Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Bílar á
föstudögum
Sérblaðið Bílar fylgir blaðinu
á föstudögum.
Meðal efnis næsta föstudag:
Dótakassinn - ýmsir smáhlutir í bílinn
Nýr Skoda Octavia - reynsluakstur
Vinsælustu jepparnir í Bandaríkjunum
Saga bílsins - fyrsti akstur í kringum
landið
Væntanlegir bílar - Audi Allroad, Opel
Vectra
Sértilboð til áskrifenda á bílaauglýs-
ingum 995 kr. með mynd - Mættu til
okkar í Kringluna 1 og við tökum
myndina frítt -
Einfalt, ódýrt og þægilegt
auglýsingar 569 1111
Auglýsingar:
Sandra - 569 1140 og Ragnheiður -569 1275
Á fjórhjólum í fönninni.
Ford Freestyle - sjö manna amerískur.
Opel Astra Station reynsluakstur.
Bílasýningin í Detroit.
Formúla 1.
Síaukinn áhugi á mótorhjólum.
MARGIR skákmenn lögðu leið
sína í KEA-salinn, Sunnuhlíð á
Akureyri, og tóku þátt í minning-
armóti Jóns Björgvinssonar sem
lauk á sunnudaginn var. Nokkrir
öflugir skákmenn af höfuðborg-
arsvæðinu tóku þátt sem og rjóm-
inn af norðlenskum skákmönnum.
Keppendurnir voru alls 41 þegar
mótið hófst sl. föstudag með fjór-
um atskákum. Stigahæsti skák-
maður landsins og félagsmaður í
Skákfélagi Akureyrar, stórmeist-
arinn Jóhann Hjartarson, leiddi
mótið eftir fyrsta daginn með
fullu húsi vinninga ásamt alþjóð-
lega meistaranum Jóni Viktori
Gunnarssyni. Síðustu þrjár um-
ferðir mótsins voru kappskákir
svo að Jóhann og Jón mættust í
einni slíkri á laugardagsmorgn-
inum. Bræðrabylta varð í viður-
eign þeirra og urðu þeim hvor-
ugum á mistök í lokaumferðunum
tveim sem þýddi að báðir luku
keppni með sex og hálfan vinning
af sjö mögulegum. Gripið var til
stigaútreikninga og varð Jóhann
þá hlutskarpari. Lokastaða efstu
manna varð annars þessi:
1.-2. Jóhann Hjartarson og Jón
Viktor Gunnarsson 6½ vinning af
7 mögulegum
3.-5. Halldór Brynjar Halldórs-
son, Björn Þorfinnsson og Guð-
mundur Gíslason 5 v.
6.-10. Áskell Örn Kárason,
Björn Ívar Karlsson, Jón Árni
Jónsson, Stefán Bergsson og
Ólafur Kristjánsson 4½ v.
11.-20. Jón Þ. Þór, Gylfi Þór-
hallsson, Sævar Bjarnason, Rúnar
Sigurpálsson, Arnar Þorsteinsson,
Sigurjón Sigurbjörnsson, Svein-
björn Sigurðsson, Unnar Þór
Bachmann, Tómas Veigar Sigurð-
arson og Smári Ólafsson 4 v.
Veitt voru verðlaun í ýmsum
aukaflokkum og urðu efstu menn
þar þessir:
Í flokki skákmanna með 1800–
2000 stig: 1. Sigurjón Sigur-
björnsson 4 v. (21,0 Monrad stig)
2. Smári Ólafsson 4 v. (18,5) 3.
Guðmundur Freyr Hansson 3,5 v.
Í flokki skákmanna með minna en
1799 stig: 1. Sveinbjörn Sigurðs-
son 4 v. (20,5) 2. Tómas Veigar
Sigurðarson 4 v. (20,0) 3. Unnar
Þór Bachmann 4 v. (19,0) Í flokki
skákmanna 50 ára og eldri: 1.
Ólafur Kristjánsson 4,5 (23,5) 2.
Áskell Örn Kárason 4,5 (21,5) 3.
Jón Þ. Þór 4 v. (26,0) Í unglinga-
flokki: 1. Ólafur Evert Úlfsson 2,5
v. 2. Davíð Arnarson 1,5 v. 3. Al-
exander Arnar Þórisson 1 v.
Gylfi Þórhallsson er formaður
Skákfélags Akureyrar en það fé-
lag hélt mótið ásamt Taflfélagi
Dalvíkur, síðasta félaginu sem
Jón heitinn Björgvinsson var í.
Gylfi hefur marga hildi háð og
lengi vel átti hann metið að hafa
teflt flestar kappskákir sem
reiknaðar voru til skákstiga. Sæv-
ar Bjarnason sló það síðan en
Gylfi lætur þó ekki deigan síga. Á
mótinu mætti hann ofjarli sínum
þegar hann mætti sigurvegara
mótsins.
Hvítt: Gylfi Þórhallsson (2115)
Svart: Jóhann Hjartarson
(2645)
1. e4 e5 2. Rc3 Rc6 3. g3 Bc5 4.
Bg2 d6 5. d3 Rge7 6. Rge2 O-O
7. Be3 Bxe3 8. fxe3 Be6 9. Dd2
Dd7 10. d4 Bh3 11. Bxh3 Dxh3
Byrjunartaflmennska hvíts hef-
ur verið þróttlítil og stendur
svartur aðeins betur að vígi.
Hann hefur skorðað peð hvíts á
kóngsvæng með drottningu sinni
og staðsetning hennar kemur í
veg fyrir að hvítur geti hrókerað
stutt. Í framhaldinu finnur hvítur
ekki haldbæra áætlun til að bæta
stöðu sína.
Sjá stöðumynd 1
12. O-O-O f6 13. Hdg1?!
Hér hefði verið nærtækt að
leika 13. Rg1 koma riddaranum
fyrir á f3. Svartur gæti þá reynt
að sporna við því með að leika
13...Dg4 eða 13...Dh5 en þá hefði
endataflið eftir 14. De2 Dxe2 15.
Rgxe2 verið u.þ.b. í járnum.
13...f5 14. d5 Rb4 15. a3 Ra6
16. exf5 Hxf5 17. g4 Hf2 18. Hg3
Dh4 19. h3 Haf8 20. b4! Hf1+ 21.
Hxf1 Hxf1+ 22. Kb2 Rc8!? 23.
Dd3 Rb6
Svörtum hefur tekist að halda í
frumkvæðið sitt og felst það nú í
yfirráðum svarts á f-línunni. Hvít-
ur á erfitt með að
koma riddurum sín-
um á hreyfingu en
riddarameistarinn
Benóný Benediktsson
sagði að þeir ættu
aldrei að valda hvor
annan.
Sjá stöðumynd 2
24. e4?
Hér hafði 24. Re4
komið vel til álita þar
sem 24...Ra4+ væri
vel svarað með 25.
Kb3. Eftir textaleik-
inn girðir hvítur fyrir
að hann geti notað
e4-reitinn fyrir menn
sína og veikir svörtu
reitina í stöðu sinni.
24...Df6! 25. Db5 Df8 26.
a4 c6! 27. dxc6 Rc7 28.
Dd3 bxc6 29. He3?
Afleikur sem tapar skák-
inni strax. Engu að síður
var hvíta staðan erfið sem
sést best á því að 29. a5
hefði verið svarað með
29...d5.
Sjá stöðumynd 3
29... d5! 30. Rg3 Dxb4+
31. Ka2 Rc4 og svartur
gafst upp enda verður mát
ekki umflúið.
Það var afar vel til fund-
ið hjá norðanmönnum að
halda mót þetta og sann-
arlega gott tilefni að heiðra
minningu þess sterka
skákmanns sem Jón Björg-
vinsson var.
Gengi Stefáns og
Ingvars að batna í
Búdapest
Skákmennirnir Stefán
Kristjánsson (2438) og
Ingvar Jóhannesson (2315)
tefla enn í Fyrsta laugar-
dagsmóti í Búdapest og
hafa báðir landað sínum
fyrsta vinningi úr einni
skák. Stefán, sem tekur
þátt í stórmeistaraflokki,
lagði Andras Flumbort
(2479) í sjöttu umferð og
hefur þrjá vinninga eftir að
hafa teflt sex skákir. Ingv-
ar gerði fimm jafntefli í
röð í fyrstu umferðum
mótsins en vann svo þýska
skákmanninn Hubertus
Schulze í sinni sjöttu skák.
Hann hefur því þrjá og
hálfan vinning af sex
mögulegum en alls mun
hann tefla 10 skákir í sín-
um flokki en Stefán tólf.
Hægt er að fylgjast með
gangi mótsins á www.skak-
.is eða www.firstsatur-
day.hu.
Þrír íslenskir skák-
menn tefla í Frakklandi
Stórmeistararnir Hannes Hlífar
Stefánsson (2561) og Þröstur Þór-
hallsson (2455) taka þátt ásamt
Magnúsi Kristinssyni (1430) í
skákhátíð sem fram fer dagana
12. til 20. febrúar í smábænum
Capelle La Grande í Frakklandi.
Um afar öflugt mót er að ræða
sem haldið er á hverju ári en
steinsnar frá bænum er hinn
sögufrægi staður Dunkerque. Eft-
ir 2 umferðir hefur Hannes 1½
vinning en Þröstur og Magnús
hafa vinning hvor. Stigahæsti
keppandi mótsins er Murtas
Kazhgaleyev (2613) en Hannes er
þar tuttugasti í röðinni. Hægt er
að fylgjast með gangi mála á
www.skak.is eða www.cappelle-
chess.com.
Jóhann og Jón
Viktor efstir og
jafnir á Akureyri
Jón Viktor
Gunnarsson
Jóhann
Hjartarson
HELGI ÁSS GRÉTARSSON
daggi@internet.is
SKÁK
Skákfélag Akureyrar og
Taflfélag Dalvíkur
MINNINGARMÓT JÓN
BJÖRGVINSSONAR
11.–13. febrúar
Stöðumynd 1
Stöðumynd 2
Stöðumynd 3
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Til mín hafa leitað hjón sem óska eftir að
kaupa 100-110 fm íbúð í ofangreindu húsi.
Verðhugmynd allt að 26 millj. Um er að ræða
fjársterka aðila sem eru búnir að selja. Af-
hendingartími getur verið allt að 6-7 mán.
Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég
mun fúslega veita nánari upplýsingar.
Með kveðju,
Hákon Svavarsson,
lögg. fasteignasali, sími 898 9396.
4RA HERBERGJA ÍBÚÐ
VIÐ SKÚLAGÖTU 10 - RVÍK - ÓSKAST