Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 1
Valkyrjur á
Suðurnesjum
Bjóðast til að taka að sér
stjórnarstörf | Minn staður
Litadýrð í
Lundúnum
Vetrartískan sýnd á árlegri
tískuviku | Daglegt líf
Íþróttir í dag
Enginn Englendingur í liði Arsenal
Íslandsmótið í handbolta deildaskipt
á ný? FH fær erfiðari mótherja
STJÓRN Símans samþykkti ársreikning
fyrirtækisins á fundi í gær. Á fundinum
var samþykkt að leggja til við aðalfund
að greiddur verði 90%
arður á árinu 2005 af
nafnvirði hlutafjár, eða
6.333 milljónir kr. Tæp
99% hlutafjár eru í eigu
ríkissjóðs.
Rúmlega þriggja millj-
arða króna hagnaður
varð af rekstri samstæðu
Símans á seinasta ári.
Eiginfjárhlutfall félags-
ins var 59% í árslok en
verður eftir arðgreiðsl-
una 46%. „Eigendurnir
telja að fyrirtækið geti
greitt út þennan arð án
þess að það komi niður á
verðgildi fyrirtækisins eða að það skerði
fjárhagslega getu þess,“ segir Brynjólfur
Bjarnason, forstjóri Símans.
Lækkun ekki talin draga úr áhuga
Á seinustu tveimur árum hefur Síminn
greitt um 2,1 milljarð í arð á ári eða sem
samsvarar um 30% af nafnvirði hlutafjár.
Brynjólfur sagði að efnahagsreikningur
félagsins væri mjög sterkur núna fyrir
sölu fyrirtækisins og ekki væri talið að
lækkun eiginfjárhlutfallsins myndi draga
úr áhuga hugsanlegra fjárfesta á fyr-
irtækinu. Rekstrartekjur Símans hækk-
uðu um 1.045 milljónir milli ára og voru
19.806 milljónir kr. í fyrra. Veltufé frá
rekstri nam rúmum 6,9 milljörðum kr.,
eða um 35% af rekstrartekjum, og arð-
semi eiginfjár var 21,1% en var 14,8% á
árinu 2003.
Síminn
greiði 6,3
milljarða
króna í arð
STJÓRNVÖLD í Ísrael létu að því
liggja í gærkvöldi að Sýrlendingar
eða hópar þeim tengdir hefðu stað-
ið fyrir sprengjutilræði í Beirút í
Líbanon fyrr um daginn þar sem
fyrrverandi forsætisráðherra
landsins var ráðinn af dögum.
Morðið hefur vakið ótta um að
borgarastríð brjótist út í landinu á
ný.
Rafik Hariri lét lífið ásamt níu
öðrum þegar bílsprengja sprakk er
bílalest hans ók hjá í miðborg
Beirút. Hann var forsætisráðherra
Líbanons frá 1992 til 1998 og aftur
frá árinu 2000 þar til í október í
fyrra. Þá gekk hann til liðs við
stjórnarandstöðuna vegna deilna
um afskipti Sýrlendinga af málefn-
um Líbanons.
Áður óþekktur íslamskur hópur
sem kallast „Sigur og heilagt stríð í
Stór-Sýrlandi“ lýsti sig ábyrgan
fyrir tilræðinu. Hefði Hariri verið
myrtur vegna náinna tengsla hans
við stjórnvöld í Sádi-Arabíu.
Silvan Shalom, utanríkisráð-
herra Ísraels, gaf greinilega í skyn í
gærkvöldi að hann teldi að harð-
línuhópar tengdir Sýrlendingum
hefðu verið að verki. „Ég get ekki
fullyrt að Sýrlendingar hafi staðið
fyrir árásinni en margir hópar
kunna að hafa verið að verki,“ sagði
ráðherrann í útvarpsviðtali. Tals-
menn stjórnarandstöðunnar í Líb-
anon sögðu valdhafa í landinu og
Sýrlendinga bera ábyrgð á morð-
inu. Stjórnvöld í Sýrlandi voru á
meðal hinna fyrstu til að fordæma
verknaðinn og sögðu hann tilræði
við „frið og stöðugleika í Líbanon“.
Klerkastjórnin í Íran gaf hins veg-
ar í skyn að Ísraelar hefðu verið að
verki í þeim tilgangi að grafa undan
einingu líbanska ríkisins. Banda-
ríkjastjórn fordæmdi morðið og
ítrekaði kröfu um að Sýrlendingar
kölluðu heim „hernámslið“ sitt frá
Líbanon. Sýrlendingum bæri að
virða sjálfstæði og fullveldi líb-
önsku þjóðarinnar. Bandaríkja-
menn myndu leita liðsinnis banda-
manna sinna til að binda enda á
veru sýrlenska herliðsins í landinu
sem telur um 14.000 manns.
Mikil spenna ríkti í Líbanon eftir
morðið. Óvenjumikið fjölmenni var
á götum Beirút og víða voru mót-
mæli höfð í frammi. Þykir sýnt að
morðið auki mjög á óvissu og
spennu í Líbanon þar sem Sýrlend-
ingar ráða í raun ríkjum. Kosning-
ar eiga að fara fram í Líbanon í
maímánuði og létu margir í ljós
þann ótta í gær að vargöld á borð
við þá sem ríkti á árunum 1975 til
1990 vofði á ný yfir í landinu.
Hætta talin á að átök
blossi upp á ný í Líbanon
Reuters
Líbani kallar á hjálp fyrir mann sem særðist þegar Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, var
ráðinn af dögum í Beirút í gær. Að minnsta kosti níu menn aðrir týndu lífi í árásinni og um 100 særðust.
Mikil spenna í
landinu eftir að
fyrrverandi for-
sætisráðherra var
ráðinn af dögum
Beirút, Damaskus, Dubai. AFP.
Eftirminnilegur/6
Fyrrverandi/14
Skýringin á miklum fjölda kvenna á þingi er
fyrst og fremst fólgin í kvennakvótanum sem
innbyggður var í kosningarnar en sú krafa var
gerð að fjórði hver frambjóðandi á framboðslista
þyrfti að vera kona. Í reynd
verður prósentuhlutfall
kvenna á þingi þó ofurlítið
hærra, eða 31%. Segja þeir
sem til þekkja að 46 af 140
þingmönnum Kosninga-
bandalags sjíta, sem fór
með sigur af hólmi í
kosningunum, verði konur.
„Þessar tölur geta aðeins glatt okkur því að þær
þýða að íraskar konur eru að taka að sér stórt hlut-
verk á hinu pólitíska sviði,“ sagði Janan al-Obeidi,
einn frambjóðenda á sjíta-listanum. „En þessi góði
árangur gerir líka að verkum að konurnar á þingi
þurfa að axla mikla ábyrgð, ekki síst konur á okkar
lista þar sem því er haldið fram að réttindi kvenna
séu virt að vettugi innan íslam,“ sagði al-Obeidi
ennfremur. Veraldlega þenkjandi frammámenn í
írösku þjóðlífi hafa lýst áhyggjum sínum af því að
staða kvenna í Írak kunni að versna við vaxandi
áhrif trúarlegra afla og pólitískra flokka er vilja
setja íslömsk lög í forgrunn samfélagsins.
„Það er skylda okkar að sameinast til að þjóna
hagsmunum kvenna í Írak, þannig að þær geti allar
notið réttar síns, bæði konur í stjórnmálum, ólæsar
konur og húsmæður,“ sagði Rozida Abdelkader
Sherif, frambjóðandi kosningabandalags Kúrda, en
27 af 75 þingmönnum þess verða konur. „Við stönd-
um saman í þessu og verðum að gera það áfram,“
segir einnig Lamia al-Sadri, ein fimmtán kvenna
sem náðu kjöri á íraska þingið af kosningalista
Iyads Allawis, forsætisráðherra bráðabirgða-
stjórnarinnar, en hann fékk fjörutíu þingmenn
kjörna.
Sterk staða kvenna á þingi Íraka
Ekki staða/15
KONUR verða um þriðjungur þingmanna á nýju þingi Íraka samkvæmt kosn-
ingaúrslitum en engin fordæmi eru fyrir slíkri þátttöku kvenna í stjórnmálum
arabaríkjanna. Alls verða 86 konur á þinginu en þar sitja í heildina 275 fulltrúar.
Bagdad. AFP.
ALLS er 31% fulltrúa á íraska þinginu konur
en til samanburðar má nefna að 30,2% þing-
manna á Alþingi Íslendinga eru konur. Þá
kom fram í fyrra að meðaltal kvenna í þjóð-
þingum aðildarríkja Evrópuráðsins er 18,4%.
Á vefsetri alþjóðaþingmannasambandsins,
www.ipu.org, kemur raunar fram að hlutfall
kvenna er aðeins hærra á þjóðþingum tólf
ríkja en efst á þeim lista trónir Rúanda með
48,8%, síðan kemur Svíþjóð með 45,3% og 38%
danskra þingmanna voru konur fyrir nýaf-
staðnar kosningar. Þá er hlutfall kvenna
hærra í Finnlandi, Hollandi, Noregi, á Kúbu,
Spáni, Costa Rica, í Belgíu, Austurríki, Arg-
entínu, Þýskalandi og Suður-Afríku.
Nágrannaríki Íraks eru ekki ofarlega á
blaði, 12% þingmanna á sýrlenska þinginu eru
konur, 5,5% á því jórdanska, 4,4% á því tyrk-
neska, 3,1% á því íranska og 2,4% þingmanna
á þjóðþingi Egyptalands eru konur.
Hlutfall kvenna
óvíða hærra
ÞAÐ er víðar en á Íslandi, sem deilt er um
nöfn og nafnalög. Frændur vorir í Noregi
hafa líka sínar skoðanir á þessum málum
og finnst sumum þeirra fulllangt gengið
þegar búið er leyfa nöfn á borð við
„Keikoburger“ og „Filibom-bom-bom“.
Gulbrand Alhaug, prófessor við háskól-
ann í Tromsø, er einn af þeim, sem eru
ekki alveg sáttir við úrskurði norsku
nafnanefndarinnar, og í viðtali við Aften-
posten nefnir hann sem dæmi „Batman“,
sem nú hefur verið úrskurðað gott og gilt.
Hann er líka hneykslaður á því, að
Þrándheimsbúinn Espen Scheide skuli
hafa fengið viðurkennt millinafnið „Keiko-
burger“; að ævintýramaðurinn Aleks-
ander Gamme heiti nú „Filibom-bom-
bom“ að millinafni og að sjónvarpsmann-
inum Espen Thoresen skuli hafa verið
leyft að taka sér ættarnafnið „Gerðusvo-
vel“. Thoresen bað raunar um annað nafn,
„Tilhamingju“, en því var hafnað.
Alhaug segir, að gömlu norsku nafna-
lögin hafi verið of ströng en þau nýju séu
bara skrípaleikur.
„Keikoburger“
og „Filibom-
bom-bom“
Deilt á norsku nafnalögin
STOFNAÐ 1913 44. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
♦♦♦