Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þá liggur nú ljóst fyrir hvernig allt var í pottinn búið og menn geta hætt að hengja bak-
ara fyrir smið.
Loðnuaflinn sem núer verið að veiðavíða við landið
skiptir verulegu máli í at-
vinnulífi fjölmargra bæja.
Umsvifin þýða auknar
tekjur í hafnarsjóði, aukin
umsvif í verslun og við-
skiptum vegna loðnuskipa
og verksmiðjurekstrar,
auknar tekjur af útsvari,
og betra atvinnuástand.
Allt þetta skiptir máli fyr-
ir bæjarfélög og einstak-
linga og í þessu sambandi
eru þá ekki nefnd umsvif
útgerða eða vinna sjó-
manna.
Samtök fiskvinnslustöðva tóku
að sér að skrá landanir og vinnslu
loðnunnar eftir að loðnunefnd var
lögð niður. Eru þær upplýsingar
uppfærðar reglulega. Nítján
verksmiðjur eru skráðar víðs veg-
ar um landið en þrjár starfa ekki
um þessar mundir, og er ein
þeirra verksmiðjan í Grindavík
þar sem tjón varð mikið í bruna á
dögunum.
Fjöldi starfsmanna í bræðslun-
um er milli 250 og 300 en yfirleitt
er unnið á tveimur vöktum, sex
menn á hvorri vakt auk verk-
smiðjustjóra og verkstjóra.
Sex verksmiðjur
á Austurlandi
Sex verksmiðjur eru á Aust-
fjörðum, Vopnafirði, Seyðisfirði,
Neskaupstað, Eskifirði, Fá-
skrúðsfirði og Höfn og eru því
mestu umsvifin í loðnuvinnslu
þar. Af 760 þúsund tonna kvóta
fer milli 60 og 70% til vinnslu þar.
Á Neskaupstað, Seyðisfirði og
Eskifirði eru sterk fyrirtæki með
mikinn kvóta og umfangsmiklar
bræðslur. Segja má að Austfirð-
irnir liggi einna best við loðnu-
veiðunum en telja má meira
happdrætti hversu mikið bræðsl-
urnar á Norðurlandi og í Bolung-
arvík fá á hverri vertíð, því ræður
hegðun loðnunnar að miklu leyti.
Þá eru verksmiðjur á Norðaust-
urlandi og á suðvesturhorninu.
Þorsteinn Steinsson, sveitar-
stjóri Vopnafjarðarhrepps, segir
fiskvinnsluna í bænum vera stór-
iðju heimamanna. Eftir að Tangi
rann inn í HB Granda hafi land-
anir aukist, ekki síst á uppsjáv-
arfiski og þar með vinna við
bræðslu orðið meiri og stöðugri.
Hafnaraðstaðan hefur verið end-
urbætt til muna og þar sem fleiri
skip landi í Vopnafjarðarhöfn hafi
tekjur hafnarsjóðs aukist veru-
lega.
Benedikt Jóhannesson, fram-
leiðslustjóri hjá Eskju, segir að
um 30 manns starfi við bræðsl-
una. Gerir hann ráð fyrir að um
70 þúsund tonn verði brædd á
þessari vertíð, sem er kvóti
Eskju, og hugsanlega 10 þúsund
til viðbótar frá skipum annarra
fyrirtækja.
Gott fyrir bæjar-
og hafnarkassana
Guðmundur Bjarnason, bæjar-
stjóri Fjarðabyggðar, tekur undir
þetta með tekjurnar: „Þeir sem
halda um bæjarkassann og hafn-
arkassann gleðjast mjög því bæði
erum við að fá auknar útsvar-
stekjur og miklar tekjur í hafn-
arsjóð af þessum tíðu löndunum,“
segir Guðmundur. Hann segir að
í Fjarðabyggð einni hafi í gær
verið komin í land um 106 þúsund
tonn af loðnu og gerir hann ráð
fyrir að alls verði landað um 200
þúsund tonnum á vertíðinni sem
er nálægt 30% af heildarkvótan-
um. Mest af þessu er unnið hjá
Síldarvinnslunni á Neskaupstað
og Eskju á Eskifirði en síðan er
landað talsverðu af frystri loðnu
m.a. á vegum Samherja. Er henni
skipað í land á Reyðarfirði þar
sem eru frystigeymslur fyrirtæk-
isins. Þá telur Guðmundur að um
160 manns í Fjarðabyggð starfi
við loðnuna á einn eða annan hátt,
við landvinnslu og á sjó. Hann
segir að nú nái stærri og færri
skip kvótanum og því sé umfang-
ið kannski ívið minna í mannskap.
Einnig minnir hann á að loðnan
sé duttlungafull og bræla geti
sett strik í reikninginn og jafnvel
komið í veg fyrir að allur kvóti
náist.
Góð vertíð skiptir öllu máli
fyrir fólk og fyrirtæki
Í Vestmannaeyjum eru tvær
loðnuvinnslur. Önnur er rekin af
Ísfélagi Vestmannaeyja en hin af
Vinnslustöðinni. Ægir Páll Frið-
bertsson, framkvæmdastjóri Ís-
félagsins, tjáði Morgunblaðinu að
um 80 manns störfuðu við loðnu-
vinnslu fyrirtækisins í landi. Til
viðbótar eru skipshafnir þriggja
loðnuskipa sem fyrirtækið gerir
út auk hins fjórða sem frystir
aflann um borð og síðan er eitt
loðnuskip í flutningum. Loðnu er
bæði landað í Eyjum og í verk-
smiðju fyrirtækisins í Krossanesi
við Eyjafjörð og fer það eftir hvar
loðnan veiðist hvar landað er
meira. Hann segir afköstin svipuð
í báðum bræðslum fyrirtækisins,
hátt í þúsund tonn á sólarhring.
Ægir Páll segir góða loðnuver-
tíð skipta öllu máli fyrir fyrirtæk-
ið og starfsmenn. Hann var bjart-
sýnn á að kvótinn næðist en
Ísfélagið hefur um 105 þúsund
tonna kvóta. Auk bræðslunnar
rekur Ísfélagið frystihús og segir
Ægir Páll mikla áherslu lagða á
að vinna loðnu til manneldis og er
núna verið að frysta loðnu fyrir
Japansmarkað.
Fréttaskýring | Loðnuvinnslan eykur víða
tekjur bæjarfélaga og einstaklinga
Yfir 250 störf
í bræðslunum
Loðnuvertíðin skiptir miklu máli og er
okkar stóriðja segja Vopnfirðingar
Loðnan skiptir víða miklu máli.
Tæknivæðing hefur fækkað
störfum í loðnubræðslum
Störfum við loðnuvinnslu fer
heldur fækkandi því bræðsl-
urnar hafa flestar verið endur-
nýjaðar. Það þýðir að tæknin
tekur talsvert af mannshöndinni.
Milli 15 til 20 manns starfa í með-
albræðslunni en fyrir nokkrum
árum voru það kannski 40–50
manns. Yfirleitt er unnið á
tveimur vöktum. Þar sem verk-
efnin eru drýgst er oft hægt að
bræða 150 til 160 daga á ári en
þær sem fá minnst eru oft ekki
reknar nema í um 40 daga.
joto@mbl.is
FJÓRIR lettneskir starfsmenn GT-
verktaka, sem er undirverktaki
Impregilo við Kárahnjúkavirkjun,
voru ásamt forráðamönnum fyrirtæk-
isins færðir til yfirheyrslna hjá lögregl-
unni á Egilsstöðum í gær. Hafa Lett-
arnir hvorki dvalar- né atvinnuleyfi
hér á landi og sendi Vinnumálastofnun
kæru til embættis sýslumanns á Seyð-
isfirði þar sem farið var fram á rann-
sókn á málinu.
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu-
málastofnunar, segir við Morgunblað-
ið að stofnunin líti það mjög alvarleg-
um augum að fyrirtæki ráði til sín
starfsfólk sem hvorki hafi tilskilin
dvalar- né atvinnuleyfi. Yfirtrúnaðar-
maður Kárahnjúkavirkjunar kom mál-
inu á framfæri við verkalýðsfélög og
Vinnumálastofnun, eftir að fregnaðist
að Lettarnir gengu í störf Íslendinga
sem GT-verktakar höfðu skömmu áð-
ur sagt upp. Fyrirtækið hefur m.a.
annast akstur fólksflutningabíla á
virkjunarsvæðinu og verið með bygg-
ingarkrana á sínum snærum.
Að sögn Gissurar hafa GT-verktak-
ar gefið þau svör að um sé að ræða
störf við þjónustuviðskipti, sem falli
undir ákvæði EES-samningsins um
frjálst flæði þjónustu, og séu þar með
undanþegin dvalar- og atvinnuleyfi.
Óttast Gissur að þetta verklag hafi
tíðkast víðar á íslenska vinnumarkaðn-
um, að þau fái inn útlendinga í hefð-
bundna launavinnu sem hafi ekkert
með þjónustu að gera. Um einhvern
meiriháttar misskilning sé að ræða,
sem þurfi að leiðrétta.
Hann segir Vinnumálastofnun hafa
sýnt því skilning að Impregilo og önn-
ur fyrirtæki á Kárahnjúkasvæðinu
hafi átt í erfiðleikum með að manna
störf með Íslendingum, og því leitað út
fyrir landsteinana. Af þeim sökum
skjóti það skökku við að Íslendingum
sé sagt upp og útlendingar ráðnir í
þeirra störf með vafasömum hætti.
Yfirheyrðir á Egilsstöðum
GRÆNLENSKIR bændur fá aðstoð
íslensku Bændasamtakanna við
kynbótaskýrsluhald um sauðfé sitt.
Er þetta m.a. unnið í samstarfi við
grænlensku landstjórnina. Hér á
landi er notað skýrsluhaldsforrit
sem í eru nú upplýsingar um 300
þúsund fjár. Um 10-20 þúsund bæt-
ast við með grænlenska fénu.
Í forritið, sem hefur verið notað
og þróað hér á landi um árabil, eru
skráðir ákveðnir þættir sem
ákvarða hvort ær er góð til undan-
eldis eða ekki, t.d. hversu marg-
lembd hún er og hver fitusöfnun er.
Grænlensku bændurnir munu
greiða hóflegt gjald fyrir þjón-
ustuna, segir Sigurgeir Þorgeirs-
son framkvæmdastjóri Bænda-
samtakanna. Nokkrir grænlenskir
bændur komu í heimsókn til Íslands
fyrir skömmu m.a. til að kynna sér
kynbótaskráningu fjár.
Grænlenskt sauðfé er að stofn-
inum til íslenskt enda var tvisvar
sinnum flutt fé héðan til Grænlands
í upphafi 20. aldar, segir Sigurgeir.
Grænlenskt sauðfé skráð hér