Eintak - 01.12.1993, Side 136

Eintak - 01.12.1993, Side 136
cro- o JÓLAPLÖTUR ' Úi ITE FÁN l-IH.MARSSON Stefán Hilmarsson LÍF SoulHeimar/Spor Duglegur er hann Stefán og svo afkastamikill að stundum finnst manni hann fara á hálfgerðu hundavaði gegnum músík- ina; þegar sá gállinn er á honum er eins og röddin hans fái kaldan og vélrænan hljóm, sneyddan tilfinningu og tilbreyt- ingu. Það á þó tæpast við um þessa piötu. Hér fá hæfileikar hans að njóta sín, sérstaklega í hinum rólegri lögum; það er í mátulega hægri angurværð sem sönggáfa Stefáns blómstrar helst. Lagasmíðar eru að sönnu nokkuð misjafnar; bestu lögin eru eftir Stefán sjálfan - sérílagi Líttu þér nær sem er sérdeilis þokkafullt lag. Textarnir kannski engar listasmíðar, meira en lítið væmnir á köflum, en það verður ekki skafin af þeim einlægni ungs manns sem þykir vænt um konu sína og barn. Megas PARADÍSARFUGLINN Skifan Það er af ærnu að taka þegar velja skal efni á safndisk með lögum Megasar og líklega yrðu aðdáendur hans seint sam- mála um hvaða lög væru þar við hæfi. Hér er þversnið tuttugu laga sem spanna tuttugu ár og varla ástæða til að kvarta neitt sérstaklega yfir því, en greinilega hefur áherslan verið lögð á að velja hin fjögugari og aðgengilegri lög, líkt og platan sé agn fyrir þá sem hafa ekki viljað þekkjast Megas. En þá saknar maður auðvitað angurværðarinnar, hins lýrískari Megasar - til dæmis meistarasmíða á borð við Orfeus og Evridísi. En fínt úrval samt. Rabbi EF ÉG HEFÐI VÆNGI R. Músík/Japis Þetta er besta Grafíkplata sem hefur komið út í næstum tíu ár - allar götur síðan Get ég tekið séns? var óvænt vinsælda- plata vertíðarinnar 1984. Grafík? Jú, þar var Rafn Jónsson alltaf prímus mótor ásamt féiaga sínum Rúnari Þórissyni, og hér heldur hann enn áfram að þróa ísafjarðarsánd þeirra vin- anna. Og gerir það svona dæmalaust vel. Hljómurinn, áferð plötunnar, er með eindæmum fágaður og fínpússaður, en þó kvikur af lífi. Góðir söngvarar fara sumir hverjir á kostum í lögum sem eru langt fyrir ofan meðallag; við því mátti auðvit- að búast af Helga Björnssyni og Andreu Gylfadóttur, en Sævar Sverrisson og Berglind Björk gefa þeim lítið eftir. Þetta er gott popp og full ástæða til að gratúlera. Bubbi Morthens LÍFIÐ ER LJÚFT Skifan Þótt Bubbi sé rammísienskur er hann líka í aðra röndina skil- getið afkvæmi Dylans og Neil Young. Og eins og þessir meistarar er hann obbolítið eiróarlaus og þarf sífellt að vera að taka hliðarspor; finna nýjan stíl, skipta um hann, finna hann aftur. Líklega er það Bubbi á þessum nótunum sem þjóð hans vill helst heyra; einlægur, melódískur, dálítið hugsi, maður sem hefur reynt ýmislegt og lært margt. Þetta er semsagt indælis plata; Bubbi virðist ánægður með lífið og það er gott. Poppkóngurinn okkar á það skilið. Ýmsir flytjendur KÆRLEIKUR Skifan Allir sem eru komnir um eða yfir fertugsaldurinn nauðaþekkja lögin á þessari plötu. Þetta er músík '68 kynslóðarinnar, lög eftir poppara á borð við Gunnar Þórðarson, Jóhann G. Jóhannsson og Rúnar Gunnarsson sem eru rifjuð upp undir stjórn nostalgískasta manns á íslandi, Jóns Ólafssonar bítla- vinar. Honum finnst alltaf jafngaman að spila gömlu lögin og fær í lið með sér unga söngvara sem sumir hafa ágæta hæfi- leika; gallinn er bara sá að hér er engu bætt við, allt er þetta frekar dauðyflislegt og frumútgáfur laganna í öllum tilvikum betri, líflegri og skemmtilegri. Móeiður Júníusdóttir MÓA SYNGUR Smekkleysa Auðvitað er það ansi djarft uppátæki hjá tvítugri söngkonu að ráðast til atlögu við sundursungnar dægurperlur sem hérum- bil allir kunna utan að, lög eftir spámenn á borð við Cole Porter, Irwing Berlin, Gershwin og Þórðarson. Og það verður að segjast að ekki tekst Móeiði að finna neina lífsvon í þess- um slitnu flíkum af flóamarkaði dægurtónlistarinnar; það er eins og hún, líkt og við hin flest, geri ekki meira en að kunna lögin nokkurn veginn utan að. Raddbeitingin er tilgerðarleg, einatt öpuð upp eftir frægum söngstjörnum; í söngnum örlar varla á þeim sannfæringarkrafti og innblæstri sem er nauðsynlegur til að hrífa. ; ÍS i ' t i - k... 1 Djarfar styttur, léttleiki og gleði. Það er jólaklippingin í ár. Strípur, meiri styttur, jafnvel háerótískar styttur. Sposkur svipur, mjúkt hár, kvenlegt hár, lífsgleði og húmor. Það er Símbí hjá Jóa og félögum sem greiddi fyrirsætunum þremur hér á síðunni. Hann er ný- kominn frá Barcelona og sótti þar í smiðju fr; hárgreiðslusnillings, meistara Llongueras. Hárgreiðslan er í anda hans, enda ætlar meistarinn að birta myndir eftir Simba í næsta hefti tímarits sem hann gefur út og kallar Peluquerias. EINTAK DESEMBER
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.