar ákaflega mikið, en hann var þá byrjaður að skrifa og kominn í óreglu og var lítið heima við. “ „Hann sagðist vera giftur skáldskapnum,“ segir Sigríður Steinarsdóttir. „Hann sagði jafnan að ef hann yrði ríkur myndi hann nota peningana til að styrkja unga listamenn, en sjálfur myndi hann aldrei skrifa eingöngu til að þéna peninga. Hann vann stöðugt og tók hlutverk sitt svo alvarlega að einu sinni þegar hann hafði keypt sér hljómflutn- ingstæki gaf hann mér þau með þeim orðum að tónlistin tæki of mikinn tíma frá skriftunum.“ „Ég held að Steinar hafi fengið styrki og hvatn- ingu frá ólíkum aðilurn," segir Guðbergur Bergs- son. „Þegar Króksi ogSkerðir eftir Cervantes kom út 1973 lagði ég leið mína til Magnúsar Víglunds- sonar sem þá var konsúll Spánar á Islandi. Ég hugðist færa honum áritað eintak að gamni mínu og hélt á því í hendinni þegar ég gekk inn á skrif- stofuna. Þegar hann heyrði að ég væri rithöfundur brást hann mjög reiður við og sagði að ég fengi enga peninga hjá honum - Steinar Sigurjónsson væri búinn að tæma alla sjóði. Ég hrökklaðist öfugur út undan skammadembunni án þess að geta borið hönd fyrir höfuð mér; ég var ekki á höttunum eft- ir peningum. Vegna þessa varð ekkert úr að ég færði honum bókagjöfina og hana á ég enn áritaða uppi í skáp.“ Ríkur ameríkani KEMUR TIL SKJALANNA Steinar dvaldi mikið úti í Flatey á sumrin ásamt öðrum listamönnum á sjöunda og áttunda ára- tugnum. Meðal vina og sambýlinga hans þar voru Gylfi Gíslason, Jón Yngvi og Jón Gunnar Árna- son, en þeir tveir síðarnefndu eru látnir. Þegar Steinar eignaðist rafmagnsritvél lét hann verða sitt fyrsta verk að leggja rafmagnskapal úr nærliggj- andi sveitabæ yfir í bústað sinn. Aðrir listamenn horfðu þrumu lostnir á aðfarirnar, enda þurftu þeir margir hverjir að láta sér nægja óupphituð hús 107
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.