Eintak - 01.12.1993, Page 111

Eintak - 01.12.1993, Page 111
heppilega vildi til að hægt var að manna hann með rónum, ribböldum eða berfættu útigangsfólki og ýta honum þannig á flot í von um að fiskaðist bein úr sjó. Þar var skáldið Steinar orðinn háseti, á blánkskóm, án þess að eiga svo mikið sem sokka til skiptanna. Það fór að brá af honum smám saman. I ljós kom að hann hafði ekki fengið túskilding úr rithöf- undasjóði, þó svo að hann hefði verið með verk á ár- inu, og var aumur mjög. Að lokum fóru leikar svo að ég keyrði hann nið- ur í Útvegsbanka. Þar fékk hann fyrirgreiðslu og ekkert varð úr sjóferðinni." Þetta var upphafið að löngu tímabili á ferli skáldsins þar sem blés óbyrlega. í átta ár fékk hann engan útgefanda að bókum sínuni. 1978 hafði komið út bókin Siglittg og það var ekki fyrr en 1986 sem Steinar kvaddi sér aftur hljóðs og þá með skáldsögunni Singan Rí. Sáðmenn sem kom út 1989 ber öll merki um langa dvöl Steinars á fr- landi, en það land varð Steinari kærastur viðkomu- staður og þó voru þeir ófáir. „Ég er á hinn bóginn SKEMMTILEGUR" „Við Steinar vorum saman á þingi framúr- stefnulistamanna, myndlistarmanna orðsins, lista- og leikhúsfólks á Jótlandi 1989,“ segir Eyvindur Erlendsson. „Magnús Pálsson myndlistarmaður í London sá um skipulagninguna fyrir íslands hönd og bauð vini sínum Steinari. Ég held að þessi ferð hafi haft mikið að segja fyrir hann.“ „I þessari ferð sá ég í fyrsta skipti leikverk eftir Steinar,“ segir María Kristjánsdóttir, leiklistar- stjóri útvarpsins. „Það var skemmtileg og óvenju- leg sýning. En sjálf leikstýrði ég Steinari í leikverki eftir Magnús Pálsson. Hann lék Karen Blixen. Sat úti í áheyrendasal og keðjureykti, baðaði út höndunum eins og „Grand Old Lady“ og stráði um sig gullkornunum. Síðan get ég ekki séð Karen Blixen öðruvísi fyrir mér.“ „Ég vann ekki með Steinari í þessari ferð, það kom í hlut Kára Halldórs," segir Eyvindur Er- lendsson. „En við töluðum dálítið saman. Hann var sjálfum sér líkur, örlátur og útspilunarsamur og á öðrum degi var hann búinn nteð gjaldeyrinn. Eftir það bauð enginn honum vín án þess að um það væru samantekin ráð, en hann vann líka gífurlega vel í ferðinni og fékk mikið út úr henni. Daginn fyrir heimferðina þurfti Steinar að biðja um pen- inga og gekk þá til Magnúsar. Magnús horfði í augun á honum og spurði: „Hvað ætti það nú að vera mikið, Steinar minn?“ „Svona tíu krónur," svaraði Steinar að bragði og Magnús tók upp veskið og lét hann hafa þúsund krónur. Steinar endur- heimti fýrra fjör og krafðist þess að fá að borga bjór ofan í alla á ferjunni til Kaupmanahafnar. Fólk tók því svona heldur fálega þar sem allir áttu eftir að finna næturgistingu í borginni, en Steinar hlustaði ekki á neitt múður og pantaði margar flöskur á borðið. Það var dálítið blóðugt að sjá þær síðan standa eftir hálfdrukknar eða fullar á borð- inu. En svona var Steinar. Hann hafði þann sið að færast allur í aukana ef hann vakti kátínu meðal viðstaddra. Einhvern tím- ann á þinginu var verið að ræða íslenska höfunda og hann var stóryrtur mjög. Hann fór fljótt yfir sögu og afgreiddi marga léttvæga, bugtaði sig ým- ist eða beygði orðum sínum til áherslu meðan hann ávarpaði sína væntanlegu aðdáendur, og tók meðal annars dæmi af jafnaldra skáldi íslensku: „Elskurnar rnínar, þetta er ágætis rnaður, hann er bara svo leiðinlegur, ég er á hinn bóginn skemmtilegur.“ Það er alveg satt, Steinar var skemmtilegur.“ SVERRIR AGNARSSON FÉLAGI STEINARS „Ég sá hann einu sinni ástsjúkan og það var árið áður en hann dó. Þannig var að við sambýliskona mín slitum samvistum, en Steinar hafði tekið miklu ástfóstri við hana meðan hann var gestur okkar. Hún var heilög í hans augum og ástin kom í köstum yfir hann og hann var viðloðandi heimili hennar þegar svo bar undir. Ég held hún hafi verið honum mjög góð, þó að ástin væri ekki endurgoldin. “ son. „Örlög hans voru ekki ósvipuð örlögum Jóns Gunnars Árnasonar; það fór ekki að örla á neinni velvild fyrr en hann var orðinn mjög veikur og í lifanda lífi náði hvorugur að sjá drauma sína ræt- ast. Fjölskylda Steinars gerði sér enga grein fýrir að hann væri að fást við neitt sem máli skipti. En það á sér líka skýringar í Steinari sjálfum. Hann var ekki auðveldur maður í umgengni. Ég held það hafi ver- ið sameiginleg upplifun allra sem voru á Steinar- svöku á Hressingarskálanum daginn sem aska Steinars var jarðsett að fjölskylda hans hafi fúndið til stolts yfir þessum svarta sauði sínum.“ „Steinar var mikið snyrtimenni og fór í bað tvisvar til þrisvar á sólarhring og sat þá lengi í bað- inu“ segir Jón Proppé. „Annars var hann sískrif- andi allan daginn. Hreinlætisáráttan, ástin á tækni og vísindum og þaulsætni hans við ritvélina eða tölvuna korna upp um reglusemi Steinars, en hún var öll önnur en sneri að umhverfinu. Þannig toguðust á um hann gerólíkir þættir í skapgerð- inni. Ég hefði ekki viljað þurrka hann upp og setja hann á geðlyf, en allt hans skapferli gerði það þó að verkurn að hann var erfiður í umgengni og það tók sinn toll af tíma manns og þolinmæði að vinna með honurn. Hann var annars vegar mjög örlátur á vináttu sína og fé og hins vegar svo kröfuharður að hann jaðraði við að vera óréttlátur. En að vinna með Steinari var ótrúlega gefandi og í okkar samstarfi á Forlaginu var það ekki síst merkilegt hvað hann hafði mikinn áhuga á bókagerð. Bækur sem hann gekk frá sjálfur líkt og Brotabrot eru einstakar í sinni röð og undir greinilegum áhrifum frá þýska skólanum.“ Á Steinarsvöku vottuðu margir listamenn Steinari virðingu sína; meðal þeirra voru Eyvindur Erlendsson, Karl Guðmundsson, Bjarni Þórar- insson og Einar Kárason. Einar þekkti Steinar vel seinustu árin og skrifaði um hann í grein: „Steinar rær á mið þar sem ríkja myrkur og illviðri og undir niðri eru hákarlar og skrímsli og þegar hann færir aflann að landi þá eru það byltandi sæ- djöflar og rottufiskar; það þarf kjark til að skoða hrúguna af skráp og gaddatrjónum og uppgötva að þessi glóandi augu eru demantar og þreifiang- arnir lýsa af bráðnu gulli.“ 111 Hreinlætisárátta OG REGLA í ÓREGLUNNI Steinar var í eðli sínu landkönnuður og hann rannsakaði sitt innra af sama hlutleysi og vísinda- maður kryfur viðfangsefni sitt, en óð að sama skapi aldrei blóðið upp í hné eins og slátrari. Hann lýsti því sem hann sá og fann, en lét lesandanum eftir að kallast á við textann með sínu eigin tilfinninga- lífi; það sem á blaðið fór var einungis tær og ómenguð list. „Hann þráði viðurkenningu, en bókmennta- stofnunin þagði þunnu hljóði," segir Gylfi Gísla- JÓN ÓSKAR VINUR STEINARS „Steinar kom mér fyrir sjónir, hálfþrítugur maðurinn, sem ákaflega feiminn og óframfær- inn ungur maður, ör og taugastrekktur. Þegar ég sá hann fyrst var hann undir áhrifum og ör- uggur sem því nam, en i næstu tvö skipti var hann allsgáður og ákaflega spenntur. Það var eitt við Steinar sem ég tók mjög fljótt eftir. Hann hafði geysilega minnimáttarkennd, var hálfhræddur við fólk og átti alla tíð mjög bágt með að umgangast það." DESEMBER EINTAK
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.