Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í NESKIRKJU hefur frá haust- dögum verið starfrækt kaffihús en það er sennilega eina kirkjukaffi- hús landsins. Örn Bárður Jónsson sóknarprestur segir að kaffihúsið sé liður í breyttri starfsemi Nes- kirkju eftir að nýbygging kirkj- unnar var tekin í notkun. Mikil hugmyndavinna er að baki nýbyggingunni en Örn segir að hún sé hugsuð eins og nokkurs konar yfirbyggt torg. „Í stað þess að byggja hefðbundið safn- aðarheimili er þetta hugsað eins og í borgum erlendis þar sem kirkjan er við torgið en úti eru kaffihúsin, veit- ingahúsin og mannlífið. Hér getur fólk komið saman að degi til og fengið sér kaffi,“ segir Örn og bætir við að á kaffihúsinu sé m.a. þráðlaust net, dagblöð og tímarit. „Hér mætast eiginlega himinn og jörð. Fólk er að fara inn og út úr kirkjunni og hér er nokkurs konar borgarstemning,“ segir Örn og Sigurður Árni Þórðarson, safn- aðarprestur bætir við: „Þetta er sannkallað kaffihús í sókn.“ Í nýbyggingunni eru salir með færanlegum veggjum svo þeir geta verið misstórir. Þar er jafn- framt bókabúð en Örn segir að þarna sé verið að líkja eftir göngugötu. Trúin varðar daglegt líf Starfið í Neskirkju er fjölbreytt og Örn segir að fólk staldri venju- lega við eftir hvers kyns sam- komur í kirkjunni og fái sér kaffi. Þá líta margir inn í hádeginu og fá sér súpu og spjalla við prestana eða gesti og gangandi. „Fyrir nokkru vorum við alltaf með stutta fyrirlestra í hádeginu á fimmtudögum. Þá tókum við fyrir ýmis málefni þar sem við reyndum að tengja trú og þjóðlíf. Fyr- irlestrarnir voru í um fimmtán mínútur og síðan voru umræður um efnið. Þetta gafst vel en við erum að reyna að skapa umræðu um að trú sé ekki bara lokuð af inni í helgirýminu heldur varði hún líka daglegt líf á jörðinni, skilning okkar á þjóðfélaginu, sið- fræði og fleira,“ segir Örn.  NESKIRKJA Kaffihús í sókn Það er ekkert óvenjulegt við að kirkjugestir fái sér kaffi saman að loknu helgihaldi en starfsfólk og prestar í Neskirkju létu það ekki nægja heldur opnuðu kaffihús sem má kalla „kaffihús í sókn“. Morgunblaðið/ÞorkellSr. Örn Bárður „KAFFIÐ hérna er sérlega gott,“ segir Ólafur Tryggvi Magnússon en hann er einn þeirra sem líta reglu- lega inn á kaffihúsinu í Neskirkju. Hann segir þægilegt að hafa kaffi- hús í Vesturbænum. „Ég vinn hérna í nágrenninu og bý í hverfinu svo mér þykir gott að geta komið hérna við.“ Guðrún Þorsteinsdóttir tekur í sama streng en hún hefur lengi ver- ið virk í safnaðarstarfinu. Guðrún segist hin ánægðasta með kaffi- húsið og í raun allt safnaðarstarfið. „Kirkjusókn hefur aukist þónokkuð,“ segir hún rétt áður en hún bregður sér frá til að spjalla við aðra kirkjugesti. Guðrún Þorsteinsdóttir er virk í safnaðarstarfi. Gott kaffi og aukin kirkjusókn Morgunblaðið/Þorkell Ólafur Tryggvi Magnússon og sr. Sigurður Árni Þórðarson ræða málin yfir hádegisverði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.